Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.05.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 flfanQQptssilrifafeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Kerfisbreyting í landbúnaði Fram hefur verið lagt stjórnarfrumvarp til breyt- inga á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvör- um, sem felur í sér umfangs- miklar breytingar frá gildandi lögum. Helztu breytingar, sem að er stefnt, eru þessar: • Starfssviði Framleiðsluráðs landbúnaðarins er breytt á þann veg, að það verður sam- starfsvettvangur búvörufram- leiðenda, en afskipti þess af vinnslu- og sölumálum minnka. • Verðlagningu er breytt. Annarsvegar verður ákveðið verð til framleiðenda, en hins- vegar heildsöluverð á búvöru. Ákvörðun smásöluverðs fari eftir almennri verðlagslöggjöf. • Sett eru ákvæði, hagstæðari bændum, um skil milliliða á greiðslu afurðaverðs. • Útflutningsbótagreiðslur verða minnkaðar verulega, en hluti af því fé, sem þannig sparazt, verður hagnýttur í þágu landbúnaðarins. • Ríkisvaldið semji við bænd- ur um ákveðið magn mjólkur- og sauðfjárafurða, sem þeim verður tryggt grundvallarverð fyrir. • Lögfest verður heimild fyrir skiptingu búvöruframleiðslu með svæðabúmarki. • Sérstakt gjald verður lagt á innflutt fóður í því skyni að stjórna búvöruframleiðslu. • Tekin verða upp almenn ákvæði um mat og flokkun bú- vöru. • Dregið er úr afskiptum og ábyrgð Framleiðsluráðs á vinnslu og sölu búvara. • Reglur um innflutning á nýju grænmeti og kartöflum eru rýmkaðar. • Grænmetisverzlun landbún- aðarins verður lögð niður. Vafalaust verða skiptar skoð- anir um sitthvað, sem fram- komið stjórnarfrumvarp geym- ir. Hitt er fagnaðarefni að hér er hreyft við kerfi, sem um margt var staðnað, og það fært nær nútímaviðhorfum. Þessi kerfisbreyting tekur í senn mið af sjónarmiðum bænda, sem framleiðenda, og almennings, sem neytenda, og felur í sér nauðsynleg fyrstu skref í átt til meira frjálsræðis og hagræðis. Þau markmið, sem frum- varpið stefnir að og bændur horfa helzt til, eru: 1) að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöru- framleiðslu 2) að búvöruframleiðsla svari sem næst innlendri eftirspurn, þ.e. neyzlu innanlands og hrá- efnaþörf íslenzks iðnaðar, og tryggi ávallt nægilegt vöru- framboð við breytilegar að- stæður í landinu 3) að nýttir verði sölumögu- leikar búvöru erlendis, eftir því sem hagkvæmt er talið 4) að kjör þeirra, sem vinna í landbúnaði, verði hliðstæð al- mennum kjörum í landinu 5) að innlend aðföng nýtizt sem mest og bezt við framleiðslu búvara 6) að stuðla að jöfnuði milli framleiðenda í hverri búgrein, hvað varðar afurðaverð og markað. Þau atriði frumvarpsins, sem fyrst og fremst snúa að neyt- endum, eru spor í frjálsræðis- átt, m.a. að því er varðar dreif- ingu og verðlagningu; er auka á samkeppni og eru stefnumark- andi um frekari þróun til eðli- legra viðskiptahátta. Þá er sett fram áætlun um skipulega lækkun útflutnings- bóta, sem verið hafa 10% af heildarverðmæti búvörufram- leiðslunnar. Samkvæmt 36. grein frumvarpsins skal há- mark útflutningsbóta vera 7% 1986, 6% 1987, 5% 1988, 5% 1989 og 4% 1990. Þessar út- flutningsbætur, sem nú eiga að stórminnka, hafa verið eitt helzta gagnrýnisatriði skatt- greiðenda á landbúnaðarstefnu liðinna ára. Helztu mótrök gegn niðurfellingu bótanna vóru þau, að þær væru einskon- ar atvinnuleysisbætur landbún- aðarins. Útflutningsbætur búvöru vóru ekki verulega þyngjandi í skattadæmi ríkisbúskaparins fyrr en upp úr 1970, það er í byrjun svokallaðs „framsókn- aráratugar", er óðaverðbólgan hóf innreið sína í íslenzkan þjóðarbúskap. Hún margfald- aði árlegan tilkostnað innlends landbúnaðar, langt umfram verðþróun á erlendum mörkuð- um, og lokaði í raun dyrum á útflutning búvöru, nema með himinháum útflutningsbótum, sem erfitt var að réttlæta. Verðbólga „framsóknaráratug- arins“ lék alla íslenzka útflutn- ingsframleiðslu illa, en land- búnaðinn máske verst. Flestir kaupstaðir og kaup- tún landsins standa öðrum fæti, atvinnu- og efnahagslega, í sjávarútvegi — veiðum og vinnslu —, en hinum í landbún- aði, það er úrvinnslu búvöru og verzlunar- og iðnaðarþjónustu við nærliggjandi landbúnað- arhéruð. Þannig skarast ís- lenzkt atvinnulíf; hver atvinnu- grein styður og styðst við aðra. Það er því rangt að ala á úlfúð einnar starfsstéttar í garð ann- arrar. Þó deila megi um einstök efnisatriði þessa frumvarps auðveldar það, á heildina litið, samstarfsleiðir í íslenzku sam- félagi. Christiph Bertram á fundi SVS og Varðbergs: Samningar um af meira virði en gei - fælingarmáttur kjarnorkuvopna hefur tryggt frið í 40 ár Hugmyndir Bandaríkjastjórnar um geimvarnarkerfí gegn eldflaug- um eiga eftir að valda miklum deil- um innan Atlantshafsbandalagsins að mati dr. Christophs Bertram, stjórnmáíaritstjóra þýska vikublaðs- ins Die Zeit, meiri deilum en annað á vettvangi þess fyrr og síðar. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs á laugardaginn. í upphafi ræðu sinnar rifjaði Bertram upp tillögur Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, um varnarkerfi gegn eldflaugum sem á að byggjast á flóknum tækni- búnaði í geimnum, en á ensku eru þær þekktar undir heitinu Strat- egic Defense Initiative (SDI). For- setinn kynnti tillögurnar í ræðu 23. mars 1983 og sagði tilgang þeirra að unnt yrði að verjast árás langdrægra eldflauga, það er að segja eldflauga sem skotið yrði frá Sovétríkjunum á skotmörk í Bandarikjunum. Forsetinn sagði að varnarkerfið myndi gera kjarn- orkuvopn gagnslaus og ekki þyrfti lengur að treysta á fælingarmátt þeirra til að tryggja frið. í mars 1984 var komið á fót sérstakri skrifstofu í bandaríska stjórnkerf- inu til að vinna að þessu verkefni. Á fjárlögum ársins 1985 verja Bandaríkjamenn 1,4 milljörðum dollara til verkefnisins og uppi eru tillögur um 3,7 milljarða dollara fjárveitingu á árinu 1986. Um er að ræða 5 ára áætlun sem á að kosta alls 26 milljarða dollara. Markmiðið er að á árinu 1991 hafi rannsóknum verið lokið og Banda- ríkjastjórn geti tekið ákvörðun um það, hvort ráðist verði í fram- kvæmdir. Kerfið á að vera þannig úr garði gert, að unnt sé að granda árásareldflaugum áður en þær ná til skotmarksins og helst í upphafi ferðar þeirra á sporbaug um jörðu. Sagt hefur verið að þetta verkefni sé átta sinnum viðameira en Manhattan-áætlunin svo- nefnda, en það var verkheitið sem Bandaríkjamenn notuðu þegar þeir réðust í smíði kjarnorku- sprengjunnar. Bandarískir tæknimenn eru þeirrar skoðunar, að ekki sé unnt að búa til svo fullkomið varnar- kerfi að engin árásareldflaug nái skotmarki sínu. Sagði Bertram, að innan bandaríska stjórnkerfisins væru svo ólík sjónarmið um gagn- semi kerfisins að þessu leyti, að ógjörningur væri að átta sig á því hver hinn raunverulegi tilgangur væri. Þær stönguðust á yfirlýs- ingar forsetans um skothelt kerfi og efasemdir sérfræðinga um að það sé tæknilega framkvæmanlegt að búa það til. Sérfræðingarnir hika hins vegar við að andmæla forsetanum afdráttarlaust opin- berlega. Pólitískar afleiðingar Hvað sem deilum um þetta at- riði líður er ljóst, að tillögur for- setans hafa þegar haft pólitísk áhrif. Þær má meðal annars sjá í Genf, þar sem fulltrúar Banda- ríkjamanna og Sovétmanna ræða um takmörkun og fækkun kjarn- orkuvopna. Bandaríkjamenn vilja fækka árásarvopnum en ekki ræða um varnarkerfið. Sovétmenn vilja fækka árásarvopnum og einnig stemma stigu við smíði varnar- kerfa. Taldi Bertram, að afstaða Sovétmanna væri rökrétt. Ekki væri unnt að skera niður eigin kjarnorkuherafla án þess að hafa hemil á smíði varnarkerfa, eina svarið við geimvörnum væri að fjölga árásareldflaugum og gera þær öflugri. Við þessar aðstæður gengur hvorki né rekur í Genfar- viðræðunum. Frá því um miðjan sjötta ára- tuginn hefur öryggiskerfi heims- ins byggst á fælingarkenningunni. Kjarnorkuveldin gera sér ljóst, að afleiðingar kjarnorkustyrjaldar yrðu svo hörmulegar, að það sé óðs manns æði að efna til slíkra átaka. Enginn getur sigrað í kjarnorku- styrjöld, þetta er kjarni fælingar- innar. Markmið Reagans er að losa Bandaríkin undan ógn kjarn- orkuvopnanna. Öryggi banda- manna Bandaríkjanna er best tryggt með því að allir deili sam- eiginlegum örlögum sé öryggi eins ógnað. Reagan hefur sagt, að fæl- ingarkerfið sé ósiðlegt. Yfirlýs- ingar af þessu tagi falla vel að skoðunum friðarhreyfingarinnar í Evrópu, sagði Bertram. I raun tal- ar Reagan eins og Græningjarnir í Vestur-Þýskalandi þegar hann hallmælir kjarnorkuvopnum, ógnarjafnvæginu og fælingunni á siðferðilegum forsendum. Sjálfs- agt er að kanna, sagði Bretram, hvort unnt sé að tryggja öryggi með öðru en fælingarkerfinu. Ef nýtt kerfi finnst á hinn bóginn ekki, eru yfirlýsingar eins og þær sem Reagan hefur gefið til þess eins fallnar að draga úr vilja al- mennings í lýðræðisríkjunum til að sætta sig við kjarnorkuvopn. Bertram sagði, að varla væri unnt að telja það kerfi ósiðlegt sem tryggt hefði frið í 40 ár. Ljóst er, að Sovétmenn telja markmið Reagans hættulegt fyrir öryggi sitt. Þeir eru hræddir um eigin stöðu en það dregur úr stöð- ugleika sem er nauðsynleg for- senda þess, að jafnvægi haldist og friður innan fælingarkerfisins. Áhrifín á Atlants- hafsbandaiagið Grunnþáttur Atlantshafsbandalagsins er sá, að ekki séu dregin skil á milli öryggis Evrópu annars vegar og Banda- ríkjanna hins vegar. Komi Banda- ríkjamenn sér upp eigin varnar- kerfi gegn kjarnorkuárás er hætta á því, að raskað sé við þeirri grundvallar forsendu varnarsam- starfsins. Frá fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á laugardag. Kaupmannahöfn: Kjarvalsmálverk slegið j JónxhÚNÍ, 15. maí. ENN ERU íslenzk málverk á upp- boði hér í Kaupmannahöfn. Er það á stóru uppboði Brugn Rasmussen í Breiðgötu, en þar eru boðin upp málverk, teikningar, höggmyndir, húsgögn, keramik, listaverkabæk- ur og grafík. Þrjú málverk eftir Gunnlaug Blöndal voru boðin upp í gær, en þó aðeins getið eins þeirra í skrá með mynd, svo að hin hafa borist síðar, þ.á m. hið þekkta málverk af konu að greiða sér, málað 1936. En hin tvö eru af fiskibát- um i höfn. Seldust þau á 25 og 32 þúsund, en konumyndin fagra á 50 þúsund dkr. eða 185 þúsund ísl. kr. Fóru a.m.k. 2 málverka Gunnlaugs til Klausturhóla. f gær voru einnig boðnar upp sex myndir eftir Kjarval, mis- jafnar að stærð og gerð. Seldist stórt málverk með útsýni mót Esju á 100 þúsund dkr., eða 370 þúsund ísl. kr. sem var undir matsverði, en fögur Þingvalla- mynd með Skjaldbreið í miðju á 150 þúsund eða 555 þúsund ísl. kr. Þá var önnur Þingvallamynd miklu síðri af svæðinu í kringum Öxarárfoss og var hún slegin óþekktum kaupanda í gegnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.