Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
Stofnmæling botnfíska á íslandsmiðum:
115 milljónir 2 ára
þorska áætlaðar á
uppeldisstöðvunum
NÚ LIGGJA fyrir niðurstöður Haf-
rannsóknastofnunar á stofnmæling-
um þorskstofnins, sem unnar voru í
iok marz. Gögnum var þá safnað á
595 togstöðvum á landgrunni ís-
lands allt niður á 500 metra dýpi.
Alls voru lengdarmældir um 92.000
þorskar og um 312.000 fiskar voru
mældir í allt. Jafnframt var um
11.000 kvörnum úr 11 fisktegundum
safnað til aldursgreiningar.
Ólafur Karvel Pálsson var leið-
angursstjóri í þessum rannsókn-
um og hefur hann í stuttu máli
tekið saman helztu niðurstöður
varðandi þorskstofninn og eru
þær á þessa leið: Á uppeldisstöðv-
um þorsksins fyrir Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörðum er 5
ára fiskur af árgangi 1980 uppi-
staðan í hinum veiðanlega hluta
stofnsins, það er 4 ára fiski og
eldri, eða um 38% af þyngd stofns-
ins á þessu svæði. Hlutdeild 4, 6 og
7 ára fisks er mun minni eða 14 til
18% stofnsins og mjög lítið af 8
ára fiski og eldri er á þessu svæði.
Yngstu árgangar stofnsins, 1, 2
og 3 ára fiskur, eru léttvægir í
þessu dæmi. Stærð þess hluta
stofnsins verður því fremur metin
með því að líta á fjölda fiska eftir
aldri. Þá kemur fram, að mjög lit-
ið er af 3 ára þorski af árgangi
1982 enda er sá árgangur talinn
mjög lélegur og raunar einn léleg-
asti, sem fram hefur komið á síð-
ustu 30 árum. Á hinn bóginn er
mikið af 2 ára þorski af árgangi
1983 á uppeldisstöðvunum, sem
bendir til þess, að þessi árgangur
muni vera nálægt meðallagi eins
og fyrri rannsóknir hafa gefið til
kynna. Fremur litið varð vart við
1 árs fisk nema fyrir norðaustan
og austanverðu landinu. Þessi ár-
gangur virtist lofa góðu í seiða-
rannsóknum sumarið 1984. Þær
niðurstöður, sem nú liggja fyrir,
duga þó ekki til að staðfesta það
mat og verður því að telja stærð
þessa árgangs mjög óvissa enn um
sinn.
Á hrygningarstöðvum þorsks
fyrir suðvestan og sunnan land er
aldursdreifing stofnsins allt önn-
ur eins og raunar er við að búast.
Af einstökum árgöngum er 6 ára
fiskur frá 1979 mest áberandi eða
um 20% af stofnþyngdinni á þessu
svæði. Þessi árgangur er þó talinn
slakur. Talsvert er af 5, 7 og 8 ára
þorski eða 13 til 15% og nokkuð af
9 og 10 ára fiski eða um 10%. Enn
fremur er lítið eitt af 11 og 12 ára
fiski eða um 4% af stofnþyngdinni
á svæðinu.
ólafur var spurður hvað niður-
stöður þessar gæfu til kynna.
Sagði hann þær gefa til kynna
hlutfallslega stærð einstakra ár-
ganga þorskstofnsins. Eiginlega
stærð stofnsins í lestum eða fjölda
væri hins vegar ekki hægt að meta
á grundvelli þessara rannsókna
enn sem komið væri. Gert væri
ráð fyrir að þessum rannsóknum
yrði haldið áfram á næsta ári. Þá
myndi fást úr því skorið hvaða
MVND*
180.000-1-------------------------------—-----------
180.000-
140.000-
120.000-
100.000-
p
2 80 000-
ildursflokkar
Mynd A sýnir aldursdreifingu í
þyngd á uppeldisstöðvum þorsksins
fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og
Mynd B sýnir aldursdreifingu eftir
fjölda fiska á sama svæði.
þorsks í þyngd á hrygningarstöðvun-
um fyrir sunnan og suðvestanverðu
landinu.
breyting hefði orðið á stærð
stofnsins frá því sem nú væri. Að
loknum 5 til 10 ára rannsóknum
mætti loks gera ráð fyrir því, að
unnt yrði að meta raunverulega
stærð stofnsins með viðunandi
nákvæmni.
Annad tölublað
Náttúrufræðings-
ins komið út
ÚT ER komið annað tölublað 54. ár-
gangs af Náttúrufræðingnum, tíma-
riti Hins íslenzka náttúrufræðifé-
lags. Meðal efnis í ritinu má nefna
grein Vigfúsar Jóhannssonar um
upprót botnleðju vegna starfsemi
kolkuskelja, Einar H. Einarsson rit-
ar grein er nefnist „Var melgresið
fyrsti landnemi flórunnar i Mýr-
dal?“, Páll Imsland ritar grein er
nefnist: „Úr þróunarsögu jarðskorp-
unnar við sunnanverðan Faxaflóa,
sprungumyndunarsaga", Sveinn P.
Jakobsson fjallar um íslenzkar
bergtegundir og Kristján Sæ-
mundsson ritar skýrslu um Hið is-
lenzka náttúrufræðifélag 1983.
Morgunblaðið/ ÓI.K.Mag.
Frá framhaldsþingi 3. fulltrúaþings Kennarasambands íslands sem haldið var um sl. helgi á Hótel Loftleiðum.
Framhaldsþing 3. fulltrúaþings Kennarasambands fslands:
Atkvæðagreiðsla um aðild að
BSRB fer fram 2. og 3. maí nk.
FRAMHALDSÞING 3. fulltrúaþings Kennarasambands fslands var haldið
um síðustu helgi á Hótel Loftleiðum.
Þingiö sátu 159 fulltrúar frá 10 landshluUfélögum grunnskólakennara,
Sambandi sérskóla (framhaldsskólakennara) og Félagi tónlisUrskólakenn-
ara.
Á þinginu var samþykkt að 2. og
3. maí nk. fari fram allsherjar-
atkvæðagreiðsla um hvort KÍ eigi
að segja sig úr BSRB eða halda
áfram aðild. Þetta mál hefur verið
rækilega kynnt félagsmönnum að
undanförnu, bæði með kynningar-
ritum og á fundum. Til þess að
úrsögnin sé gild þarf fylgi % hluta
greiddra atkvæða og tekur hún þá
gildi um næstu áramót.
Kennarasamband íslands og
Hið íslenska kennarafélag stofn-
uðu Bandalag kennarafélaga á sið-
asta ári. Bandalaginu er m.a. ætl-
að að stofna sameiginlegt stéttar-
félag kennara við grunnskóla og
framhaldsskóla sem nú eru í KÍ og
HÍK. Gert er ráð fyrir að félögin
segi skilið við heildarsamtök
opinberra starfsmanna sem þau
tilheyra nú, þ.e. BHM og BSRB,
eða sameinist innan þeirra.
Á þinginu var gerð samþykkt
þar sem segir m.a. að ef KÍ ákveði
úrsögn úr BSRB verði gerð krafa
um sjálfstæðan samnings- og
verkfallsrétt. Náist það ekki fram
verði krafist viðurkenningar fjár-
málaráðherra á samningsrétti KÍ
sbr. lög um kjarasamninga opin-
berra starfsmanna (nr. 46/1973),
3. grein.
Ennfremur segir að ef KÍ geng-
ur úr BSRB og HÍK úr BHM skuli
stórn BK undirbúa stofnun nýs
stéttarfélags.
Næsta reglulega fulltrúaþing KÍ
verður ekki fyrr en 1987 og er ekki
hægt að ganga endanlega frá
stofnun nýs kennarafélags fyrr en
þá. Ætlunin er að þangað til fari
BK með samningsrétt um aðal-
kjarasamning fyrir KÍ og HÍK en
félögin fari áfram með sérkjara-
samninga.
Á þinginu var samþykkt að
stofna kjaradeilusjóð KI og var
ákveðið að félagsgjöld til hans
næmu um 1% af föstum mánað-
arlaunum næstu tvö ár.
Þá var samþykkt að ef niður-
stöður sérkjarasamnings eða
-dóms verði óviðunandi, að mati
samninganefndar, verði stjórn KÍ
falið í samvinnu við aðildarfélögin
að beita öllum tiltækum ráðum til
að knýja fram leiðréttingu á laun-
um kennara.
Ýmsar fleiri ályktanir voru
gerðar á þinginu svo sem um hús-
næðis- og lánamál og skattamál.
Stjórn og fulltrúaráði KÍ var
falið að undirbúa stofnun launa-
málaráðs er vinni sérstaklega að
launa- og samningamálum sam-
bandsins og voru drög að launa-
málastefnu Kí lögð fram.
Klemens Tryggvason fyrrverandi
hagstofustjóri.
Morgunblaðift/Ól.K. Mag.
Olafur Björnsson prófessor tekur við heiðurskjölunum úr hendi Þórðar
Friðjónssonar, fráfarandi formanni Félags viðskiptafræðinga og hagfræð-
inga.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga:
Tveir heiðursfélagar kjörnir
AÐALFUNDUR Félags viðskipU-
fræðinga og hagfræðinga var hald-
inn í veitingasalnum Þingholti
fimmtudaginn 18. apríl sl. Á aðal-
fundinum urðu formannaskipti í
félaginu. Þórður Friðjónsson efna-
hagsráðgjafi lét af formennsku og
við tók Eggert Ágúst Sverrisson
framkvæmdastjóri.
Á fundinum var sérstaklega
rætt um útflutningsmál og höfðu
um það efni framsögu þeir
Matthías Á. Mathiesen við-
skiptaráðherra og Steinar Berg
Björnsson forstjóri Lýsis, for-
maður Útflutningsmiðstöðvar
iðnaðarins.
Lýst var kjöri tveggja heiðurs-
félaga Félags viðskiptafræðinga
og hagfræðinga, ólafs Björns-
sonar prófessors og Klemens
Tryggvasonar fyrrv. hagstofu-
stjóra. Var kjöri þeirra vel fagn-
að. ólafur Bjömsson tók við
heiðursskjölum beggja, en Klem-
ens gat ekki verið viðstaddur
vegna veikinda. Einu sinni áður
hefur heiðursfélagi verið kjörinn
{ félaginu, Indriði Einarsson
skáld og hagfræðingur árið 1938.