Morgunblaðið - 09.05.1985, Side 58

Morgunblaðið - 09.05.1985, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1986 f»M(W Ást er... ... að leyfa henni að renna fingrunum í gegnum nýgreitt hár- ið. TM Reg U.S. Pat. Off —all rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Það getur enginn ímyndað sér hve vænt mér þótti um litla kanarífugl- inn minn! Með morgunkaffLnu Þetta hús var mjög ódýrt, skal ég segja þér. HÖGNI HREKKVÍSI Um vinnutíma kennara Eyþór Þórðarson Neskaupstað skrifar: f Velvakanda 16. mars sl. var grein, þar sem spurt var m.a. um, hver vinnutími grunnskólakenn- ara væri á dag, á viku, á ári. Lena Röst kennari hefur nú svarað þessu í Velvakanda. Segir hún þar að vinnutími kennara sé 1800 stundir á ári, eins og annarra stétta. Svar þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir. Árlegur starfstími kennara hefur verið, og er enn, miklu styttri en annarra stétta. Það hefur og löngum verið talinn höfuðkosturinn við kennarastarf- ið, en sá galli hefir fylgt því, að launin hafa verið við það miðuð, og árslaunin því orðið mjög lág. Hér hefir lítil breyting á orðið. Starfstími kennaranna hefur styst líkt og annarra á undanförnum árum. Ég tel starfstíma kennara ár- legan vera mest 1400 stundir. Hér á eftir skal nú sýnt hvernig sú tala er fengin, og einnig hvernig Lena Röst fær sínar tölur, að því er best verður séð. Starfstíma skólanna, telur Lena Röst, vera 35—36 vikur á ári og vinnutíma kennara þær vikur 45,5 stundir eða alls þá 1638 stundir. Til viðbótar reiknar hún kenn- urum 153 vinnustundir, þann tíma árs sem skólar starfa ekki. Sam- kvæmt því verða vinnustundir kennara þá alls 1791, sem hún færir út á 1800 stundir. Til samanburðar má nefna, að verslunarmenn munu vinna f 49 vikur og 40 st. á viku eða á ári þá 1960 stundir. Af 36 vikna skóla- tíma er nóg að reikna kennara 34 vinnuvikur. Tvær fara í leyfi, sem kennarar njóta umfram aðra. Kennsluskylda grunnskólakenn- ara er nú 20 st. á viku og er skipt í 30 kennslustundir, sem hver er 40 mínútur. Kennarar munu almennt vera á vinnustað, skóla, í 6 st. á dag eða 30 st. á viku. Þar hafa þeir þá 10 st. til annars en beinnar kennslu. Til eftirlits, úrvinnslu, kennsluundirbúnings, kaffi- drykkju o.fl. Þessu til viðbótar reikna ég kennurum 10 st. til við- bótar á viku til annarra starfa við- komandi kennslunni. Verður þá vinnutími þeirra 40 st. á viku, þær vikur sem kennsla fer fram í skólc unum, og tel ég þá mega vel við það una. Við með gamla kennaraprófið eyddum ekki að jafnaði lengri tíma í undirbúning en fór í kennsl- una sjálfa. Trúi ég trauðla, að nú þurfi kennarar með háskólapróf lengri tíma þar til. Ef þeir þurfa þó lengri tíma, sé ég ekki hver ávinningur er að háskólaprófinu, og mætti þá að skaðlausu fella það niður. Það liggur heldur ekkert fyrir um það, að kennarar með há- skólapróf séu nokkuð betri kenn- arar en hinir með gamla kennara- prófið eða starfsárangur meiri og betri. Þá tel ég fjarri lagi, að reikna sumarvinnu kennara að mennta- málum á 153 stundir. Mjög mikill hluti kennara eyðir í slíkt engum tíma. Örfáir af öllum hópnum sækja námskeið á sumrum, þótt haldin séu og þeim nú orðið að kostnaðarlitlu. Ég tel því vel í lagt, að ætla þeim viku, 40 st., til slíkra starfa. Samkvæmt framanrituðu reikn- ast mér til, að ársvinna kennara við grunnskóla verði 34 vikur á 40 st. hver eða alls 1360 stundir. Vinna utan starfstíma skólanna vegna kennslunnar 40 stundir. Alls 1400 stundir. Það eru 400 færri stundir en Lena Röst fékk út og 560 stundum færri en verslunarmaðurinn vinn- ur. Um kjör kennara vil ég bæta hér við, að ætti að skylda kennara til að vinna á vinnustað og undir eftirliti 8 stundir daglega í 48—49 vikur 5 daga vikunnar þá ætia ég að nokkuð myndi fækka í hópnum, jafnvel þótt núverandi árslaun yrðu tvöfölduð. Vorið lngþór Sigurbjörnsson, Kambs- vegi 3 Rvk., skrifar: Að finna vor með fuglasöng og frjálsan þrótt í eigin barmi, það eru Guðleg geislafaung, gengisró og sálarvarmi. Er það moldin sem dregur? Sólargeisla sinna daga sá hún fyrst á þessum bæ, þó var eins og heimahaga hjartað þráði sí og æ. Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja mílli kl. 14 og 15, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. Þessir hringdu ., Happdrætti Hamrahlíðar- kórsins 1984 Jakob Kristinsson meðlimur Hamrahlíðarkórsins, hringdi: I Velvakanda sunnudaginn 5. maí er spurt um vinninga í happdrætti Hamrahlíðarkórsins 1984. Dráttur fór fram 18. júní 1984 hjá borgarfógeta og voru vinningsnúmer birt í dagblöðum og í Lögbirtingablaðinu. Allir vinningar hafa verið sóttir og skal þess getið að síma- númer það sem gefið var upp á happdrættismiðanum var í notk- un til loka ágúst 1984. Fyrir hönd Hamrahlíðarkórs- ins vil ég þakka veittan stuðn- ing. Vélarnar vinna, fólkið horfir á Jóhanna Hauksdóttir, Hring- braut 23, Hafnarfirði hringdi: Svar til S.S. Ég á ekki orð yfir útivinnandi fólk. Tæknin á vinnustöðum er orðin mjög mikil. Það hefur vélknúin skip og báta, mjaltavél- ar, bíla, tölvur o.s.frv. Hver borgar? Svo þykist fólkið vera að vinna. Ef maður kemur inn í fyrir- tæki og þarf að sinna erindum niður í bæ, sér maður ekkert nema fólk sem stendur með hendur í vösum og horfir á vél- arnar vinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.