Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985
------------------i-----------------i---
Hluthafar fylgist með arðsemi
og ráðstöfim fjármuna sinna
— eftir Bent Scheving-
Thorsteinsson
Vitnað var til ræðu minnar á aðal-
fundi Eimskipafélags íslands í
Morgunblaðinu 19. aprfl sl. f fram-
haldi af því óska ég eftir að blaðið
birti meðfylgjandi grein þar sem
megininntak ræðunnar kemur fram.
Það virðist jafnan núorðið vera
með hálfum huga sem hinn al-
menni hluthafi kveður sér hljóðs á
aðalfundum félagsins, sem er þó
eina tækifærið til þess að láta í
ljós skoðun sína á starfsemi og
arðsemi fyrirtækisins. Hvernig
skyldi standa á þessu?
Ástæðurnar eru sjálfsagt marg-
ar, og þá ekki sízt skortur á upp-
lýsingaflæði, er gerir hluthöfum
kleift að fylgjast náið með starf-
semi og valkostum á hverjum
tíma, því hluthafafundir eru bara
haldnir einu sinni á ári og þess í
milli berast hluthöfum engar
spurnir um eitt eða neitt. Reikn-
ingar og upplýsingar um afkomu,
valkosti og tillögur svo og annað
er snertir stjórnun, hag félagsins
og hluthafa er ekki fáanlegt milli
funda.
Augljóst er að hluthafar geta,
með þessu fyrirkomulagi, aldrei
lagt neitt raunhæft til mála.
Ennfremur eru, til óþurftar, sett-
ar skorður í samþykktum félags-
ins við allri tillögugerð hluthafa;
segja má að þeim sé einungis
heimilt að bera fram breytinga-
eða viðaukatillögur, nema þær séu
lagðar fram með minnst viku
fyrirvara, og mál sem ekki eru á
dagskrá fást alls ekki afgreidd.
Kosningafyrirkomulagið er
einnig tímaskekkja, til stórra
vandræða, því sá háttur að kjósa
einungis helming stjórnarmanna
til 2ja ára í senn sitt hvert árið,
girðir fyrir að minnihlutinn geti
notfært sér að gagni heimild til að
krefjast margfeldiskosninga er
felst í hlutafjárlögum nr. 32/1978
og sett eru minnihlutanum til
verndar. Samþykktir félagsins
stríða að þessu leyti gegn anda
laganna sem telja verður forkast-
anlegt. Trúlega eru þessar ástæð-
ur meginorsök þess að hluthafa-
fundir eru nánast orðnir að
kaffisamkomum er engum raun-
hæfum tilgangi þjóna, og þá sízt
hluthöfum. Einnig er siðferðilega,
ef ekki lögLega, rangt að stjórn-
arformaður fari með atkvæði
sjóða í vörzlu félagsins. Sam-
kvæmt lögum njóta eigin hlutir
félagsins ekki atkvæðisréttar,
sama ætti að gilda um sjóði alfar-
ið í vörzlu félagsins.
Reyndar væri eðlilegast að Há-
skóla íslands yrði boðið sæti í
stjórn Háskólasjóðs, sem nú er
stærsti hluthafi félagsins, og færi
þá jafnframt með atkvæði sjóðs-
ins, er mjög myndi styrkja félagið
með virkjun sérfræðiþekkingar
Háskólans í þágu félagsins.
Einmitt vegna skorts á áhrifum
alm. hluthafa, hinna raunverulegu
fjármagnseiganda, hefir verðbólg-
an fengið óáreidd að éta upp
hlutaféð og arðsemi þess, vegna
tregðu eða misskilinnar varfærni
stjórnarmanna á að greiða raun-
arð (sbr. raunvexti) og úthluta
verðbóta- eða jöfnunarbréfum í
samræmi við endurmat fasta-
fjármuna skv. lögum, en safna
þess í stað gildum sjóðum undir
heitum eins og „endurmatssjóður"
og „óráðstafað eigið fé“. Þetta er
gert þrátt fyrir það, að allir vita,
sem það vilja vita, að endurmatsfé
Bent Scbeving-Tborsteinsson
er ekkert annað en óútgefin verð-
bótabréf og „óráöstafað eigið fé“
er að sjálfsögðu ógreiddur arður
(sjá 97. gr. nr. 32/1978). Vegna
uppsöfnunar á undanförnum ár-
um er um gífurlegar upphæðir að
ræða. Eins og ársreikningurinn
ber með sér er „endurmatssjóður"
nú 563 mkr. og „óráðstafað eigið
fé“ 68 mkr. alls 632 mkr., sem er
ríflega sjöfalt meir en hlutaféð,
sem einungis er tæplega 87 mkr.
af alls 719 mkr. eigin fjár. Bókfært
gengi hlutabréfa er þá:
eigið fé 719 _ 8.26
hlutafé 87
þ.e. rúmlega áttfalt nafnverð, en
hefði orðið rúmlega nífalt, ef ekki
hefði orðið 62 mkr. tap á rekstri.
Samkvæmt mati Fjárfestingafé-
lagsins sl. haust, að beiðni fjár-
málaráðherra, er raunvirði hluta-
bréfa Eimskips 9,4—10,9 falt
nafnverð. Samræmið verður að
teljast mjög gott. Þessar niður-
stöður benda ótvírætt til, að
„10%-arðurinn“ er í reynd aðeins
1% óverðbættur í 25% verðbólgu
ársins 1984 og telst því mjög
„neikvæður" arður. Með þessum
hætti á arðgreiðslu án verðbóta er
söluverði hlutabréfa haldið niðri.
Miðað við 10% arðsemiskröfu,
sem má heita almenn í dag, þyrftu
afföll bréfa að vera 22%.
Hér er sannarlega úr vöndu að
ráða fyrir fjármálaráðherra, sem
vill selja hlut ríkisins, þegar sölu-
verð miðað við ávöxtun er 78% af
nafnverði, en sannvirði sam-
kvæmt mati er tífalt nafnverð.
Þrátt fyrir þessa fráleitu stöðu
mála er alls ekki ætlunin að gefa
út jöfnunarbréf að þessu sinni,
sennilega vegna þess að stjórn-
armenn hafa ekki hugmynd um
hvernig á að vinda ofan af þessari
vitleysu. Hér ber margs að gæta
og það sérstaklega að nýir hlut-
hafar hagnist ekki á kostnað
þeirra eldri þegar loks margra ára
frysting á fjármunum þeirra er
aflétt. Til þess að ráða hér bót á er
augljóst að hluthafar verða að
sameinast um að fylgjast með arð-
semi og ráðstöfun fjármuna sinna.
Nú er sem betur fer farið að örla
á auknu verðskyni sparifjár og
fjármagnseigenda og aukið fram-
boð sparnaðarkosta mun óhjá-
kvæmilega leiða til meiri áherzlu
á arðsemi og þar með afskipta
fjármagnseigenda af rekstri fyrir-
tækja.
Lýsandi dæmi um þennan stór-
aukna skilning á vaxandi verð-
skyni sparifjár- og fjármagnseig-
enda kom fram á aðalfundi Iðnað-
arbankans, föstudaginn 12. apríl
____________________________37_
sl., er Ragnar Önundarson, banka-
stjóri, lauk máli sínu með þessum
orðum: „Með tillögu sinni um svo
umtalsverða útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa, er bankaráðið í raun
að gefa út stefnuyfirlýsingu um,
að hlutafjáreign í bankanum skuli
í framtíðinni vera arðbær fjár-
festing og samkeppnisfær við aðra
kosti á islenska fjármagnsmark-
aðinum."
Augljóst er að umbætur munu
fást, ef nægur vilji er fyrir hendi,
því vilji er allt sem þarf.
f lögum nr. 32/1978 um hlutafé-
lög er í ákvæðum 57. greinar gert
ráð fyrir að auk félagsstjórnar sé
einnig kosin fulltrúanefnd, er skal
hafa eftirlit með því, hvernig fé-
lagsstjórn og framkvæmdastjóri
ráða málum félagsins, svo og láta -
aðalfundi í té umsögn um, hvort
samþykkja beri ársreikninga fé-
lagsins og tillögur stjórnar um
ráðstöfun hagnaðar og gefa aðal-
fundi skýrslu um störf sín. Hér er
komin kjörin lausn, er veitir
hluthöfum alla möguleika á að
fylgjast með arðsemi og ráðstöfun
fjármuna sinna og stjórnendum
tilhlýðilegt aðhald. Af framan-
greindum ástæðum vill ég beina
þeim tilmælum til stjórnar að hún
skipi hið fyrsta nefnd — vinnu-
nefnd — er hefði þessi þrjú vanda-
sömu verkefni til úrlausnar fyrir
næsta aðalfund:
1. Úthlutun verðbóta- eða jöfnun-
arhlutabréfa „að fullu“ eins og
lög framast standa til með sér-
stöku tilliti til hagsmuna eldri
hluthafa.
2. Tillögugerð til samþykktar á
næsta aðalfundi um 5 manna
fulltrúanefnd skv. 57 gr. laga
nr. 32/1978.
3. Tillögur um nauðsynlegar
breytingar á samþykktum fé-
lagsins svo aðalfundur endur-
heimti sitt réttmæta vald og
stjórnunaráhrif.
Með sameinuðu átaki hluthafa
er öruggt að Eimskip endurheimt-
ir forystuhlutverk sitt sem arð-
bært þjóðþrifafyrirtæki.
Höfundur er hagfræðingur.
Kór Fjölbrautaskóla Sl. syngur undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar.
Kór MR söng ín stjórnanda.
Selfoss:
Líflegt starf hjá kór
SelfoHHi, 17. apríl. **
KÓR FJÖLBRAUTASKÓLA Suðurlands á
Selfossi mun halda vortónleika sína nú á
næstunni. Starfsemi kórsins er fastur liður í
stundaskrá skólans og árangurinn lætur ekki
á sér standa.
Kórinn var stofnaður 21. febrúar 1983.
Kórfélagar eru 40 sem æft hafa reglulega
tvisvar í viku í vetur auk þess að mæta á
aukaæfingar hjá kórstjóranum, Jóni Inga
Sigurmundssyni.
Vortónleikar kórsins verða nú í lok mán-
aðarins, þeir fyrstu 24. apríl í Skálholts-
kirkju kl. 21.00. Næst verður sungið á Sel-
fossi í gagnfræðaskólanum laugardaginn
27. apríl kl. 15.00 og síðan aftur kl. 16.00
daginn eftir, 28. apríl. Auk þessa mun kór-
inn syngja á útskriftarathöfn skólans, á
árshátíð og loks á tónleikum æskunnar á
Selfossi í maí. Ekki verður selt inn á tón-
leikana heldur selt kaffi og boðið upp á
skemmtiatriði undir borðum.
I gærkvöldi, 16. apríl, fóru kórfélagar í
betri fötin og tóku á móti tveimur kórum
úr Reykjvík, kór MR og kór Ármúlaskóla.
Þessir kórar hafa skipst á heimsóknum og
syngja þá þau lög sem æfð hafa verið yfir
veturinn. Þetta lífgar upp á starfið og er
góð æfing ásamt því að fólk kynnist.
Kór Ármúlaskóla söng atriði úr söng-
leiknum My Fair Lady og sungu einsöng
þau Sigvaldi Kaldalóns stjórnandi, Mar-
grét Pálmadóttir og Steinar Magnússon.
Kór MR kynnti sig sem stjórnandalaus-
an kór, en þau hafa verið stjórnandalaus
síðan í febrúar og æft sig sjálf eins og
kynnirinn sagði. Það er þó Anna Margrét
Kaldalóns sem stjórnar kórnum og undir-
leik annast Guðrún Erla Gunnarsdóttir.
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands renndi
þarna yfir hluta efnisvals á vortónleikana
þar sem m.a. verða tvö lög við texta eftir
Guðmund Daníelsson sem hann gerði sér-
staklega fyrir kórinn.
í kvöld syngur kórinn síðan í Selfoss-
kirkju fyrir lista- og skemmtideildir nor-
rænna sjónvarpsstöðva.
Sig. Jóns.
Fjölbrautaskólans
Kór Ármúlaskóla söng, einsöng sungu Sigvaldi S. Kaldalóns, Margrét Pálmadóttir og Steinar
Magnússon.