Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 64
S1AÐFBT1ÁNSIRAIIST
KEILUSALURINN
OPINN 10.00-00.30
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Sprengjuhótun tafði sjónvarpsútsendingu:
Húsið springur
eftir 25 mínútur
— sagði ókunn karlmannsrödd í símanum
UTSENDINGU sjónvarpsins seinkaði um tæplega hálfa klukkustund í gær-
kvöld vegna þess að ókunnur maður tilkynnti að sprengja myndi springa í
sjónvarpshúsinu við Laugaveg klukkan átta. Voru allir starfsmenn látnir fara
út úr húsinu á meðan beðið var átekta. I>á var talið of seint að hefja leit í öllu
húsinu, sem er tvær hæðir að austan og sex vestanmegin við stigahúsið.
Klukkan átta gerðist ekkert og hófst regluleg útsending um 25 mínútum síðar
en venjulega.
Það var kl. 19:35 sem Sveina
Karlsdóttir, símastúlka sjónvarps-
ins, fékk hringingu frá manni, sem
Skagafjörður:
Skemmdir af
skriðuföllum
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á
vegum í Skagafirði vegna aurskriðu-
falla í gær. Norðurlandsvegur lokað-
ist nokkurn tíma vegna þessa og
ennfremur vegurinn um Mánárskrið-
ur og Reykjaströnd.
Gísli Felixson, rekstrarstjóri
Vegagerðar ríkisins í Skagafirði,
sagði í gær, að um morguninn hefði
fallið nokkur aurskriða úr Silfra-
staðafjalli á Norðurlandsveg neðan
Garðsgils. Við það hefði vegurinn
lokazt fyrir smábíla en verið
opnaður fljótlega aftur. Eftir há-
degið hefði síðan fallið talsvert
aurflóð yfir veginn á sama stað og
lokað honum aftur. Hefði það verið
um metri á þykkt og 30 metrar á
breidd, en vegurinn verið ruddur að
nýju síðar um daginn.
Þá sagði Gísli, að aurskriður
hefðu fallið í Mánárskriðum um
morguninn og þeim fylgt talsvert
grjóthrun.
tilkynnti að sprengja væri í húsinu.
„Þetta var enginn unglingur,“ sagði
Sveina í samtali við blaðamann
Mbi. í gærkvöld. „Hann tilkynnti
ósköp rólega að búið væri að koma
sprengju fyrir í húsinu og að hún
myndi springa eftir 25 mínútur.
Síðan lagði hann á og þá slitnaði
sambandið. Ég hafði strax sam-
band við fréttastofuna og okkur
kom saman um að ekki væri hægt
að leiða hótunina hjá sér svo við
hringdum í lögregluna."
I húsinu voru nokkrir starfs-
menn lista- og skemmtideildar auk
frétta- og tæknimanna, alls um 30
manns. „Þegar lögreglan kom var
gengið á milli deilda og allir beðnir
að fara út á meðan gengið yrði úr
skugga um hvort um gabb væri að
ræða,“ sagði Ögmundur Jónasson,
fréttamaður, í samtali við blm.
„Við biðum svo í svalanum fyrir
utan þar til hættan var liðin hjá.
Maður varð ekki var við ótta hjá
fólkinu — en óneitanlega vekur það
óhug að til skuli vera fólk, sem læt-
ur sér koma slíkt til hugar og er
reiðubúið að setja allt úr skorðum."
Fjölmargir sjónvarpsnotendur
hringdu til stofnunarinnar þegar
birt hafði verið skilti um að vegna
óviðráðanlegra orsaka myndi
fréttaútsendingu seinka — all-
margir þeirra til að kvarta yfir að
stafsetningarvilla væri í orðinu
„orsaka".
Wmsmíw
Morgunblaðið/Júlíus
Starfsmenn sjónvarpsins bíða fyrir utan húsið á meðan leitað er að sprengjunni. Mcnnirnir tveir á myndinni eru
Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Einar Bjarnason lögregluvarðstjóri. A innfelldu myndinni er Sveina
Karlsdóttir, símastúlka sjónvarpsins, en hún tók við sprengjuhótuninni um síma.
Verðmæti saltfisksamninga síðan um miðjan marz:
Hækkað um 6 % eða
3 milljónir dollara
VERÐMÆTI samninga þeirra, sem
gerðir voru um sölu saltfisks til
Spánar og Portúgal um miðjan
marzmánuð hefur nú aukizt um 6%
eða allt að þrjár milljónir dollara.
Vegna SDR-bindingar í samningum
þessum fást fleiri dollarar, en verð-
minni vegna lækkunar dollarsins en
ella hefði orðið. Við sölu afurða í
dollurum án SDR-bindingar fást hins
vegar aðeins jafnmargir en verð-
minni dollarar en áður.
Friðrik Pálsson, framkvæmda-
stjóri Sölusamabands íslenzkra
fiskframleiðenda, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að vegna stöð-
Ol barn á baðherbergisgólfinu:
„Þakkaði fyrir að hafa
séð fæðingu í sjónvarpi“
— segir Jóhanna Pétursdóttir, sem tók hjálparlaust á móti barni vinkonu sinnar
„ÉG ÞAKKAÐI bara fyrir að ég hafði séð barnsfæðingu í sjón-
varpi því sannast sagna varð ég alveg logandi hrædd þegar ég sá
að barnið var að fæðast,“ sagði Jóhanna Pétursdóttir, 22 ára
aðstoðarmaður á Orkustofnun, sem 1. apríl síðastliðinn tók hjálp-
arlaust á móti barni vinkonu sinnar í Hafnarfiröi. Fæðingin gekk
fljótt og vel og heilsast móður og dóttur ágætlega.
Jóhanna var að borða með Þetta gerðist allt svo hratt að
vinafólki sínu um kvöldmatar- barnið var fætt tíu mínútur yfir
leytið hinn 1. apríl. Þar var ung
kona, dóttir húsmóðurinnar,
komin að barnsburði. „Klukkan
hefur líklega verið alveg um sjö
þegar hún fékk vægar hríðir,"
sagði Jóhanna í samtali við
blaðamann Mbl. í gær. „Hún fór
inn á bað og við vissum ekki fyrr
en hún var farin að hrópa: Barn-
ið er að koma! Barnið er að
koma! Ég stökk þar inn um það
leyti sem hún lagðist á gólfið —
en það var ekki fyrr en ég sá í
kollinn á barninu að ég trúði því
virkilega, að hún ætlaði að eiga
það þarna á baðherbergisgólf-
inu.
sjö. Það var enginn tími til að
hugsa eða gera nokkurn hlut —
ég tók um höfuð barnsins og tók
á móti því. Það var mikill léttir
þegar sú litla fór að gráta.
Mamman var mjög róleg og
sagði mér til, hafði eignast tvö
börn áður og vissi alveg hvað var
að gerast. A meðan var hringt á
sjúkrabíl og ljósmóður, sem
komu fljótlega, skildu á milli og
fluttu hana á fæðingardeild.
Reyndar vildu þau ekki trúa al-
veg strax að það hefði fæðst
barn á baðherbergisgólfinu —
þau héldu að þetta væri apríl-
gabb!“
Morgunbladid/Emilía
Jóhanna Pétursdóttir með litlu hnátuna í fanginu. Móðirin, Hrönn Sig-
urðardóttir, til vinstri.
ugrar hækkunar dollars gagnvart
gjaldmiðlum þeirra landa, sem
keyptu saltfiskinn aðallega af
okkur, Spánar og Portúgal, hefði
verið gripið til þess ráðs fyrir
tveimur árum, að hafa SDR-bind-
ingu í sölusamningum. Hefði það
bæði verið gert til að draga úr
áhrifum hækkunar dollarsins á
söluverð saltfiskins og til að bæta
samkeppnisaðstöðu okkar á þess-
um mörkuðum.
Það, sem nú væri að gerast væri
svo það, að þar sem söluverðið
væri bundið SDR, lækkaði það ekki
eins mikið og ella við lækkun doll-
arsins. Fleiri, en verðminni dollar-
ar fengjust fyrir fiskinn, en vegna
þess hve íslenzka krónan fylgdi
dollarnum skilaði þetta ef til vill
ekki mjög miklu til framleiðenda,
sem þó hefði svo sannarlega ekki
veitt af. Á hinn bóginn bætti þetta
samkeppnisaðstöðu okkar á mörk-
uðunum verulega, þar sem keppi-
nautar okkar selja í Evrópumynt-
um, sem nú fara hækkandi.
Höfrungur
í helnauð
LAUST eftir hádegið í gær urðu menn
varir höfrungs í fjörunni við Ána-
naust. Virtist hann hafa synt af sjálfs-
dáðum upp í fjöruna og reyndist ekki
unnt að koma honum til hafs. Var þá
reynt að flytja hann í Sædýrasafnið en
er þangað kom reyndist hann dauður.
Pétur Kristjánsson, starfsmaður
SVFÍ, sagði, að það hefði verið upp
úr klukkan tvö, sem menn frá Sigl-
ingamálastofnun hefðu orðið höfr-
ungsins varir og komið yfir á Slysa-
varnafélagið til að fá flotbúninga.
Hann og félagar úr björgunarsveit-
inni Ingólfi, sem verið hefðu með
bát, ætluðu að koma honum í Sæ-
dýrasafnið, þegar ekki tókst að
koma honum til hafs, en tókst ekki
að ná þangað með hann lifandi.