Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 33 UNNI út: Ég tel baráttu við „þágufalls- sýki", „sitthvorn", „læknira" og annað af því tagi óþarfa, ef ekki beinlínis skaðlega. Eg sé ekki bet- ur en hún geti skapað málfarslega stéttaskiptingu." Þarna var hraustlega tekið til orða um málvernd. Raunar grunar mig að Eiríkur hafi ekki til hlítar áttað sig á því, hvað hann hefur þar misst út úr sér. Þótt látið væri gott heita að segja t.d. „Ég mæli með báðu, kýrin og kúin," þá efast ég ui.i að honum sé ljóst hvað felst í því sem hann kallar „annað af því tagi". Og á öðrum stað í grein- inni segir hann: „Það ætti að vera ljóst af fram- ansögðu að ég vil ekki hafa neinn dómstól sem geti dæmt eitt rétt en annað rangt." Eftir þvílíka hreinskilni þarf víst engan að undra, þótt Eiríkur telji þá aðferð, sem beitt er í Gæt- um tungunnar, heldur vonda. Raunar skilur þar svo mjög á milli, að naumast er nokkur um- ræðugrundvöllur eftir látinn. Og þegar þess er gætt, að hér talar maður, sem kennir kennaraefnum íslenzku í Háskóla fslands, þá er kannski varla von á miklum árangri af málverndarstarfi í skólum. Kenninguna um málfarslega stéttaskiptingu á fslandi kannast maður við. Stundum virðast for- mælendur hennar haldnir ein- hverri misskilinni vinstri-pólitík, einhverri öfugsnúinni umhyggju fyrir þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. í stað þess að krefj- ast þeirra réttinda þeim til handa framvegis að fá að njóta jafn- góðrar kennslu og aðrir, er þess krafizt, að þeir verði vanræktir, þeim sé aldrei sagt, hvað sé rétt íslenzka og hvað sé málleysa eða „barnamál". Ég hef einhvern tíma reynt að sýna fram á, að vísasta leiðin til að koma hér upp niál- farslegri stéttaskiptingu væri ein- mitt sú að fylgja reiðareksstefn- unni í stað þess að skólarnir veiti öllum börnum kost á sama mál- uppeldi eða svo líku sem verða má. Reiðareksstefnan hlyti að leiða til þess, að sum börn fengju gott hefðbundið máluppeldi í einka- skólum sem hefðu efni á að ráða til sín beztu kennarana, en önnur börn yrðu vanrækt í höndunum á illa launuðum og lélegum kennur- um, sem hvorki vildu verða þeim að liði né gætu það. Skyldu þau börn ekki fremur en ella verða vanmetakenndinni að bráð, og síð- an að líkindum öðru verra? Nú veit ég vel, að enginn íslend- ingur vill í alvöru kalla þessa þróun yfir þjóð sína, að þeim verst settu verði beinlínis hrundið niður í göturæsið og þeim sagt að dúsa þar; en þeim mun hrapallegri er þessi misskilningur. Ekki veit ég hvort það er góðs viti, hve reiðareksmönnum er gjarnt að slá úr og í. Það er eins og þeir finni þrátt fyrir allt, hvílíkri fjarstæðu þeir halda fram og jafn- vel blygðist sín í aðra röndina fyrir firrurnar, svo að allt lendir í mótsögnum. í Skímu-grein sinni segir Eiríkur Rögnvaldsson á ein- um stað: „Hins vegar skiptir það máli að þjóðin sé læs og skrifandi, og að málkerfið haldist óbreytt í aðal- atriðum. Þar er það líklega beyg- ingakerfið sem við þurfum að beina athyglinni að." Hvernig á nú þessi yfirlýsing að samrýmast trúarjátningu Eiríks, sem ég vitnaði til hér á undan? Það er eins og hér slái heldur bet- ur í baksegl, hvað sem veldur. Og hvernig á beygingakerfið og mál- kerfið allt að haldast óbreytt, nema eitt sé kallað öðru réttara? Ollum er ljóst, að ýmislegar breytingar hafa orðið á máli ís- lendinga á liðnum öldum. Þó gegn- ir það furðu, hve litlar þær eru, svo torvelt sem var um varnir. En nú er aðstaðan öll önnur, þó ekki sé annað talið en almennt skóla- kerfi, sem vissulega gæti verið móðurmálinu það varnarvigi sem seint yrði unnið, ef dugandi lið væri þar innan veggja og það hæf- asta ekki hrakið á brott þaðan með smánarlaunum. En það er fleira en beyginga- kerfið sem skiptir mái, þegar rætt er um málvernd. Ekki er síður meginnauðsyn að merkingar orð- anna fái að vera f friði, að tiltekið orð eða orðasamband fari ekki að merkja eitt í dag og annað á morg- un. Verulegar merkingarbreyt- ingar yrðu að líkindum fremur en flest annað til að rjúfa tíma- samfellu málsins. En reiðarekss- innar virðast einnig láta sér það í léttu rúmi liggja. Eiríkur Rögn- valdsson segir í grein sinni: „Af hverju má orðið sími fara að merkja „telefón" í stað „þráður", en sögnin dingla má ekki fara að merkja „hringja"? Manni er líka sagt, að það megi ekki segja líta við í merkingunni „koma við" eða „Iíta inn", því að líta við merki „líta um öxl"; en af hverju má þá nota koma við í merkingunni „líta inn", þó að koma við merki líka „snerta"? Víst hefur það gerzt á liðnum öldum, að orð hafa fengið nýja merkingu í stað þeirrar sem fyrir var. Það verður að sjálfsögðu ekki aftur tekið. Hins vegar má hrósa happi yfir því, að ekki urðu að því mikil brögð. Allir mega sjá, hvernig þá hefði farið. Sé mönnum ljóst hvað hlotizt hefði af miklum merkingarbreytingum, ættu dæm- in fremur að verða til varnaðar en eftirbreytni. Reyndar hef ég áður haldið þvi fram, að sá siður að fá orðum, sem fyrir eru í málinu, nýja merkingu, sé af hinu illa, enda sprottinn af ósæmilegu vantrausti til íslenzkr- ar tungu, sem að vísu á ekki orð „um allt, sem er hugsað á jörðu", en virðist búa yfir sérstakri hæfni til nýsköpunar og aðlögunar. Hafi ekki fyrr verið tök á að sporna gegn merkingarbreyting- um, þá er það vorkunnarlaust nú, ef vilji er til. Þar er á fleira að líta en almennt skólakerfi. Ekki sízt er þess að minnast, að nú hafa verið gerðar orðabækur, sem öllum al- menningi er kleift að eignast eða eiga greiðan aðgang að. Auðvitað er engin orðabók gallalaus fremur en önnur mannaverk. Og alltaf verður nokkurt álitamál, hvert hlutverk íslenzkum orðabókum skal ætlað. Eiga þær t.d. að taka upp og benda á áleitnar slettur og önnur óæskileg orð og sambönd? Það tel ég þó mjög hyggilegt, enda séu slík málfyrirbæri vel merkt á viðeigandi hátt. Væntanlega yrði þar eitthvað um stopul stundar- fyrirbæri, óvelkomnar dægurflug- ur, sem kæmu og færu með hverri nýrri útgáfu bókarinnar. Mikil- vægast er, að við látum orðabækur hjálpa okkur eftir föngum að varðveita merkingar orðanna. Og við eigum ekki að beita þeim af gáleysi. Við spurningu Eiríks um sögnina dingla og líta við og koma við hygg ég ráðlegast að leita svara í orðabók Sigfúsar Blöndals eða Árna Boðvarssonar og láta sér lynda það sem þar er sagt. Sognin dingla í merkingunni hringja fyrir- finnst hvorki í Sigfúsar-bók né frumútgáfu orðabókar Árna; og í nýrri útgáfu þeirrar bókar er bent á að þetta sé „barnamál". Sam- bandið líta við í merkingunni koma við eða líta inn finnst hvergi i orða- bók; og væri þó e.t.v. tímabært að benda á það sem málleysu. En ís- lenzk orðabók ætti að vera til á hverju islenzku heimili. Oft er látið í veðri vaka, að fátt sé unnt að hafast að til málrækt- ar, t.d. um framburð, nema áður hafi fram farið víðtækar rann- sóknir á nútímamáli íslendinga. Nú er ekki nema vonlegt, að fræðimenn langi til að fást við rannsóknir, og víst er margt óunn- ið af þarflegum rannsóknum á þjóðtungunni. En að þær séu skil- yrði þess, að hafizt verði handa um brýnustu málræktarstörf, nær engri átt. Framkvæmdaratriði þeirrar málstefnu, sem nær allir þykjast aðhyllast, eru óháð öllum rannsóknum. Kyndugast er þó að heyra reiðareksmenn hamra á þessari rannsóknakröfu. Hvað á að rannsaka í málræktarskyni og til hvers, ef engin afskipti má svo hafa af þróun málsins? Eða hver ættu þau afskipti að vera, ef ekki verður við neitt miðað, sem telja má öðru réttara? Góðkunningi minn einn í kenn- arastétt snupraði mig eitt sinn fyrir að halda því fram, að ágætt merkti betra en gott Þetta kvað hann hafa snúizt við. Hann sagð- ist hafa orðið þess var í tali ungra nemenda sinna og þess vegna kannað hversu útbreitt þetta væri meðal þeirra. Hafi sú rannsókn leitt í ljós, að þeir voru fleiri sem töldu að gott væri betra en ágætt Mér varð næst að svara því til, að honum hefði verið nær að leið- rétta krakkaskinnin, vitna til málhefðar og kenna þeim að spyrja orðabækur um merkingar orða, heldur en standa í þessari rannsókn og taka síðan mark á firrunni sjálfur. Nú væri f róðlegt að heyra, hvort og þá að hvaða leyti á að taka mið af rannsóknum, þegar loks fer að þykja tími til kominn að fram- kvæma málstefnu, svo sem um framburð. Ef það kemur í ljós, að um það leyti sem nóg þykir rann- sakað, verði meiri hluti Islendinga á tilteknu aldursskeiði farinn að segja „Ég atla til Ustur-Grannlans", á þá að gefa út reglugerð um það, samkvæmt lýðræðishugsjón, að sá framburður skuli kenndur í skól- um skýr og greinilegur, enda verði stafsetningu næst breytt í það horf? Ef ekki, eftir hverju er þá að biða? Skyldi ekki vera þarflegast að drífa sig í gang undir eins, áður en ástandið verður enn verra, og láta svo ráðast, hvenær fræði- mönnunum tekst að herja út aura handa sér til að rannsaka fyrir? Nokkuð hefur borið á því, að góðviljað fólk og hjartahlýtt hafi fundið að því við þá sem helzt hafa að undanförnu fjallað opinberlega um málfar, einkum í útvarpi, að þeir tali til almennings í of höst- um ávítunartón eða háði. Er talið að slíkt viðmót kunni að hleypa kergju í landann. Þessu er ég al- gerlega samþykkur, enda bæði góðviljaður og hjartahlýr. En menntað fólk, sem hefur það að atvinnu að tala daglega til al- mennings i fjölmiðlum og mis- þyrmir móðurmálinu af kæruleysi ef ekki af ráðnum hug, verðskuld- ar ekki nema hóflegt kjass. Það er full nauðsyn að almenningur sé varaður við málfari slikra spell- virkja fullum fetum tæpitungu- laust. Ekki skil ég hvað vakir fyrir mönnum sem si og æ klifa á því, að málið hljóti að breytast, það sé ekki aðeins óviðráðanlegt, heldur jafnvel æskilegt, ef málið eigi að þróast og vera lifandi. Hvaða til- gangi þjónar þetta raus? Jafnvel ágætir málverndarmenn hafa lagt sér til þennan hlálega kæk, e.t.v. til þess að sýna háttvirtum laus- ungarsinnum fram á, að þeir séu í raun manna frjálslyndastir, skilji sjálfsagða hluti og séu fyrir bragðið viðræðuhæfir. Hvaða flóni dettur í hug, að málið eigi að standa í stað eða geti það? Hitt er annað mál að leitast við að beina þróun þess í æski- legan farveg. 011 menning er í því fólgin að hafa á sem flestum svið- um stjórn á þróuninni. Ég hef lengi haldið því fram, að íslenzkt mál eigi að vaxa, vaxa linnulaust, orðaforði þess eigi si og æ að aukast, bæði af orðsmíð og hóf- legri orðtöku, svo jafnan megi fjalla á íslenzku um ný viðfangs- efni á nýjum tímum; en að öðru leyti sé höfuðnauðsyn að sporna gegn breytingum málsins af alefli, svo að íslenzk tunga forn og ný haldi í lengstu log áfram að vera ein órofa heild, lifandi og sívax- andi heild, sem fjölbreyttri menn- ingu heimsins sé fengur að. En að ýta á eftir þeirri skriðu, sem brýn- ast alls er að tefja eftir föngum, er að minnsta kosti óþarfi; hún vill fram og þarf engrar hvatningar við. Víst mætti svo virðast sem við- leitni til málverndar komi fyrir lítið, ef jafnharðan er beinlínis unnið gegn henni, jafnvel i sjálf- um skólum landsins. Þó hygg ég að flestum sé ljóst, hve mikið þjóðin á undir því, að henni takist enn sem fyrr að varðveita tungu sina, að það er ekki einungis menningarlegt metnaðarmál, heldur veigamesti þátturinn í ís- lenzkri sjálfstæðisbaráttu. f allri umræðu gætir vaxandi skilnings á þeirri hættu, sem þjóðtungunni stafar af mjög náinni en nauð- synlegri samfylgd við gífurlega áhrifamikið heimsmál. Mönnum skilst æ betur sú brýna þörf, að þjóðin sé einhuga í þeirri varnar- baráttu, sem ekki verður komizt hjá að heyja á þeim vettvangi, ef hún vill halda því áfram enn um sinn að vera íslendingar f fullri merkingu þess orðs. En islenzkir menn, sem ryðja niðurrifsöflum braut inn i móðurmálið og kapp- kosta að brjóta niður varnir þess og viðnámsvilja, jafnvel undir yf- irskini málverndar, reynast þegar verst gegnir sú „fimmta herdeild", sem mest hætta stafar af. Skemmtigarðurinn opnaður í Hvera- gerði innan skamms HrermgiTÓi 19. apnl FRAMKVÆMDIR við væntanlegan tívolígarð í Hveragerði standa nú yf- ir og miðar verkinu vel. Munu allar helstu áaetlanir þar að lútandi stand- Svæði það sem úthlutað var undir skemmtigarðinn er austar- lega í þorpinu, beint á móti Eden og tekur yfir 25.000 fermetra lands. Þeir sem að þessu fyrirtæki standa eru Bragi Einarsson í Eden og Kaupland sf. í Reykjavík. Framkvæmdir hófust fyrir um 6 vikum og hafa verktakar staðið vel að verki og unnið fram á næt- ur. Skipt var um jarðveg í öllu svæðinu, mold og hrauni ekið burtu og betra efni sett í staðinn. Þá var ýtt upp miklum vegg, sem mun eiga að vera hljóðmúr fyrir byggðina sem er þarna rétt austan við. Eftir er að malbika stórt bíla- plan. Búið er að steypa stóra laug, þar sem litlir bátar munu sigla, og ýmis tæki eru komin á staðinn. Ætlunin er að opna tívolíið fyrstu dagana i mai og er ekki að efa að margir biða með óþreyju. Sigrún Byrjað er að setja upp fyrstu tækin í garðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.