Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 32

Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 Mannskæðar aðgerðir IRA: Fjórir lögreglumenn biðu bana í sprengingu Belfast, 20. maí. AP. Lögreglubifreið gereyðilagðist í dag, er hún ók yfir jarð- sprengju rétt við bæinn Newry á Norður-írlandi. Fjórir lögreglu- menn, sem í bifreiðinni voru, biðu allir bana og fimm vegfar- endur, sem stóðu nærri bifreið- inni er sprengingin varð, særð- ust. I hópi lögreglumannanna voru þrír karlmenn og ein kona. Óku þau í skotheldri bifreið og voru stödd rétt fyrir utan Newry, sem stendur nærri landamærunum við írska lýðveldið. Samkvæmt frá- sögn talsmanns lögreglunnar eyði- lagðist lögreglubíllinn gersamlega og flaug brak úr honum yfir stórt svæði í sprengingunni. írski lýðveldisherinn (IRA) hef- ur Iýst yfir ábyrgð sinni á spreng- ingunni. í tilkynningu frá IRA sagði: „Þessi aðgerð fór fram á svæði, þar sem varðgæzla er mikil. Verknaðurinn ætti því að verða lögreglumönnum stjórnvalda mik- il viðvörun." Aðgerðir IRA hafa að undan- förnu einkum beinzt gegn brezk- um hermönnum á Norður-írlandi og lögreglumönnum þar, en í lög- regluliði Norður-írlands eru aðal- lega mótmælendur en fáir kaþ- ólskir menn. Sprengingin í dag fól í sér mannskæðustu aðgerðir IRA síð- an í febrúar sl., er liðsmenn IRA skutu sprengikúlum á lögreglu- stöðina í Newry. Níu lögreglum- enn biðu þar bana, en alls hafa 32 menn misst lífið í innanlandsátök- Sækir um hæli í Sovétríkjunum Nancy, Frakklandi, 20. maí. AP. ATVINNULAUS ítali í Frakklandi hefur sótt um að fá pólitískt hæli í Sovétríkjunum. Heldur hann þvf fram, að útilokað sé fyrir sig að fá atvinnu á Vesturlöndum. Frönsk blöð skýrðu frá þessu í dag. Hafa þau það eftir mannin- um, Michael Paradiso, sem er 46 Býflugur spilltu brúðkaupi lAindúnum, 20. maí. AP. BRÚÐKAUP í Higham í Kent á sunnudaginn hlaut heldur óskemmtilegan endi, garðveisla stóð sem hæst í góða veðrinu, þegar bý- flugnager fyllti garðinn skyndilega og létu einstakar flugur ófriðlega. Gestirnir þustu í skjól hver um ann- an þveran og urðu margir fyrir stungum í írafárinu sem greip um sig. 15 kílómetra í burtu, í Sidcup, nokkrum mínútum síðar, réðst bý- flugnagerið á 77 ára gamla konu sem sat með tebolla úti í garðinum heima hjá sér. Stungu óðar flugur hana um allan líkamann og hlaut hún bana af. Talsverð hræðsla hefur gripið um sig í Englandi vegna þessa, enginn veit hvar flugnakófið muni staldra við næst og hafa lögregluyfirvöld eindregið hvatt fólk til að vera á varðbergi. unum á Norður-Irlandi, það sem af er þessu ári, þar af 17 lögreglu- Afhroð skæruliða Uu, Perá, 20. maí. AP. SKÆRULIÐUM Maoista og stjórnarhermönnum laust sam- an í norðanverðu Perú um helg- ina og fóru hinir fyrrnefndu hall- oka. Mikið mannfall var í röðum Maoista sem kalla samtök sín „skínandi troðningur". Þannig var mál með vexti, að um 100 skæruliðar náðu á sitt vald tveimur samliggjandi þorp- um, settu upp gerviréttarhöld yf- ir bæjarfulltrúum og dæmdu þá til dauða, skutu þá síðan aila á torgum úti í augsýn bæjarbúa. Bjuggu þeir um sig í umræddum bæjum, en stjórnarherinn komst á snoðir um aðgerðir þeirra og lét til skarar skríða. Féllu um 40 skæruliðar í áhlaupi stjórnar- hersins, en hinir tvístruðust um allar jarðir. ára gamall, að hann hafi sótt um pólitískt hæli í Sovétríkjunum hjá sovézka sendiráðinu í París og kvaðst hann hafa fengið þau svör þar, að verið væri að kanna mál hans og mætti hann búast ------------------ við svari einhvern næstu daga. Paradiso fluttist til Frakk- Indland: lands á sjötta áratugnum. Hann segist vera vörubílstjóri að at- vinnu, en hafi aðeins fengið íhlaupavinnu af ýmsu tagi allan tímann síðan hann kom til Frakklands. Hefði hann aldrei fengið borið meira úr býtum en lágmarkslaun. AP/Símamynd Ali á Kínamúrnum Múhameð Ali, „The greatest" eins og hann kallaði sig, fyrrum heims- meistari í hnefaleikum, er um þessar mundir staddur í Kína og er það önnur heimsókn hans til þess lands. Á myndinni er hann ásamt eigin- konu sinni, Veronicu, staddur á Kínamúrnum víðfræga ásamt fríðu foru- neyti. Er hann var spurður um hvernig hann liti á frelsið á Vest- urlöndum í samanburði við það, sem hann mætti búast við í Sov- étríkjunum, svaraði hann: „Þið talið um frelsi. Hvað hef ég með frelsi að gera í Frakklandi, ef ég á ekki krónu til þess að fara út, ferðast eða kaupa bækur eða aðra hluti.“ „Þið kallið það frelsi. Án pen- inga, án vinnu, er ekkert frelsi til.“ Sovézka sendiráðið í París hef- ur að svo komnu ekkert viljað segja um mál mannsins. Aukin efnahagssam- vinna við Sovétmenn Nýju Delhí, 20. maí. AP. RAJIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, hyggst undirrita samninga um mikla samvinnu í efnahagsmálum í ferð sinni til Sovétríkjanna, sem hefst á morgun, þriðjudag. Gandhi mun eiga viðræður við Gorbachev og er búist við að þá verði undirritaðir samningar um mikla aðstoð Sovétmanna við olíu- og kolavinnslu Indverja og við orkuöflun þeirra og vélafram- leiðslu. Einnig er talið, að Gandhi muni fara fram á veruleg lán til ýmissa þróunarverkefna. Stjórn- málaskýrendur segja, að Gandhi leiki hugur á að endurvekja sterk tengsl Indverja og Sovétmanna, sem heldur hefur dofnað yfir að undanförnu. Er þar ekki síst um að kenna umfangsmiklum njósn- um Sovétmanna á Indlandi, en samkvæmt opinberri skýrslu hafa a.m.k. átta sovéskir sendiráðs- rnenn, sem nú eru farnir frá land- inu, verið mikilvirkir njósnarar. Sl. föstudag var undirritaður samningur milli Indverja og Bandaríkjamanna, sem kveður á um aðgang hinna fyrrnefndu að Bretland: Kolanámumenn fengu lífs- tíðardóma fyrir morðið Khymney, Wales, 20. maí. AP. RÚMLEGA 1000 námuverkamenn í borginni Rhymney tóku un helgina þátt í mótmælagöngu þar sem lífstíðardómum yfir tveimu starfsbræðrum þeirra var mótmælt harðlega. Dómana 'engu félag arnir fyrir að hafa myrt leigubflstjóra meðan á verkfalli kolanámu manna stóð. Dómstóll í Cardiff kvað upp dómana á föstudaginn yfir Russel Shankland og Dean Hancock. 10 af 12 kviðdómendum voru sammála um að dæma mennina í lífstíðar- fangelsi og kom dómurinn tölu- vert á óvart í heimabæ þeirra þar sem frekar var reiknað með því að þeir yrðu dæmdir fyrir manndráp af gáleysi en fyrir morð að yfir- lögðu ráði. Þeir Shankland og Ha- ncock vörpuðu 20 kg steypubita fram af umferðarbrú er leigubif- reiðin ók undir hana. Farþeginn í bigreiðinni var námuverkamaður sem gekk í berhögg við verkfallið og var á leið til vinnu. Ted Row- lands, þingmaður Verkamanna- flokksins, ávarpaði göngumennina í Rhymney og sagði, að þrátt fyrir að það fyndu allir til með aðstand- endum hins látna, þá væru þeir Shankland og Hancock engir morðingjar og dómurinn yfir þeim hefði verið „hrylliiegur". Þriðji maðurinn sem réttað var yfir, Anthony Williams, var sýkn- aður af morðákæru og látinn laus. Hann tók þátt í göngunni og sagði í samtali við fréttamenn að hann væri enn að reyna að fá aftur vinnu sína. „Það vita allir, að það sem gerðist var hræðilegt slys sem enginn vildi að yrði,“ sagði Willi- ams. bandarískri tækniþekkingu og í næsta mánuði er Gandhi væntan- legur til Bandaríkjanna í opinbera heimsókn. Austur-Þýskaland: Maður veginn við múrinn Berlín, 20. nuí. AP. AUSTUR-þýskir landamæraverðir skutu óþekktan flóttamann sem freistaði þess að komast til Vestur- Þýskaland.s nærri Spandau-hverfinu á sunnudaginn. Borgarar heyrðu byssugnýinn og kölluðu á lögreglu. Kom hún í tíma til að sjá landa- mæraverði hlaupa að liggjandi manni, sveipa hann laki og bera á brott. Virtist maðurinn vera látinn. Maðurinn sást liggjandi á auðu svæði milli hindrana, en vélbyssu- turnar Austur-Þjóðverja gnæfa þar yfir allt og þetta mun vera einhver best varði hluti járn- tjaldsins. Síðast var flóttamaður skotinn á þessum slóðum 1. des- ember síðastliðinn. Stjórnvöld í Vestur-Þýskajandi voru fljót að fordæma harðlega aðgerðir landamæravarðanna. Peter Bönisch, talsmaður stjórn- arinnar í Bonn, hvatti stjórnvöld í Austur-Þýskalandi til þess að hætta í eitt skipti fyrir öll að beita skotvopnum gegn fólki sem vildi aðeins njóta frelsis til athafna og ferða. Stjórnvöld fyrir austan múra og víggirðingar létu ekkert frá sér heyra vegna þessa máls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.