Morgunblaðið - 24.04.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 24. APRlL 1985
7
Morgunbladið/ól.K. Mag.
Hluta hraungjallsins var skipað um borð í Hafnarfjarðarhöfn.
1
JyH
IBM á íslandi:
Yfir 300 Austurrík-
ismenn á ráðstefnu
Önnur fjölmenn ráðstefna fyrirhuguð hér í júní
RÁÐSTKFNA á vegum IBM á fslandi hefst í Reykjavík í dag og sækja hana
330 Austurríkismenn frá IBM þar í landi. f bvrjun júní verður efnt til
annarrar fjölmennrar ráðstefnu á vegum IBM á íslandi og sækja hana 380
IBM-menn frá Norðurlöndunum.
Gunnar Hansson, forstjóri IBM
á fslandi, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að mjög væri vandað til
undirbúnings þessara ráðstefna
enda þýðingarmikið að vel tækist
til með tilliti til áframhaldandi
ráðstefnuhalds hér á landi í fram-
tíðinni. Gunnar sagði að það gæfi
augaleið, að fjölmennar ráðstefnur
af þessu tagi hefðu í för með sér
auknar gjaldeyristekjur og benti
m.a. á varðandi ráðstefnuna nú, að
Flugleiðir annast alla flutninga á
ráðstefnugestum til og frá landinu.
Gunnar sagði að litið væri í æ rík-
ari mæli til fslands varðandi ráð-
stefnuhald, enda væru aðstæður
hér hinar ákjósanlegustu.
IBM-ráðstefnan, sem hefst í
Reykjavík í dag, verður haldin í
húsi fslensku óperunnar, og verða
fyrirlestrar fyrir hádegi, en síðan
géfst ráðstefnugestum kostur á að
heimsækja fyrirtæki og stofnamr
og skoða sig um. Er meðal annars
ráðgert að ráðstefnugestir sæki
Vestmanneyinga heim. Ráðstefn-
unni lýkur nk. laugardag.
Ráðstefnan með ÍBM-mönnum
frá Norðurlöndunum verður haldin
í Þjóðleikhúsinu dagana 2. til 5.
júní næstkomandi. Hana sækja 380
manns, eins og áður segir, og fara
þar saman umræður og fyrirlestrar
um málefni ÍBM svo og landkynn-
ing, eins og á ráðstefnunni nú.
6.000 tonn af hraun-
gjalli til Ameríku
Stofnuð söluskrifstofa í Kanada
Á VEGUM fyrirtækisins Bústofns í Garðabæ fóru 6 þúsund tonn af hraun-
gjalli með skipi áleiðis til Kanada í gærkvöldi. Stofnað hefur verið sérstakt
fyrirtæki, Norræna útflutningsfélagið NORREX hf., til að sjá um þennan
útflutning í framtíðinni og hefur það sett á stofn söluskrifstofu í Kanada sem
fullvinnur vöruna og kemur henni á markað í Norður-Ameríku.
Jón Einar Jakobsson, aðaleig-
andi og framkvæmdastjóri Bú-
stofns og NORREX, sagði í sam-
tali við Mbl. í gær að Bústofn hefði
í fyrra sent einn 1.500 tonna farm
af hraungjalli til Kanada. Hefði
sú tilraun gengið það vel að nú
væri ráðist í að senda 6 þúsund
tonna farm með ms. Balsa 6, sem
er leiguskip Skipafélagsins Víkur
hf.
Hraungjallið var unnið á
Reykjanesi og í Ölfusi af verk-
takafyrirtækjunum Miðfelli hf.,
Fossvélum og Hafnarsandi sf. Jón
Einar sagði að gjallið væri notað
sem garðaprýði og sem grillstein-
ar í gasgrill. „Góðu lofar um fram-
haldið, enda er markaðurinn vax-
andi í Ameríku," sagði Jón Einar.
Vestur-íslendingurinn Thor
Nicolaison veitir söluskrifstofunni
í Ameríku forstöðu. Á vegum
skrifstofunnar er hafinn flutning-
ur og sala á amerískum jarðefnum
til notkunar í görðum og á opnum
svæðum til Evrópu.
Iðnskólinn í Hafnarfirði:
Kynnir starfsemi sína
á sumardaginn fyrsta
IÐNSKÓLINN í Hafnarfirði ætlar að
kynna starfsemi sína á morgun,
sumardaginn fyrsta. Þá verður skól-
inn opinn fyrir alla sem vilja kynna
sér hvað þar fer fram, bæði verklegt
nám og bóklegt.
Nemendur og kennarar úr verk-
deildum hár-, málm-, raf- og tré-
iðna verða við störf sín í skólanum.
Samningsbundnir iðnnemar
kynna bóklegt nám sitt bæði í
sérgreinum og almennum greinum.
Nemendur halda málfund sem
gestum gefst kostur á að fylgjast
með og taka þátt í, en munnleg
tjáning er mikill þáttur í íslensku-
kennslu í skólanum.
Einnig verða nemendur í tækni-
teiknun við störf sín.
Þá munu kennarar og nemendur
veita gestum almennar upplýs-
ingar um iðnnám og iðnfræðslu.
Starfsemi skólans fer fram á
tveimur stöðum. Bóklegt nám, hár-
snyrtigreinar og verklegt fer fram
á ReykjaVíkurvegi 74, en verklegt
nám málm-, tré- og rafiðna fer
fram við Flatahraun. Opið hús
verður á báðum stöðunum á sumar-
daginn fyrsta frá kl. 11.30—16.00.
(Frétutilkrnning.)
Félag harmonikkuunnenda:
Vorfagnaður á Hótel Borg
VORFAGNAÐUR Félags harmon-
ikkuunnenda verður haldinn í kvöld,
síðasta vetrardag á Hótel Borg.
Verður þar ýmislegt til skemmtunar
og „nikkan" að sjálfsögðu þanin
óspart, eins og jafnan er harmon-
ikkuunnendur koma saman.
Félagsstarfsemi harmonikku-
unnenda hefur staðið með miklum
blóma, en félagið hefur nú verið
starfandi í nær átta ár. Hljóm-
sveit félagsins telur nú um 20
manns og hefur hún komið víða
fram, svo sem á sjúkrahúsum, elli-
stofnunum, í sjónvarpi, útvarpi og
víðar. Þá má einnig geta 10 manna
danshljómsveitar harmonikku-
leikara, sem einnig hefur gert
garðinn frægan. Félagið hefur
efnt til samskipta við harmon-
ikkuunnendur á öðrum Norður-
löndum og tvívegis hafa norskar
harmonikkuhljómsveitir komið
hingað til lands í boði félagsins og
stór hópur farið héðan til Noregs í
boði þarlendra. Rétt er einnig að
geta skemmtifunda, sem haldnir
eru á sunnudögum einu sinni í
mánuði, en síðasti fundurinn á
þessu starfsári verður haldinn í
TemplarahöHinni hinn 5. maí nk.
(Úr fréttatilkynningu.)
Sydney — hin glæsilega heimsborg
miöpunktur Ástralíudvalar í Heimsreisu VI.
Arsfagnaður
Heimsreisiikliibbsins
Kynning
á heimsreisu VI til Bangkok, Astralíu, Nýja Sjálands
og Balí og heimsreisu III til Kenya í
(efri hæð)
föstudaginn 26. apríl.
Kl. 19.00 Húsiö opnaö — fordrykkur og létt tónlist.
Kl. 20.00 Þríréttaður veizlukvöldveröur.
Verö aðeins kr. 1.180.
Ingólfur Guðbrandsson forstjóri kynnir
heimsreisur Útsýnar 1985.
Anna Vilhjálmsdóttir og Einar Júlíusson
syngja dúetta. — Þórskabarett.
Hátíðín er opin
öllu áhugafólki
um heimsreisur
meðan húsrúm leyfir, en húsið
lokað öðrum gestum til kl. 23.30.
Boröapantanir í Þórscafé
sími 23333.