Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 18
,18 MORGUNBLAÐID, ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 1985 STOPP! Nú ættiröu aö renna viö og skoða notaða bíla í rúmgóöum og björtum sýningarsal okkar. Mikið úrval góðra og notaðra bfla BÍLATORG „Neðst í Nóatúni eru viðskiptavinir okkar efstir á blaði." NÓATÚNI 2 • SfMI: 621033 Hvítasunnukappreiðar Fáks ARMAPLAST Brennanlegt og tregbrennanlegt. Sama verð. Steinull — glerull — hólkar. Armúla 16 sími 38640 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO HINAR árlegu Hvítasunnukappreið- ar Fáks verða haldnar dagana 23. til 27. maí, á skeiðvelli Télagsins á Víði- vollum í Reykjavík. Mjög mikil þátttaka er í mótinu, sú mesta til þessa, eða um 200 hross sem keppa til verðlauna. Sem kunnugt er verður fjórð- ungsmót sunnienskra hestamanna og hestamanna syðst á Vestur- landi, þ.e. sunnan Hvalfjarðar, haldið í Reykjavík síðustu viku júnímánaðar. Má því líta á Hvíta- sunnukappreiðarnar sem gener- alprufu Fáks fyrir FM’85, auk þess sem það er úrtökumót til að kom- ast á fjórðungsmótið. Eins og áður sagði er þátttaka mjög góð. í A-flokki gæðinga (fimmgangshrossa) er 41 gæðing- ur skráður til keppni. I B-flokki gæðinga (fjórgangshrossa) eru 38 skráðir. Níu efstu úr hvorum flokki ávinna sér keppnisrétt á fjórðungsmótinu, auk varahesta. Gæðingakeppnin er aðeins fyrir vernda lakkiö - varna ryði Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100 og pantaðu, ásetning á staðnum Eigum einnig GRJÓTGRINDUR Sendum í póstkröfu. BUKKVER Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Simi 44100 Metsölublaó á hverjum degi! Fáksfélaga, en meðal þeirra eru eigendur margra bestu gæðinga landsins. í gæðingakeppni barna (12 ára og yngri) og unglinga (13 til 16 ára) er einnig góð þátttaka. Þar reyna 14 með sér í yngri hópnum en 20 í þeim eldri. Margt efnilegra knapa og hesta er í þessum hópum að finna og til mikils að vinna, því þar er einnig keppt um keppnis- rétt á fjórðungsmótinu, eins og hjá þeim fullorðnu. í hlaupagreinunum sex, sem opnar eru öllum, utan Fáks sem innan, er mest þátttaka í skeiðinu. 20 hross í 5 riðlum keppa í 150 metra skeiði, sem er fyrir 7 vetra og yngri. Þar má nefna Jökul Sig- valda Ægissonar, Kolfinnu Þor- geirs í Gufunesi, Hrönn og Lukku Jóns Ægissonar, svo eitthvað sé nefnt. I 250 m skeiði eru 28 vekringar í 7 riðlum. I þeim hópi eru flestir vökrustu hestar landsins, svo sem Hildingur, Leistur, Villingur, Torfi, Börkur, Þór, Jón Haukur, Vani, Skupla og gamla brýnið Fannar. II hross keppa í 300 m brokki í 2 riðlum. Þar er þekktastur Trítill Jóhannesar Þ., svo og Moldi frá Bakkakoti. Einnig er þar Korp- úlfsstaöa-Bleikur frá Gufunesi, grimmur brokkari með meiru. Hann sigraði létt i firmakeppni Harðar í Mosfellssveit á dögunum, sá gamli smalahestur, sem fyrir tilviljun var ekki búið að slátra og skaut þar með hátt metnum hest- um og landsfrægum knöpum ref fyrir rass. { 350 m stökki keppa 12 hross i 3 riðlum. Þar keppa m.a. Hylling og Loftur Jóhannesar Þ., Úi Guðna í Mjúkís frá Kjörís er frábær ábætir. Eigið ætíð Mjúkís í frystinum. Tiibúinn, handhægur og vinsæll við öll tækifæri. Allir kunna að meta Mjúkís. Skarði og Trilla Þorgeirs í Gufu- nesi. Lengsta hlaupið er 800 m stökk, þar sem 9 hestar hlaupa í 2 riðl- um. Þekktust hrossa þar eru Örn og Tvistur Harðar G. og Kristur Guðna í Skarði. f unghrossahlaupi, sem er 250 metra stökk, keppa 13 hross í 3 riðlum. Um er að ræða 6 vetra hross og yngri, svo ekki er um reynd hlaupahross að ræða. Þó má nefna Ljósbrá af Nýja-Bæjar hlaupakyni og Gnýfara, sem lofa góðu. Af framanskráðu má ráða að keppni verður afar hörð og tvísýn í öllum greinum og víst er að mik- ið hefur verið æft. Röð keppnisgreina verður sú að á fimmtudag 23. kl. 18 hefst keppni í B-flokki gæðinga. Föstudag kl. 17 hefst keppni í A-flokki gæðinga. Laugardagsmorgun kl. 9 hefst gæðingakeppni unglinga og kl. 11 gæðingakeppni barna. Kappreiðar hefjast svo kl. 13.30 og verða þá undanrásir (fyrri sprettur) í öllum stökkgreinum og brokki. Ekkert verður keppt á Hvíta- sunnudag. Á annan í hvítasunnu, sem er aðaldagur mótsins, hefst það kl. 13.30 á sýningu 13 efstu hesta úr hverjum flokki gæðinga, það er þeirra sem hafa unnið sér þátt- tökurétt á fjórðungsmóti, 9 aðal og 4 vara. Víst er að þar verður um fallega sýningu að ræða. í beinu framhaldi af gæðinga- sýningunni verður framhald kapp- reiða. Verður þá keppt til úrslita í stökkgreinum og brokki. Einnig í 150 og 250 m skeiði, báðir sprettir. Endurbættir rásbásar verða notaðir við öll hlaupin. Endurbót- in er sú að nú eru básarnir lokaðir, bæði að framan og aftan, sem ætti að flýta mjög öllum hlaupum, i stað óróleika og biðar, meðan þeir voru opnir í báða enda. Ræsir opnar þá með loftþrýstibúnaði. Meiningin er að allir riðlar hverr- ar hlaupagreinar mæti strax fyrir aftan rásbásana, til enn meiri flýtisauka. Notuð verður mynd- tímataka, sem reyndist vel í fyrra. Fákur hefur byggt stórt og glæsilegt félagsheimili uppi á áhorfendabrekkunni, með útsýnis- gluggum til vallarins. öll úrslit gæðingadóma og væntanlega tím- ar í kappreiðum birtast jafnharð- an á sjónvarpsskjá í veitingasal félagsheimilisins, sem er góður kostur fyrir þá er fylgjast vilja náið með. Hestaáhugafólk og raunar svo margir aðrir geta fengið mikla án- ægju af að fylgjast með þessu stóra móti. Sjá þar vel þjálfað gæðingaúrval og hlaupahesta, að ógleymdum glæsiknöpum, með topp sýningu á annan í hvíta- sunnu. Sannkallaðir sæludagar. (Frétutilkjnning fri Fáki) Mör^blöó með eirni áskrift!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.