Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 21.05.1985, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 fclk í fréttum Jackie orðin leið á naggi Rithöfundurinn Jackie Collins, systir Joan, er sífellt að kvarta undan því að fólk sé að gagnrýna sig fyrir „subbubók- menntir". Meðal verka Jackie má nefna „Holly- wood wives“ og „The world is full of married men“. Titlarnir bera efnið með sér, þetta eru spennusögur kryddaðar ótæpilega með kynlífi og þá einkum í formi fram- hjáhalds og fleiru af líku tagi. En þetta selst eins og • heitar iummur og sjón- varpsþáttaröð hefur verið gerð eftir bókinni fyrr- nefndu. Jackie hefur átt velgengni að fagna. „Fólk er alltaf að klifa á því hvort ég ætli ekki að fara að skrifa „betri bæk- ur“ og þá þykist ég vita að efni bóka minna fari fyrir brjóstið á þessu fólki. Svarið er einfaldlega nei. Hví skyldi ég gera það, ég hef gaman af minni vinnu og henni er vel tekið með þessum undantekningum þó. Þetta er eins og þegar ég var barn og táningur. Ég hafði alltaf gaman af því að hlusta á blús- og rokktónlist og fólk var alltaf að suða: Farðu nú að hlusta á klassíska tón- líst, þegar þú eldist muntu taka hana fram yfir. Það hefur ekki gerst, blúsinn og rokkið en enn mín tón- list og ég bið engan afsök- unar á því,“ segir Jackie. Skrautlegur gestur Natössju Nýjustu kvikmynd Natössju Kinski hefur verið hleypt af stokkunum, frumsýningin var fyrir skemmstu og bauð ungfrúin miklu fjölmenni til gleðskapar í tilefni af því. Meðal þeirra sem tróðu upp var formaður kvikmyndaeftirlitsins í Mið- Austurlöndum. Lét hann á sér bera eins og mynd- in ber með sér og gerði hann sig líklegan til að „klippa" einhver atriði úr myndinni sem ber heitið „Harem“, eða kvennabúr ... Jay Aston Rod Stewart Nick Kershaw Rose McDowell Hill komst til Wembley — en ekki fyrr en knatt- spyrnuferlinum var lokið Eitt frægasta nafnið í breska íþróttaheiminum er nafn Jimmy Hill, hins síbrosandi fréttamanns BBC, en er hann sté upp í blaðamannastúkuna á Wembley-leikvanginum á laug- ardaginn til þess að lýsa beint úrslitaleiknum í ensku bikar- keppninni milli Everton og Manchester Utd., var hann að endurtaka það í 20. skiptið. Sjálf- ur var Jimmy knattspyrnumaður í eina tíð, hann lék yfir 400 leiki með Fulham og Bremtford í 1. og 2. deild, alls 12 keppnistímabil og hann upplifði þrátt fyrir það aldrei þann stóra draum flestra knattspyrnumanna á Bretlands- eyjum, að leika um bikarinn á Wembley. „Það munaði samt mjóu í eitt skiptið, það var árið 1958 og ég var þá hjá Fulham. Við komumst í undanúrslit og mættum þar Manchester Utd. Seint í leiknum leit vel út fyrir okkur, staðan var 2—1 fyrir Fulham og ég skoraði annað markanna. En þeir hjá United eyðilögðu allt saman með því að jafna undir lokin og í framlengingunni gerðu þeir svo út um leikinn. Það er annars hræðilegt að leika ekki knatt- spyrnu. Ég lék að vísu aldrei landsleik og var aldrei stjarna, en ég hafði alltaf ástríðu til knattspyrnunnar," segir Hill. Hvað gera stórstjörnur í fríinu sínu? Hvert fara stjörnurnar þegar þær eiga frí? Svörin eru trúlega jafn mörg og stjörnurn- ar sjálfar eru, sitt sýnist hverj- um í þessum efnum sem öðrum. Það væri þó ekki úr vegi að hlýða á hvað nokkrar þeirra leggja til málanna þegar þær eru spurðar þessarar spurningar: Eddy Grant: „Líf mitt hefur verið eitt allsherjar sumarfrí síðustu tíu árin eða eftir að ég fluttist til Barbados. Þar bý ég á fallegasta búgarði eyjanna. Skyggni er jafnan 10 kílómetrar og ég sé hvergi til annarra mannabústaða. Þarna hef ég allt sem ég þarf og má nefna tenn- isvelli og sundlaugar. Ég hef ekki þörf fyrir frí í skilningi þess orðs eins og staðan er hjá mér.“ Jay Aston: „Ég dái og dýrka ísrael og vonast til að geta ein- hvern tímann farið þangað í al- vörufrí. Ég hef bara komið þang- að nokkrum sinnum í stuttar ferðir með „Bucks Fizz“. Strend- urnar eru stórkostlegar, fólkiö vingjarnlegt og landið fallegt. Þá er ekki síður ánægjulegt að ferðast þar þar eð Bucks Fizz eru ekki sérlega þekkt hljómsveit þar í landi og þá fær maður meiri frið.“ Rose McDowell, söngkona í Strawberry Switchblade: „Spánn er minn eftirlætis sumarfrís- staður. í fyrra var það ógleym- anlegt, ég sat eina nóttina ásamt vini mínum niðri á strönd og allt í einu skall á ofsalegt þrumuveð- ur. Við sátum heilluð og horfð- um á það þangað til við vorum gegnvot. Það var geysilega róm- antískt." Nick Kershaw: „Ég hef enn ekki komið á minn draumastað, sem er Disneyland í Bandaríkj- unum. Walt Disney var aðalhetj- an mín í barnæsku. Næst þegar ég fer í hljómleikaferðalag til Bandaríkjanna ætla ég ekki að Iáta það bregðast að fara til Disneylands." Rod Stewart: „Ég fór síðast í frí í febrúar og það var sannar- lega eitt af betri fríunum. Ég fór í „safaríferð" í Afríku og það var stórkostleg reynsla að sjá öll þessi villidýr sem þar eru í ná- lægð og í eðlilegu umhverfi. Það væri gaman að endurtaka ferð- ina, en annars er ég einn af þeim sem vill breyta til, gera eitthvað ólíkt og fara annað næst þegar ég tek frí.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.