Morgunblaðið - 09.05.1985, Side 7

Morgunblaðið - 09.05.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAl 1985 7 Morgunblaðið/Friðþjófur Stúlkurnar þrettán, sem keppa til úrslita um titilinn Fegurðardrottning íslands 1985 og Fegurðardrottning Reykjavíkur 1985 á annan í hvítasunnu. í fremri röð frá vinstri: Helga Melsted, Ragnheiður Borgþórsdóttir, Vestmannaeyjura, Elín Hreiðarsdóttir, Keflavík, og Arnbjörg Finnbogadóttir. í efri röð: Sigríður Þrastardóttir, Halldóra Steingrímsdóttir, Rósa Waagfjörð, Halla Einarsdóttir Vestmannaeyj- um, Hrafnhildur Hafberg, Akureyri, Sigríður Jakobsdóttir, ísafírði, Halla Bryndís Jónsdóttir, Hólmfríður Karlsdóttir og Sif Sigfúsdóttir. Allar eru frá Reykjavík nema annars sé getið. Fegurðarsamkeppni íslands 1985: Rod Stewart og Berglind krýna fegurðardrottninguna í Broadway á annan í hvítasunnu Rod Stewart verður gestur á krýn- ingarkvöldinu. Berglind Johansen, fegurðar- drottning íslands 1984, sem krýnir arftaka sinn. Kristján Jóhannsson óperusöngv- ari syngur með hljómsveit Gunn- ars Þórðarssonar. Fegurðardrottning íslands 1985 verður valin og krýnd í veitinga- húsinu Broadway annan í hvíta- sunnu, 27. maí næstkomandi. Feg- urðardrottning Reykjavíkur ’85 verður sömuleiðis valin og krýnd þetta kvöld. Það verður skoski rokkkóngurinn Rod Stewart sem krýnir Fegurðardrottningu íslands 1985 í félagi við drottningu fyrra árs, Berglindi Johansen, að sögn Baldvins Jónssonar, umboðs- manns keppninnar hérlendis. Þrettán stúlkur keppa til úr- slita í Fegurðarsamkeppni ís- lands í ár. Þær verða kynntar í Broadway föstudagskvöldið 24. maí næstkomandi. Þá munu blaðaljósmyndarar velja ljós- myndafyrirsætu ársins, stúlk- urnar velja sjálfar þá vinsælustu úr sinum hópi og efnt verður til skoðanakönnunar meðal gesta um líklegasta sigurvegarann. Níu stúlknanna eru frá Reykja- vík, tvær eru Vestmannaeyingar, ein frá Akureyri og ein frá Isa- firði. í Eyjum og á Akureyri hef- ur verið valin fegurðardrottning bæjanna og munu þær taka þátt í úrslitakeppninni. Baldvin Jónsson sagðist hafa undanfarnar vikur unnið að því að fá Rod Stewart, einn vinsæl- asta rokksöngvara heims, til að koma til íslands í boði fegurð- arsamkeppninnar, Broadway og Flugleiða og vera gestur keppn- innar. í gærkvöldi staðfesti Rod Stewart komu sína hingað ásamt unnustu sinni og vinafólki og munu þau gista á Hótel Loftleið- um. Gestirnir koma til landsins með einkaflugvél 27. maí og verða í Broadway um kvöldið. Daginn eftir er svo ráðgert að þau fari í skoðunarferð í ná- grenni Reykjavíkur og síðan á landsleik íslands og Skotlands um kvöldið. Á kynningarkvöldinu 24. maí mun Björgvin Halldórsson syngja nokkur lög, sem Rod Stewart hefur gert vinsæl víða um heim, dansarar dansa „Til- brigði við stef“ Gunnars Þórð- arsonar við undirleik hljóm- sveitar hans, hljómsveitin Rik- shaw leikur nokkur lög (og held- ur síðan til Lundúna, þar sem hljómsveitin mun skemmta gest- um næturklúbbsins Hippodrome að kvöldi 29. maí), frumfluttur verður dans eftir Sóleyju Jó- hannsdóttur og sýnd verður nýj- asta tíska frá verslununum Karnabæ, Garbo og Bonaparte. Á krýningarkvöldinu, sem hefst kl. 19 á annan í hvíta- sunnu, mun Kristján Jóhanns- son óperusöngvari syngja nokk- ur lög við undirleik 17 manna hljómsveitar Gunnars Þórðar- sonar en að öðru leyti verða skemmtiatriði hin sömu og á kynningarkvöldinu, að því und- anskildu að hljómsveitin Rik- shaw kemur ekki fram. Gestir þetta kvöld verða auk Berglindar Johansen og Rod Stewart þeir Peter Stringfellow, veitingamað- ur og diskókóngur í London, Roger Howe, framkvæmdastjóri veitingastaða hans, og Steven Stride, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Aston Villa. Hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar leikur fyrir dansi fram eftir nóttu bæði kvöldin. Kynnir á skemmtununum verður út- varpsmaðurinn Páll Þorsteins- son. Spá Páls Bergþórssonar veðurfræðings: Mikill heyfengur Bændur ættu aö geta sparað 30%áburðar síðasta árs HEYFENGUR landsmanna á komandi sumri verður mikill, eða rúmar fjórar milljónir rúmmetra, sem er svipað og á sl. ári, ef spá Páls Bergþórssonar veðurfræðings rætist. Páll hefur gert slíkar spár á hverju vori og byggir þær á vetrarhita. Páll telur að almennt ættu bændur að geta minnkað notkun á tilbúnum áburði um 30% frá fyrra ári og þó fengið fullan vetrarforða af heyi. í fyrra var heildarheyfengur landsmanna áætlaður 4,18 millj- ónir rúmmetra en fór niður fyrir 3 milljónir rúmmetra í köldu árun- um. Páll sagði að útkoman gæti verið misjöfn eftir landshlutum en spáði að heildarheyfengurinn yrði rúmlega 4 milljónir rúmmetra, eins og áður segir. Páll sagði í samtali við Mbl. að samhengið á milli vetrarhita og heyfengs hefði verið býsna mikið á undanförnum árum og áratugum. í spádómum sínum sagðist hann miða við meðalhitann á einni veð- urathugunarstöð, Stykkishólmi, í mánuðunum október til apríl. í vetur hefði meðalhitinn verið 0,7 stig, sem væri svipað og á 30 ára tímabilinu 1951 til 1980, en mun hærra en verið hefur undanfarin kuldaár, að síðastliðnu ári frá- töldu. Sagði hann að meðalhitinn hefði verið um mínus 0,5 stig síð- ustu ár og heyfengur landsmanna eftir því. f fyrra hefði heyfengur- inn þó orðið meiri en vetrarhitinn gaf tilefni til. Páll sagði að flestir bændur ættu nú talsverðar fyrningar og þyrftu þess vegna ekki hey um- fram vetrarforðann. Sagði hann að spá sín benti til þess að þeir gætu fengið þann heyfeng með því að kosta ekki meiru til áburðar en í fyrra, sem þýðir tæplega 30% minni áburðarkaup vegna 40% hækkunar tilbúins áburðar, og fengið þó vetrarforða og verið vel staddir næsta vor. Ástæðulaust væri fyrir menn að fjárfesta í áburði umfram þörfina fyrir fóður næsta vetur, sú umframfjárfest- ing myndi einungis liggja vaxta- laus, eða því sem næst, í hlöðun- um. Seltjarnarnes horfir til framtíðarinnar: Bæjarstjórnin sækir um leyfi til útvarpsrekstrar — hyggst taka þátt í almenningshluta- félagi um útvarps- og sjónvarpsstöð B/EJARSTJÓRN Seltjarnarness hefur sótt um leyfi til reksturs út- varps- og sjónvarpsstöðvar, að sögn Sigurgeirs Sigurðssonar, bæjarstjóra. Liggur umsóknin hjá menntamálaráðherra og bíður þess væntanlega að útvarpslaga- frumvarp ráðherrans fái fullnaðar- afgreiðslu Alþingis. Umsóknin var send ráðherra að tillögu sjónvarpsnefndar Seltjarnarness, sem skilaði bæj- arstjórn lokaskýrslu sinni 24. apríl sl. Bæjarstjórn gerði niðurstöðu nefndarinnar að sínu áliti, sagði Sigurgeir, „því við viljum reyna að hafa einhver áhrif á hvernig þessi mál þróast í okkar bæjarfélagi. Hugmyndin er ekki að við stofnum hér ein- hverskonar bæjarstöð heldur er ætlunin að stofna hér almenn- ingshlutafélag um rekstur stöðvarinnar og að bæjarfélagið verði þar hluthafi. í framtíðinni sjáum við möguleika á uppsetn- ingu boðveitukerfis, sem gæti nýst til margvíslegra hluta — kennslu, upplýsingamiðlunar af ýmsu tagi og fleiri þátta.“ Sjónvarpsnefnd Seltjarnar- ness, undir formennsku Júlíusar Sólness prófessors, lagði til við bæjarstjórn að bæjarfélagið leitaði sem fyrst eftir heimild til almenns útvarpsrekstrar og jafnframt að kannaður verði áhugi íbúa á nesinu fyrir mót- töku og dreifingu útvarps- og sjónvarpsefnis. í niðurstöðum nefndarinnar segir m.a., að rétt sé að athuga hvort grundvöllur sé fyrir því að stofnað verði al- menningshlutafélag „sem taki að sér að byggja og reka mót- töku- og sendistöð ásamt dreifi- kerfi fyrir bæinn". Vegna aug- ljósra hagsmuna bæjarfélags- ins, varðandi t.d. niðurgröft á lögnum, upplýsingamiðlun til bæjarbúa ofl., telji nefndin eðli- legt, að Seltjarnarnesbær sé hluthafi í slíku félagi. Sigurgeir Sigurðsson sagði í samtali við blaðamann Mbi., að nefndinni hefði verið falið að starfa áfram og halda kynn- ingarfundi um málið á næstu mánuðum, svo tryggt væri að vilji bæjarbúa sjálfra lægi fyrir. Fálkar verði þjálfað- ir til veiða og seld- ir erlendum aðilum JÓN Sigurðsson, forstjóri Is- lenska járnblendifélagsins hf., varpar fram þeirri tillögu í grein sinni í blaðinu í dag, að hér á landi verði komið upp aðstöðu og þekkingu til að þjálfa fálka til veiða, á vegum ábyrgra aðila innanlands, s.s. Náttúrufræðistofnunar ís- lands. Fálkarnir yrðu síðan seldir erlendum auðmönnum á uppboðum að þvi leyti sem fálkastofninn væri talinn geta verið án þessara fugla. Sjá nánar grein Jóns Sig- urðssonar í blaðinu í dag á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.