Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ1985 Skýrsla Framkvæmdanefndar um launamál kvenna: „Umtalsverður munur á með- allaunum karla og kvenna“ Fri fundi Framkvemdanefndar um launamál kvenna með konum í samninganefndum og stjórnum stéttarfélaga. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður er í ræðustól. Á fundinum var skýrsla Estherar Guðmundsdóttur og Guðrúnar Sigríðar Vilhjálmsdóttur kynnt. Laugardaginn 4. maí gekkst Framkvæmdanefnd um launamál kvenna fyrir ráðstefnu með kon- um úr samninganefndum og/eða stjórnum stéttarfélaga í Gerðu- bergi. Á fundinum kynnti nefndin samantekt Estherar Guðmunds- dóttur og Guðrúnar Sigríðar Vil- hjálmsdóttur, þjóðfélagsfræðinga, á öllum tiltækum upplýsingum úr könnunum sem gerðar hafa verið og snerta launamun kynjanna sér- staklega. Framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna er skipuð fulltrúum allra flokka og samtaka á Alþingi, frá Alþýðusambandi íslands, BSRB, SÍB, BHM, Sókn, Fram- sókn, Snót, VR, Jafnréttisráði, Bandalagi kvenna í Rvk, Kvenfé- lagasambandi íslands, Kvenrétt- indafélagi íslands og Kvenna- framboðinu í Rvk. Nefndin var stofnuð haustið 1983 og hefur haldið fundi víðs vegar um landið m.a. með konum í stjórnum og samninganefndum heildarsam- taka launafólks. Megináhersla í starfi nefndarinnar hefur verið að koma á framfæri upplýsingum um stöðuna í launamálum kvenna. Þrátt fyrir löggjöf um fullt jafnrétti kynjanna á vinnumark- aðnum ríkir enn töluverður launa- munur milli kynja, misjafnlega mikill eftir aðstæðum. Helstu heimildir í úttekt Fram- kvæmdanefndarinnar eru Frétta- bréf kjararannsóknanefndar, sem gera skil vinnutíma og launum verkafólks, iðnaðarmanna, versl- unar- og skrifstofufólks. Könnun kjararannsóknanefndar 1983- —1984, rit Framkvæmdastofn- unar um vinnumarkaðinn, efni frá Þjóðhagsstofnun, launakönnun Hagstofu (slands 1984 og fleiri gögn m.a. frá launþegasamtökun- um. Skiptist skýrslan í fjóra aðal- kafla, atvinnuþátttöku, vinnu- tíma, störf og laun. Atvinnuþátttaka kvenna meiri utan Reykjavíkur Um 80 prósent kvenna hafa ein- hverjar launatekjur, en 67% kvenna á aldrinum 15 til 74 ára eru virkar í atvinnulífinu. At- vinnuþátttaka nær hámarki hjá giftum konum á aldrinum 45—49 ára en hjá körlum 35—49 ára. At- vinnuþátttaka er mjög svipuð hjá giftum konum og ógiftum, sem er athyglisvert, en hvað landshluta snertir er hún heldur meiri utan Reykjavíkur en í höfuðborginni. Hún er mest á Vestfjörðum. Fullt starf — hlutastörf — vinnutími Hlutastörf eru mun algengari hjá konum en körlum og árið 1983 voru 63% þeirra kvenna sem voru á vinnumarkaðnum i hlutastarfi en 37% í fullu starfi. Yfirvinna er fátíðari hjá konum en körlum, nema þeim sem vinna vaktavinnu. Á undanförnum árum hefur með- alvinnutími verkakvenna í fullu starfi verið á bilinu 43—44 klst. á viku, en 51—54 klst. hjá körlum. En þegar á heildina er litið er vinnudagur kvenna ekki styttri en karla. ( Jafnréttiskönnun í Reykjavík veturinn 1980 til 1982 kom fram að þegar lagður er sam- an vinnutími fólks heima og heiman var heildarvinnutíminn síst styttri hjá konum en körlum. En það sem vekur athygli í þessu efni er, að þáttur karla í heimil- isstörfum er litlu meiri, þegar konurnar voru í fullu starfi eða hálfu en þegar þær voru alveg heima. Störfin Hvað segja þær Esther og Guð- rún Sigríður um hvaða störfum konurnar á vinnumarkaðnum gegna? „Hér á landi, sem víðast annars staðar, einkennist vinnu- markaðurinn af tvískiptingu, sem felst í því að annars vegar eru störf, sem krefjast góðrar starfs- þjálfunar, veita góð laun, atvinnu- öryggi og framavonir. Hins vegar eru störf sem krefjast lítillar starfsþjálfunar, veita lág laun, litlar framavonir og í þeim er mik- il hreyfing á fólki. Sú staðreynd að fyrri hópinn fylli einkum karlar og þann síðari einkum konur er sjálfsagt engin tilviljun. Með aukinni atvinnuþátttöku kvenna og menntun á síðustu ár- um hefur starfssvið þeirra breikk- að og konur hasla sér nú völl á æ fleiri sviðum. Af þeim gögnum sem fyrir liggja er þó ljóst að mjög stór hluti kvenna er annað hvort í ófaglærðum störfum eða almennum þjónustu- og skrif- stofustörfum. Lítill hluti þeirra er i störfum sem krefjast starfs- menntunar eða veita mannafor- ráð.“ Launin t athugun þeirra voru laun kynjanna borin saman á ýmsa vegu. Til að fá fram sem raunhæf- asta mynd og til að draga úr þeim áhrifum sem hlutastörf kvenna og lengri vinnutími karla en kvenna geta haft á launamuninn var kappkostað t.d. að miða við þá sem eru í fullu starfi og við dagvinnu- laun eftir því sem heimildirnar leyfðu. Heimildirnar sýna veru- legan launamun kynja, svo sem fram kemur hér á eftir, og gildir þá einu hvort um faglærða eða ófaglærða er að ræða, háskóla- menntaða eða þá sem minni menntun hafa. Þær gera ákveðinn fyrirvara í skýrslunni og segja: „Þó heimildirnar veiti mjög mik- ilvægar upplýsingar um hve mikill launamunur ríkir milli kynja er þeim takmörk sett með að brjóta hann til mergjar. Þær svara yfir- leitt ekki spurningunni um hvern- ig samsetningu launanna er hátt- að svo fullnægjandi sé (nýjustu kannanir fara reyndar nokkuð inn á þá braut), svo að hægt sé að sjá hvert rekja megi launamuninn. Að hve miklu leyti það sé vinnutím- inn, lengd starfsaldurs og mennt- un, mismunandi störf karla og kvenna og röðun þeirra í launa- flokka, yfirvinnugreiðslur (þ.e. föst yfirvinna), yfirborganir, og aðrar greiðslur umfram samn- ingsbundna taxta sem skýri launamuninn svo dæmi séu tekin um þau atriði, sem helst hafa ver- ið nefnd til skýringar á launamuni kynjanna. I Noregi hafa menn reynt að nálgast launamuninn með athug- un sem þar var gerð. Þar í landi eru laun kvenna 70% af launum karla. Niðurstaðan var sú að menntun skýrði fjórðung og teg- und starfsins og starfssvið enn einn fjórðung en svo hafi ekki ver- ið getið um þann fjórðung sem á vantaði. Spurningin er því hvort hann nái til mismununar á grund- velli kyns? Væri fróðlegt að sjá niðurstöður af sambærilegri könnun hér á landi. Með slíkri könnun mætti fá vitneskju sem mundi nýtast til að hægt yrði að vinna með markvissari hætti að bættri stöðu kvenna í launamálum hér á landi.“ Verkafólk Árið 1983 voru verkamenn með 7% hærra meðaltímakaup en verkakonur. (Á höfuðborgarsvæð- inu var munurinn 12% en 5% utan þess.) Ef mið er tekið af hreinu tímakaupi í dagvinnu var munur- inn 14% en með bónus minnkaði hann í 2%. Verkamenn í fiskvinnu á höfuðborgarsvæðinu voru með 2% hærra meðaltímakaup en kon- ur, 5% hærra ef um hreint tíma- kaup í dagvinnu var að ræða, en þegar bónus var meðtalinn tókst verkakonunum að hafa vinninginn með 2% hærra dagvinnukaup en karlar. Utan höfuðborgarsvæðis- ins var munurinn tvöfaldur körl- um í hag í meðaltímakaupi og i dagvinnu. Verkamenn við verk- smiðjuvinnu á höfuðborgarsvæð- inu voru með 19% hærra meðal- tímakaup en verkakonur, en 16% hærra tímakaup í dagvinnu hvort sem bónus var meðtalinn eða ekki. Verslunarfólk Enn eykst launamunurinn þegar komið er að verslunarfólki. Árið 1983 voru karlar við verslunar- störf með 29% hærri meðaltíma- kaup en konur og einnig 29% hærra tímakaup í dagvinnu án bónus en 32% hærra þegar bónus er tekinn með. Var munurinn meiri á höfuðborgarsvæðinu en fyrir utan það eða 33% á móti 25% þegar um meðaltímakaup var að ræða. Sé gerður samanburður á dagvinnukaupi karla og kvenna við störf í verslunum á höfuðborg- arsvæðinu kemur í ljós að karlar voru með 20% hærra kaup en kon- ur árið 1983. Utan höfuðborgar- svæðisins var munurinn 8%. Skrifstofufólk ( skrifstofustörfum ríkir enn meiri launamunur kynja en hjá verslunarfólk og verkafólki. Árið 1983 voru karlar við skrifstofustörf með 32% hærra meðaltímakaup en konur og 30% hærra í dagvinnu með eða án bón- us, en bónus er hverfandi lítill í skrifstofustörfum. Utan höfuð- borgarsvæðisins var munurinn mun meiri en innan þess eða 62% á móti 24% hvað meðaltímakaup snertir og 57% og 23% í hreinu tímakaupi í dagvinnu. Medaltekjur í fullu starfi 1982 þúskr Launamál félagsmanna í 14 félögum innan ASÍ Launakönnun kjararannsókna- nefndar 1983—1984 um áramót leiðir m.a. í ljós eftirfarandi atriði um launamál félagsmanna í 14 fé- lögum innan ASÍ: Meðaldagvinnu- tekjur (90% af bónustekjum með- taldar) fullvinnandi karla voru um 16% hærri en fullvinnandi kvenna. 44% fullvinnandi kvenna voru með dagvinnutekjur undir 13 þúsund krónum á mánuði saman- borið við 21% karla. Fullvinnandi konur náðu hæstum dagvinnu- launum 30—39 ára en karlar 30—49 ára. Meðaldagvinnutekjur fullvinnandi félagsmanna innan þessara 14 félaga voru lægstar hjá Sókn, þá hjá Verkalýðsfélagi Rangæinga og þriðju lægstu hjá Framsókn, en í Sókn og Framsókn eru nær eingöngu konur. Mun fleiri konur en karlar i úrtakinu voru í hópi einstæðra foreldra með eitt barn eða 64 konur á móti 7 körlum. Karlarnir voru allir í fullu starfi en 44 kvennanna. Voru þeir með 10% hærri dagvinnutekj- ur en konurnar. Aðeins einn karl en 18 konur voru einstæð foreldri með tvö börn. Þar af var karlinn og 9 kvennanna í fullu starfi. Var hann með 72% hærri dagvinnu- laun en konurnar níu að meðaltali. BSRB 1980 Stöðugildi félagsmanna í BSRB starfandi hjá ríkinu eftir launa- flokkum árið 1980. Stöðugildi kvenna í launafl. 0—15 voru 3.576 eða 85%. Stöðugildi kvenna í launafl. 16—32 voru 632 eða 15%. Stöðugildi karla í launafl. 0—15 voru 2.985 eða 69%. Stöðugildi kvenna í launafl. 16-32 voru 1.336 eða 31%. Karlarnir voru fjölmennastir í 15. launaflokki en konurnar í þeim 7. Árið 1980 var starfsaldur ríkis- starfsmanna innan BSRB sem hér segir: konur karlar 18 ár eða meira 20% 36% 13 ár eða meira 31% 49% 9 ár eða meira 45% 60% Bandalag háskóla- manna 1981 Skipting ríkisstarfsmanna í BHM á launaflokka: launadokkur konur karlar fjöldi % fjöldi % 102-110 445 90,3 1102 53,5 111-121 48 9,7 872 46,5 BHM 1984 Skipting stöðugilda ríkis- starfsmanna í BHM í launaflokka mars til maí 1984: launaflokkar konur(596) karlar (1947) % % 103-109 60,3 25,4 110-112 27,5 33,4 113-119 12,2 37,4 120-124 0,0 3,7 Könnun Hagstofu ís- lands árið 1984 Könnunin tók til fyrirtækja utan ríkiskernsins. ( úrtakinu voru 516 konur og 1070 karlar í fullu starfi. 73% kvennanna en 51% karlanna voru með starfsaldur 10 ára eða minna. Könnunin leiddi í ljós mikinn launamun kynjanna, konum í óhag, hvort sem um er að ræða mánaðarlaun fyrir dag- vinnu, laun fyrir yfirvinnu eða aðrar greiðslur. Launamunur kynja fyrir dagvinnu er meiri hjá háskóla- menntuóum starfsmönnum en þeim sem ekki hafa slíka menntun eða 47% á móti 37% (karlar hærri en konur). Háskólamenntaðir karlar eru með 80% hærri laun en háskóla- menntaðar konur fyrir mælda og ómælda yfirvinnu og 100% hærri „aðrar mánaðarlegar greiðslur", þ.e. konurnar hafa engar. Þá hafa karlar 79% hærri bifreiðagreiðsl- ur en konur. Karlar með verslunarpróf eru með 47% hærri dagvinnulaun en konur með sömu menntun. Karlar með stúdentspróf eru með 44% hærri dagvinnulaun en konur með þá menntun. Karlar I starfi deild-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.