Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 29 Kristján Hall við tvær mynda sinna í Listamiðstöðinni. Misskilningur Braga Ás- geirssonar leiðréttur - eftir Jóhann G. Jóhannsson Laugardagínn 11. maí sl. birtist í Morgunblaðinu grein undir yfir- skriftinni „Misskilningur" eftir Braga Ásgeirsson, gagnrýnanda og myndlistarmann Var þessi grein öll hin furðulegasta, bæði að uppsetningu o>> innihaldi. Kveikj- an að ritsmíðinní virtist vera sýn- ing Kristiáns HaH Listamiðstöð- inni er lauk sunnudaginn 12. maí. Með greininni birtist átta ára gömul ljósmynd meiri að umfangi en sjálf ritsmíðin sem þó fjallaði ekki um sýningu Knstjáns heldur um starí'sem Listamiðstöðvarinn- ar. Ég sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins tel það skyldu mína að leiðrétta þann misskilning, er Bragi vírðist nú ganga með og snertir starfsem. Listamiðstöðv- arinnar. Þess' misskilningur Braga virð- ist. nýtilkomínn, því í grein er Brag' skrifaói í Morgunblaðið 13. mars sl kemur tram agætur skiln- ingur á starfsemi og viðleitni Listamiðstöðvannnar í þá veru að bæta starfsgrundvöll íslenskra myndhstarmanna Leyf ég mér aö vitna í þessa greiri mál mínu til staðfestingar. Eftir aö Bragl hefur farið viður- kenningarorðum um þær nýjung- ar er Listamiðstöðin hefur fitjað upp á svo sem. myndleigu menn- einn besti orgelleikar: Þyskalands. Hvað sen þv: líður var leikur Gústafs fallega útfærður. Tvö stærstu verkin á efnisskránni voru þriðja sónatan og c-moll- passakaglian í þessum verkum sýndi Gústaf að hann er leikinn orgelleikari. Sónöturnar eru þriggja radda verk, þar sem leikið er með sjálfstæði radda fyrir hvora hendi, auk bassaraddar fyrir pedalrödd. Þessi sak- leysislegu verk eru miklir fing- urbrjótar. Passacaglian er talin samin á árunum 1708—1712 eða jafnvel síðar og er eina orgelverk meistarans í þessu formi. Verkinu hefur verið líkt við „himinháa" dómkirkju og er það einkar ris- mikið þat sem umhverfi og orgel eru í st.fl. Verkið er einfalt og skýrt í gerð og það er þessi ein- falda en sterkt meitlaða gerð þess sem gerir mögulegt að sækja til orgelsins allt það er það má gefa í styrk og mikilfenglegr: hljóman. 1 heild voru tónleikar Gústafs Jóhannessonar góðir og voru auk þess vel sóttir þrátt fyrir gott veð- ur sem sýnir að fjöldi nianns telur sig eiga erindi við góða og vel flutta tónlist. ingartengslum við útlönd, gjafa- og myndleigubréfum, segir hann: „Þá er komin fram hugmynd um stofnun menningarsjóðs er veiti listamönnum starfslaun og er hér um merkilega nýjung að ræða í ís- lensku myndlistarlífi í því formi sem hún er hugsuð.“ Síðar segir Bragi: „Þetta er áþreifanlegt dæmi þess að einstaklingar eru með stöðugai hug- myndir um listdreifingu og listmið lun hérlendis og hvað hægt sé að gera er styrki grundvöll og lífsskil yrði skapandi myndlistar Vær án ægjulegt ef Listamiðstöðin hefð er- indi sem erfiði og tækist þannig af veita auknu blóði inn í íslenskt myndlistarlíf." Lokaorð Braga eru þessi: „Það er í fyllsta máta ástæða til að vekja athygli á starfsemi Lista miðstöðvarinnar og óska henni velf- arnaðar." Frá því að Bragi skrifar þessi jákvæðu orð (fyrir tæpum tveim mánuðum) hefur Listamiðstöðin verið rekin með svipuðum hætti og áður. Tekist hefur að gera menning- arsjóðshugmyndina að veruleika og hefur fjöldi umsókna borist Unnið er að fjölgun aðila að menningarsjóðnum. er þeir eru nú yfir þrjátíu talsins, til að skapa meira svigrúm við afgreiðslu um- sókna um starfslaun Á tímabilinu hafa verið haldnar fjórar sýningar Haukur Halldórssor hélt sýn ingu, sem fékk málefnaiega um- fjöllun Braga í Morgunblaðinu. Skurðlistarskólinn hélt nem- endasýningu er aðeins stóð yfir eina helgi. Hvorki Bragi né aðrir gagnrýnendur fjölluðu um þá sýn- ingu. Magnea S. Hallmundsdóttir hélt sýningu á leirmyndum, er hún vann í Listasmiðju Glits og naut hún þar sömu aðstöðu og mynd- listarmennirnir Ragnar Kjartans- son og Ragnhildur Stefánsdóttir. Sú sýning fékk enga umfjöllun, hvorki af hálfu Braga né annarra gagnrýnenda. Þessi ágæta lista- kona hafði þó lokið burtfararprófi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og lagt mikla vinnu i sýning- una. Sýning Kristjáns Hall verður svo Braga tilefni þeirra skrifa er birtust eins og fyrr segir 11. maí sl. Fyrir utan hrokann, og yfirlæti þess er veit hver má, og hver ekki, kemur fram grundvallarmisskiln- ingur er varðar útleigu á sýn- ingarsal Listamiðstöðvarinnar. Því vil ég undirstrika eftirfarandi atriði: 1. Útleiga á sýningarsal Listamiöstöövarinnar Sýningarsalur Listamiðstöóvar innar er hugsaður sem aðstaða fyrir listamenn til að koma list sinni á framfæri við almenning. Þeir gera það í eigin nafni og á eigin ábyrgð. Aðstandendur Listamiðstöðvar- innar telja sig ekki hafa neina full vissu fyrir því hvað sé list og hvað sé ekki list Þeir leitast þó við að velja úr um- sóknurr eftir bestu sannfæringu, kynna sér starfsferil viðkomandi umsækjanda og að hluta til þau verk er ætluð eru til sýningar. ----— 2. Önnur starfsemi Sú starfsemi á vegum Listamið- stöðvarinnar sem miðar að því að efla og kynna íslenska myndlist og skapa listamönnum er náð hafa ár- angri í listsköpun sinni betri starfsgrundvöll er á ábyrgð Lista- miðstöðvarinnar. Undir þá starfsemi má flokka sýningar frá öðrum löndum er hingað koma á vegum Listamið- stöðvarinnar og heyra undir menningartengsl. Einnig sýningar sem haldnar eru á vegum Listamiðstöðvarinnar til kynningar á þeim listamönnum er Listamiðstöðin hefur umboð fyrir. Undir þessa starfsemi heyrir hinn nýstofnaði menningarsjóður. Til fróðleiks má geta þess að við val úr umsóknum um starfslaun verður leitað til manna er ætla má hæfa til starfans. Fjögurra manna nefnd skipuð listfræðingi, myndlistarmanni, fulltrúa aðila að menningarsjóði og fulltrúa Listamiðstöðvarinnar verður falið það vandasama verk. Á sama hátt verður leitað eftir samvinnu og faglegri aðstoð t.d. við val á verkum til kynningar er- lendis, enda ljóst að starfsemi sem þessi getur aldrei orðið marktæk nema góð samvinna takist milli Listamiðstöðvarinnar og þeirra er þessi málefni varða, sérstaklega við myndlistarmennina sjálfa og hagsmunafélög þeirra. Hins vegar varar Listamiðstöð- in við þeirri þróun er átt hefur sér stað víðast hvar erlendis þar sem listamennirnir eiga orðið allt sitt undir því að komast inn í „rétt gallerí“. Slík gallerí taka 50—70% þóknun af seldum verkum fyrir þjónustu sína, auk þess að lista- maðurinn sem markaðsvara er meira og minna háður duttlungum stjórnenda viðkomandi gallería. Þá skiptir meira máli hvar er sýnt en hvað er sýnt. Nú þegar ber á þessari þróun hérlendís. sérstaklega í fari nokk- urra gagnrýnenda sem sniðganga þá sýningarsal er þeim Tinnst ekki nógu „fínir“. Hefur þetta orðið tií þess að margar sýningar hafa ekki fengið verðuga umfjöllun. Ég vil þó taka fram að ég tel hvorki Braga Ásgeirsson né Valtý Pét- ursson í þessum hópi. Ég veit að þeir reyna að fjalla um flest allt. sem myndlistarunn- endun stendur til boða hverju sinni og er það ærinn starfi. Að lokum um leið og ég þakka þeim er sýnt hafa Listamiðstöð- inm velvilja og skilning, vil ég taka undir orð Gunnsteins Gísla- sonar formanns Sambands ís- lenskra myndlistarmanna, er hann viðhafði á athyglisverðu myndlistarþmgi er haldið var fyrir skömmu. Þar sagði Gunnsteinn m.a. „Listii rú hæs> þegai frelsi frum- kvæði og barattuvilj einstaklingsins fær að njóta sin ‘ Með þökk fyrir birtinguna f.h Listamiðstöðvarinnar, Jóhann G Jóhannsson Haldið uppi af Thompson og gítar-Taylor Hljómplötur Siguröur Sverrisson Power Station 33'/j EMI/Fálkinn Power Station er óneitanlega kyndugur blendingur tónlistar- manna, sem koma saman undir nefni, sem dregið er af heiti hljóð- vers í Nýju Jórvík. Tveir koma úr unglingabólusveitinni Duran Dur- an, sá þriðji á að baki feril með Chic og David Bowie ef mig mis- minnir ekki og sá fjórði hefur reynt fyrir sér síðari árin sem sólóisti með skrykkjóttum ár- angri, þó náð hylli í Benelux- löndunum og Þýskalandi. Það, að meðlimirnir tilheyra jafnólíkum tónlistarstefnum og raun ber vitni, kemur niður á lagasmíðunum sem ekki eru nógu sannfærandi flestar hverjar. Tvö laganna átta eru reyndar gömul; annað frá dögum T. Rex, Get it on, hitt frá Isley Brothers. Þrátt fyrir að lög þeirra fjórmenninga séu kannski ekki verulega sterk fer frábær hljóðfæraleikur tveggja þeirra, samfara góðum stuðningi haugs aðstoðarmanna, snilldar- lega útfærðum trommu-„effect- um“ og afbragðs upptökustjórn langt með að breiða yfir gallana. Fyrir vikið hef ég mjög lúmskt gaman af þessari plötu, Lögin eru ekki lýrísk en ákaflega áleitin. Láta mann ekki : friði eftir að maður hefur á annaö borð gefið sér tíma til að hlusta á plötuna. Það eru þeir Tony Thompson, trommuleikari og Andy Taylor, gítarleikari Durar Duran, sem halda þessari plötu uppi að veru- legu leyti. Báðir tveir stórkostlega færir á sínu sviði og í raun synd hversu illa Andy nýtist. í Duran- flokknum. Hinn Taylorinn, John, er ekki nema miðlungi góður bassaleikari og mér finnst fremur lítið til Roberts Palmer koma sem söngvara. Framlag þeirra þó hnökralaust. Bestu lög Murderess og Get it on. Fer íiu) á lang flest heimilí landsins! lAmm MJÓLKURDAGSNEFND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.