Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIP, MIÐVIKUPAGUR 24. APRfL 1985 53 Rallkappamir Gunnlaugur Rögnvaldsson og Baldur Brjánsson. BALDUR BRJÁNSSON Morjfunblaöiö/RAX Hefdi eins getad ólad mig við buxnabeltið Hókus, pókus, pílarókus, voru orðin sem Baldur Brjánsson seiðkarl og töframaður með meiru hugðist beita í rallinu, sem hann tók þátt í fyrir nokkrum dögum eins og fram hefur komið á þessari síðu. Hvernig skyldi honum hafa tekist til? Blm. hitti hann stundarkorn og spurði frétta. „Maður mátti ekki beita neinum „trixum", það var tekið svo skýrt fram í byrjun. Þá var sagt að bann- að væri stranglega að dáleiða and- stæðinga sina og ef billinn sæist á óeðlilega löngu flugi yrðu viðkom- andi samstundis dæmdir úr ieik, þannig að við urðum að lúta iögun- um og gátum því ekki beitt neinum teljandi brögðum. Að vísu reyndi ég einu sinni að einbeita mér að því að Subaruinn sem vann okkar flokk yrði úr leik, en það mistókst. Einbeitingarskynið var ekki í réttu lagi svo þetta fór fyrir ofan garð og neðan. Ég held jafnvel að þó leyft hefði verið að beita brögðum hefði mér ekki tekist það, því ég var svo æstur og þurfti sífellt að vera að einbeita mér að e.inhverju öðru en göldrunum." Samhæfingu skorti... — Hvernig gekk ferðin annars? „Við urðum í öðru sæti í okkar flokki og þetta gekk alveg ljómandi vel. Gunnlaugur keyrði af öryggi, það voru aidrei neinar „sjensar" teknir. Að vísu kom það fyrir einu sinni eða tvisvar að mér fannst bíll- inn ætla að velta, en Gulli sagði að hann hefði ekki hreyft hjólin frá jörðu.“ — Varstu ekkert hræddur? „Það hefur kannski ekki sést á mér, en innst inni var ég alveg dauðhræddur. Ég svaf ekkert nótt- ina fyrir keppnina. Eftirköstin komu seinna og þá fór maður að hugsa tilbaka og „sjokkerast". Það er alveg ótrúlegt að billinn skyldi þola ferðina, það sprakk ekki einu sinni, eins og stórgrýtið var mikið og hraðinn mikill. Ég hugsa að ég leggi nú ekki í þetta aftur ef ég á að segja eins og er. Og þó ... Þetta breytti töluvert áliti mínu á umferðinni. Ég skelli mér ekki framar upp í bílinn minn og ek af stað. Nú óla ég mig vel niður í sætið og fer með varúð.“ — Gerðist ekkert sögulegt í ferð- inni? „Það er þá einna helst þegar ég átti að afhenda tímakort á tíma- varðarstöð. Þá átti ég að spretta út, hlaupa og afhenda tímakort svokall- að. Ég hleyp að sjálfsögðu eins og ég ætti lífið að leysa og kem tilbaka, skelli á mig hjálminum en flæki bílbeltið í óðagotinu og hefði alveg eins getað ólað mig við buxnabeltið, pvo mikið var ég útúr heiminum. Við fengum mínútu frest til að óla mig niður og það koma í hlut Gulla að gera það.“ COSPER Geoff Billington missti stjórn á hrossi sínu á sýningu og keppni í Hamborg í Vestur- Þýskalandi fyrir skömmu. Ljós- myndarar voru til staðar og festu atburðinn á filmu. Þetta atvikað- ist þannig, að Geoff kom flengríð- andi að fyrirstöðunni og ætlaði síðan hrossinu að stökkva yfir hana eftir kúnstarinnar reglum. Hrossið hikaði hins vegar og nam snögglega staðar fyrir framan hliðið. Geoff varð hverft við og sveif sjálfur yfir hliðið ríghald- andi í taumana. Krafturinn var mikill og braut Geoff úr hliðinu sem sjá má, en þrátt fyrir allt slapp hann betur en á horfðist. Hann slapp með marbletti og skrámur og hrossið slap öldungis óskaddað. Herma fregnir að Geoff hafi lesið yfir fáki sínum er hann hafði jafnað sig sæmilega eftir byltuna... — Þið eruð heppin að koma í heimsókn núna. Fyrir viku var svo heitt bér að það var ekki líft. ♦ ♦ ♦ * íŒó nabæ I í KVÖLD KL. 19.30 Aðalvinningur að verðmæti... kr. 25.000 HeUdarverðmœti vinninga.... .kr. 100.000 ★ ★★★★★★★★★★★ NEFNDIN. Sími 68-50-90 VEITINGAHÚS HÚS GÖMLU DANSANNA. Dönsum Veturinn út og sumaríð inn Gömlu dansarnir í kvöld frá kl. 9—3 Hljómsveitin DREKAR ásamt hinni vinsælu söngkonu MATTÝJÓHANNS Aöeins rúllugjald. W3 Síöasta vetrarkvöldiö í Ypsilon. Viö kveöjum vetur- inn og tögnum nýju sumri meö stórkostlegri tísku- sýningu i Ypsilon. Þar verður Crazy Fred í sumar- skapi og snýr skífunum af sinni alkunnu snilld. Opið frá kl. 22—03. Kráin Þær einu og sönnu Edda og Steinunn .Jelly" sjá um aö halda uppi stórkostlegri kráarstemmningu. Þórarinn Gislason spilar Ijúfa tóna fyrir matar- gesti. Opið frá kl. 18—03. Ypsilon matseöillinn OIJ Ljúffengir ráttir é vmgu verði. /■PTTTYTT t\ ’ /YYY YYYY\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.