Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
írska lýðveldið:
Listi birtur yfir
800 skattsvikara
Dublin. 23. apríl AP.
KUNNIR írskir borgarar í írska lýöveldinu eru nefndir með nafni á lista yfir
800 skattsvikara, sem írska stjórnin hefur látið birta opinberlega. Hefur
þessi listi vakið mikla reiði og hneykslun í landinu, en í hópi þcirra, sem þar
eru nefndir, eru læknar, lögfræðingar, tveir kaþólskir prestar og að minnsta
kosti einn af þingmönnum írska þjóðþingsins.
í tilkynningu stjórnarinnar er
sagt, að þessum 800 mönnum hafi
verið gert að greiða 1,5 millj.
írskra punda í viðbótarskatta og
viðurlög. Einn þeirra er Liam de
Paor, vel þekktur rithöfundur,
sagnfræðingur og útvarpsmaður,
sem varð að greiða 3.600 írsk pund
fyrir að skila ekki skattskýrslu.
Veður
víða um heim
Akurnyri 11 skýjaö
Amsterdam 3 12 skýjaö
Aþena 12 24 skýjaö
Barcelona 16 rigning
Bertin 2 15 rigning
BrOmmel 3 18 skýjaö
Chicago 20 29 skýjaö
Dublin • 15 skýjaö
Feneyjar 16 þofcum.
Frankfurt 9 20 skýjaö
Genf 8 skýjaö
Hatsinki +5 5 heiöskírt
Hong Kong 22 27 heiöskírt
Jerúmalem vantar
Kaupm.höfn 2 12 snjók.
Las Palmam 20 skýjaö
Ussabon 8 16 skýjaö
London 5 10 akýjaö
Los Angetes 14 21 heiöskírt
Luxemborg 10 skýjað
Malaga 17 skýjaö
Mallorca 19 skýjaö
Miami 22 25 heiöskírt
Montreal 6 20 heiömkírt
Moskva 9 18 heiöskirt
New York 12 30 skýjaö
Osló 0 12 heiöskírt
París 8 19 skýjaö
Peking 10 24 heiöskírt
Reykjavík 6 þoka
Rio de Janeiro 17 29 heiöskírt
Rómaborg 9 24 heiöskírt
Stokkhólmur 1 11 skýjaö
Sydney 14 21 rigning
Tókýó 15 22 heiöskfrt
Vínarborg 10 20 heiöskírt
Þórshöfn 6 alskýjaö
Sagðist hann ekki vera skattsvik-
ari, en bar það fyrir sig, að hann
væri „utan við sig“. „Ég er hrædd-
ur við tölur," sagði hann enn-
fremur, „og því lét ég þessa
skattaskýrslu lönd og leið.“
Bernard Durcan, þjóðþingsmað-
ur frá Kildare-sýslu, mátti greiða
500 írsk pund í aukaskatta og við-
urlög fyrir að hafa skattaskýrslu,
sem ekki var rétt. Hann heldur því
fram, að sér hafi aðeins orðið á
tæknileg mistök í gerð skýrslunn-
ar og að hann sé fyrir löngu búinn
að greiða það fé, sem honum var
gert að greiða til viðbótar.
Tveir prestar eru nefndir með
nafni á listanum og er annar
þeirra séra Robert Flavin frá Kill-
arney, sem varð að greiða yfir
15.000 írsk pund til viðbótar f
skatta og 10.000 írsk pund í viður-
lög.
Honecker á Italíu
AP/Símamynd
Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, sést hér ásamt Erich Honecker, forseta Austur-Þýskalands, við
komu þess síðarnefnda til Rómaborgar í gær. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn Honeckers til NATO-
ríkis.
Varsjá:
Þúsundir komu saman
á nafndegi Popieluszkos
V»r»iá. 23. mpríl. AP. V—^ &
Vmrsjá, 23. mpríl.
ÞÚSUNDIR Samstöðumanna og
nokkur hundruð presta söfnuðust
í dag saman við leiði séra Jerzy
Popieluszkos, sem myrtur var af
pólskum öryggislögreglumönn-
um. Var nafndagur Popieluszkos
í dag.
Rúmlega 340 prestar í
Varsjár-biskupsdæmi gengu
kringum kirkju heilags Stanis-
laws Kostka og að gröf Popiel-
uszkos, sem var blómum stráð.
f fararbroddi voru tveir biskup-
ar en við gröfina stóðu grátandi
öldruð móðir Popieluszkos,
Marianna, og Josef, bróðir
hans. Þúsundir stuðnings-
manna Samstöðu vörðuðu leið-
ina og gerði fólkið sigurmerkið
með fingrunum um leið og það
söng sálminn „Guð, sem vakir
yfir Póllandi" en í honum
ákalla Pólverjar Drottin og bið-
ja um frjálst Pólland. í dag er
nafndagur heilags Georgs en
það er sama nafnið og Jerzy á
pólsku.
Fyrir þessa athöfn var messa
í kirku heilags Stanislaws og
flutti þar annar biskupanna,
Wladyslaw Miziolek, ræðu.
„Hve hátt og snjallt talar
ekki faðir Jerzy til okkar í dag,
til borgarbúa í Varsjá, til allra
Pólverja og allrar heimsbyggð-
arinnar,“ sagði hann og bætti
því við, að dauði Popieluszkos
hefði glætt vonir þjóðarinnar
um „endurfæðingu og framtíð í
réttlæti, sannleika og frelsi".
Kirkja heilags Stanislaws er
nú heilagur staður i augum
Samstöðumanna og í dag mátti
víða sjá við kirkjuna borða og
fána verkalýðssamtakanna,
sem kommúnistastjórnin í Pól-
landi hefur bannað.
Átta þingmenn í
varðhaldi í Belgíu
llinmnl, Bel|;iu, 23. mpríl. AP.
ÁTTA belgískir þingmenn voru
settir í varðhald í dag fyrir að hafa
farið með ólöglegum hætti inn í
flugbækistöð Bandaríkjamanna við
Florennes, þar sem 16 bandariskum
stýriflaugum hefur verið komið
fyrir. Gert er ráð fyrir, að dómur
yfir mönnunum verði kveðinn upp á
föstudag, en þeir kunna að eiga yfir
höfði sér eins mánaðar fangelsi.
Þingmenn þessir eru allir úr flokki
umhverfisverndarmanna.
GENGI
GJALDMIÐLA
Mengele sagður á lífí
og leynast í Paraguay
Frmnkrurt, 23. mpríl. AP.
OPINBER ákærandi, sem stjórnar leit Vestur-Þjóðverja að stríðsglæpa-
maðurinn Josef Mengele sagði í dag að hann væri sannfærður um að
hann væri enn á lífí og færi sennilega huldu höfði í Paraguay.
Yfirvöld í Paraguay viður-
kenna að Mengele, sem var yfir-
læknir í útrýmingabúðum naz-
ista í Auschwitz, hafi falizt í
landinu eftir stríðið, en halda
því fram að hann búi þar ekki
lengur.
Ákærandinn, Hans Eberhard
Klein, sagði að hann og vestur-
þýzkir sérfræðingar hefðu rann-
sakað fingraför í vörzlu ísra-
elsku leyniþjónustunnar og kom-
izt að þeirri niðurstöðu að þau
væru af Mengele.
Interpol afhenti ísraelsku
Ieyniþjónustunni fingraförin 16.
okt. 1961 í París. Klein sagði að
ekki væri vitað hver hefði kom-
izt yfir fingraförin, hvenær hon-
um hefði tekizt það og hvar.
Heldur væri ekki vitað hver
hefði afhent Interpol fingraför-
in.
Klein sagði að ísraelska leyni-
þjónustan hefði skýrt sér frá
fingraförunum fyrir fjórum til
fimm vikum. Þetta væru nyleg-
ustu fingraför Mengeles, sem
vitað væri um.
Klein sagði að ljósmynd af
Mengele á veggspjaldi, sem
dreift hefur verið um allan heim
vegna leitarinnar að honum,
væri ekki af glæpamanninum.
Myndin birtist á forsíðu síð-
asta tölublaðs vestur-þýzka
tímaritsins Der Spiegel, sem
birti einnig myndir af vegg-
spjöldum á spænsku, þar sem
segir að myndin hafi verið tekin
1976.
Klein sagði að maðurinn á
myndinni væri ekki Mengele og
ekki stríðsglæpamaður. Hann
neitaði að segja hvaða maður
þetta væri. „Það skiptir ekki
máli,“ sagði hann.
Myndin er af manni með yfir-
skegg og það líkist yfirskeggi
Mengele á mynd, sem var tekin
1956 og er nýlegasta raunveru-
lega ljósmyndin af stríðsglæpa-
manninum, sem vitað er um, að
sögn Kleins.
ÞetU mun vera nýjasta myndin,
sem til er af Mengele.
Myndin frá 1956 og tvær
ljósmyndir frá 1936 voru birtar á
veggspjöldunum, sem vestur-
þýzk yfirvöld dreifðu í janúar.
Þar er heitið einni milljón
marka (um 13,7 millj ísl. kr.)
hverjum þeim er veitt geta upp-
lýsingar, sem leiða til handtöku
Mengeles.
Dollarinn
fór yfir
3 mörk
liondon, 23. marz. AP.
Bandaríkjadollar hækkaði veru-
lega gagnvart öllum helztu gjald-
miðlum heims í dag og er talið, að
nokkrir stórbankar í New York hafí
staðið þar að baki með miklum
kaupum á dollurum til þess að auka
eftirspurn. í Frankfurt komst gengi
dollarans yfír 3 mörk og varð þannig
hærra en nokkru sinni í heila viku.
í London féll pundið mjög gagn-
vart dollarnum og fengust fyrir
það aðeins 1,2560 dollarar (1,2837).
Gengi dollarans var að öðru leyti
þannig, að fyrir hann fengust
3,0525 vestur-þýzk mörk (2,9880),
2,5125 svissneskir frankar
(2,4790), 9,2475 franskir frankar
(9,1250), 3,4355 hollenzk gyllini
(3,3815), 1.935,50 ítalskar lírur
(1.908,00), 1,3545 kandaískir doll-
arar (1,34900) og 248,65 jen
(247,85).