Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 50

Morgunblaðið - 21.05.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 Manuel Gutiérrez Aragón: „Svolítið meira háð“ Frá útimarkaAi grunnskólanemenda. Egilsstaðir: Allan söluvarning höfÖu nem- endur sjálfir búið til undanfarinn hálfan mánuð { mynd- og hand- menntatímum i skólanum og heimilisfræðitímum. Þarna gátu gestir og gangandi keypt málverk á vægu verði, skúlptúr úr steinum, hatta, stultur, kökur og sælgæti. Ennfremur var boðið upp á pylsur og ávaxtasafa. Allur varningur seldist upp á klukkutíma — en ágóðanum skal Ljósm.: Mbl./ Ólafur varið til kaupa á hljómflutnings- tækjum fyrir skólann. Kennarar, foreldrar og þeir nemendur sem þarna lögðu hönd að verki voru í hátíðarklæðum og farðaðir vel — og þeim sem hafði láðst að mála sig heima gafst kostur á að bæta úr því á staðnum. Skólahljómsveitin lék og farið var í hvers kyns leiki. — Ólafur. — eftir Aitor Yraola í kvikmyndinni „Feroz“ (villtur) (1984) sem sýnd verður á kvik- myndahátíðinni hér í ár leikur „björn“ aðalhlutverkið. Leikstjóri myndarinnar er Manuel Gutiérrez Aragón, verðlaunahafi f Berlín, Cannes, Chicago og San Sebastián og tilheyrir yngri kynslóð kvik- myndaleikstjóra á Spáni. í nýlegu viötali segir M.G. Aragón: „Eg vildi segja sögu, vegna þess að uppbygging og lögmál sagna- formsins hafa ávallt hrifið mig. En ég vildi ekki að sagan hefði neinn töfrablæ yfir sér, heldur að hún væri raunsæ. Og svo raunsæ varð hún að hún virðist oft á tíð- um súrrealístísk." Sérhvert atriði myndarinnar er bæði súrrealístískt og skoplegt (enda langaði hann helst til að kýr léki aðalhlutverkið). Bangsi vinn- ur við tölvu, fer á skrifstofuna á morgnana, fær sér tebolla o.s.frv. Samt er hvorki hægt að afgreiða myndina sem ævintýra- og grín- mynd, hún er einnig þroskasaga. „Mig langaði til að setja svolítið meira háð í myndina. Þá fannst mér tilvalið að nota björn,“ segir hann. Manuel Gutiérrez Aragón fædd- ist árið 1942 í skógi vöxnu héraði í Santander þar sem úir og grúir af goðsögnum enda eru myndir hans magnaðar galdri. Hann tók há- skólapróf í heimspeki og stundaði síðan nám i „Escuela Oficial de Cinematografía", sama skóla og Berlanga og Saura höfðu gengið i. Manuel Gutiérrez Aragón Hann hefur leikstýrt átta kvik- myndum, stjórnað sviðsetningu á „Réttarhöldunum" eftir Kafka i Madrid, verið verðlaunaður af gagnrýnendum í Berlín árið 1974 og hlotið verðlaun sem besti leik- stjórinn árið 1977 í sömu borg. Fyrsta kvikmynd hans var „Habla mudita" (Talaðu þögul, 1973) og hlaut hann fyrir hana verðlaun gagnrýnenda i Berlín. Framleiðandi myndarinnar var E. Querejeta, sá sem oftast framleið- ir kvikmyndir fyrir Saura. Myndin fjallar um ungan mann sem býr einn á fjöllum uppi. Hann kynnist daufdumbri hirðingjastúlku i ná- lægu þorpi og reynir að kenna henni að tjá sig og hafa góða framkomu. Fólk stingur saman nefjum um þetta óvenjulega sam- band og loks snýr ungi maðurinn í siðmenninguna aftur. Efnistök leikstjórans benda bæði til frum- leika og þroska. Önnur mynd hans, „Camada negra“ (Svarta gengið, 1977), hlaut Silfurbjörnin í Berlín fyrir bestu leikstjórnina. Hún segir frá leynilegum samtökum ungra fas- ista sem stunda heræfingar á laun. Myndin er ekki pólitísk né tekur hún fasismann fyrir, heldur fjallar á bókmennta- og goðsögu- legan hátt um flokk þessara slags- málahunda og æsingamanna sem á tímum Francos réðust á „rauð- ar“ bókaverslanir og námsmenn. „Sonámbulos" (Svefngenglar, 1977) er sennilega hugmynda- fræðilegasta kvikmynd Aragóns. Hann var virkur félagi í Kommún- istaflokknum til ársins 1976 og kvikmynd þessi er eins konar dæmisaga um hinn flókna neðan- jarðarheim vinstri sinnaðra öfga- manna þar sem inn er fléttað áhrifamiklu atriði sem sýnir, líkt og í draumi, árás Franco-lögregl- unnar á Landsbókasafnið. Kvikmyndin „el corazón del bosque" (Skógarhjartað, 1978) hefur verið sýnd í kvikmynda- klúbbnum „Hispania" i Reykjavík. Þar er sögð afar falleg styrjaldar- saga sem lýsir þó tilgangsleysi og dauða skæruliða i stjórnartíð Francos að borgarastríðinu loknu. Myndin er ekki eingöngu pólitísk Grunnskólanemend- ur bregða á leik E(ita8tMum, 12. nui. FORSKÓLANEMENDUR og nemendur 1.—6. bekkjar Egilsstaðaskéla brugðu á leik í gær og efndu til útimarkaðar — þar sem hvers kyns handunninn varningur var til sölu — auk þess sem efnt var tíl leikja og lúðrasveit þeytti horn sín. Uppákoma þessi var með suðrænum blæ og nokkuð í takt við svonefndar karnevalhátíðir. Maxis húsgögn frá Axis, teiknuð af Pétri B. Lútherssyni. Viktor, fjölnotastóllinn frá Víði, teiknaður af Pétri B. Lútherssyni. Kaupmannahöfn: Axis og Víðir sýna í Bella Center JÓMhúsi, Kaupnunnabðfn, 11. mai. TVÖ ÍSLENZK fyrirtæki sýna húsgögn á Norrænu húsgagnasýningunni á Bella Center, sem lýkur á morgun. Eru það Axis og Víðir og vöktu vönduð húsgögn þeirra og smekklegir sýningarbásar athygli gesta. Forsætisráðherra Dana, Poul Schlúter, opnaði hina árlegu hús- gagnasýningu sl. miðvikudag. Að þessu sinni sýna 522 aðilar frá 14 löndum i hinni rúmgóðu sýn- ingarhöll og hefur aðsókn verið geysimikil að venju. Á opnunardaginn boðaði Einar Ágústsson sendiherra og Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins til blaðamannafundar i sýningar- básum íslenzku fyrirtækjanna. Komu þangao fjölmargir blaða- menn innlendir sem erlendir. Bauð sendiherra gestina vel- komna með ávarpi og þágu þeir veitingar. Spurðu blaðamenn margs um hina íslenzku fram- leiðslu, sem raunar lýsir gæðun- um bezt sjálf. Húsgögnin frá Axel Eyjólfs- syni hf., Axis, heita Flexis og Maxis. Flexis eru hinir þekktu fataskápar fyrirtækisins, sem svo auðvelt er að breyta og mikil eftirspurn er eftir. En Maxis er nafnið á hillu- og skápasam- stæðu, sem býður upp á fjöl- breytta upjpröðun, hvar sen. er i íbúðinni. A sýningunni er- húr. í ljósri hjónaherbergisinnréttingu og einnig sem mjög fallegur glasaskápur, sem nota má til að skipta stofu og borðstofu og opna frá báðum hliðum. Þá er til sýnis frábærlega skemmtilega hannað borð og stóll Péturs B. Lúthers- sonar, sem raunar hefur einnig teiknað hin húsgögn Axis, en með einu handtaki má breyta sófaborði í borðstofu- eða vinnu- borð og hægindastól í borðstofu- eða vinnustól. Snjöll hugmynd, sem hentar vel í litlu húsnæði. Eyjólfur Axelsson fram kvæmdastjóri Axis sagði, að mikilvægt væri fyrir íslenzk fyrirtæk: að. taka þátt í þessari sýningu ti! að fá sambönd, sem seinna gætu þróast upp i við- skipti og til að vekja athygli á íslenzkum iðnaði. Nauðsynlegt væri að kynna nýjar vörur og fá álit þeirra aðila, sem lengri reynslu hafa í húsgagnafram- leiðslu og viðskiptum, safna upp- lýsingum og þróa markaðsmögu- leika. Fyrirtækið, sem Axel Eyj- ólfsson, faðir Eyjólfs stofnaði, er 50 ára um þessar mundir og hef- ur nú í þriðja sinn sýningarbás á Bella Center. Á sýningu Trésmiðjunnar Víð- is hf. ern. hin stílhreinu Salix húsgögr mest áberandi, en þar eru sófasett, borðstofu- og vegg- einlnga ao ræða, aö ógleymdum barnaherbergishúsgögnum fyrir tækisins sem eru teiknuð af finnska hönnuðinum Ahti Task- inen. Áklæði eru úr íslenzkri ull frá Álafossi. Er hægt að raða veggeiningunum og barnahús- gögnunum á hinn fjölbreyti- legasta hátt og eru Salix húsgögn flutt út til Bandarikjanna og einnig að nokkru til Sviss, eink- um barnakojurnar, sem njóta mikilla vinsælda. Nýjung þeirra Víðismanna á sýningunni er Viktors-stóllinn, fjölnotasæti, sem Pétur B. Lúthersson hefur hannað, og er hann bæði fallegur og sérlega hentugur. Margir fylgihlutir eru fáanlegir með stólunum, t.d. skrifplata, skemill, grind fyrir bækur og öskubakka, númerakerfi o.m.fl. og er barna- leikur að raða þeim upp í geymslu og tengja í sætaröðum. Víðir tekur nú þátt í húsgagna sýningunni í sjötta sinr. og er þetta fjórða árið í röð. Fyrirtæk- ið stofnaði Guðmundur Guð- mundsson, eins og flestum er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.