Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 59
MORGUNKLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9: MAÍ 1986 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FOSTUDAGS Ætlar ríkisútvarpið að þegja um þjóðar- morðið f Afganistan? B.S. skrifar: Hefur það farið framhjá ríkis- hljóðvarpinu að það geisar styrj- öld í Afganistan? Þannig er spurt vegna þess að á síðastliðnum vik- um hafa hvað eftir annað birst forsíðufréttir í Morgunblaðinu um átök í Afganistan sem kostað hafa þúsundir manna lífið án þess að nokkur frétt komi um það í ríkis- útvarpinu. Hefur útvarpið ekki að- gang að sömu erlendu fréttamiðl- unum og Morgunblaðið? Á forsíðu Morgunblaðsins í dag, miðvikudag 24. apríl, er til dæmis að finna frétt frá AP-fréttastofunni, sem ég geri ráð fyrir að útvarpið hljóti að eiga viðskipti við. í hádegis- fréttum þennan dag var ekki minnst orði á þessi átök, en hins vegar var það tíundað, að Banda- ríkjamenn væru að hefja miklar heræfingar í Hondúras og litu sumir svo á að það væri til undir- búnings innrás i Nicaragua. Þetta er auðvitað gott og blessað en hvernig stendur á því að útvarpið sýnir engan áhuga á raunverulegri innrás Sovétmanna i Afganistan og þjóðarmorðinu, sem þeir eru að fremja á Afgönum? Þessi þögn um voðaatburðina þar eystra er þeim mun meira æpandi sem fréttastof- an básúnar til okkar tíðindi af átökum sem eru eins og smáskær- ur í samanburði við útrýmingar- hernað Rauða hersins í Áfganist- an. Segjum nú að það væru Bandaríkjamenn sem drepið hefðu milljón Áfgana, karlmenn, börn og konur og rekið hefðu aðrar fimm milljónir manna á vergang með miskunnarlausum hernaði, sem nú virðist enn einu sinni vera að færast í aukana. Við vitum það, útvarpshlustendur, sem hlustuð- um á fréttir frá Víetnam á sínum tíma, að það liði ekki sá frétta- tími, að ekki væri minnst á slík reginátök og þátttaka Bandaríkja- manna í þeim útlistuð eins og efni stæðu til. Ég hvet hlustendur og útvarps- ráðsmenn til að taka eftir því, hvort ríkisútvarpið flytji fréttir, sem dagblöðin í Reykjavík birta um þjóðarmorðið i Áfganistan. Þetta verður mælikvarði á frétta- mat hins hlutlausa ríkisútvarps, en starfsmenn þess hafa reynt að sannfæra okkur borgarana um það á undanförnum mánuðum, að þeim einum sé treystandi til að gefa okkur óbrenglaða mynd af at- burðum innanlands sem utan. Loks skal nýskipaður útvarps- stjóri hvattur til þess að benda fréttastofu sinni á, að í Afganist- an geisar stríð sem henni ber að segja frá en ekki þegja um. Átök blossa í Afganistan Barandai og fellda 30 bmmrmm Misstu gveitimar tvo ■»—■ i |múb bardaga. Sendifulltrúarnir höfðu spurnir af árásum á herflutningaleetir nærri Cbarikar. ! einni árásinni voru 10 hermenn felldir og tveir vðrubflar eyðilagAir. IWlalnatin flutti matvaeli til innrásarMa Sw- étmanna. fSnnig skutu fnliimm irnar nlður tvser sováaknr þyrhsr i árás á aðra flutniagalesL Sendlfulltrúarnir skýrúu frt mjðg hðrðum MtArAawm ( Panjsher-dalnum eg ar tabð sA þssr sáu undanfarl flrekan aUtKw par, á landl ug úr kvfU, Forsíðufrétt í Mbl. 24. aprfl sl. Bréfritari spyr: Hvers vegna flutti ríkisútvarp- ið ekki þessa frétt frá Afganistan og margar álíka fréttir, sem birst hafa í Mbl. undanfarnar vikur? ir áttu sér stað i kjöl- Car aðgerða sovézka innrásarliðsins og stjéraarbersins f borginni Pagman. sem er á Shomali-svssð- inu. 1 aðgerðunum felldi sovézka inarássriiðið s.m.k. 70 ðbreytta 1 írémnum I siðostu viku skutu freWseveitirnar 20 flugskeytum á flugftnð. Ptugvél var grandað og nio hermenn felldir. Réðust frels- issveitirnar einnig á herstðð narrl Lítið heyrist í inn- lendum harmonikku- leikurum í útvarpi Jóhann Þórólfsson skrifar: Ábending til þeirra sem stjórna harmonikkuþætti. Mér finnst að þessir menn séu ákaflega smekklausir i vali á lög- um og þar að auki sýna þeir ís- lenskum harmonikkusniilingum lítilsvirðingu með því að leita allt- af til erlendra manna eins og þeir gera. Við eigum prýðilega harmon- ikkusnillinga, sem gefa hinum er- lendu alls ekkert eftir. Til dæmis, menn eins og Bragi Hlíðberg, Karí Jónatansson, örvar Kristjánsson og margir fleiri eru afbragðsgóðir. Við erum hérna nokkrir harmon- ikkuunnendur og finnst okkur til stórskammar hversu lítið er boðið upp á íslenska listamenn. Þessu verður að breyta og útvarpsnot- endur eiga heimtingu á því. Ég vil nota tækifærið til að senda Pétri Péturssyni, þul, kærar þakkir fyrir að bjóða hlustendum upp á íslenskt efni sem hann gerir þegar hann er við stýrið. færðu betri horn á lægra verði? Lugano B 240x L 296 cm meö storum m|uk- um sessum. sem eru fylltar polydun Riflaö liosdrapp aklæði — þægilegt að liggia i og sitja i Verð kr. 47.610.- Staðgr. kr. 45.230.- Utborgun kr. 14.280.- og kr. 5.555.- 6 sinnum. 1 V Fulton B 220xL 285 cm i Stort og þægilegt 6 sæla horn a faheyrðu verði Verð kr. 30.640.- Staðgr. kr. 29.110.- Utborgun 9.200 - og kr. 3.573.- 6 sinnum. Tosca B 230xL 290 cm Gegn- umlitað buflalaleður. kald- gummi i sessum og dacronlo j utan um svamp i baki Siöustu _ hornin sem við faum a þessuin verðum eru komin Verð kr. 54.850.- Staðgr. kr. 52.110.- Utborgun 16.460.- og kr. 6.398,- 6 sinnum. Ibiza B 230xL 290 cm 6 sæta þægilegt horn með ullarefnum, kaldgummi i sessum og dacronlo utan um svampa i baki, takiö eftir hve baklð er hatt Verð kr. 39.160.- Staðgr. kr. 37.200. Utborgun 11.750,- og kr. 4.568,- 6 sinnum. > /Mllano B 240xL 300 cm. Einstakt leður horn i að gæðum og útliti Fastbolstruð seta og bak i dacronlo. Leðrið er anilin gegnumlltaö — ‘ ^ mjukt elns og hanska sklnn. Verö kr. 80.860.- Staögr. kr. 76.820.- Utborgun 24.260.- og kr. 9.433,- 6 sinnum. IUS6A6NAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.