Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
46
mynd i. BREYTING HREINS TÍMAKAUPS MIÐAÐ VIO TAXTA
MILU Arsfjorounca
SKRffSTOfU
KMLW
MYND 2. YFIRVINNLIGREIÐSLUR SEM HLUTFALL AF DAGVINNULAUNUM
SAMKV/EMT KJARARANNSÖKNARNEFND
CZZl
X
Laun skrifstofufólks
Morgunblaðið birti hinn 18. aprfl frétt frá ríkisstarfsmönnum
í Bandalagi háskólamanna þar sem þeir vitna í nýtt fréttabréf
Kjararannsóknarnefndar og segja í því upplýsingar „sem hafl
mjög mikla þýðingu fyrir kröfugerð og málflutning BHMR“ fyrir
^Kjaradómi. Er síðan sagt, að „verulegt launaskrið hafl orðið hjá
skrifstofufólki ASÍ á árinu 1984. Hækkun dagvinnulauna
skrifstofumanna umfram taxta hafi orðið 25,2% og skrifstofu-
kvenna 14,6%. Þetta sé umfram þær taxtahækkanir sem BHMR
fékk á síðasta ári, og bætist því við þann mikla mun sem fyrir
hafl verið,“ eins og segir í Morgunblaðinu 18. aprfl.
Af þessu tilefni sendu þeir Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur
Vinnuveitendasambandsins og Ásmundur Stefánsson, forseti Al-
þýðusambandsins, frá sér fréttatilkynningu í nafni Kjararann-
sóknanefndar föstudaginn 19. aprfl sl. Um þessa tilkynningu
sagði Stefán Ólafsson, formaður samninganefndar BHM, í
^ Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, að þeir Ásmundur og Vilhjálm-
ur hafl fundið hjá sér þörf til að senda greinargerð inn í Kjara
dóm á lostudaginn. „Ég tel þá greinargerð,“ sagði Stefán „með-
al annars (hafa) haft áhrif á, að við fengum ekki metið launa-
skrið sem varð hjá félögum í Alþýðusambandinu á síðasta ári.
Við erum mjög óánægðir með að þeir skuli hafa blandað sér á
þennan hátt í málið og teljum þessa afskiptasemi óskiljanlega.“
Morgunblaðið birtir hér umrædda greinargerð Kjara-
rannsóknanefndar í heild ásamt með skýringamyndum.
Greinargerð
frá Kjararann-
sóknanefnd
Kjararannsóknanefnd vill taka
eftirfarandi fram vegna frétta-
tilkynningar BHM frá 17. apríl
um laun skrifstofufólks í úr-
taki nefndarinnar.
1. Upplýsingarnar sem dregn-
ar voru fram eru aðeins miðað-
ar við einn ársfjórðung, 4.
ársfjórðung 1984. Vegna þess
hve fáir skrifstofumenn eru í
úrtaki nefndarinnar er var-
hugavert að draga afdráttar-
lausar ályktanir af niðurstöð-
um aðeins eins ársfjórðungs.
Á mynd 1 er sýnt hvernig laun
karla í skrifstofustörfum hafa
breyst miðað við taxta síðan
hafin var birting þessara upp-
lýsinga. Þar kemur m.a. fram
að nokkrum sinnum hafa laun
hækkað minna en kauptaxtar.
Þannig má að hluta skýra 25%
hækkun launa umfram taxta
milli 4. ársfjórðungs 1983 og 4.
ársfjórðungs 1984 með því, að á
síðari hluta ársins 1983 hækk-
uðu laun skv. úrtakinu minna
en taxtar. Aðilar Kjararann-
sóknanefndar hafa m.a. af
þessum ástæðum tamið sér
varúð í túlkun á niðurstöðum
að því er einstaka ársfjórðung
varðar.
2. Launakerfi karla í
skrifstofustörfum á almennum
markaði virðast almennt vera
þannig upp byggð, að sérstakar
greiðslur fyrir yfirvinnu
minnki hlutfallslega eftir því
sem stjórnunarleg ábyrgð er
MYND 4. YRRVINNUGREIÐSLUR SEM HLUTFALL AF DAGVINNULAUNUM
SAMKVÆMT LAUNAKÖNNUN HAGSTOFU
An StJ.t*o
Obynyl
......1 t~Z—
MYNO 5. YRRVINNUGREIOSLUR SEM HLUTFALL AF DAGVINNULAUNUM
SAMKVjEMT launakönnun HAGSTOFU
MJ-N, SIJ.Nq
ðby^fur öbyryd
Mol 1984
MYND 7. YFIRVINNUGREIÐSLUR SEM HLUTFALL AF DAGVINNULAUNUM
hjA hAskölamönnum HJÁ RlKI
I-------1
X
meiri, þrátt fyrir að í flestum
tilfellum sé eflaust unnin yfir-
vinna. Á almennum vinnu-
markaði er þannig greinilega
algengt, að fólk með stjórnun-
arábyrgð sé á föstum launum,
sem fela í sér greiðslur fyrir
yfirvinnu. Þannig er mismunur
dagvinnu- og heildarlauna
deildar- og skrifstofustjóra á
höfuðborgarsvæðinu sam-
kvæmt athugun Kjararann-
sóknanefndar einungis 4%
samanborið við 25% mismun í
almennum skrifstofustörfum.
Mynd 2 sýnir þennan mun í úr-
taki nefndarinnar.
Könnun Hagstofunnar á laun-
um skrifstofufólks gefur það
sama til kynna, en niðurstöður
hennar eru sýndar á myndum
3—5, þar sem fram koma hlut-
fallslegar yfirvinnugreiðslur í
einstökum störfum. Þar kemur
m.a. fram að í þeim þriðjungi
starfa sem hafa hlutfallslega
lægstar sérstakar greiðslur
fyrir yfirvinnu eru 5 störf af 8
með stjórnunarlega ábyrgð. í
þeim þriðjungi starfa sem hafa
hlutfallslega hæstar sérstakar
greiðslur fyrir yfirvinnu er ein-
ungis eitt starf af átta með
stjórnunarlega ábyrgð.
Sambærileg könnun hefur ekki
verið gerð fyrir ríkisstarfs-
menn en margt bendir hins
vegar til þess að þar sé hið
raunverulega launakerfi þver-
öfugt byggt upp. Þar virðist svo
sem sérstakar greiðslur fyrir
yfirvinnu fari vaxandi með
aukinni stjórnunarlegri
ábyrgð. Á myndum 6 og 7 er
sýnt hvað sérstakar greiðslur
fyrir yfirvinnu eru hlutfalls-
lega miklar hjá ýmsum starfs-
hópum háskólamanna hjá rík-
inu. Þar má fá vísbendingu um
þennan grundvallarmun á
raunverulegri uppbyggingu
launakerfa á almennum mark-
aði og hjá ríkinu. Meiri rann-
sóknir þarf til þess að staðfesta
þetta frekar. En sé hægt að
staðsetja þennan grundvall-
armun verður samanburður á
skráðum dagvinnulaunum einn
og sér, milli starfsfólks á al-
mennum markaði og hjá hinu
opinbera ónothæfur sem vís-
bending um kjaramun í þessum
mismunandi launakerfum.
Samanburður á heildarlaunum
er jafnframt nauðsynlegur til
þess að fá sem réttasta mynd
af kjaramun.
Kjararannsóknarnefnd hefur
enn ekki fengið aðgang að sam-
anburðarkönnun Þjóðhags-
stofnunar á tekjum háskóla-
manna í þjónustu ríkisins og á
almennum vinnumarkaði.
Samkvæmt upplýsingum fjöl-
miðla komu fram í þeirri könn-
un vísbendingar um, að há-
skólamenn í þjónustu ríkisins
hafa frekar tækifæri til þess að
vinna aukastörf hjá öðrum
vinnuveitendum en háskóla-
menn á almennum vinnumark-
aði. Þennan þátt má ekki und-
anskilja við samanburð á kjör-
um hópanna.
3. Óvenjulega hraðar tækni-
breytingar hafa orðið í skrif-
stofustörfum á undanförnum
árum og breytt samsetningu
þeirra. Tæknimenntuðu fólki
og fólki með sérþekkingu á nýj-
um sviðum hefur fjölgað mjög,
en hlutfallsleg fækkun hefur
orðið í þeim hópum sem vinna
handverk. Afleiðing þessa er að
sjálfsögðu hækkun meðallauna
skrifstofufólks. Þessi breyting
er hins vegar þess eðlis, að ekki
er rökrétt að kenna þennan
launaauka við yfirborganir eða
launaskrið.
Reykjavík 19. apríl 1985,
f.h. Kjararannsóknarnefndai.
Vilhjálmur Egilssoi
Ásmundur Stefánsson