Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. MAÍ 1985
né lætur hún staðar numið við
hina stórfenglegu skóga og fjöll á
Norður-Spáni (fæðingarstað leik-
stjórans) heldur er tilgangurinn
einnig að svipta ljómanum af
stríðshetjunum og stríðinu öllu,
líkt og liðsforinginn Williard P.
Coppola var látinn gera í „Acopal-
ypse Now“.
„Demonios en el jardín" (Djöfl-
ar í garðinum, 1982) hlaut fimm
verðlaun gagnrýnenda í New York
og var að auki valin besta kvik-
myndin á hátíð kvikmyndafram-
leiðenda í Cannes árið 1983. Hún
segir frá dreng og þeirri spennu
sem ríkir á heimili hans á 6. ára-
tugnum þegar svartamarkaðurinn
blómstraði og opinber áróður óð
yfir landið.
Leikstjórinn M.G. Aragón, sem
hæðist að sjálfum sér og hóf feril
sinn með expressjónístísku mynd-
inni „Habla mudita", segist hafa
áhuga á að segja sögur með að-
ferðum sem eiga lítt skylt við
bókmenntasköpun.
Samkvæmt Luis Megino, fram-
leiðanda mynda hans, eru verk
Aragóns „full af duldum merking-
um og hrífandi myndamáli og
sannkallaður hafsjór af sögum".
„Til eru frábærir leikstjórar
sem byggja verk sín á þeim til-
finningum sem hrærast innra með
okkur öllum. Ég hef aftur á móti
stöðuga tilhneigingu til að beita
afhjúpandi háði. í „Feroz" leynist
mikið háð þrátt fyrir að myndin
segi sögu sem endar vel.“
Höfundur er lekíor í spænsku við
Iláskóla íslands.
kunnugt, 1945, en áður hafði
hann uunið sjálfstætt við hús-
gagnagerð í 15 ár. Haukur
Björnsson forstjóri lét vel af
undirtektum gesta þegar þennan
fyrsta dag og sagði, að takmarkið
með sýningaraðild væri einkum
upplýsingaöflun og markaðs-
starf, sem ekki mætti vanmeta.
Hingað koma geysimargir inn-
kaupaaðilar og er mikilvægt að
bera saman útlit, gæði og verð og
þróa markaðsmöguleika. Sýning-
in er gluggi út að hinum stóra
viðskiptaheimi, sagði Haukur og
lagði áherzLu á að ekki mætti
vanmeta markaðsstarfsemi, sem
ekki lyki, fyrr en varan væri
komin í hendur ánægðs kaup-
anda.
Nafn Péturs B. Lútherssonar
húsgagnahönnuðar kemur svo
oft fyrir í umræðunni um ís-
lenzku sýningarbásana, að rétt
er að ræða ögn við hann. Pétur
stundaði nám hér í Danmörku og
hefur átt mjög annríkt við hönn-
un húsgagna síðan. Lætur hann
vel af sýningunni og segir nauð-
synlegt að byggja upp íslenzkan
útflutning á iðnaðarvörum.
Framleiðsluleyfi á Lobastac-stól
hans hefur verið selt hingað til
Labofa-fyrirtækisins í Skælskor.
Jens Pétur Hjaltested sér um
íslenzku þátttökuna fyrir Ot-
flutningsmiðstöð iðnaðarins,
bæði á fatnaði og húsgögnum,
þriðja árið í röð. Hin árin voru
íslenzku fyrirtækin þrjú, sem
sýndu húsgögn, en þá voru Ingv-
ar og Gylfi með. Rómar hann
mjög alla aðstöðu og framkvæmd
á Bella Center og segir stjórn og
starfsfólk sýna mikla lipurð og
alúð við störf sín og sama fólkið
vinni þar ár eftir ár. Hefur Út-
flutningsmiðstöin hið bezta sam-
band við B.C. og er alltaf jafn
ánægjulegt að koma þangað og
sjá íslenzka fánann við hún,
sagði Jens Pétur. — Geta má
þess í lokin að blómin, sem prýða
sýningarbásana, sendir Jens Pét-
ur Hjaltested í sýningarlok til fé-
lagsheimilisins í Jónshúsi og er
það líka til fyrirmyndar.
G.L. Ásg.
Samur við
sig sá gamli
Hljómplðtur
Siguröur Sverrisson
John Fogerty Canterfield
Warner Brothers/Steinar
Það munaði minnstu að ég
skellti upp úr þegar ég fór að
spila þessa plötu Johns Fogerty.
Karlinn hefur ekki breyst hætis
hót þau 15 ár sem liðin eru frá
því Creedence Clearwater Revi-
val var á toppnum en Fogerty
var einmitt driffjöður þeirrar
sveitar. Hvernig Fogerty hefur
tekist að sleppa við að verða
fyrir nokkrum áhrifum af einu
eða neinu tagi á heilum áratug
er mér hulin ráðgáta en það er
þó alltént gaman til þess að vita
að enn séu til menn, sem gefa
skít i tískubólur.
Þrátt fyrir að lagasmiðar
Fogertys séu rétt eins og þær
hafa alltaf verið get ég ekki
leynt því að ég hafði mjög gam-
an af sumu á þessari plötu. Oðru
var ég ekki eins spenntur fyrir.
Þegar Fogerty tekst best upp —
vel að merkja, allur hljóðfæra-
leikur er i höndum hans sjálfs
og textar og lög sömuleiðis eftir
hann — er hann skrambi góður,
annars bara þokkalegur. Tilþrif-
in í hljóðfæraleik eru lítil, ein-
faldleikin ræður i flestum tilvik-
um ríkjum. „Pródúsjón" sömu-
leiðis blátt áfram, rétt eins og
tónlistin. Bestu lög finnast mér
vera Old Man Down the Road,
Rock and Roll Girls og I Saw It
onTV.
Það munu nú liðin 9 ár frá þvi
siðast heyrðist til Fogerty á
hljómplötu. Orsakanna má m.a.
leita í málaferlum sem hann
lenti í og tóku óheyrilegan tíma.
Stóðu þau á milli hans og for-
stjóra plötufyrirtækisins, sem
hann var áður samningsbund-
inn. Tveir textanna á Center-
field gætu hæglega átt við um-
ræddan forstjóra, Mr. Greed og
Wanz Kant Danz, og núna er
mér sagt að Fogerty eigi yfir
höfði sér aðra málshöfðun, að
þessu sinni fyrir meiðyrði.
NYTT A ISLANDI
NU.SLEPPA ÞEIR
STORU EKKI
Sjálflysandi sökka frá HAMLET sem þarf aðeins að
vera 15 sekundur i dagsljósi og er þa sjálflysandi i
myrkum sjónum i 15-20 minutur.
Lögun sökkunnar tryggir að hun sekkur hratt til botns.
jafnvel i sterkum straumi. þangað sem stóru fiskarnir
halda sig og lýsingin fra henni laðar þa að.
Þessi utbunaður er laus við bly- og fosforsmitun
og er viðurkenndur af norskum sjomannasamtökum.
I
Sökkurnar eru til i mörgum stærðum: 20 g. 40 g. 60 g.
100 g. 150 g. 200 g. 250 g og 300 g.
í
HAMLET
PRODUKTER
EINKAUMBOÐ A ISLANDI. GRÆNLANDI OG I FÆREYJUM:
TRONUHRAUNI 6 ■ PO BOX 205
222 HAFNARFJÖROUR
SIMAR 91-651100. 651101
EASYLINK NUMER 19008885
TELEX: 946240 CWEASY G. REF 19008885
Söluumboð:
i:»
Landssamband ísl. utvegsmanna. simi 91-29500.
Vöruafgreiöslan Austurbakka. simi 91-17028 (bein lina)
Ananaustum, simi 91-28855.
Vörusendingar. sími 91-14605 (bein lina).
ÍL