Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ1985 Morgunblaðid/Emilía Fulltrúar Ávöxtunarfélagsins og Kaupþings kynna fréttamönnum hið nýja skuldabréfaform. frá vinstri: Eggert Hauksson framkvæmdastjóri, dr. Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur, Baldur Guðlaugsson hrl. og dr. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri. Ávöxtunarfélagið hefur útgáfu einingaskuldabréfa ÁVÖXTIJNARFÉLAGIÐ HF., sem stofnað var í desember sl., hefur hafið útgáfu á nýrri tegund skuldabréfa hér á landi, svokallaðra einingaskuldabréfa, „sem gefa öllum sparifjáreigendum, litlum sem stórum, kost á því að taka þátt í þeirri miklu ávöxtun sem gefst á verðbréfamarkaði, án teljandi áhættu og án þess að búa yfir yfir- gripsmikilli sérþekkingu á þessu sviði,“ eins og segir í freftatilkynn- ingu félagins, þar sem einingabri Ávöxtunin fer þannig fram, að fyrir andvirði keyptra eininga- skuldabréfa er fjárfest í fýsilegum ávöxtunarbréfum, einkum fast- eignatryggðum skuldabréfum, sem mynda síðan sérstakn sjóð á vegum félagsins, Ávöxtunarsjóð- inn. Það er Kaupþing hf. sem sér um sölu einingaskuldabréfanna fyrir Ávöxtunarfélagið, en bréfin er hægt að kaupa fyrir hvaða fjár- hæð sem er og er gert ráð fyrir að kaupin geti farið fram í gegn um póst eða sima. Hver eining kostar í upphafi eitt þúsund krónur. Gengi einingabréfanna verður reiknað daglega og birt opinber- lega með reglubundnum hætti. Dr. Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri Kaupþings, sagði þessa ávöxtunarleið tilraun til að halda góðri ávöxtun verðbréfa- n eru kynnt. viðskiptanna, en losna jafnfram við þá vankanta sem slíkum við- skiptum væru samfara: „Reynslan hefur sýnt að fjár- festing í verðtryggðum veðskulda- bréfum gefur bestu ávöxtun pen- inga hér á landi,“ sagði Pétur. „Arsávöxtun umfram hækkun lánskjaravísitölu hefur verið um 16% undanfarna mánuði að jafn- aði, á meðan vextir af verðtryggð- um spariskírteinum ríkissjóðs eru 7% og vextir af verðtryggðum bankareikningum á bilinu 2—6,5% á ári. Eigi að síður hefur þátttaka i verðbréfaviðskiptum ekki verið aðgengileg í augum margra, fyrst og fremst vegna bess að verðgildi veðskuldabréfa er oftast ekki lægra en 30 til 50 þúsund, auk þess sem ekki næst æskileg áhættudreifing nema verðbréfaeign hvers og eins sé nokkur hundruð þúsund krónur. Einingaskuldabréf Ávöxtunar- sjóðsins gefa mönnum hins vegar kost á að ávaxta miklu lægri upp- hæðir og án þeirrar áhættu sem fylgir því að vera með fá bréf.“ Pétur taldi að engin vandkvæði yrðu á því að koma einingabréfun- um í peninga þegar eigandinn þyrfti á að halda: Avöxtunarsjóð- urinn er skuldbundinn til að inn- leysa í hverjum mánuði einn fimmtugasta af útistandandi, óinnleystum einingum. Auk þess yrði hægt að endurselja bréfin hjá verðbréfasölum. Einingaskuldabréfin bera enga ákveðna vexti og eru jafnframt án fyrirfram ákveðins gjalddaga. Eignaaukning Ávöxtunarsjóðsins skilar sér í samsvarandi verð- mætaaukningu einingabréfanna. Formaður stjórnar Ávöxtunar- félagsins er Baldur Guðlaugsson hrl., en aðrir stjórnarmeðlimir eru dr. Sigurður B. Stefánsson hag- fræðingur og Eggert Hauksson framkvæmdastjóri. Útvarpslagaframvarpið á Alþingi: Alþýðuflokkur styður frjálsar auglýsingar — að uppfylltum tveimur skilyrðum JÓN BALDVIN Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins bauð í um- ræðum um útvarpslagafrumvarpið á Alþingi í gær upp á það, að Alþýðu- flokkurinn styddi auglýsingafrelsi útvarpsstöðva með tveimur skilyrð- um. Skilyrðin sem Jón tilnefndi vcru þau, að samþykkt yrði breyt- ingartillaga frá þingmönnum Al- þýðuflokksins um boðveitukerfi í eigu sveitarfélaga og í öðru lagi, að gjaldskrá auglýsinga verði háð samþykki útvarpsréttarnefndar á tilraunatímanum. Þetta kom fram við 3. umræðu um málið í neðri deild í gær, en þar er málið í fyrri þingdeild. Ef þingmenn Sjálfstæðisflokks og Bandalags jafnaðarmanna geta samþykkt þessi skilyrði Alþýðu- flokks, er meirihluti á Alþingi ' fyrir frjálsum auglýsingum nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva. Sjá nánar á þingsíðu. vVinna kvenna á Islandi í 1100 ár“ — eftir Önnu Sigurðardóttur RITH) „Vinna kvenna á íslandi í 1100 ár“ eftir Önnu Sigurðardóttur er komið út og verður sent áskrifendum. Bókin er 482 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. Bókin fæst í Kvenna- sögusafni íslands, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Kaflar eru 23 i bókinni og undir- kaflar margir. Kaflaheiti eru: Stéttaskipting, Húsmæður, Þjón- ustustörf, Eldhús og matur, Eldi- viður, áburður og vatn, „Allt er gott sem af korni kemur“, Jarðávöxtur, Matarkista við sjóinn, Sjósókn, Að koma mjólk í mat, Dyngjur og gluggar, Ljós og lampar, Litgrös og lyng, Hannyrðir og hagar konur, Saumaskapur og skógerð, Lín — vaðmál — prjónles, Helgidagar — barnsburður — veikindi, Laun og kjör kvenna fyrir siðskipti, Laun og kjör kvenna eftir siðskipti, íslands fátæklingar, Kjör vinnukvenna og verkafólks á 19. öld, Á fyrri hluta 20. aldar, Eftir lýðveldisstofnunina 1944. íslensk heilbrigðisyfirvöld kynna aðgerðir gegn útbreiðslu AIDS ÁUNNIN ónæmisbæklun, AIDS, heldur áfram að breiðast út og hafa nú rúmlega 10.000 tilfelli verið skráð í heiminum. Talið er að hálf til ein milljón Bandaríkjamanna hafi smitast og hefur sjúkdómurinn einnig náð mikilli útbreiðslu í Afríku. Hann hefur greinst í yfir 40 löndum. Smit berst við blóðgjöf, kynmök og ef margir eiturlyfjaneytendur sprauU sig með sömu nálinni. Talið er að veiran geti einnig smitast í gegnum fylgju frá móður til barns í móðurkviði. Þá hefur veiran einnig fundist í sæði, brjóstamjólk og munnvatni, en talið er ólíklegt að hún geti borist með munnvatni. Líkurnar á að veikjast af AIDS fara vaxandi þegar liðin eru tvö og hálft ár frá smiti og ná hámarki fimm og hálfu ári eftir smit. dómurinn breiðist nú út meðal vændiskvenna í þeim stórborg- um erlendis þar sem tíðni hans er þegar orðin meiri en annars staðar. íslensk heilbrigðisyfirvöld telja að forsendur frekari að- gerða byggist að miklu leyti á niðurstöðum mótefnamælinga og er hafinn undirbúningur að sjúkdómum og ónæmisfræði. Leggja þarf mikla áherslu á nafnleynd og þagnarskyldu til að góð samvinna og trúnaðartraust ríki milli lækna og einstaklinga sem mótefni hefur greinst hjá. Fræðsla er talin árangursrík- asta aðferðin til að spoma gegn útbreiðslu AIDS. Lögð verður áhersla á eftirtalin atriði í upp- Kynhverfir geta dregið veru- lega úr líkum á smitun með því að fækka rekkjunautum. Notkun gúmmíverja dregur úr smithættu. Fyrirhugað er að gefa út leið- beiningar til heilbrigðisstarfs- fólks og bækling með spurning- um og svörum um AIDS fyrir almenning. Moraunblaðið/Júlíus Frá fréttamannafundinum þar sem kynntar voru aðgerðir gegn útbreiðslu AIDS á íslandi. F.v. Olafur Jensson yfirlæknir, dr. Haraldur Briem og Guðjón Magnússon landlæknir. Þetta kom m.a. fram á fundi sem landlæknir hélt með frétta- mönnum, þar sem kynntar voru fyrirhugaðar aðgerðir íslenskra heilbrigðisyfirvalda til að draga úr hættu á að sjúkdómurinn AIDS breiðist út hér á landi. Að- gerðir þessar byggja á áliti starfshóps sérfræðinga, sem þeir ólafur Jensson yfirlæknir, dr. Haraldur Briem og Sigurður B. Þorsteinsson læknir skipuðu og einnig þeim upplýsingum sem komu fram á alþjóðlegri ráð- stefnu um AIDS sem haldin var í Atlanta í Bandaríkjunum í apr- íl sl. Ákveðið hefur verið að koma upp aðstöðu í rannsóknarstofu í veirufræði við Landspítalann til að mæla mótefni í blóðsýnum frá blóðgjöfum, völdum áhættu- hópum og einstaklingum sem grunur leikur á að hafi tekið veikina. Undirbúningur er haf- inn og er stefnt að því að lokið verði við að breyta húsnæði, kaupa tæki og annan búnað á næstu 2—3 mánuðum. Reynt verður að draga úr hættunni á að AIDS smitist með blóði eða efnum sem unnin eru úr blóði. Blæðarar þurfa á storknunarefninu Faktor VIII að halda og er það unnið úr blóði frá blóðgjöfum. Með hitameð- ferð er hægt að draga verulega úr smithættu. Efni þetta hefur verið flutt inn frá Finnlandi og ætla Finnar að byrja slíka með- höndlun á efninu alveg á næst- unni. Þá er verið að athuga til- lögur um að koma upp aðstöðu til að fullvinna efni úr blóði hér á landi í samvinnu við Líftækni- stofnun Háskóla íslands og lyfj aframleiðendur. Nokkrar aðferðir til að mæla mótefni eru þegar komnar á markað og hefur Alþjóðaheil- brigðisstofnunin ráðlagt að allt blóð sem berst blóðbönkum verði rannsakað ef þess er kostur. Stefnt verður að því að slíkar mælingar verði gerðar hér. Heilbrigðisyfirvöld leggja ríka áherslu á að þeir, sem einhverjar líkur eru á að kunni að hafa smitast af AIDS, forðist að gefa blóð. Þess ber að geta að sjúk- slíkum mælingum á stórum hópi blóðgjafa hér á landi. Þegar að- staðan er tilbúin verður læknum gefinn kostur á að senda nafn- laus sýni til rannsóknastofunnar í veirufræði. Ef hækkun mótefna kemur í ljós verður viðkomandi vísað til sérfræðinga í smit- lýsingum til almennings: Lauslæti er meginorsök út- breiðslu áunninnar ónæmis- bæklunar (AIDS), eins og allra kynsjúkdóma. Smithætta fylgir samförum við ókunnuga, sérstaklega vænd- iskonur. AIDS er ekki talinn mjög smitandi sjúkdómur. Smitun verður ekki við snertingu, með hósta, hnerra eða með matvæl- um. öll venjuleg umgengni við þá sem eru smitaðir er hættu- laus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.