Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 Styrkir til kartöfluverksmiðja: Átján milljónir 1985 Þingmenn deila um réttmæti þeirra Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í máli Jóns Helgasonar, landbúnaðarráðherra, verða opin- berir framleiðslustyrkir til kartöflu- verksmiðja 18 m.kr. á þessu ári, sem svarar til 12 króna á hvert kg. hráefnis. EIÐUR GUÐNASON (A), sem bar fram fyrirspurn um þetta efni, hvað innfluttar unnar kart- öflur þrefaldast að verði í inn- flutningi, vegna flutningskostn- aðar og tolla. Vara, sem kostaði kr. 1.000.— í framleiðslulandi, kostaði hingað komin með greiddum innflutningstollum, rúmar kr. 3.000.—. Framleiðsla, sem ekki þyldi samkeppni innan slíkra tollmúra, hlyti að kalla á ýmsar spurningar, ekki sízt hjá skattgreiðendum, sem fram- leiðslustyrkirnir væru sóttir til. Eiður gagnrýndi Sjálfstæðis- flokkinn, samkeppnisflokkinn, hart, og taldi hann kominn með annan fótinn inn í fyrirgreiðslu- pólitík, sjóðasukk og óráðsíu, sem hingað til hafi verið sérkenni á hinum stjórnarflokknum, Fram- sóknarflokknum. ÞORSTEINN PÁLSSON (S) sagði hér um að ræða hliðstæðan styrk til íslenzks iðnaðar og t.d. súkkulaðiverksmiðjur nytu, en þeim væri tryggt mjólkurduft á heimsmarkaðsverði, til að stand- RIÞMGI ast samkeppni við erlenda fram- leiðslu. Framleiðslan lækkaði og í verði til neytenda, sem þessum styrkjum næmi. Ef lögmál sam- keppni og markaðarins ætti að ráða, sem eðlilegt væri, ætti það ekki einungis að vera þegar fram- leiðsla væri umfram markaðs- þarfir, eins og nú væri, heldur ekki síður þegar eftirspurn væri umfram framleiðslu, sem hækk- aði vöruverð, en þá kæmu til verðlagshömlur. Hann spurð. hvort Alþýðuflokkurinn væri andvígur því að stuðla að jafn- stöðu íslenzks iðnaðar og ís- lenzkra starfa í samkeppni við innfluttar iðnaðarvörur og störf utan landsteina. JÓN HELGASON, landbúnað- arráðherra, kvað framleiðendur hafa Iækkað verð á vöru sinni til verksmiðjanna. Svonefndir styrkir kæmu að fullu fram í lægra vöruverði og gögnuðust því fyrst og fremst neytendum. Fleiri tóku til máls, þó hér verði ekki frekar rakið. Vinnsla kartaflna skapar ný störf í íslenzkum iðnaði. Geir Hallgrfmsson: Ratsjárstöðvarnar ná til lögsögu okkar Stjórnarflokkarnir skila gagnstæðum nefndarálitum sagði Kjartan Jóhannsson. Ratsjárstöðvar, sem rætt er um að reisa eða endurnýja, ná til svæðis, er svarar nokkurnveginn til efnahags- lögsögu okkar, sagði Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra í fram- haldsumræðu um tillögu Steingríms J. Sigfússonar (Abl.) um að falla frá því að reisa þessar stöðvar. Þær gera það kleift að fylgjast grannt með ferðum umhverfis og yfir landinu og koma engum í koll sem fara með friði. Þær eru ekki ögrun út á við, enda eru slíkar stöðvar víða og í samræmi við Helsinkisáttmálann. Þær auka hins vegar bæði á innra og ytra öryggi okkar. Endurnýjun flug- vélakosts varnarliðsins og ratsjár- stöðvar, sem nauðsynlegar eru til að fylgja fram hlutverki eftirlitsstöðvar í landinu, breyta í engu eðli Kefla- víkurstöðvarinnar. GEIR HALLGRÍMSSON, utanrík- isráðherra, kvaðst geta tekið und- ir það, að fjármunir, sem varið er til vígbúnaðar, væru betur komnir Kolbeinsey — mikilvægur grunnlínupunktur: Heljaröfl íss og sjóa saxa sífellt af henni Spurt um framkvæmd þingsályktunar í umræðu um Kolbeinsey í Sam- einuðu þingi í gær, verðmætan grunnlínupunkt, sem ræður miklu um stærð íslenzkrar efnahags- og fiskveiðilögsögu, kom fram að helj- aröfl hafíss og sjávar skerða eyjuna ár frá árí og hún getur heyrt fortíð til áður en langir tímar líða, ef ekkert verður að gert Alþingi samþykkti þingsálykt- un, 20. apríl 1982, sem Stefán Guð- mundsson (F) flutti, þess efnis, að ríkisstjórn skuli sjá svo um að sjó- merki verði sett upp sem allra fyrst í Kolbeinsey. Athuganir fari jafnframt fram á því, hvort og á hvern hátt megi sem bezt tryggja að eyjan standizt heljaröfl stór- viðra og ísa. STEFAN GUÐMUNDSSON (F) bar síðan fram fyrirspurn í yfir- standandi þingi, hvarð gert hafi verið til að framfylgja þeim vilja Alþingis, sem fram kom í þessari þingsályktun frá árinu 1982. STEINGRÍMUR HERMANNS- SON, forsætisráðherra, sagði m.a. að Vita- og hafnamálastofnun og Vitastofnun íslands hafi verið skrifað, varðandi þessa tillögu, og beðið um umsagnir og tillögur. I svörum hafi m.a. komið fram að ratsjármerki hafi verið reist í eynni 1964, en þegar að var komið, skömmu síðar, hafi engin merki sést um þau. Sýnt þótti að hafís, Kolbeinsey. sem gengur yfir eyna, hafi rutt þeim burt. Ráðherra sagði til verkáætlun um að styrkja yfirborð eyjunnar með 20 sm steinsteypu. Kostnaður við það verk hafi verið áætlaður 8,6 m.kr. í júní 1983. Að sínu mati þyrfti þó traustari vörn til að koma, ásamt járnbindingu. Eyjan hafi minnkað í tímans rás og sé nú 41 m í norður-suður, 39 m í austur-vestur og hæð 8 til 9 metrar. STEFÁN GUÐMUNDSSON (F) Morgunblaðió/Ingólfur Kriatmundsson. kvað elztu mælingu eyjarinnar vera frá 1580. Þá hafi hún verið 750 m í norður-suður og 113 m í austur-vestur. Sýnt sé af þessum tölum, hvern veg heljaröfl hafíss og sjávar saxi af henni. Sennilega fljóti yfir eyjuna í stærstu sjóum. Hún geti því verið hættuleg skip- um, ef ekkert verði að gert. Megin- tilgangurinn er, sagði Stefán, að auka öryggi sjófarenda, en jafn- framt að koma í veg fyrir að þessi mikilvægi grunnlínupunktur hverfi í sæ. í hjálp við hungraða. Hinsvegar fylgdi því engin trygging, að slök- un vígbúnaðar þýddi það, að fjár- munir gengju til þeirrar áttar. Hann minnti á að Sovétmenn hefðu nýtt slökunartímabil, sem kom í kjölfar Helsinkisáttmálans, til að hefja uppsetningu SS- kjarnaeldflauga austan megin járntjaldsins endilangs. Utanríkisráðherra kvað AWACS-vélar hafa eftirlitshlut- verki að gegna, samhliða ratsjár- stöðvum. Þær gætu ekki verið á lofti allan sólarhringinn, bæði vegna kostnaðar og veðurfars; það kallaði aftur á ratsjárstöðvar á landi. Hinsvegar væru engin áform um að reisa hér svokallaðar OTH-ratsj árstöðvar. Afstaða framsóknarmanna HARALDUR ÓLAFSSON (S) kvaðst vilja vísa tillögu Stein- gríms J. Sigfússonar um að falla frá byggingu ratsjárstöðva til rík- isstjórnarinnar. Þar eð enn liggi ekki fyrir endanlegar tillögur um byggingu nýrra ratsjárstöðva í stað þeirra, sem lagðar vóru niður á Vestfjörðum og á Langanesi, og því ekki hægt að meta gildi þeirra fyrir öryggi íslands, sé við hæfi að vísa málinu til afgreiðslu hjá rík- isstjórninni. Hann kvað ratsjár- stöðvarnar hafa verið lagðar niður, þegar AWACS-flugvélar varnarliðsins komu. Spurðizt hann fyrir um, hvort hlutverk vél- anna væri úti, ef ratsjárstöðvarn- ar kæmu aftur í gagnið. STEINGRÍMUR HERMANNS- SON, forsætisráðherra, sagði m.a. að ef viðræður stórveldanna um gagnkvæma afvopnun fælu í sér árangur yrði hverskonar eftir- litsstarf mikilvægasti þátturinn i slökun spennu. Ef menn séu á annað borð samþykkir því að hafa hér eftirlitsstöð, að óbreyttum friðar- eða ófriðarhorfum í heim- inum, þá gætu menn einnig sam- einast um að hafa hana svo vel úr garði gerða að hún gæti gegnt hlutverki sínu. Hann kvaðst fylgj- andi því að reisa umtalaðar rat- sjárstöðvar. Hinsvegar mætti sín vegna vísa málinu til ríkisstjórn- arinnar. Ef ekki myndi hann greiða atkvæði gegn tillögu Sig- fúsar Steingrímssonar. STEFÁN VALGEIRSSON (F) kvaðst í öndverðu hafa verið and- vígur endurnýjun ratsjárstöðv- anna. Að vel athuguðu máli hafi hann skipt um skoðun. Þar hafi einkum ráðið aukið flugöryggi hér við land, sem þeim fylgdi. Stjórnarflokkarnir skila ekki sameiginlegu áliti KJARTAN JÓHANNSSON (A) kvað Alþýðuflokkinn fylgjandi því að ratsjárstöðvar verði reistar. Það væri nauðsynlegt að taka af skarið í þessu efni og fella fram- komna tillögu. Hér væri um nauð- synlegt eftirlit að ræða, sem í engu gæti talizt ögrun út á við. Hinsvegar eru það tíðindi, sagði Kjartan, að það er skoðanamis- munur milli stjórnarflokkanna í þessu máli. Fulltrúi Framsóknar- flokksins í utanríkisnefnd á ekki samleið með samstarfsflokknum í nefndaráliti. Það er þó ekkert í nefndaráliti meirihlutans sem ekki fellur að sjónarmiðum þeirra er aðhyllast vestrænt varnar- samstarf, sagði Kjartan efnislega. Þá taldi Kjartan að í afstöðu Haraldar Ólafssonar kæmi fram gagnrýni á vinnubrögð utanríkis- ráðherra. Það væri ómaklegt. Ekkert mál, er snerti varnarliðs- framkvæmdir, hefði fengið betri undirbúning né opnari umræðu. Málið hafi verið mjög vel kynnt, bæði fyrir þingi og þjóð, og vinnu- brögð ráðherrans í hvívetna til fyrirmyndar. Þessvegna væri rök- stuðningur fulltrúa Framsóknar- flokksins i utanríkisnefnd hinn furðulegasti. Standa gegn tillögunni GUÐMUNDUR EINARSSON (BJ) kvaðst greiða atkvæði gegn tillög- unni. Ekkert hafi komið fram í meðferð málsins sem bendi til þess að ratsjárstöðvarnar auki á hættur í eina eða neina veru. KRISTÍN KVARAN (BJ) kvað til- löguna hafa kallað á málefnalega umræðu. Hún væri hinsvegar fylgjandi því að reisa þær rat- sjárstöðvar, sem hér væri rætt um. Ratsjárstöðvar væru fyrir- byggjandi ráðstöfun, einnig að því varðaði slys í umferð okkar, bæði í lofti og á legi. Gegn auknum víg- búnaðarframkvæmdum STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON (Abl.) kvað ratsjárstöðvar, sem hér væri rætt um, lið í auknum vígbúnaðarframkvæmdum í land- inu. Þær ykju á vígbúnaðarspenn- una. Stór hluti þjóðarinnar væri þeim andvígur og ekki sízt heima- fólk, hvar ráðgert væri að reisa stöðvarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.