Morgunblaðið - 21.05.1985, Side 22

Morgunblaðið - 21.05.1985, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 1985 Hugleiðing um samvinnulýðræði — eftir Baldvin Þ. Kristjánsson Það er gömul saga og ný, að „tímarnir breytast og mennirnir með“. Það sem á einum tíma þykir eðlilegt og sjálfsagt er talið frá- leitt og óviðunandi á öðrum. óræk dæmi þessa blasa við hringinn i kringum okkur. Að undanförnu hefur átt sér stað nokkur opinber umræða varðandi lýðræðið innan sam- vinnuhreyfingarinnar, eða eins og sumir kysu að segja: „forstjóra- og fámennisveldið" á þeim bæ. Er ekkert nema gott um það að segja, sé gagnrýnin borin uppi af um- hyggju og velvild í garð samvinnu- samtakanna. Á sínum tíma og um alllangt skeið átti ég nokkurn þátt í því að kynna og stundum forsvara eitt og annað í starfi og stefnu SÍS og kaupfélaganna. Bar þá að sjálf- sögðu margt á góma, því sam- vinnumenn útum byggðir landsins voru enn á þeim tíma — fyrir 30 til 40 árum — yfirleitt áhugasam- ari og opnari fyrir því, sem var að gerast, heldur en fyrir rás við- burðanna síðar hefur orðið. Ekki ber það svo að skilja, að allir segðu já og amen við öllu — síður en svo — en allt var þetta þeirra mál og stóð í lifandi tengslum við líf þeirra og starf. Tiltölulega sjaldan var á þess- um tíma talað mikið um félags- lega uppbyggingu samvinnusam- takanna. Hún hafði verið nálega hin sama frá upphafi og ekki þótt tilfinnanlega aðfinnsluverð. f því fulltrúalýðræði rís hver einn kjör- inn trúnaðarmaðurinn upp af mörgum félagsmönnum til æ við- tækari og mikilvægari áhrifa, sem óhjákvæmilega á sinn hátt standa í öfugu hlutfalli við hlutdeild þess fjölda félagsmanna, sem neðar stendur. Því færri útvaldir og því ofar sem þeir standa, þvi meiri „áhrif og völd“ hvers eins. Undir öllu lýðræðiskerfinu stendur svo „hinn breiði fjöldi", sem unnið skal með og fyrir samkvæmt góð- um og sigildum samvinnuhug- sjónalegum leikreglum. Jafnvel á umræddum tíma var þó farið að örla á félagslegri gagn- rýni. Hvort tveggja var, að um þetta leyti (með tilkomu Vil- hjálms Þórs á forstjórastól SÍS) fóru nýir og ferskir vindar að blása i samvinnustarfi lands- manna, og það bæði að þenjast út með æ fleiri og mrgþættari verk- efnum, og taka stakkaskiptum að ýmsu leyti — enda samtimis á hinn bóginn þróunin í almennum félagmálum þá þegar að verða sú, að ganga æ lengra til hvers konar „opnunar" og aukinna persónu- áhrifa einstaklingsins í lýðfrels- islegu tilliti. Ekki aðeins andstæðingar sam- vinnuhreyfingarinnar, heldur lika hugsandi og ábyrgir samvinnu- menn, fóru upp frá þessu að gera sér og öðrum ljóst að harla löng væri leiðin, krókótt og ekki bláþráðalaus frá hinum óbreytta félagsmanni á jafnsléttunni upp til „hans, sem á hæstum situr tróninum”, svo notuð séu orð þeirrar sómakonu, Kristrúnar i Hamravík, í æðra veldi. Allar götur síðan hafa margir fundið veiluna í framkvæmd lýð- ræðisákvæða samvinnusamtak- anna og því betur sem öll athafna- semi hefur færzt i aukana og orðið umfangsmeiri. En við hingað til heldur lágværu kvaki umbóta- sinna á þessu sviði, hefur lítt verið orðið, þrátt fyrir marktækar til- raunir til þess að lappa svolítið uppá lýðræðið með eilítið meiri viðurkenningu aðallega á tilveru starfsfólks. Og nú virðist svo kom- ið, að „litla manninum" I sam- vinnuhreyfingunni sé óneitanlega farið að finnast lítið til um þó áskilin og viðurkennd áhrif sin á gang mála, jafnvel í „miðjum hlíð- um“, hvað þá þegar ofar dregur og á toppinn er komið. Honum finnst hann ískyggilega utangátta. Hann verður „leiður á lífinu“. Slíkur samvinnumaður hættir þvi smám saman að nenna að bera við að skipta sér nokkuð af hlutunum; þeir koma honum ekki við. Fyrir utan eigið áhugaleysi bætist svo við nánast afskiptaleysi sjálfra samtakanna til þess að sækja beinlinis það, sem ekki er skilað af sjálsdáðum: þátttöku fólksins. Þannig upphefst og viðhelzt hin félagslega deyfð og doði — og dauði, ef svo heldur fram sem horfir. Hina lifgefandi mennsku skortir. Þótt einhverjir „dropar af náð“ séu að drjúpa, ná ekki blómstur lifandi samvinnuhug- sjóna og starfs að vaxa. - O - Hvað skal þá gera; hvernig mæta meira en yfirvofandi hættu? Nú er það auðvitað mála sann- ast, eins og bent hefur verið á — og nú sérstaklega í andófi gegn aðkallandi breytingum að almenn- ingur í samvinnufélögunum hefur samkvæmt gildandi starfsháttum miklu meiri lýðréttindi en hann notfærir sér. Þeim réttindum er bara ekki komið á framfæri. Mik- ill meirihluti samvinnumanna er eins og „Spunakonan" í frægu kvæði Guðm. Kambans: „Hún átti sverðið, en brá því ekki.“ En jafn- vel þessi staðreynd er engan veg- j inn rök fyrir „status quo“ — óbreyttu ástandi í félagslegu til- liti. Þótt allir samvinnumenn greiddu atkvæði og skiluðu þvi á hvaða vettvangi félagsmálanna sem væri dygði það samt ekki til þess, sem gera þarf til leiðrétt- ingar á vanköntum og ágöllum nú- verandi skipulags. Fámennisveld- ið innan samvinnuhreyfingarinn- ar myndi verða nálega hið sama. Hin langa og lykkjótta leið frá hinum lægsta og fjærsta til hins hæsta stæði eftir sem áður í vegi. Fleira þarf að koma til, svo lýð- ræðislegri starfshættir nái að laða fram og viðhalda lifandi og virkri þátttöku fólksins í öllu samvinnu- starfi. Eg hefi því miður ekki fram að færa í umræddu máli nærtækari eða aðgengilegri tillögur til úrbóta en Ólafur Ragnar Grímsson hefur fyrir nokkru af fyrirhyggju og dirfsku lagt opinberlega fram, bæði í ræðu og riti. Ég bendi því almenningi og forráðamönnum samvinnusamtakanna — SÍS og kaupfélaganna — á þær til já- kvæðar úrvinnslu og framkvæmda — hafi þeir ekki sjálfir snjallari fram að færa. - O - Langt er siðan vitur maður Baldvin Þ. Kristjánsson „Og nú virðist svo kom- ið aö „litla manninum“ í samvinnuhreyfingunni sé óneitanlega farið að finnast lítið til um þó áskilin og viðurkennd áhrif sín á gang mála... “ sagði: „Fyrst breyta menn um- hverfi sínu, svo breytir umhverfið þeim.“ Mér fannst þetta nú hæpið, þegar ég heyrði það fyrst á ungl- ingsárum mínum. En ég hefi oftsinnis hugsað um þetta síðan og sannfærzt æ betur um sann- leiksgildi þessarar fullyrðingar. Má finna mörg dæmi þess. Getur íslenzk samvinnuhreyfing nokkuð lært af slíkri staðreynd, eins og sakir standa? Vissulega! Það eru engin takmörk fyrir því, hvað gott gæti leitt af góðri lýðræðislegri byltingu innan samvinnusam- takanna til vakningar og lífs í óteljandi myndum. í tilefni af hugarhræringum mínum o.fl. um lýðræðið í sam- vinnuhreyfingunni hefi ég í hug- anum verið að gæla við nærtækt dæmi og ekki af verri endanum: Nú blasir við að velja SÍS nýjan forstjóra til að taka við af Erlendi Einarssyni, sem staðið hefur við stjórnvöl á 4. áratug. Hann — sá nýi — verður víst sem stendur óhjákvæmilega valinn af stjórn Sambandsins; 9 mönnum. Sú saga gengur staflaus, að val á þessum i hæsta máta mikilvæga manni samvinnusamtakanna, geti að þessu sinni oltið á aðeins einum manni. Þetta er beinlínis hrika- legt sé málið hugsað til enda. Þarna hangir mikið á veikum þræði í félagslegu tilliti. Og þá er spurningin: Viljum við virkilega hafa þetta svona framvegis — að eiga svo margir svo mikið undir svo fáum? Hvað er þetta annað en „fáveldi" — nema of grunnt sé tekið í árinni? Hugsum okkur svo andstæðuna: Almenna, beina kosningu þessa, stöðu sinnar vegna, mesta ráða- manns samvinnusamtakanna meðal 40.000 félagsmanna, hvort heldur sem væri Guðjón B. hálf- nafni minn og sveitungi að vestan eða sjálfur Valur að austan. Þá hlytu báðir svo og svo mikinn meirihluta og tugþúsundir atkvæðisbærra samvinnumanna að baki sér. Haldið þið, að það yrði munur fyrir hvorn þessara heið- ursmanna sem væri, að hafa þun- ga þessa mikla fjölda að baki sér eða svo fáar sálir, að telja mætti á fingrum annarrar handar! Þetta væri stórkostlegt! Nýkosni for- stjórinn yrði óhjákvæmilega og ósjálfrátt annar maður, „meiri en hann sjálfur". Hann hefði fyrir slíkt kjör sitt eitt saman vaxið í vitund sjálfs sín og annarra. Við hefðum með þessari aðferð í vali beinlínis skapað annan mann — réttnefndan leiðtoga — í vfðri og djúpri merkingu — úr sama frum- efni; „þjóðkjörinn" fyrir „heima- bakaðan". Vandinn, sem við samvinnu- menn stöndum frammi fyrir nú er ekki fyrst og fremst verzlunar- og viðskiptalegur — „kommersiell“ — þótt þar séu grimm ljón á vegi, sem vissulega þarf dugmikla hæfi- leikamenn til að mæta. Hann er félagslegs eðlis. Þess vegna þörfn- umst við jafnan samvinnuleiðtoga í breiðri merkingu orðsins — fólksins manns, sem auk annarra verðleika er yljaður af hugsjóna- legum húmanisma samvinnu- hreyfingarinnar. Vanti hann, „erf- iða smiðirnir til einskis“. Mergjuð sannleiksorð Einars Benedikts- sonar munu aldrei úr gildi falla: Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær.“ llíiíundur er fyrrrer*ndi erindreki SÍS. Stykkishólmun Egilsenshús friðað og endurbyggt M Egilsenshús í Stykkishólmi. Stykkishólmi, 13. maí. FYRIR og um aldamótin seinustu setti svonefnt Egilsenshús í Stykkishólmi mikinn svip á bæ- inn. Það var eitt hið tignarlegasta hús bæjarins og við aðalgötuna þar. Fyrir aldamót var þetta höfð- ingjasetur og þar bjuggu meðal annarra, þeir Hjörtur Jónsson læknir, sem hér var mikilsmetinn af fólki og góður læknir, og einn- ig Sigurður Jónsson sýslumaður. Þetta hús hefir oft skipt um eigendur og á seinustu árum hefir það gengið mjög úr sér og hefir verið mikið rætt um hver afdrif þess skuli vera og mörg- um fundist bæjarprýði að þvf að fjarlægja það, þótt öðrum finnist það ekki sársaukalaust að láta það hverfa, því svo miklum tilgangi hefir það þjón- að hér á meðal okkar. Margir eru þeir orðnir um dagana sem þarna hafa búið enda vistarver- ur margar. Nú hefir Stykkis- hólmshreppur fest kaup á hús- inu í því skyni að endurbyggja húsið og nýlega fengu þeir Pét- ur Ágústsson og Karl Dyrving áhuga fyrir að endurnýja húsið í sama stíl og upphaflega og hafa þeir fengið húsið hjá hreppnum og eru þegar byrjað- ir á framkvæmdum. Það fyrsta sem gera þurfti var að athuga undirstöðurnar, grunninn, sem húsið stendur á. Héldu þeir Morgunbl*ðiA/ Árni Helgason hann vera í lagi en við nánari athugun kom fram að nýjan grunn þyrfti að steypa. Er það mikið verk og dýpi talsvert til að komast á fastan grunn, en þetta láta þeir ekki á sig fá og halda ótrauðir áfram. Vonir standa til að öllu utan- dyra verði lokið í haust. Hug- mynd þeirrá er að koma þarna upp ferðamannaþjónustu. Pét- ur rak í fyrra hraðbát sem hann hafði fyrir ferðamenn um eyjasund og víðar og þótt sumarið væri vott og veðra- samt gaf þessi tilraun þó það, að Pétur telur að þetta sé gott framtíðarverkefni og sérstak- lega með það I huga aö auka ferðamannastrauminn um Hólminn og nágrenni. Hyggst hann koma i húsinu upp kaffi- stofu og annarri aðstöðu sem kemur ferðamanninum að gagni. Þarna gætu rúturnar átt sitt athvarf og margt annað kemur til greina. Þetta fyrir- tæki þeirra félaga mun gleðja alla sanna Hólmara og eru það margir sem hlakka til þeirrar stundar þegar Egilsenshús klæðist aftur sparifötum sínum og verður á ný prýði meðal húsa í Hólminum. Húsfriðun- arnefnd hefir ýtt undir að húsið yrði varðveitt en eins og fyrr sagði voru vomur á fólki í þeim efnum. Eiga þeir félagar þakkir skildar fyrir sitt góða framtak.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.