Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAf 1985
Upplýsingar um
lyf og heilbrigði
- eftir Óttar
Guðmundsson
íslendingar eru dugleg þjóð og
vinnusöm. Flestir vinnufærir ein-
staklingar eru sífellt á höttunum
eftir vel launaðri yfirvinnu til að
borga með nauðþurftir og verð-
tryggðu lánin sem alla sliga. En
það kostar klof að ríða röftum og
vinnuálag sem hér tiðkast krefst
hestaheilsu, svo veikindadagarnir
verði sem fæstir og afköstin sem
mest. Sem læknir verður maður
áþreifanlega var við þetta. Fólk
má ekki vera að því að vera veikt.
Fái einhver hor í nös og kvef, vill
sá hinn sami samdægurs fá ein-
hver hylki „til að rífa þetta úr
sér“; fái einhver vöðvaverki af
vinnuþrælkun og spennu, heimtar
viðkomandi „góða vöðvabólgu-
belgi". Svefnleysi á að lækna taf-
arlaust með svefnlyfjum, munn-
angur með mixtúru og magabólg-
ur með einhverjum krassandi
magabólgutöflum. Lyfin eru þann-
ig í mörgum tilfellum notuð til að
minnka eða deyfa sjúkdómsein-
kenni, en orsakir sjúkdóma oft
vanræktar. Einfalt dæmi um
þetta eru magabólgur og magasár,
sem sennilega stafa að einhverju
leyti af streitu, reykingum og
kaffidrykkju. Allir þessir í>ættir
eru algengir í íslensku þjóðfélagi
og þar með magabólgur.
Flestir þeirra sem eru haldnir
kvillanum kjósa þó heldur að eiga
í eldhússkápnum einhverjar töflur
og taka þær eftir þörfum og halda
svo áfram reykingum og ómældri
kaffidrykkju eftir sem áður. Það
er forvitnilegt að bera saman af-
stöðu fslendinga og Svía til lyfja. í
Svíþjóð hefur um langt skeið verið
rekinn mikill áróður gegn of mik-
illi lyfjanotkun og reynt að fræða
almenning um hættur samfara
gjöf ákveðinna lyfja. Þar þurfa
læknar oft að telja fólk á að nota
ákveðin lyf, en hérlendis krefst
fólk lyfja, svo hlutverk lækna
verður oft að reyna að sannfæra
fólk um að margir sjúkdómar
læknist af sjálfu sér án lyfja.
Þetta hugarfar íslendinga gagn-
vart lyfjum á sennilegast rót sína
að rekja til óþolinmæði þjóðarinn-
ar, allt þarf að gerast í dag, hvort
heldur redda þarf víxli eða lækn-
Dr. Óttar Guðmundsson
ast af einhverjum vírusnum. Hvað
varðar sjúkdóma og heilsufræði,
þá virðist manni að skólarnir hafi
brugðist hlutverki sínu á liðnum
árum hvað snertir fræðslu á þessu
sviði. Fólk er fákunnandi um eigin
líkama og leggur ofurtrú á sér-
fræðinginn í líkamsfræðum, þ.e.
lækninn. Þessi ofurtrú sjúkl-
inganna brenglar svo sjálfsmat
læknisins og leiðir til að þeir
reyna að hafa á hraðbergi skýr-
ingu og lausn (þ.e. lyf) á hverjum
þeim vanda sem fram kemur. Al-
menningur getur á hinn bóginn
ekki gert sér grein fyrir því, hvort
bati stafaði af viðkomandi lyfi,
eða hvort um sjálfslækningu var
að ræða. Sakir þessa efast fólk
sjaldan um óskeikulleika læknis-
ins eða um lækningamátt lyfj-
anna.
Mér er það mikið fagnaðarefni,
að íslenskir læknar hafa nú ráðist
í að skrifa bók fyrir almenning um
lyf og lyfjafræði, en nú er komin
út á íslensku aðgengileg bók um
lyf, verkanir þeirra og aukaverk-
anir, skammtastærðir og áhrif.
Hér á ég við bókina íslenska lyfja-
bókin eftir Helga Kristbjarnarson
lækni, Magnús Jóhannsson lækni
og Bessa Gíslason lyfjafræðing. í
bók þessari er hægt að lesa sér til
um öll íslensk lyf og meta gildi
þeirra og verkunarsvið.
Sjúklingnum gefst kostur á að
kynna sér helstu aukaverkanir og
getur þannig metið alvöru þeirra
og umfang í samanburði við
mögulega gagnsemi lyfsins á
sjúkdóminn, sem verið er að með-
höndla. Því miður er staðreyndin
sú, að hluti þeirra lyfja sem lækn-
ar ávísa gegn ýmsum kvillum, er
gjörsamlega gagnslaus gegn
sjúkdómnum, en lyfið sjálft getur
haft aukaverkanir sem eru mun
alvarlegri ef upp koma en sjálfur
sjúkdómurinn sem verið er að
lækna. Þannig eru öll fúkkalyf yf-
irleitt gágnslaus gegn vírus-
sjúkdómum eins og kvefi, en hafa
á hinn bóginn ýmsar aukaverkan-
ir, svo sem ofnæmi og niðurgang,
„Nú er komin út á ís-
lensku aðgengileg bók
um lyf, verkanir þeirra
og aukaverkanir,
skammtastærðir og
áhrif. Hér á ég við bók-
ina „íslenska lyfjabók-
in“ eftir Helga Krist-
bjarnarson lækni,
Magnús Jóhannesson
lækni og Bessa Gíslason
lyfjafræðing.“
sem reynst geta skeinuhættari en
sjálft kvefið. Flestallar hósta-
mixtúrur eru sennilegast gagn-
slausar, en geta haft ýmsar miður
æskilegar aukaverkanir.
Vöðvabólgulyf sem notuð eru við
vöðvaspennu eru gagnslítil, en
geta haft alvarlega slævandi
áhrif. Á síðari árum hefur á Norð-
urlöndum verið varað við of mik-
illi notkun ýmissa gigtarlyfja sem
geta haft alvarlegar afleiðingar á
beinmerg og blóðmyndun og auk
þess valdið magablæðingum og
ofnæmi. Bæði læknar og sjúkl-
ingar þar hafa reynt að minnka
Nokkur orð um bjór
- eftir Jósep Ó.
Blöndal
Bjórfrumvarpið er enn einu
sinni til meðferðar á Alþingi, guð-
irnir vita í hvaða útgáfu. Ef
marka má blaðaskrif, mun það að
þessu sinni verða samþykkt, og
verður þá þrashljómkviða
skammdegisins íslenzka ófáum
tónunum fátækari.
Sá, er þessar línur ritar, hefur
um fjórtán ára skeið verið búsett-
ur erlendis og því lítt getað fylgzt
með umræðunum. En sjö þessara
ára liðu við nárn og störf og stund-
um glaum og gleði í Kaupmanna-
höfn, og stofnað var til kynna við
bjórinn frá ýmsum hliðum. I um-
ræðum um bjór á íslandi er iðu-
lega vitnað til reynslu Dana i
þessum efnum, og þá einkum af
hálfu þeirra, sem telja að ölið
megi verða Mörlandanum til ein-
hverrar sáluhjálpar. Er því ekki
úr vegi að skýra stuttlega frá ein-
um þætti reynslu minnar af Dön-
um og bjórdrykkju.
Árið 1971—1974 var ég viðloð-
andi stærstu meðferðarstofnun
Danmerkur, Alkoambulatoriet pá
Forchhammersvej í Kaupmanna-
höfn, og var í fullu starfi við hlið-
arstofnun hennar, Overforsterga-
arden í Gentofte í rúmt hálft ár,
1973, sem geðlæknir. Stofnanir
þessar annast meðhöndlun þús-
unda sjúklinga, enda var þá, að
mati yfirlæknanna, Jens Haslund
og Egil Jensen, tíundi hver karl-
maður yfir 15 ára aldri áfengis-
sjúklingur.
1 slíku starfi skapast allnáin
kynni við þá, sem hjálpar leita og
smám saman verður til meira eða
minna ljós mynd af ferli hins
„dæmigerða" danska áfengis-
sjúklings. Ekki ætla ég að tíunda
sögu hans, en þegar hann leitar
hjálpar — oftast knúinn af fjöl-
skyldunni, vinnufélögum, yfir-
mönnum eða félagsmálastofnun
— þá hefur drykkjuskapur hans
verið að smá-þróast í 15—20 ár og
neyzlan aukizt úr þetta 4—6 flösk-
um (sem er meðalneyzla „vísitölu-
mannsins" danska) í yfir 30 flösk-
ur af 3,2—3,6% sterku öli á dag.
Yfirleitt eru möguleikarnir að
hressa upp á heilsufar hans all-
sæmilegir, og ef félagsráðgjafar,
hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar
og læknar leggja sig fram, er ven-
julega hægt að gera hann sæmi-
lega „ökufæran" á nokkrum mán-
uðum, koma fjárhagnum í viðun-
andi horf, ná samkomulagi við
eiginkonu og atvinnurekanda
o.s.frv. En möguleikar mannsins á
að halda sér þurrum — svo ekki sé
minnzt á hófdrykkju — þegar
hann hverfur undan verndarvæng
stofnunarinnar, eru hverfandi, því
bjórinn er alls staðar — á vinnu-
stöðum, heimilum, götunni, í
skemmtigörðum og guðirnir vita
hvar, því bjórinn er ómissandi
þáttur hins danska hversdags-
leika, og langflestir falla fyrir
freistingunni að fá sér „en bajer
sammen med kammeraterne" og
þá fer hringekjan af stað aftur
með enn meiri hraða en áður.
Um þrennt er ferill hins danska
áfengissjúklings frábrugðinn ferli
hins íslenzka þjáningabróður
hans: hann drekkur svo til ein-
göngu bjór, drykkjuskapur hans
hefst og þróast á vinnustaðnum,
og erfiðleikar hans við að halda
sér þurrum eftir meðferð eru
miklu meiri vegna hins gífurlega
framboðs á þessari lúmskustu teg-
und áfengra drykkja. Drykkja á
vinnustöðum (þ.e. bjórdrykkja)
þykir í Danmörku eðlileg og
sjálfsögðu jafnvel sjúkrahús eru
ekki undanskilin. Til marks um
þetta nefni ég til sögunnar mann
einn á fertugsaldri, sem hafði átt
sér dæmigerðan þróunarferil fyrir
danskan alkóhólista. Hann hafði
verið meira eða minna undir
áhrifum í 17 ár. Hann þurfti 3—4
„Elefant" (sterkur bjór) til að
komast fram úr rúminu á morgn-
ana, þegar hér var komið sögu, og
neyzla hans samsvaraði um 30
flöskum af miðlungsöli á dag.
Sterkan bjór þorði hann ekki að
drekka um miðjan daginn vegna
starfs síns, hélt sig sem sé við
miðlungsölið í vinnunni. Þessi
maður hafði í öll þessi 17 ár verið
fastráðinn sjúkrabílstjóri í Kaup-
mannahöfn.
Þetta vandamál — drykkju-
skapur á vinnustöðum — er óveru-
legt hér á landi, en getur nokkur
svarið af sér óttann við, að með
bjórnum væri því boðin heim?
Svo sem fyrr hefur verið getið
ná kynni mín af umræðum Islend-
inga um bjórmálið einungis fram
til 1970. I vetur hefi ég hins vegar
ekki hjá því komizt að veita at-
hygli ýmsum röksemdum, sem
færðar hafa verið með og á móti,
og staldraði síðast við þingfréttir
Morgunblaðsins 7. maí (bls. 38).
Þar eru rakin ýmis atriði, sem
formælandi nefndarálits meiri-
hluta allsherjarnefndar telur
„Hér er á ferðinni mál,
sem ekki snertir öryggi
ríkisins, sem ekki getur
haft utanríkispólitískar
afleiðingar, og obbinn
af atkvæðabærum
landsmönnum hlýtur að
hafa á því skoðun eftir
áratuga þjálfun í að ríf-
ast um það, því er það
afar vel til þjóðarat-
kvæðagreiðslu fallið.“
mæla með samþykkt frumvarps-
ins. Leyfi ég mér að fara um þessi
atriði nokkrum orðum, svo sem
þau eru höfð eftir í frétt í Mbl.:
A: Þingmaður telur, að tvískinn-
ungur ríki í málum þessum, þar eð
1) farmenn, flugliðar, og ferða-
menn megi flytja bjór inn í landið,
aðrir ekki, 2) bjór sé smyglað inn í
landið í stórum stíl, 3) vandkvæði
við að fá bjór á svörtum markaði
séu sögð hverfandi, 4) leyft sé að
selja ölgerðarefni og 5) bjórlíki fá-
ist á veitingahúsum.
Athugasemdir: 1) Telur þingmað-
urinn þessi hlunnindi ákveðinna
stétta og ferðamanna vera svo
hróplegt óréttlæti, að það réttlæti
bjórinnflutning og sölu til al-
mennings? Er það stjórnvöldum
ofviða að takmarka þennan inn-
flutning enn frekar eða jafnvel
banna hann, svo að millimetra-
réttlætið sé í heiðri haft?
2) og 3) Marijuana/kannabis/-
hassi er smyglað inn í landið í
stórum stíl, og vandkvæðin við að
fá þessi efni á svörtum markaði
eru hverfandi. Telur þingmaður
þetta tvennt mæla með þvf, að
innflutningur þessara efna verði
hafinn á löglegan hátt og sala lát-
in fara fram hjá ÁTVR?
4) og 5) Ekki get ég varizt þeirri
hugsun, að sala bruggefna og
bjórlíkis eigi tilkomu sína að
þakka framtakssemi þeirra, sem
vilja með öllum ráðum koma
frumvarpinu í gegn, og þetta á
sennilega við um heimildina til
ferðamanna einnig. Virðist mér
liggja í augum uppi, að megintil-
gangur leyfisveitinga stjórnvalda
til þessarar sölu hafi einmitt verið
sá að nota hana síðarmeir til að
auðvelda framgang frumvarpsins.
í Ijósi þess, telur þingmaðurinn
atriði 4) og 5) gjaldgeng í rök-
semdafærslu með frumvarpinu?
B: Þingmaðurinn telur ávinning
við samþykkt frumvarpsins marg-
þættan: 1) bjór muni fást eftir
löglegum leiðum með þröngum
skilyrðum, 2) smygl muni hverfa,
3) svartur markaður muni hverfa,
4) bjórlíkið muni hverfa, 5) allir
þegnar muni hafa sömu aðstöðu
til bjórkaupa, 6) ríkið græði, 7)
tvískinnungur verði úr sögunni, 8)
komið verði til móts við neyzlu-
venjur ferðamanna og 9) tekjur
muni fást til fræðslu um skaðsemi
áfengis almennt.
Athugasemdir: 1) og 5) út af fyrir
sig engar athugasemdir. Sjá loka-
kafla þessarar greinar.
2) Hvarf áfengissmygls í land-
inu með tilkomu áfengisverzlana
ríkisins? Er ekki smyglað mynd-
bandstækjum, myndböndum,
hljómflutningstækjum, talstöðv-
um, skartgripum, pelsum og guð-
irnir vita hverju, þrátt fyrir það,
að löglegt framboð á þessum varn-
ingi er mikið og verðlag oft vel
sambærilegt við verð í nágranna-
löndunum? Er ekki jafnvel mögu-
legt, að smygl aukist þegar bjór-
flöskurnar verða orðnar dagleg
sjón og ekki hægt að greina á færi,
að um smyglvarning sé að ræða —
og fólk þar að auki „komið á
bragðið"?
3) Er ekki allt ofannefnt dót og
miku meira til selt á svörtum
markaði? Er svartamarkaðssalan
á bjór svo óþolandi þáttur í ís-
lenzku þjóðlífi að hún réttlæti
samþykkt bjórfrumvarpsins?
4) Eina blessunin með tilkomu
bjórsins yrði sennilega hvarf þess-
ara ósmekklegu og ódrekkandi
blöndu pilsners og brenndra
drykkja. En er það „ávinningur"
miðað við þá hættu sem innflutn-
ingur og sala bjórs til almennings
gætu haft í för með sér? Telur
þingmaðurinn, vel á minnzt, að
bjórlíkið hafi bætt „vínmenningu"
íslendinga?
6) og 9) Er þingmanninum ekki
kunnugt um, að allar kannanir,
sem gerðar hafa verið á áhrifum
áfengissölu á fjárhag ríkisins í
nágrannalöndunum, benda ein-
dregið til þess, að ríkið tapi á
viðskiptunum? Telur hann, að það
væri frjálsri skotvopnasölu
Bandaríkjamanna til málsbóta, ef
hluta ágóðans væri varið til
fræðslustarfsemi um skaðsemi
skotvopna almennt?
7) Tvískinnung er víða að finna,
og sá tvískinnungur, sem þing-
maðurinn vill koma fyrir kattar-
nef með samþykkt frumvarpsins,
er að mínu mati tittlingaskítur
samanborið við ýmsan annan, svo
sem þann, er tíðkast meðal lýð-
ræðislega kjörinna stjórnmála-
manna.
8) Telur þingmaðurinn í alvöru,
að það geti fælt erlenda ferða-
menn frá þessum gimsteini At-
lantshafsins, að ekki fáist hér
bjór? Ef svo er, telur hann þá upp
á slíka ferðamenn púkkandi?
Röksemdafærsla formælandans
er vægast sagt fátækleg, og væru
forsendur samþykktar frumvarps-
ins ekki beysnari en þetta, hlyti
það að kolfalla. En réttur ein-
staklingsins til að kaupa og neyta
þess, sem hann/hún vill, vegur hér
þungt á metunum og er reyndar
eina „röksemdin" sem eitthvert vit
er í. Ég skrifa „röksemdin" innan
gæsalappa, því mat á slíkum rétti
er einstaklingsbundið og að veru-
legu leyti á tilfinningum byggt.
Hér er ekki um að ræða rétt eða
frelsi einstaklingsins til að verða
sér úti um lífsnauðsynjar eða
nauðsynjar yfirleitt, heldur hvort
sala bjórs til almennings hér á
landi muni verða til að bæta lífsg-
æði hans — og hér á ég ekki við
hin efnislegu lífsgæði — „stuðla
að fegurra mannlífi, svo notuð sé
klisja. Afstaða hvers og eins hlýt-
ur því mestanpart að mótast af
tilfinningum — og reyndar ber
samtíningur þingmannsins þess
glögg merki að vera tutlaður til í
kjölfarið á tilfinningalegri
ákvarðanatöku. Því hlýtur hin
eina rökrétta afgreiðsla bjór-
frumvarpsins að vera fólgin í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér er á
ferðinni mál, sem ekki snertir ör-
yggi ríkisins, ekki getur haft utan-
ríkispólitískar afleiðingar, og
obbinn af atkvæðabærum lands-
mönnum hlýtur að hafa skoðun
eftir áratuga þjálfun í að rífast
um það, því er það afar
vel til þjóðaratkvæðagreiðslu fall-
ið.
Komi til þjóðaratkvæðagreiðslu,
veit ég ekki, hvorum megin at-
kvæði mitt mundi lenda. Afar erf-
itt er að gera sér grein fyrir af-
leiðingum bjórsölu á almennum
markaði hér á landi á t.d. drykkj-
uskap á vinnustöðum, drykkju-
skap unglinga og drykkjuskap
þeirra, sem þegar drekka. Eitt er
víst, að þau kynni, sem ég hefi
haft af bjórneyzlu nágrannaþjóða
okkar á sjö árum í Danmörku og
öðrum sjö meðal Svía, munu ekki
stuðla að því, að ég greiði atkvæði
með frumvarpinu.
Höfundur er læknir á Patreksfirði.