Morgunblaðið - 21.05.1985, Side 67

Morgunblaðið - 21.05.1985, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAl 1985 67 Unnið hörðum höndum að uppsetningu sýningarbása í íþróttahúsinu. Ljósm.: Morgunbi./ólafur Egilsstaðir: Iðnsýning Austur- lands opnuö 25. maí - Yfir 70 iðnfyrirtæki kynna starfsemi sína Egilastöðum, 14. maí. í MORGUN var hafíst handa í íþróttahúsinu á Egilsstöðum við uppsetningu sýningarbása fyrir Iðnsýningu Austurlands ’85 sem þar verður opnuð laugar- daginn 25. þ.m. Grunnflótur sýningarsvæðisins innan- og utandyra verður vænt- anlega um 12 ferm enda er fjöldi þátttakenda í sýningunni um eða yfir 70 iðnfyrirtæki víðs vegar af Austurlandi, að sögn Bergsteins Gunnarssonar, starfsmanns sýn- ingarnefndar, en Iðnþróunarfélag Austurlands stendur að þessari umfangsmiklu iðnsýningu. Undirbúningur að sýningunni er að sjálfsögðu löngu hafinn og væntu bjartsýnustu menn þátt- töku 40—50 iðnfyrirtækja en þátttökufjöldinn hefur sem sé far- ið langt fram úr vonum þeirra. „Vonandi verður fjöldi sýningar- gesta í takt við þetta," sagði Berg- steinn Gunnarsson. Sýnendur eru bæði starfandi í framleiðsluiðnaði hvers konar á Austurlandi svo og þjónustuiðn- aði. Þá mun Póstur og sími sýna margs konar nýjungar í símabún- aði. Ýmislegt verður gert gestum til skemmtunar sýningardagana, að sögn Bergsteins. Björgunarsveitin Gró á Héraði mun skemmta yngstu borgurunum, kórar koma fram og lúðrasveitir hvaðanæva úr fjórðungnum auk leikara hinna ýmsu leikfélaga innan fjórðungs. Aðgöngumiði sýningarinnar, sem mun kosta 100.-, kr. gildir jafn- framt sem happdrættismiði og að sögn eru vinningar ekki af verri endanum. Eins og fyrr segir verður Iðn- sýning Austurlands ’85 opnuð laugardaginn 25. maí kl. 14 og verður opin þann dag til kl. 22:00 — og eins verður sýningin opin sunnudag og mánudag. Fjórði sýn- ingardagurinn verður föstudagur- inn 31. maí og verður þá opnað með lúðrablæstri kl. 17 og opið til kl. 22. Þann 1. júní verður efnt til al- menns fundar um iðnaðarmál í fjórðungnum í tengslum við sýn- inguna. Þar munu þeir Theodór Blöndal og Ingjaldur Hannibals- son flytja erindi auk þess sem for- ráðamenn sýningarinnar vænta nærveru iðnaðarráðherra, Sverris Hermannssonar, en vegna anna ráðherra að undanförnu er enn ekki vitað hvort af því getur orðið sagði Bergsteinn. Sýningarnefnd Iðnsýningar Austurlands skipa: Einar Orri Hrafnkelsson, Guðmundur Bene- diktsson og Björn Kristleifsson. — Ólafur Tónlistarskóla Kefla- víkur slitið í 27. sinn Herbert H. Ágústsson skólastjóri lætur af störfum Morgunblaðið/Einar Falur Herbert H. Ágústsson, sem nú lætur af skólastjórn Tónlistarskóla Keflavík- KefUrík, 16. Dal. TÓNLISTARSKÓLA Kefíavíkur var í gær slitið í 27. sinn. Þau tfmamót eiga sér nú stað hjá skólanum að Herbert H. Ágústsson lætur af störf- um, en hann hefur verið skólastjóri síðastliðin 9 ár og kennari við skól- ann frá 1959. Við skólaslitin léku nokkrir nemendur og afhent voru verðlaun fyrir bestan árangur í hinum ýmsu greinum sem og prófskfr- teini. Einnig var frumflutt stutt verk fyrir strengjakvartett eftir Kjartan M. Kjartansson kennara. I vetur stunduðu um 170 nem- endur nám við skólann í nokkrum deildum. Kennt er á öll algengustu hljóðfæri en fjölmennust er píanó- deildin, en við hana kenndu í vetur fjórir kennarar. Einnig eru kennd- ar hinar ýmsu kjarnagreinar s.s. tónfræði, hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsaga. Þeir nemendur sem stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja fá nám við Tónlist- arskólann metið til eininga. Mikil áhersla er lögð á forskólanám og geta börn byrjað í skólanum á fimmta aldursári, en meiningin er að þau séu þrjú ár í forskólanum. Þau kynnast helstu hljóðfærum og reyna að nota þau. Þessum for- skóla lýkur svo með því að nem- andinn sjálfur ákveður endanlega það hljóðfæri sem hann hefur mestan áhuga á. Einnig er starf- rækt unglingalúðrasveit og er Jón- as Dagbjartsson stjórnandi henn- ar. Tónlistarskólinn var stofnaður 1957. Fyrstu árin fór kennslan fram á ýmsum stöðum í bænum þar til hann að lokum fékk inni í Æskulýðsheimilinu við Austur- braut og þar fer kennslan fram í dag. Fyrirhugað er að stækka hús- næðið til muna á næstu árum. Ragnar Björnsson var ráðinn fyrsti skólastjóri skólans 1960. Hann gegndi starfinu til 1976, en þá tók Herbert H. Ágústsson við. Herbert lætur nú af störfum eftir tuttugu og sex ára starf við skól- ann. Við skólaslitin voru honum færðar gjafir og þakklæti frá kennurum, nemendum, Tónlistar- félagi Keflavíkur og Keflavík- urbæ. Ekki hefur enn verið ráðinn nýr skólastjóri. —EFI Við getum nú afgreitt allar stærðir af YAMAHA Enduro og götuhjólum með 3—5 vikna fyrirvara. Athugið að verð YAMAHA mótorhjóla er nú sérlega hagstætt. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. S. 81299 Velkomin í þjónustuver IBM Þjónusta okkar hjá IBM er ma.fólgin í því að miðla sem bestum upplýsingum, leiðbeina þeim sem ætla að nýta sér tækni tölvunnar og auka einnig þekkingu þeirra sem þegar hafa tileinkað sér þessa tækni. Þessi fræðsla fer fram í þjónustuveri IBM að Skaftahlíð 24. Hún er ókeypis og öllum opin. í þjónustuverinu verður þú þess vlsari hvern- ig standa skuli að tölvuvæðingu, hvenær og hvað er unnt eða algengast að tölvuvæða. Kynningar á næstunni: Miðvikudagur 22/5 kl. 09.00-13.00 IBM PC tölvugerðir Fimmtudagur 23/5 kl. 09.00—13.00 S/36 kynning fyrir stjórnendur Fimmtudagur 23/5 kl. 13.30—15.30 IBM PC tengd við S/36 Föstudagur 24/5 kl. 09.00—13.00 Nýtt ritvinnslukerfí fyrir S/36 Miðvikudagur 29/5 kl. 10.00-16.00 Tölvur og umhverfi þeirra Þátttaka tilkynnist til móttöku IBM I síma 91-27700 ÞJÓNUSTUVER Skaftahlið 24,105 Reykjavik. Simi 91-27700.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.