Morgunblaðið - 09.05.1985, Side 42

Morgunblaðið - 09.05.1985, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1986 Vilborg Jónsdóttir frá Hofi — Minning Fædd 7. aprfl 1905 Dáin 9. aprfl 1985 Þegar ég frétti lát frænku minnar varð mér hugsað til æsku- áranna og allra samverustund- anna í sveitinni forðum daga, eins og segir í ljóðinu: Gn minningin lifir máttug og björt, það máir hana enginn kraftur og ævin líður svo létt og ört að lokum við hittumst öll aftur. Hún var fædd að Balaskarði í ^ Vindhælishreppi þann 7. apríl 1905. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson og Guðný M. Pálsdótt- ir, er þar bjuggu lengi. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi og fór snemma að vinna öll störf í sveitinni eins og þá var siður. Hún varð snemma harðdugleg og fylgin sér og nam þá verklagni, er entist henni ævilangt. Seinna sagði hún mér oft frá því harðræði, sem unglingum var boðið upp á og talið sjálfsagt á þeim tímum. Um ferm- ingaraldur flutti hún þaðan ásamt foreldrum sínum og nokkrum systkinum að Hofi á Skagaströnd. Þar dvaldi hún mörg bestu ár ævi sinnar og hélt þar heimili með Pétri bróður sínum, er bjó þar í tvíbýli við Pál bróður þeirra og Sigríði konu hans. Hún giftist ekki en þau Pétur tóku að sér tvær bróðurdætur sín- ar, Marínu og Sigríði og ólu þær upp eins og sínar eigin dætur. Á heimili þeirra var einnig móðir þeirra systkina og kom það í hlut frænku minnar að annast hana að síðustu, er hún var þrotin að kröftum og orðin sjúklingur. Það gerði Villa af einstakri hlýju og umhyggju, sem aldrei verður full- þakkað, enda ætlaðist hún ekki til þakklætis frá einum eða neinum. Hún taldi það skyldu sína að reyn- ast móður sinni vel. Hún frænka mín var líka góð við okkur systkinin á hinu búinu. Hún gat kallað hvatskeytislega til okkar, ef ærsl okkar keyrðu úr hófi, en enginn var fljótari til að hugga lítinn hnokka eða stinga brauðbita í svangan munn. Það var mikill gestagangur á Hofi á þessum árum og þá reyndi oft á húsmóðurina með kaffi, mat og gistingu. Einnig var kirkjukaffi við messur og erfisdrykkja við jarðarfarir. Öllu þessu sinnti hún af gestrisni og þolinmæði. Launin voru þakklæti ferðlúinna og hin forna regla greiði kemur í greiða stað. Hún kunni líka að skemmta sér með vinum, tók þá gjarnan hnakk sinn og hest og var glöðust allra í glöðum hópi. Hún kunni líka vel að sitja hest og var ófeimin við að hleypa í þeysireið um grund og móa. Hún var ákaflega velvirk og snyrtileg í allri umgengni, hafði töluverðan áhuga á handavinnu, einkum vefnaði, og stundaði hann sér til ánægju. Þau Pétur fluttu frá Hofi 1944 og settust að á Stóra-Bergi í Höfðakaupstað. Þar stundaði hún símavörslu og síðar fiskvinnu í frystihúsinu. Þar héldu þau áfram notalegt og vistlegt heimili og minnisstætt er mér og mörgum fleiri að koma að Bergi og finna alúðina og hlýjuna, sem mætti þar öllum er að garði bar. Þá var sest niður í litla eldhúsinu yfir ilmandi kaffi og spjallað um margt, sem í hugann kom. Stundum spáð í bollann, áður en upp var staðið, því frænka min hafði þá gáfu að geta séð fyrir óorðna hluti, en var treg til að flíka þvi, nema í þröngum vina- hópi. Er Pétur var dáinn (1966) hélt hún frá Skagaströnd, fyrst austur á land og vann þar við frammi- stöðustörf á Hallormsstað og Reyðarfirði hjá frændfólki og vinafólki og voru verk hennar vel metin þar sem annars staðar. Síð- ar flytur hún til Reykjavíkur og fær þá inni í Hátúni 10, í indælli ibúð sem henni líkaði vel og taldi Eiginmaöur minn, t EGGERT P. BRIEM, tyrrverandi fulltrúi, Sunnuflöt 18, GaröabaB, lést 8. maí. Sigríöur Skúladóttir Briem. t Móöir mín, tengdamóöir og amma okkar, GUÐRÚN ÚLFARSDÓTTIR, Drangahlíöardal, Eyjafjöllum, veröur jarösungin frá Eyvindarhólaklrkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Ingólfur Björnaaon, Lilja Sigurgeiradóttir og börn. t Faöir minn, STEFÁN G. ELÍSSON, Kaplaakjólavagi 63, lést i Landakotsspítala 7. maí. Jón M. Stoféneaon. t , Móöir okkar og tengdamóöir, LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR, Lindargötu 42, sem lést í Borgarspítalanum 4. maí, veröur jarösungin frá Bústaöa- kirkju föstudaginn 10. maí kl. 15.00. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess. Guörún Haraldadóttir, Björn J. Haraldseon, Guömundur Haraldaaon, Einar Haraldaaon, Jóhann Haraldaeon, Siguröur Steinaaon, Ragnheiöur Erlendadóttir, Þorbjörg Hanneadóttir, Liae Haraldaaon, Erla E. Siguröardóttir. t Eiginmaöur minn, faöir og fósturfaöir, MARGEIR ÞÓRORMSSON, Haf nargötu 8, Féskrúóafirói, sem lést 5. maí, veröur jarösunginn frá Fáskrúösfjarðarkirkju laug- ar-daginn 11. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda, Þóra Jónsdóttir, börn og fósturaonur. t Móðir okkar og tengdamóöir, VERONIKA NARFADÓTTIR, Féskrúöarbakka, veröur jarösungin frá Fáskrúöarbakkakirkju laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Ferö frá Umferöarmiöstööinni á laugardag kl. 09.00. Aöetandendur. Móöir okkar og tengdamóöir, HILMA CECILIA STEFÁNSSON, Hévallagötu 11, Reykjavlk, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. mai kl. 13.30. Leila Stefánsson, Frank Á. Stefénsson, Anna Stefénsson. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför BJARNA SIGURÐSSONAR fré Kastalabrekku. Guö blessi ykkur öll. Steinunn G. Sveinsdóttir, Hulda R. Hansen og börn, Sveinn Sigurósson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurveig Þ. Siguröardóttir, Hildur Siguróardóttir, Guólaug Sigurðardóttir, Hjördís Siguröardóttir, Jóna Siguröardóttir. Siguróur Jónsson, Gróa Ingólfsdóttir, Guómundur Ágústason, Lérus S. Ásgeirsson, Árni Sigurósson, Kransar, kistuskreytingar + 1 Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÓSKARS BJÖRNSSONAR, ft)BORGARBLOMÍÐ Skélageröi 5. Margrét Þóröardóttir, SKÍPHOLTÍ 35 SÍMh 322I3 Ingólfur Óskarsaon, Margrét Kjartansdóttir, Sigurbjörg Óskarsdóttir, Hjalti Jóhannesson og barnabörn. sig lánsama að komast þar að. Þar undi hún vel hag sínum, hafði gott samband við systkini sín og frændfólk í Reykjavík og var þar frekar veitandi en þiggjandi. Það átti ávallt betur við hennar skap. Enn tók hún á móti vinafólki með sínu frjálslega og glaða við- móti. Þarna naut hún líka aðstoð- ar og umhyggju bróðurdætra sinna, sem nú reyndust henni vel er hún þurfti á því að halda. Síð- ustu misserin dvaldi hún á Drop- laugarstöðum, þá orðin heilsulitil og var þá í umsjá þess góða fólks er þar vinnur. Hún hélt reisn sinni fram undir það síðasta, því frænka mín var ávallt snyrtileg, klæddist vel, var hæversk í fasi og framkomu og bar vel sína persónu alla tíð, svo eftir henni var tekið hvar sem hún kom. Að leiðarlokum er margs að minnast. Daganna í sveitinni við lygnan flóann með Strandafjöllin í vestri eða stórhríðar vetrarins við brimsama strönd. En minnisstæðust er hjarta- hlýja frænku minnar og falslaus vinátta alla tíð, sem ekki aðeins ég fann svo vel, heldur einnig konan mín og börnin okkar. Hjartans þakkir fyrir allt. Ég kveð hana að lokum með er- indi skáldsins: Enn er vor á vegi vetrar liðin gríma. Far nú heill til heima, handan rúms og tíma. (J.Tr.). Kristinn Pálsson Kveðjuorð: Ási í Bæ Fæddur 27. febrúar 1914 Dáinn 1. maí 1985 Á þriðjudaginn var Ási í Bæ jarðsunginn. Fyrir nokkrum árum vann ég með manni sem kunni flestar vísur og kvæði Ása í Bæ og söng mikið og vel. Það sumar sat „Mexíkanahatturinn“ fastur á höfðinu á manni fram á „síðasta lokadag". Síðar kynntist ég Ása. Mér fannst endilega við vera málkunn- ugir en við vorum það ekki; höfð- um aldrei talað saman, aldrei ver- ið kynntir. Samt tókum við tal saman fyrsta sinni áreynslulaust í fyllstu einlægni eins og hefðum við alltaf þekkst. Þannig áhrif hafði Ási. Eg minnist hans sem sérkennilega eðlisskarps, hrif- næms og hreins manns. Hann gat snúið veðrum, ytri sem innri veðr- um, með stuttu götuspjalli. Ég sakna þess sárt að eiga ekki von á tindrandi og upplyftandi spjalli við Eyjakempuna framar. Með Ása í Bæ fór maður sem hafði alla tíð áhuga og getu til að vinna að hagsmunum rithöfunda og var framlag hans til þeirra mála afar mikilsvert. Hann var einnig á tímabili snjall starfsmað- ur Rithöfundasambandsins. Fyrir hönd Rithöfundasam- bands íslands votta ég eiginkonu, börnum og barnabörnum dýpstu samúð. Sigurður Pálsson, formaður Rithöfundasambands íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.