Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 5

Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. MAf 1985 5 Aheyrendur á „Degi ljóAsins" í Iðnó. Morgunblaðid/Ól.K.M. Ljóðið stendur traustum fótum - segir Anton Helgi Jónsson „Dagur Ijóðsins síðastliðinn laugardag tókst alveg stórkostlega vel. Við fylltum Iðnó hér í Reykjavík og á Akureyri eru menn mjög ánægðir með þær undirtektir sem þeir fengu,“ sagði Anton Helgi Jónsson, Ijóðskáld og einn af þeim sem stóðu að undirbúningi dagsins. „Á laugardaginn var opnun kvikmyndahátíðar í Reykjavík, í sjónvarpinu var bein útsending frá knattspyrnuleik og tónleikar í Háskólabíói. Þess vegna þótti okkur vel til takast að fylla Iðnó. Þessi góða aðsókn gefur til kynna að ljóðið standi traustum fótum í dag þrátt fyrir margt annað, sem „gargar" á torgum og í fjölmiðlum og menn halda að sé mikilvægt. Allir voru mjög ánægðir, bæði skáldin og þeir áheyrendur sem ég heyrði í eftir upplesturinn, enda var mjög góður andi í Iðnó, mikil stemmn- ing. Við getum óskað þjóðinni til hamingju með hvað vel tókst til, nú höldum við áfram. Stefnt er að því að ljóðalestur- inn verði endurtekinn að ári og þá í stærra húsnæði, bæði hér í Reykjavík og á Akureyri. Nú í ár var einnig farið og lesið upp á Hrafnistu, Kleppsspitalanum og Landspítalanum enda getur ljóð- ið skotið upp kollinum hvar sem er og það er aldrei að vita hvar skáldin mæta næst. Nú eru liðin tíu ár frá því „Listaskáldin vondu“ lásu upp úr ljóðum sínum i Háskólabíói og áðn úr Vftr má því segja að ljóðaupplestur- inn á laugardaginn hafi veriö tímabær. Ljóðaáhugi Islendinga er mikill enda kom fram í les- endakönnun, sem gerð var fyrir nokkru, að mikill fjöldi fólks les ljóð, en þar kom einnig fram að ljóðabækur eru bækur sem menn lána hvor öðrum í stað þess að kaupa þær. Því hvöttum við bók- sala og bókasöfn til að hafa ljóðabækur frammi í tilefni af „Degi Ijóðsins" og ég hef heyrt að það hafi mælst mjög vel fyrir. Á næsta ári höfum við hug á enn frekara samstarfi við bóksala og bókasöfn heldur en tími vannst til að þessu sinni. Fyrír alla þá, sem hafa áhuga á ljóðum, vil ég benda á að á dagskrá sjónvarpsins í kvöld verður þáttur um stöðu ljóðsins í dag. Og í haust mun Norræna húsið gangast fyrir norrænni hátíð ljóðskálda þar sem erlend ljóðskáld munu koma og lesa upp.“ „Slík viður- kenning er vissulega mjög jákvæð“ - segir Hrafn Gunn- laugsson um Hrafninn flýgur „ÞAÐ ER mikill heiður fyrir myndina að hún skuli hafa verið valin til sýningar í Kennedy Cent- er í Washington og kemur manni í gott skap,“ sagði Hrafn Gunn- laugsson í samtali við Morgun- blaðið. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir stuttu var kvikmynd hans Hrafninn flýgur sýnd þar ytra fyrir nokkru á vegum Ameri- can Film Institute. „Stofnunin velur á hverju ári nokkrar erlendar kvikmyndir til sýningar sem hún flokkar sem úrvalsmyndir," sagði Hrafn. „Mér var boðið að vera viðstadd- ur sýninguna en komst ekki frá vegna undirbúnings fyrir kvik- myndahátíðina sem nú stendur yfir i Reykjavík." Aðspurður um það hvernig American Film Institute hefði fengið áhuga á myndinni sagði Hrafn, að hún hefði verið sýnd í New York síðasta haust og lík- legast hefðu aðilar á vegum stofnunarinnar séð myndina þar. Sagði Hrafn að „Hrafninn flýgur“ væri nú sýnd í kvik- myndahúsinu Film Forum í New York og einnig í Los Angeles. Kvaðst hann geta verið mjög sáttur við þær móttökur sem myndin hefði fengið í bandarísk- um fjölmiðlum. Að endingu var Hrafn inntur eftir því hvaða þýðingu þetta myndi hafa fyrir myndina. Kvaðst hann eiga mjög erfitt með að átta sig á því þar sem sænska kvikmyndastofnunin sæi um alla dreifingu myndarinnar. Þó væri slík viðurkennig vissu- lega mjög jákvæð. Þess má geta að lokum að Hrafninn flýgur verður sýnd á sjö-sýningu í Austurbæjarbíói í sumar með enskum texta. Hefj- ast sýningar strax aö lokinni kvikinyndahátíð. FERMSKRIFSTOFAN ÚRVAL Fcröamátinn flug og bíll er fcröamáti athafnafólksins. Fólks. scm vill fara annaö. ráöa sér sjálfl, komast lengra, kynnast fleiru. Þú ert nefnilega sjálf(ur) skipuleggjarinn, fararstjórlnn, leiösögumaðurinn og bílstjórinn. t sumar bjóöum viö fastar, sérlega ódýr- ar flug og bíl-ferðir, til sautján borga í tólf löndum. Veröiö hér að neöan miöast viö að fjórir feröist saman í bíl í 1 viku. Innifaliö er flug og bílaleigubíll með ótakmörkuðum akstri og aö sjálfsögðu elnnig ábyrgöar- og kaskótryggingu og söluskatti. I m) pr. mann trá kr. barnaatsl. 2—llára brollför á Amsterdam 15.308.- 6.500,- fösludögum Bergen 16.461.- 6.500,- laugardögum Frankfurt 15.332.- 6.500.- mlövikudögum Gautaborg 17.446.- 7.000,- laugardögum Glasgow 13.960.- 5.500.- fimmludögum Kaupmannahöfn 16.871.- 7.000,- laugardögum London 15.067,- 6.500,- fösiudögum Luxemborg 13.945,- 6.500,- fimmtud. og sunnudögum Osló 16.461,- 6.500,- fimmtudögum París 14.496,- 6.500.- sunnudögum Salzburg 16.811,- 7.500,- miövikudögum Stokkhólmur 19.496.- 8.000.- fimmludögum Zíirich 18.540.- 8.000,- sunnudögum Flug og bíll er sérgrein Úrvals. Ferðaskrifstofan Úrval viö Austurvöll, sími (91)-26900. OOTT PÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.