Morgunblaðið - 09.05.1985, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 09.05.1985, Qupperneq 41
MORQUNBLAÐIP, FLMMTUDAGUR 9. MAÍ ,1985 41 SumardTalarheimilið að Kjarnholtum í Biskupstungum. Sumardvalarheim- ili að Kjarnholti í Biskupstungum Sumardvalarheimili fyrir börn á aldrinum 8—12 ára hefur starf- semi sína að Kjarnholtum í Bisk- upstungum þann 27. maí næst- komandi. Bærinn Kjarnholt er staðsettur ofarlega í Biskupstungum, stutt frá Gullfossi og með útsýni að Geysi. Boðið verður upp á skipulagða hálfsmánaðar dvöl á heimilinu. Á hverju tímabili munu þátttakend- ur fá að kynnast af eigin raun margvíslegum störfum til sveita. Börnin fara á hestbak og taka þátt öðrum sveitastörfum s.s. sauð- burði og heyskap, eftir því hvað er í gangi hverju sinni. íþróttanám- skeið undir leiðsögn íþrótta- kennara verða á dagskrá og einnig verður farið í skoðunarferðir um nágrennið með viðkomu að Gull- fossi og Geysi. Þá verður einnig farið í léttar fjallgöngur, synt í sundlaug sveitarinnar o.s.frv. Keflavík: Góðar atvinnuhorfur hjá skólafólki í sumar Keflmvík, 6. maí. Útlit er fyrir að skólafólk á Suð- urnesjum eigi gott með að fá at- vinnu í sumar. Unglingar á Suður- nesjum hafa yfirleitt getað gengið inn á vinnumarkaðinn á vorin þegar sumarleyfi skólanna hefj- ast. Venjulega tengjast störfin fiskvinnslu á einn eða annan hátt en einnig er algengt að unglingar ráðist í ýmis verkamannastörf, bæði hjá bæjarfélögunum, varn- arliðinu og einkaaðilum. Við grennsluðumst fyrir um horfurn- ar i atvinnumálum unglinganna í sumar hjá Sigurbirni Björnssyni, starfsmanni Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, og fram- kvæmdastjórum tveggja af stærstu frystihúsunum í Keflavík og Njarðvík, þeim Helga Jóna- tanssyni, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Keflavíkur, og Einar Kristinssyni, framkvæmda- stjóra Sjöstjörnunnar í Njarðvík. Sigurbjörn Björnsson, starfs- maður VSFK, sagðist ekki vita hvað hann ætti að segja um at- vinnuhorfur skólafólks í sumar. „Maður er nú frekar svartsýnn en ég var það nú líka í fyrra og þá rættist úr málunum og allir sem vildu vinna gátu fengið vinnu. En vissulega hefur veturinn ekki ver- ið svona slæmur lengi. Folk hefur áður verið atvinnulaust fram i mars, en ekki jafn lengi og núna, fram í endaðan apríl. Fólk hefur ekki verið svona lengi á skrá hér áður. Það er mjög þröngt á vinnu- markaðnum eins og er, en humar- inn er vanur að hjálpa skóla- krökkunum þegar hann kemur. Til dæmis hefur Keflavík hf., sem brann í hitteðfyrra, verið með humar tvö síðustu sumur í álmu sem ekki brann. Ég hef trú á að sumarið verði svipað og í fyrra, frystihúsin eru flest í gangi og verða það sjálfsagt í sumar. Þau stærstu eru Hrað- frystihús Keflavíkur, Sjöstjarnan í Njarðvík og Brynjólfur hf. í Innri-Njarðvík. Þessi hús ráða marga og svo eru nokkur minni fiskverkunar- og frystihús, sem koma til með að' ráða fólk en ver- tíðin hefur verið verri hér en áð- ur.“ Ennfremur sagði Sigurbjörn að i dag væru um 50—60 manns á skrá hjá Verkalýðs- og sjómanna- félagi Keflavíkur og Verka- kvennafélagi Keflavíkur og Njarð- víkur. Einr Kristinsson, framkvæmda- stjóri Sjöstjörnunnar í Njarðvík, sagði atvinnuhorfurnar mjög góð- ar í sumar fyrir fólk sem orðið er sextán ára. Hjá fyrirtækinu starfa nú 68 manns og í sumar vantar á milli 30 og 40. Ennfremur sagði Einar: „Það er alveg yfirdrifið að gera, vantar stanslaust fólk. En fólk fer bara í allt annað en fiskinn. Það er algjört rugl með allt þetta fólk á atvinnuleysisskrá, algjört rugl. Það er brjálað að gera í öllum frystihúsum hér á svæðinu, það er sama við hvern þú talar, það er alls staðar nóg að gera.“ Helgi Jónatansson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Keflavíkur, tók í sama streng og Einar. „Við ráðum örugglega talsvert af skólafólki, svona svipað og áður. Við reiknum með vinnu fyrir svona 40 til 50 unglinga í sumar. Það er nóg að gera, hefur verið það alveg síðan sjómanna- verkfallið leystist og okkur sár- vantar fólk.“ — EFI ^^pglýsinga- síminn er 2 24 80 Ólögleg fjölföldun fræði- rita og kennslugagna Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á fundi í Hagþenki, félagi handhafa höfundarréttar á fræðirit- um og kennslugögnum: Almennur fundur í Hagþenki — félagi handhafa höfundarréttar á fræðiritum og kennslugögnum — haldinn 2.5. 1985, mótmælir frek- ari drætti á samningi við félagið um ljósritun og aðra fjölföldun út- gefinna verka f skólum. Engir samningar hafa gilt um heimild til fjölföldunar úr útgefnum verk- um í skólum síðan 1. september sl., þegar ófullkominn samningur án aðildar Hagþenkis rann út. Fundurinn ítrekar það sjónar- mið Hagþenkis að ólögleg fjölföld- un í skólum bitni harðast á höf- undum kennslugagna og fræðirita. Kannanir heima og erlendis benda til að eftir þá sé meira en helm- ingur þeirra verka sem njóta verndar samkvæmt höfundalög- um, en eru ljósrituð og fjölfölduð með öðrum hætti í skólum. Þær benda einnig til að ljósritun vaxi jafnt og þétt. Haldi slik þróun óhindrað áfram án þess að bætur komi fyrir hlýtur hún að draga úr útgáfu á nýju kennsluefni og möguleikum höfunda á að helga sig samningu þess. Því telur fund- urinn nauðsynlegt að: — ítreka óskir félagsins um samninga við menntamála- ráðuneytið um heimild skóla til fjölföldunar úr útgefnum verkum og greiðslur fyrir þá heimild, — að leita samstarfs við önnur rétthafafélög um að koma slík- um samningum á — og leita að öðrum kosti leiða til að koma í veg fyrir ólöglega fjölföldun í skólum sem og hjá öðrum stofnunum. Áiyktun um Launasjóð rithöfunda og starfsskil- yröi fræðiritahöfunda Almennur fundur í Hagþenki — félagi handhafa höfundarréttar á fræðiritum og kennslugögnum — haldinn 2.5. 1985, minnir á að samkvæmt lögum um Launasjóð rithöfunda eiga þeir, sem sækja um starfsstyrki vegna fræðirita, sama rétt og aðrir höfundar til greiðslu úr sjóðnum. Eftirfarandi ákvæði í lögunum talar skýru máli um vilja löggjafans í þessu efni: „Rétt til greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita.“ Fundurinn mótmælir því að við síðustu úthlutanir úr Launasjóði rithöfunda hefur öllum umsókn- um höfunda fræðirita um starfs- laun verið hafnað og dregur í efa lögmæti starfsreglna hjá stjórn sjóðsins sem útiloka slíka höfunda frá greiðslum úr honum. Enn fremur mótmælir fundurinn því vanmati á starfi fræðiritahöf- unda, og gildi þess fyrir þróun ís- lenskrar tungu og menningar, sem birtist í slíkri afgreiðslu. Af þessu tilefni skorar fundur- inn á menntamálaráðherra að beita sér fyrir eftirfarandi: 1. Að úthlutunarreglur stjórnar Launasjóðs rithöfunda séu jafnan í samræmi við gildandi lög um sjóðinn. 2. Að sett verði ný reglugerð um sjóðinn sem tryggi Hagþenki rétt til að tilnefna fulltrúa í stjórn hans. ER FJÖLSKYLDA WN . GOÐRA HJOLBARÐA VIRÐI? Sími 42600 Firestone S-211 radial hjólbarðarnir eru framleiddir undir ströngu gæðaeftirliti sem tryggir öryggi þitt og fjölskyldu þinnar. Sérstæð lögun og mynstur gefa frábært grip og mýkt bæði á malarvegum og malbiki, sem veitir hámarks öryggi og þægindi í akstri, innanbæjar sem utan. Firestone S-211 eru einu radial hjólbarðarnir sem eru sérhannaðir jafnt til aksturs á malarvegum og malbiki. Og þeir eru úr níðsterkri gúmmíblöndu sem endist og endist og endist . . . UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! JÖFUR HF. Nybýlavegi 2 Kópavogi Tire$tone S-211
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.