Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 41 Mótsagnakennd mótmæli Guðríðar Elíasdóttur — eftir G. Jakob Sigurðsson Formaður verkakvennafélags- ins í Hafnarfirði, Guðríður Elí- asdóttir, segir í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu sl. laugardag, að það séu „helber ósannindi" sem ég sagði á fundi Vinnuveitendasam- bandsins um árangurslausar til- raunir til þess að fá starfsstúlkur í Hafnarfirði til vinnu í hrað- frystihús Sjófangs hf. Kveður hún félagskonur vera „mjög reiðar út af svona framkomu og vinnu- brögðum", sem hún segir að séu „hreinasta ósvífni". Ekki vantar stóryrðin, þó öll séu þau röng og þess vegna tæplega samboðin trúnaðarstörfum þess, er talar. Guðríður segir fyrst. „Ósatt að til okkar hafi verið leitað um vinnuafl." Strax á eftir viðurkenn- ir hún að fiskverkandi í Hafnar- firði, sem sé í samstarfi við mig, hafi reyndar leitað til hennar um þetta mál, en ber því við að ekki hafi komið skýrt fram hvaða kjör voru f boði. Þetta er fyrirsláttur og til þess að ekki fari á milli mála hvert umræðuefnið var og hvers vegna málaleitaninni var synjað, lýsir hún yfir: „Það getur auðvitað enginn skikkað fólk til að fara í vinnu í öðru bæjarfélagi." Auðvit- að datt okkur aldrei í hug að reyna að „skikka" neinn til neins. Ég rek nú frystihús Sjófangs hf. í samvinnu við Langeyri hf. í Hafnarfirði. Þetta var Guðríði gert ljóst, þegar hún var beðin að athuga hvort stúlkur væru fáan- legar til að vinna í Reykjavík. Okkur hafði skort vinnuafl og margendurteknar auglýsingar höfðu borið takmarkaðan árang- ur. Samtímis heyrðust daglega há- værar raddir um alvarlegt at- vinnuleysi í Hafnarfirði. Okkur kom því saman um að reyna að ráða þaðan nokkrar stúlkur og bjóða þeim þau kjör sem ég lýsti á fundinum. Þar eð framkvæmda- stjóri Langeyrar hf., Björgvin Ólafsson, rekur sitt fyrirtæki í Hafnarfirði, bar hann þessa mála- leitan fram við formann verka- kvennafélagsins og skýrði nákvæmlega hvaða kjör væru í Þúfan og hlassið — eftirSverri Guðjónsson Mikið megum við launþegar vera hamingjusamir þessa dag- ana. Við eigum von á því að verða þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að takast á við hin fjölbreyti- legustu verkefni, að vísu ótengd okkar venjulega starfi, en hver vílar það fyrir sér. Hver vill ekki fjölbreyttara „hlutastarf"? Hver vill ekki sinna menning- arlegum málefnum? Ég á t.d. von á að fá tækifæri til að vippa mér í miðasöluna eða dyravörsluna á stað þar sem ég er ráðinn til að syngja, á meðan sá sem var í miðasölunni eða dyra- Norræn vika á Austurlandi NORRÆNA félagið og Norræna hús- ið efna til „Norrænnar viku“ á Aust- urlandi með stuðningi Flugleiða. Auk fyrirlestra um norræna samvinnu og kynningar á starfsemi Norræna húss- ins og Norræna félagsins verður sér- stök kynning á KALEVALA-þjóð- kvæðunum finnsku í tilefni þess, að liðin eru 150 ár frá því þau voru fyrst gefin út. Norræna vikan hefst með sam- komu í Valaskjálf annað kvöld, miðvikudaginn 24. apríl, kl. 20.30. Knut 0degárd forstjóri Norræna hússins og Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Norræna félags- ins munu ræða þar um norræna samvinnu. Skáldin Einar Bragi og Knud Odegárd munu lesa ljóð, frumort og þýdd og finnski ljóða- sönghópurinn Nelipolviset flytur ljóðasöngva. Við þetta tækifæri verður opnuð bóka- og veggspjalda- sýning tengd KALEVALA-árinu. Fimmtudaginn 25. apríl verður síðan kvöldsamkoma á Seyðisfirði á vegum Norræna félagsins. Þar mun skáldið Einar Bragi lesa ljóð og Sig- hvatur Björgvinsson kynna Nor- ræna félagið og norræna samvinnu. Föstudaginn 26. apríl verður kvöldsamkoma á Neskaupstað á vegum Norræna félagsins þar. Ein- ar Bragi skáld og Karl Jeppesen gjaldkeri Norræna félagsins mæta á þá samkomu. Laugardaginn 27. aprll verður svo stofnfundur deildar Norræna félagsins á Fáskrúðsfirði. Karl Jeppesen gjaldkeri Norræna félags- ins mætir á þann fundi. Einnig verða fleiri staðir á Aust- urlandi heimsóttir á næstunni. (flr frptutilkTnninifu) vörslunni hjálpar börnum for- stjórans með tombóluna þar sem á að safna fyrir nýtísku lyftubúnaði á tröppur Þjóðleikhússins til að auðvelda fötluðum aðgang að leiksýningum. Ekki segjum við nei við slíku boði? Mikilvægt málefni, ekki satt? Þingmenn og orgelsjóðir Vítt og breitt um landið hef ég farið og í marga kirkjuna komið og fæ ég því vart lýst hve sárt mig hefur tekið til hinna lúnu orgela þessa lands. Hér er komið þarft verk fyrir „forgangsmenn að söfn- un í orgelsjóð Hallgrímskirkju“. Með tvo alþingismenn innan- borðs, sem að sjálfsögðu þekkja vinnulöggjöfina inn og út, ætti það að vera létt verk að leita til hinna ýmsu ríkisstofnana og senda glaðbeitta ríkisstarfsmenn til að safna fyrir orgelum þessa lands. Að sjálfsögðu yrði einungis „farið þess á leit að þeir ynnu hlutastarf í nokkra daga að mál- efnum sjóðanna meðan leitað væri starfsmanna til lengri tíma“. Til þess að forðast allan mis- skilning vil ég taka það fram að lítið þekki ég Ingólf Guðbrandsson og jafnlítið Ingibjörgu G. Guð- mundsdóttur. Höfundur er kennari. „Okkur hafði skort vinnuafl og margendur- teknar auglýsingar höföu boriö takmarkaö- an árangur. Samtímis heyrðust daglega hávær- ar raddir um alvarlegt atvinnuleysi í Hafnar- firði.“ boði, þar á meðai fríar ferðir og matur. Svarið var á þá leið að ekki væri áhugi á því að fara til Reykjavíkur til vinnu, sbr. til- greind ummæli Guðríðar hér að ofan. Eftir þetta ræddi Björgvin við félagsmálastjóra í Hafnarfirði og síðar var málið rætt á fundi at- vinnumálanefndar þar og stað- festi Guðjón Ólafsson úr ræðustóli á fundi Vinnuveitendasambands að frásögn mín væri rétt og enn- fremur að jafnvel í Hafnarfirði hefði gengið mjög erfiðlega að fá fólk í fiskvinnu, þrátt fyrir hinn mikla fjölda fiskverkafólks á at- vinnuleysisbótum. Ekki virðist ástæða til að ætla að verkafólk í Hafnarfirði hafi mikið aðra afstöðu til þessara mála en margir aðrir. í Morgun- blaðinu þ. 17. þ.m. er sagt frá því, að komið hafi fram á bæjarstjórn- arfundi á Akureyri, að bæði Út- gerðarfélag Akureyrar og Niður- suðuverksmiðja K. Jónsson „sár- vanti fólk í vinnu,“ þótt „116 manns væru á atvinnuleysisskrá". Þar er einnig haft eftir bæjar- stjóra, að „lög um atvinnuleysis- bætur sem samþykkt voru fyrir tveimur árum hefðu rýmkað reglur um bætur það mikið, að ýmsir nyti nú atvinnuleysisbóta án þess að vera atvinnulausir í raun og veru“. Þessar umræður á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins spunnust annars út frá athugun þess á vinnuaflsskorti í frystihús- unum almennt, sem leiddu í Ijós Fer inn á lang flest heimili landsins! að fyrirtæki í fiskvinnslu gætu bætt við sig allt að 1.200 manns á sama tíma og fjöldi fiskverkunar- fólks væri á atvinnuleysisskrá. Þau dæmi sem hér hefir verið drepið á, um erfiðleika á því að fá fólk, sem er á atvinnuleysisbótum í vinnu, koma engum á óvart sem eitthvað hefir fylgst með þróun mála undanfarið. Þetta er eitt af því sem flestir vita en fáir sjá ástæðu til að ræða. Verkalýðsleið- togar vilja auðvitað ekkert af því heyra, sbr. viðbrögð Guðríðar Élí- asdðttur og stjórnmálamenn mundu líklega helst hæla sér af því, hvað þeim hefir tekist að hækka bæturnar. Nú fyrir nokkr- um dögum voru sett lög um veru- lega hækkun atvinnuleysisbóta, þannig að á timabili, þegar laun hækka um 21%, hækka bæturnar um 28,6% og verða þá um 8,5% hærri en lágmarkstekjur í dag- vinnu. Ekki skila þær þó miklu i sköpun verðmæta, en auðskilið að allmargir vilji frekar hirða bæt- urnar, en leggja á sig erfiða og erilsama vinnu. Við störfum öll á þessu landi hvert á sínu sviði innan tiltekinna ramma laga og reglugerða, og er með því reiknað að hver og einn muni gæta hagsmuna sinna sem best hann má og ramminn leyfir. Auðvitað gildir þetta eins um þá sem taka á móti atvinnuleysisbót- um og aðra. Hins vegar held ég að varla verði hjá því komist, að skilgreina betur en gert virðist vera, hve langt má teygja ramm- ann, og þá ekki síður að gæta þess að um grófa misnotkun gæðanna, vegna skorts á eftirliti, verði ekki að ræða. Höfundur er framkræmdastjóri Sjófangs hf. í Reykjavtk. P0BB-3HR í VIKUNNI í dag, miðvikudaginn 24. apríl, (síðasti vetrardagur) Leikfélag Hafnarfjaröar leikur og syngur lög úr söngleiknum „ROKKHJARTAÐ SLÆR“ í kvöld kl. 20.00. Hinrik D. Bjarnason leikur klassíska gítartónlist fyrir mat- argesti frá kl. 18.00. Pöbb-bandiö sér síöan um tónlistina á eftir söngleiknum og fram aö lokun. Þaö veröur opiö hjá okkur í dag frá kl. 12.00—15.00 og í kvöld frá kl. 18.00—03.00. Ódýr og góöur matur framreiddur i hádegi. Kvöldveröur á gjafveröi (kr. 390.-) framreiddur i kvöld frá kl. 18.00. Pantiö í tíma, borö í síma 19 0 11. Ódýr og góð skemmtun fyrir t.d. starfsmannahópa. Fimmtudaginn 25 apríl (á morgun, sumardaginn fyrsta) Opiö í hádegi frá kl. 12.00—15.00. Opiö um kvöldiö frá kl. 18.00—01.00. Hinrik D. Bjarnason leikur klassíska tónlist fyrir matargesti. PÖBB-BANDIÐ sér um tónlistina um kvöldiö af sinni al- kunnu snilld. Ódýr og góöur matur öll hádegi og öll kvöld. Pantiö í tíma borö í síma 19 0 11. PÖBB-INN MINN & ÞINN 46 TJvcrfisgötu tei.iaon O RATOR og Þakka gestum frábæra aðsókn í vetur Vegna gagngerra breytinga veröur lokaö hjá okkur um óákveðinn tíma en Orator-dansleikirnir hefjast síöan á nýjan leik þegar þær breytingar eru yfirstaönar. Breytingar þessar fela m.a. í sér töluveröa stækkun á húsrými en plássleysi hefur veriö helsta vandamáliö á dansleikjum Orators í vetur og iöulega færri komist aö en hafa viljaö. Við hlökkum til að sjá ykkur 6 nýjan leik. Meó bestu kveðjum. HÓTEL BORG ORATOR, FÉLAG LAGANEMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.