Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1985
Fokheldur
næturklúbbur
Sú igKta leikkona Diana Lane og diskógínan Richard Gere eru ekki
sérlega aölaöandi par í The Cotton Club.
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Ríóhöllin: Næturklúbburinn —
The Cotton Club írír
Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit:
William Kennedy, Francis Copp-
ola. Leikstjóri: Francis Coppola.
Aöalhlutverk: Richard Gere, Diane
Lane, James Remar, Gregory Hin-
es, Lonotte McKee, Bob Hoskins.
Af Francis Coppola verður það
ekki skafið að hann er sá kvik-
myndagerðarmaður amerískur
sem tekur mesta áhættu. Stund-
um borgar hún sig, stundum
ekki, og á það jafnt við um fjár-
hagslega útkomu sem listrænan
árangur. í seinni tfð hefur Copp-
ola vakið meiri athygli fyrir það
hversu dýrkeypt áhættan var en
það hvers vegna hún var yfirhöf-
uð tekin. Nýjasta stórmynd hans
The Cotton Club kostaði um tvo
milljarða íslenskra króna. örð-
ugt er að koma auga á hvers
vegna hún kostaði svo mikið.
Enn örðugra er að koma auga á
hvers vegna hún var talin þess
virði að kosta svo mikið.
The Cotton Club er skemmti-
staður sem frægur var í Harlem
á bannárunum. í kringum þenn-
an skemmtistað byggir Coppola
kvikmynd sem hefur verið rifin
svo oft á byggingartímanum,
klastrað saman svo oft úr nýjum
handritum, að hún nær því aldr-
ei að verða meira en fokheld.
Með því að stilla hlið við hlið
lífsglaðri sveiflutónlist og mun-
úðarfullum dansi þess tíma og
því auðsjúka og blóðþyrsta rakk-
arapakki sem borgaði brúsann
og stjórnaði þessu samfélagi
blandar Coppola saman tveimur
gömlum kvikmyndahefðum,
dans- og söngvamyndinni og
glæpamyndinni. Blandan bragð-
ast æði undarlega, en margt er
athyglisvert í hráefnunum.
I þessum mannlífsgraut grillir
í nokkrar aðalpersónur, — eink-
um tvenn pör af bræðrum, hvítt
og svart. Annars vegar eru korn-
ettleikarann Richard Gere, sem
selur sig glæponagenginu fyrir
öryggi, auð og einhvers konar
frama við að leika glæpona i
Hollywood, og Nicolas Gage sem
gerist virkur glæpon í alvörunni.
Hins vegar eru svörtu dansar-
arnir Gregory Hines, sem geng-
ur á mála hjá hvíta glæpa-
genginu í The Cotton Club og
Maurice Hines, sem heldur sig á
yfirráðasvæði eigin litarháttar.
Þeir Gere og Hines (Gregory)
eru í brennidepli í ástarsam-
böndum sínum við tvær heldur
ódýrar söngkonur, Diane Lane
og Lonette McKee sem einnig
selja sig glæponagenginu, í mis-
miklum mæli. Og svo er það
glæponagengið sjálft, — annars
vegar snargalinn úlfhundur,
Dutch að nafni, glæsilega yfir-
leikinn af James Remar, sem
myrðir á báðar hendur þegar
honum dettur ekkert sniðugra í
hug, hins vegar ívið geðslegri
rummungur, næturklúbbsstjór-
inn Owney Madden, leikinn af
ensku grjótmulningsvélinni Bob
Hoskins.
The Cotton Club rekur sam-
skipti þessa fólks og þróun um-
hverfis þess í sirka áratug. En
ekkert gerist í raun. I sögunni er
enginn dramatískur drifkraftur.
Ofannefndar persónur eru
líttskilgreindar manngerðir með
engan tilfinningalegan eða sið-
ferðilegan þunga, viðbrögð
þeirra og innri þróun eru ein-
hvers staðar út í hafsauga. Þær
eru svo óaðlaðandi rumpulýður
upp til hópa að áhorfandi tekur
afar lítinn þátt í örlögum þeirra.
Samtölin eru oft beinlínis hall-
ærisleg, — ekki sjarmerandi
hallærisleg eins og í gömlu
myndunum, bara hallærisleg. Og
örvæntingarfull tilraun höfunda
til að klína inn í myndina sann-
sögulegu fólki eins og Gloria
Swanson, Bix Beiderbecke eða
Cab Calloway veitir henni ekki
líf og lit eins og til er ætlast.
En músíkin er kraftmikil,
steppdans negranna heillandi,
útlitshönnun Richard Sylbert
smekklegt litaspil og Coppola
skilar nokkrum bráðfallegum at-
riðum, eins og endurfundum
þeirra Hinesbræðra á dansgólf-
inu, hugvitssamlegum samklipp-
um sem gefa til kynna rás tím-
ans og einatt áhrifamikla teng-
ingu þessara tveggja heima, lífs-
gleðinnar á sviðinu og morðæð-
isins utan sviðs. Lokasamklipp-
an, þar sem Coppola kveður
persónur sínar til skiptis í næt-
urklúbbnum og á járnbrautar-
stöðinni er lítið meistaraverk út
af fyrir sig. Bara til að sjá þessi
góðu tilþrif er þess virði að sjá
þetta nýjasta verk frumkrafts-
ins í amerískri kvikmyndagerð,
Francis Coppola.
Hólmavík:
„Tónlistarmaraþon“
Smári Ólafsson yfirkennari og Guörún Ásbjörnsdóttir forskólakennari í
Garðabæ á tónlistarkynningu á Hólmavík.
Hólmavík, 16. aprfl.
GÓÐA gesti bar ad garði hér
á Hólmavík sl. helgi. Rúm-
lega 40 manna hópur nem-
enda og kennara frá Tónlist-
arskólanum í Garðabæ lagði
leið sína hingað til þess að
kynna Hólmvíkingum og
nærsveitungum skóla sinn og
skemmta þeim með söng og
hljóðfæraleik.
Hópurinn kom til Hólmavíkur
á föstudagskvöldi og var yngstu
nemendunum komið í fóstur hjá
fjölskyldum hér á staðnum. Eldri
nemendur hreiðruðu um sig í
skólanum en voru kostgangarar í
gistihúsinu sem nú hefur verið
breytt allmjög til betri vegar.
Kl. 2 á laugardaginn var síðan
haldinn kynningarfundur um
Tónlistarskóla Garðabæjar sem
er tuttugu ára á þessu ári. Um-
ræður urðu nokkrar milli heima-
manna og gestanna um gildi
tónlistarnáms í uppeldi barna og
unglinga og einnig um það hve
landsbyggðin ætti í miklum erf-
iðleikum við að fá til sín kennara
til að taka að sér tónlistar-
kennslu.
Þá var haldin hljóðfærakynn-
ing, hin ýmsu hljóðfæri sýnd og
leikið á þau til að gefa börnum og
unglingum tækifæri til að kynn-
ast þeim nánar. Vakti sú kynning
mikla athygli barna hér, sem
fæst höfðu áður borið augum
mörg algengustu hljóðfæri. Guð-
rún Ásbjörnsdóttir forskóla-
kennari Tónlistarskólans í
Garðabæ kynnti kennslu yngri
barna á forskólastigi og sýndi
hvernig undirstaða er lögð að al-
varlegra tónlistarnámi með sam-
leik barna á einföld hljóðfæri,
dansi og söng. Vakti það mikla
kátínu er hún fékk foreldra og
börn héðan til að taka þátt í
dansi og leik.
Mikill mannfjöldi mætti til
þessarar kynningar, bæði börn
og fullorðnir, og má heita að
hvert sæti hafi verið skipað í
Hólmavíkurkirkju, þar sem þessi
uppákoma fór fram.
Seinna um daginn, kl. 6, voru
svo haldnir tónleikar yngri nem-
enda og reynt að sýna þá miklu
breidd sem er í námi tónlistar-
skólans. Yngstu nemendurnir
léku á blokkflautur og zylofóna,
Bel canto kórinn söng, þá var
samspil á strengjahljóðfæri,
hornaleikur, samleikur á klarin-
ettu og píanó, gítarleikur og
fleira. Einna mesta athygli vakti
sjálfsagt píanóleikur Sigrúnar
Margrétar Gústafsdóttur 7 ára
en hún hóf nám við skólann sl.
haust. Hún lék ásamt föður sín-
um, Gústaf Jóhannessyni sem
kom með hópnum, fjórhent á pí-
anó eins og fullorðin manneskja.
Urðu mörg börn hér, sem hófu
nám nú í haust, agndofa yfir leik
hennar og varð hann þeim til
mikillar hvatningar.
Þá var ekki síður skemmtilegt
að verða vitni að því, er börnin
okkar hér á Hólmavík tóku þátt í
samsöng með hljóðfæraleik
ásamt jafnöldrum sínum úr
Garðabæ.
Um kvöldið voru svo tónleikar
eldri nemenda sem langt eru
komnir í námi og var þá tekist á
við alvarlegri verkefni. Svo
skemmtilega vildi til að í för
voru tveir nemendur héðan af
Ströndum sem hófu söngnám sl.
haust. Það voru þeir bræðurnir
Gunnar og Sigmundur Jónssynir
frá Einfætingsgili í Bitru, sem
sungu við undirleik Smára
Ólafssonar yfirkennara Tónlist-
arskóla Garðabæjar. Dró það ef-
laust marga að þessum tónleik-
um. Þá spilaði einnig Martin
Smith fiðlukennari við undirleik
Kristínar Kristjánsdóttur á pí-
anó.
Segja má að þetta hafi verið
nokkurs konar maraþontónlist-
ardagur hér á Hólmavík, og vafa-
samt að þessari göfugu listgrein
hafi í annan tíma verið gert jafn
hátt undir höfði á þessum slóð-
um. Hið sorglega er, að skipulag
tónlistarkennslu hefur aldrei
komist á hér á Ströndum fyrr en
nú í haust. Heilar kynslóðir hafa
vaxið úr grasi á þessari upplýs-
inganna öld án þess að hafa
nokkurn tíma átt þess kost að
kynnast svo mikið sem undir-
stöðuatriðum þessarar hollu
skemmtunar og listar, ef frá er
skilin sú tónlistarstarfsemi sem
fer fram innan kirkjukóranna.
Lengi hafði mönnum runnið
þetta tii rifja og á síðustu árum
hafa komið upp raddir um það,
að nauðsynlegt væri að koma á
fót tónlistarskóla á Hólmavík.
Síðastliðið haust var svo látið
reyna á það hvort það væri ger-
legt, og gaf Lionsklúbbur Hólma-
víkur nýtt píanó til kennslunnar.
Fenginn var ungur maður, Þórð-
ur Guðmundsson, til að koma
þessum skóla á laggirnar. Hann
hefur verið til húsa í rými Hér-
aðsbókasafnsins í grunnskólan-
um við heldur frumstæð skilyrði.
Það hefur þó ekki aftrað fólki frá
því að stunda skólann og hafa
u.þ.b. 30 nemendur stundað þar
nám í vetur. Kennt hefur verið á
píanó og gítar, en auk þess farið
fram kennsla í tónheyrn og tón-
fræðum. Nemendur hafa verið
á öllum aldri, börn jafnt sem
fullorðnir. Nokkuð af söngfólki
kirkjukórsins hér hefur einnig
sótt tíma í skólanum þótt það
hafi ekki hafið hljóðfæranám.
Stofnun þessa skóla hefur
reynst mikil blessun fyrir stað-
inn. Mikil hugarfarsbreyting
hefur orðið meðal barnanna og
augu margra foreldra eru að
opnast fyrir uppeldislegu gildi
tónlistarnáms. Heimsókn Tón-
listarskóla Garðabæjar á von-
andi eftir að glæða áhuga á þessu
máli hjá mörgum og verða til
uppörvunar þeim sem eru að
taka fyrstu sporin á þessari
braut. Auk þess hafa heimsóknir
af þessu tagi gildi í þá veru að
auka kynni á högum fólks úr
ólíkum stöðum. Rígur milli höf-
uðborgarbúa og landsbyggðar-
innar er einmitt oft kominn til af
fáfræði um aðstæður og hagi
manna á ólíkum stöðum. Þessari
vel heppnuðu heimsókn lauk svo
með því að nemendur tónlist-
arskólans tóku þátt í messugjörð
í Hólmavíkurkirkju á sunnudag-
inn kl. 2. Þaðan hélt hópurinn
áleiðis til Garðabæjar í blíðskap-
arveðri umvafinn góðum óskum
og þakklæti okkar Hólmvíkinga.
Prúðmannleg framkoma þeirra
og gleði var skóla þeirra til mik-
ils sóma.
_ FK.
Víðistaðasókn á
sumardaginn fyrsta:
Guðsþjónusta
og kaffisala
SÚ VENJA hefur skapast að
minnast sumarkomu á einhvern
veg í Víðistaðasókn í Hafnarfirði.
Þann dag fyrir fjórum árum var
fyrsta skóflustunga tekin að kirkj-
unni og síðan hefur guðsþjonusta
verið haldin á grunni kirkjunnar
eða í kirkjuskipinu sem nú er
fokhelt. Svo verður einnig að
þessu sinni og hefst guðsþjónust-
an að vanda kl. 14.
Kaffisala Systrafélags Víði-
staðasóknar hefst að guðsþjón-
ustu lokinni í Víðistaðaskóla og er
þess að vænta að sem flestir leggi
þangað leið sína og drekki þar
sumarkaffi.
Sigurður Helgi Guðmundsson