Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 18

Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 18
,18 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 1985 STOPP! Nú ættiröu aö renna viö og skoða notaða bíla í rúmgóöum og björtum sýningarsal okkar. Mikið úrval góðra og notaðra bfla BÍLATORG „Neðst í Nóatúni eru viðskiptavinir okkar efstir á blaði." NÓATÚNI 2 • SfMI: 621033 Hvítasunnukappreiðar Fáks ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO HINAR árlegu Hvítasunnukappreið- ar Fáks verða haldnar dagana 23. til 27. maí, á skeiðvelli Télagsins á Víði- vollum í Reykjavík. Mjög mikil þátttaka er í mótinu, sú mesta til þessa, eða um 200 hross sem keppa til verðlauna. Sem kunnugt er verður fjórð- ungsmót sunnienskra hestamanna og hestamanna syðst á Vestur- landi, þ.e. sunnan Hvalfjarðar, haldið í Reykjavík síðustu viku júnímánaðar. Má því líta á Hvíta- sunnukappreiðarnar sem gener- alprufu Fáks fyrir FM’85, auk þess sem það er úrtökumót til að kom- ast á fjórðungsmótið. Eins og áður sagði er þátttaka mjög góð. í A-flokki gæðinga (fimmgangshrossa) er 41 gæðing- ur skráður til keppni. I B-flokki gæðinga (fjórgangshrossa) eru 38 skráðir. Níu efstu úr hvorum flokki ávinna sér keppnisrétt á fjórðungsmótinu, auk varahesta. Gæðingakeppnin er aðeins fyrir vernda lakkiö - varna ryði Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100 og pantaðu, ásetning á staðnum Eigum einnig GRJÓTGRINDUR Sendum í póstkröfu. BUKKVER Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Simi 44100 Metsölublaó á hverjum degi! Fáksfélaga, en meðal þeirra eru eigendur margra bestu gæðinga landsins. í gæðingakeppni barna (12 ára og yngri) og unglinga (13 til 16 ára) er einnig góð þátttaka. Þar reyna 14 með sér í yngri hópnum en 20 í þeim eldri. Margt efnilegra knapa og hesta er í þessum hópum að finna og til mikils að vinna, því þar er einnig keppt um keppnis- rétt á fjórðungsmótinu, eins og hjá þeim fullorðnu. í hlaupagreinunum sex, sem opnar eru öllum, utan Fáks sem innan, er mest þátttaka í skeiðinu. 20 hross í 5 riðlum keppa í 150 metra skeiði, sem er fyrir 7 vetra og yngri. Þar má nefna Jökul Sig- valda Ægissonar, Kolfinnu Þor- geirs í Gufunesi, Hrönn og Lukku Jóns Ægissonar, svo eitthvað sé nefnt. I 250 m skeiði eru 28 vekringar í 7 riðlum. I þeim hópi eru flestir vökrustu hestar landsins, svo sem Hildingur, Leistur, Villingur, Torfi, Börkur, Þór, Jón Haukur, Vani, Skupla og gamla brýnið Fannar. II hross keppa í 300 m brokki í 2 riðlum. Þar er þekktastur Trítill Jóhannesar Þ., svo og Moldi frá Bakkakoti. Einnig er þar Korp- úlfsstaöa-Bleikur frá Gufunesi, grimmur brokkari með meiru. Hann sigraði létt i firmakeppni Harðar í Mosfellssveit á dögunum, sá gamli smalahestur, sem fyrir tilviljun var ekki búið að slátra og skaut þar með hátt metnum hest- um og landsfrægum knöpum ref fyrir rass. { 350 m stökki keppa 12 hross i 3 riðlum. Þar keppa m.a. Hylling og Loftur Jóhannesar Þ., Úi Guðna í Mjúkís frá Kjörís er frábær ábætir. Eigið ætíð Mjúkís í frystinum. Tiibúinn, handhægur og vinsæll við öll tækifæri. Allir kunna að meta Mjúkís. Skarði og Trilla Þorgeirs í Gufu- nesi. Lengsta hlaupið er 800 m stökk, þar sem 9 hestar hlaupa í 2 riðl- um. Þekktust hrossa þar eru Örn og Tvistur Harðar G. og Kristur Guðna í Skarði. f unghrossahlaupi, sem er 250 metra stökk, keppa 13 hross í 3 riðlum. Um er að ræða 6 vetra hross og yngri, svo ekki er um reynd hlaupahross að ræða. Þó má nefna Ljósbrá af Nýja-Bæjar hlaupakyni og Gnýfara, sem lofa góðu. Af framanskráðu má ráða að keppni verður afar hörð og tvísýn í öllum greinum og víst er að mik- ið hefur verið æft. Röð keppnisgreina verður sú að á fimmtudag 23. kl. 18 hefst keppni í B-flokki gæðinga. Föstudag kl. 17 hefst keppni í A-flokki gæðinga. Laugardagsmorgun kl. 9 hefst gæðingakeppni unglinga og kl. 11 gæðingakeppni barna. Kappreiðar hefjast svo kl. 13.30 og verða þá undanrásir (fyrri sprettur) í öllum stökkgreinum og brokki. Ekkert verður keppt á Hvíta- sunnudag. Á annan í hvítasunnu, sem er aðaldagur mótsins, hefst það kl. 13.30 á sýningu 13 efstu hesta úr hverjum flokki gæðinga, það er þeirra sem hafa unnið sér þátt- tökurétt á fjórðungsmóti, 9 aðal og 4 vara. Víst er að þar verður um fallega sýningu að ræða. í beinu framhaldi af gæðinga- sýningunni verður framhald kapp- reiða. Verður þá keppt til úrslita í stökkgreinum og brokki. Einnig í 150 og 250 m skeiði, báðir sprettir. Endurbættir rásbásar verða notaðir við öll hlaupin. Endurbót- in er sú að nú eru básarnir lokaðir, bæði að framan og aftan, sem ætti að flýta mjög öllum hlaupum, i stað óróleika og biðar, meðan þeir voru opnir í báða enda. Ræsir opnar þá með loftþrýstibúnaði. Meiningin er að allir riðlar hverr- ar hlaupagreinar mæti strax fyrir aftan rásbásana, til enn meiri flýtisauka. Notuð verður mynd- tímataka, sem reyndist vel í fyrra. Fákur hefur byggt stórt og glæsilegt félagsheimili uppi á áhorfendabrekkunni, með útsýnis- gluggum til vallarins. öll úrslit gæðingadóma og væntanlega tím- ar í kappreiðum birtast jafnharð- an á sjónvarpsskjá í veitingasal félagsheimilisins, sem er góður kostur fyrir þá er fylgjast vilja náið með. Hestaáhugafólk og raunar svo margir aðrir geta fengið mikla án- ægju af að fylgjast með þessu stóra móti. Sjá þar vel þjálfað gæðingaúrval og hlaupahesta, að ógleymdum glæsiknöpum, með topp sýningu á annan í hvíta- sunnu. Sannkallaðir sæludagar. (Frétutilkjnning fri Fáki) Mör^blöó með eirni áskrift!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.