Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.04.1985, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 SíÓari leikir undanúrslita Evrópumótanna í kvöld: Hverjir fara í úrslitin? SIDARI leikír undanúrslita Evr- ópumótanna þriggja í knatt- spyrnu fara fram í kvöld. Augu manna beinast aöallega aó tveimur leikjanna, undanúrslitum Evrópukeppni meistaraliða, þar sem Liverpool og Juventus eiga alla möguleika á aö komast í úr- slitin en eiga hins vegar mjög litla möguleika á að verja meistaratitl- ana í heimalöndum sínum, Eng- landi og Ítalíu, þannig að Evrópu- keppnin er þeirra síðasta hálm- strá. Úrslitaleikurinn í keppni meist- araliða veröur í Brussel í Belgíu 29. maí og örugglega veröur hart bar- ist um sæti þar í kvöld. Liverpool sigraöi gríska liöið Panathinaikos i fyrri leiknum 4:0 á heimavelli og Juventus sigraöi franska liðiö Bordeaux 3:0 einnig á heimavelli. Þjálfarar tapliöanna hafa báöir sagt aö andstæöingar þeirra skuli ekki vera of vissir um sæti i úrslit- Redbergslid og Drott mætast Fré Magnúsi Þorvaldssyni, fréttamanni Morgunbtoösins í Svíþjóé. ENN hafa ekki fengist úrslit í keppninni um sænska meistara- titilinn í handknattleik. Drott og Redbergslid léku í fjóröa sinn um helgína, nú á heimavelli Drott, en Redbergslid gerði sér lítið fyrir og sigraði með 19 mörkum gegn 15. Staðan í leikhléi var 10:8 fyrir gestina. Leikurinn var jafn lengst af, Redbergslid þó alltaf yfir og segja má aö sigur liösins hafi aldrei veriö í hættu. Ulf Monson geröi flest mörk Drott, 7, Samo Podgrajsek geröi 4. Fyrir Redbergslid geröu Stig Santa og Björn Jylssen 6 mörk hvor og Magnus Vislander geröi 4. Þó aö áhorfendurnir 5.200 væru allir á bandi Drott létu gestirnir ekki bugast og náöu aö leika frá- bæran handknattleik sem færöi þeim sigur, og annaö tækifæri til aö næla í meistaratignina. Liöin mætast í fimmta skipti í kvöld, þá á heimavelli Redbergslid i Gauta- borg, og er þaö hreinn úrslitaleik- ur. unum — liö sín muni leggja allt í sölurnar til aö ná því takmarki. Litlar líkur eru taldar á því aö lan Rush og John Wark leiki meö Liv- erpool í kvöld, en þessir tveir leikmenn hafa skorað lang mest fyrir liöiö í vetur. Báöir eru meiddir. Phil Neal fyrirliöi liðsins er nefbrot- inn, en ekki er loku fyrir þaö skotiö aö hann spili. Veröi hann meö í kvöld veröur þaö hans 72. Evrópu- leikur meö Liverpool og hann er eini leikmaöurinn sem leikiö hefur í öllum fjórum úrslitaleikjum í keppni meistaraliöa meö Liverpool — en liöiö hefur unniö þá alla. í undanúrslitum UEFA-keppn- innar mætast annars vegar tvö af þekktustu liöum Evrópu, Real Madrid frá Spáni og ítalska liöiö Inter Milan. Inter vann fyrri leikinn 2:0 á Ítalíu og hins vegar leika Videton frá Ungverjalandi og Zelj- eznicar frá Júgóslavíu. Videton vann fyrri leikinn 3:1 heima. í Evrópukeppni bikarhafa mæt- ast risarnir Everton og Bayern Múnchen á Godison Park í Liv- erpool heimavelli Everton. Jafntefli varö 0:0 í fyrri leiknum. í hinum undanúrslitum keppni bikarhafa mætast Dynamo Moskva og Rapíd Vín frá Austurríki. Austurríska liöiö vann fyrri leikinn 3:0 á heimavelli sínum. /, "'.r+ wmm hm DANSKUR GESTUR Á ÍS- LANDSMÓTK) í VAXTARRÆKT Norðurlandameistarinn í 90 kg flokki í vaxtarrækt, Daninn Kjeld A. Nielsen, sem er á myndinni hér aö ofan, verður sérstakur gestur á íslandsmeistaramótinu í vaxtarrækt sem fram fer í veitingahúsinu Broadway á sunnudaginn. Nielsen hefur fjórum sinnum oröið Dan- merkurmeistari í vaxtarrækt og mun hann nú sýna listir sínar íslenskum áhorfendum. Þess má geta að hann er formaöur danska vaxtarræktarsambandsins. Fimmta tap Bayem EFSTA lið þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, Bayern MUnchen, tapaöi á útivelli fyrir Hamburger SV um heigina, 12, og þar með eru möguleikar Werder Bremen á meistaratitli orönir verulega góð- ir en liöiö sigraðí Bochum á úti- velli 3:1. Bayern er þó enn efst með 39 stig eftir 28 leiki en Brem- en hefur 38 stig að loknum 27 leikjum. Þaö var belgíski landsliösmiö- herjinn Gerard Plessers sem skor- aöi fyrra mark Hamburger gegn Bayern og Skotinn Mark McGhee bætti ööru marki viö. Staöan var oröin 2:0 eftir aöeins 21 mín. og 61.000 áhorfendur trylltir af oleði Eina mark Bayern geröi Wolfgang Dremmler á 50. mín. Bayern tókst ekki aö jafna þrátt fyrir góö mark- tækifæri. Lárus Guömundsson lék vel meö Uerdingen í 0:0-jafnteflinu gegn Gladbach á útivelli. Leikurinn var reyndar mjög slakur en menn töldu Lárus hafa lýst eins og Ijós í myrkri. Atli Eövaldsson og félagar í Dússeldorf geröu einnig jafntefli, 1:1 á heimavelli gegn Mannheim. Lítiö bar á Atla í leiknum. Hér koma úrslil í öllum leikjunum og siöan staöan í deildinni: Bochum-Bremen 1:3 Leverkusen-Bielefeld 1:1 Oússefdorf-Mannhei m 1:1 Karlsruher-Braunschweig 4:1 Frankfurt-Stuttgart Schalke-1. FC Köln Hamburger-Bayern Kaiserslautern-Dortmund Staöan er þessi: Bayern Bremen Gladbach Hamburger SV 1. FC Köln Uerdingen VFL Bochum Mannheim VFB Stuttgart Frankfurt Schalke 04 Leverkusen Kaiserslautern Dortmund Dusseldorf Bielefeld Karlsruher SC Braunschweig 28 16 27 15 27 13 26 12 27 14 27 11 27 10 27 9 28 12 28 9 27 10 28 8 25 8 27 10 27 6 28 4 27 4 27 7 5 64- 4 72- 7 64- 6 48- 10 52- 9 47- 8 44- 7 36- 12 69- 10 53- 6 11 51- 10 10 42- 9 8 35- 3 14 39- 8 13 43- 12 12 33- 9 14 38- 2 18 31- 2:0 2:3 2:1 5:0 -36 39 -41 38 -38 33 ■37 32 ■46 31 ■41 29 40 29 39 29 49 28 56 27 54 26 41 26 43 25 53 23 58 20 54 20 70 17 65 16 Fyrirliggjandi í birgðastöð EFNIS- PIPUR SKF 280 oOO°0°0 ^ “OOo Fjölmargir sverleikar og pykktir. SINDRA J ítölsk“ » l irsli tí Svíþjóð STALHR Borgartúni 31 sími 27222 Fré Magnúsi Þorvaldssyni, fréttsmanni Morgunblaósins f Svíþjóö. Önnur umferö sænsku 1. deild- arinnar í knattspyrnu var leikin um helgina. Urslit leikjanna minntu einna helst á úrslit frá ít- alíu, svo lítiö var skoraö af mörk- um. Úrslitin urðu sem hér segir: Kalmar FF-Norköping 0:0 IFK Gautaborg-Hammarby 1:0 Trálleborg FF-Öster 0:0 Halmstad-Malmö FF 0:0 Mjállby-Brage 1:1 AIK Stockholm-Örgryte 0:1 Þaö var Roland Nilsson, ungur nýliöí sem tryggöi stórliðinu IFK sigur a Hammarby Leikmenn IFK vori miklir kiautar aó sigra ekk. meö se>: tii sjö marka mun! Hand bjart- sýnn „Ég er sannfæröur um að við verðum komnir á topp 6. riðils 2. júní,“ sagði Eoin Hand, landsliös- þjálfari íra, í gær er hann tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir HM-leik- inn gegn Norðmönnum í Dublin 1. maí. „Eg hef trú á því aö viö vinn- um Norömenn og það stórt, og eftir að hafa sóð Svisslendinga leika gegn Sovétmönnum (2:2) hef ég einnig trú á því aó við vinnum þá í Sviss 2. júní,“ sagöi Hand. Landsliðshópur hans er þannig skipaöur: Jim McDonagh, Gillingham og Pat Bonner, Celtic, eru markveröir. Aörir leikmenn eru: David Langan, Oxford, Mich McCarthy, Man. City, David O’Leary, Arsenal, Mark Lawrenson, Liverpool, Paul McGrath, Man. Utd., Jim Beglin, Liverpool, Kevin Sheedy, Everton, Tony Grealish, WBA, Ronnie Whel- an, Liverpool, Gary Waddock, QPR, Liam Brady, Inter Milan, Gerry Daly, Birmingham, Frank Stapleton, Man. Utd., John Byrne, QPR, Mickey Walsh, Porto, Tony Galvin, Tottenham. Norski landsliöseinvaldurinn, Tor Röste Fossen, tilkynnti einnig í gær hóp sinn fyrir þennan leik. Hann er þannig skipaður: Mark- veröir eru Erik Thorstvedt frá Vik- ing og Ola Bye Rise frá Rosem- berg. Aörir leikmenn: Svein Fjæl- berg, Viking, Áge Hareide, Molde, Hans Herman Henriksen, Valenci- ennes, Kai Erik Herlovsen, Bor- ussia Mönchengladbach, Terje Kojedal, HamKam, Per Edmund Mordt, Vaalerengen, Per Egil Ahl- sen, Fredrikstad, Vidar Davidsen, Vaaleringen, Arme Erlandsen, Lilleström, Paal Jacobsen, HamKam, Ulf Moen, Bryne, Erik Soler, Hamburger SV, Hallvar Thoresen, PSV Eindhoven, Arne Lars Öklund, Raclng París. Önnur liö í riölinum eru Sviss, Danmörk og Sovétrikin. Norðurlanda- mótið í fimleikum Noröurlandamótið í fimleikum verður haldiö í Næstved í Dan- mörku um helgina og þangaö fara átta íslenskir keppendur. Þeir eru: Kristín Gísladóttir, Hanna Lóa Friðjónsdóttir, Dóra Sif Óskars- dóttir, Hlín Bjarnadóttir, Davíö Ingason, Heimir Jón Gunnarsson, Atli Thorarensen og Guöjón Gísla- son. Fjórir þessara þátttakenda veröa svo eftir í Danmörku aö mót- inu loknu og veröa í æfingabúöum í viku í Nakskov. Suðurnesjamotið: Víðir hefur unnið tvo leiki Suóurnesjamótió í knattspyrnu er nú hálfnaö. Fimm liö taka þátt í mótinu og hafa úrslitin hingað til verió sem hér segir: Reynir-Hafnir 2:1 Víöir-Reynir 2:0 Hafnir-Njarðvík 1:0 Reynir-Grindavík 1:1 Njarðvík-Víóir 1:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.