Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 68

Morgunblaðið - 21.05.1985, Síða 68
ÞRIÐJUDAGUR 21. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. MorRunblaðið/Júlíus Brugðið á leik að vorverkum loknum íbúar í Stekkja- og Bakkahverfi í Breiðholti tóku saman höndum á sunnudag og hreinsuðu rækilega til í hverfinu. 180 tonnum af rusli var ekið á haugana að þessum vorhreingerningum loknum. íbúarnir gerðu sér glaðan dag í verklok, leikin var knattspyrna, Breiðholtshlaup IR fór fram, lambaskrokkar voru steiktir á teini og lögreglu- og slökkviliðsmenn komu í heimsókn á tækjum sínum. Þessir ungu Breiðhylt- ingar fengu að reyna hjól lögregluþjónsins og kunnu vel að meta. Sjá n»n»r bls. 39. Agreiningur í ASI um samningamálin: VMSÍ andvígt samningum til skamms tíma - sem stöðva átti frekari kaupmáttarrýrnun til hausts SVO VIRÐIST sem hugmyndir miðstjórnar Alþýðusambands ís- lands um að ná skammtímasamn- ingum við Vinnuveitendasam- bandið nú í vor tii að stöðva fyrir- sjáanlegt áframhaldandi kaup- máttarrýrnun séu runnar út í sandinn. A formannaráðstefnu ASÍ í gær lögðust fulltrúar Verka- mannasambands íslands gegn þessari hugmynd — gegn því að samið yrði fyrir 15. júní og fram yfir næstu áramót, eins og Guð- mundur J. Guðmundsson, formað- ur VMSÍ, sagði í samtali við blaða- mann Mbl. Önnur aðildarsam- bönd ASÍ voru fylgjandi hugmynd- inni um að reynt yrði að ná. skammtímasamningum nú en allti virðist í óvissu um hvert framhaldl málsins verður. Ásmundur Stefánsson, forseti ASf, sagði í gær að ætlunin hefði verið að reyna að koma í veg fyrir áframhaldandi kaup- máttarhrap, sem til hausts yrði líklega um 4% til viðbótar því, sem orðið hefði á undanförnum misserum. „Það er ljóst að í Al- þýðusambandinu er ákveðinn ágreiningur, sem ekki verður leystur á einni nóttu," sagði hann. Magnús L. Sveinsson, formað- ur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagði í gær að hann teldi það ábyrgðarleysi að láta ekki reyna á það nú, hvort hægt yrði að stöðva fyrirsjáan- legt kaupmáttarhrap í sumar. Karvel Pálmason alþingis- maður, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, sem á aðild að Verkamannasam- bandinu, sagðist í gær vera and- vígur þessari afstöðu Verka- mannasambandsins. „Ég taldi rétt, að láta reyna strax á hvort hægt væri að ná bráðabirgða- Rætt er um aukna skatt- heimtu vegna húsnæðislána - hugmyndum um erlenda lántöku hafnað FJÁRHAGSVANDI húsnæðislánakerfis ríkisins er stærsta óleysta vandamálió vegna afgreiöslu á fnimvarpi til lánsfjárlaga ársins 1985. í síðustu viku voru uppi hugmyndir um að taka 300 milljóna kr. erlcnt lán til að brúa bilið að þessu leyti. Þeim hefur nú verið hafnað og hafa fulltrúar stjórnarflokkanna samþykkt að ganga til viðræðna við stjórnarandstöðuna um lausn málsins, en í tillögum hennar felst meðal annars að kannaðar verði leiðir til nýrrar innlendrar tekjuöflunar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er því talið líklegt, að skattahækkanir komi til álita á þessum viðræðum. I hugmyndinni um að afla 300 milljóna kr. til húsnæðislánakerf- isins umfram þær 1,790 millj. kr. sem nú eru í frumvarpinu til lánsfjárlaga felst, að 200 milljón- um yrði varið til sérstakra lána vegna greiðsluerfiðleika en 100 milljónum vegna greiðslujöfnunar, hvort tveggja vegna eldri lána. Væri þessi leið farin fengjust 200 milljónir til þess að lána til húsa eða íbúða sem fokheldar yrðu á þessu ári. Sérfræðingar Húsnæð- isstofnunar ríkisins eru hins vegar þeirrar skoðunar, að 750 milljónir kr. kunni að vanta til nýlána í ár. Hvorugur stjórnarflokkanna tel- ur unnt að afla 750 milljóna kr. umfram það sem nú segir í frum- varpinu. Ekki er talið liklegt að samkomulag takist um, að verja aðeins 200 milljónum til nýlána. Innan þingflokks sjálfstæðismanna hefur komið fram gagnrýni á það, að Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, skuli gefa fyrirheit um rýmkaðar útlánareglur Hús- næðisstofnunar á sama tíma og ekki hefur tekist að afla fjár til að standa við núverandi skuldbind- ingar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa menn ekki komið sér niður á það, hvernig staðið skili að skattahækkunum, ef til þeirra verði gripið. Stjórnarandstöðu- flokkarnir hafa gagnrýnt ýmsar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar, svo sem á ferðamannagjaldeyri á sínum tíma. Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokks- ins, hefur meðal annars lagt til að undanþágur undan söluskatti verði afnumdar. Stjórnarflokkarnir hafa heitið lækkun tekjuskatts á þessu ári og beint skattheimtu inn á braut óbeinna skatta svo sem með hækkun söluskatts. Fjáröflun vegna húsnæðislána- kerfisins er aðeins eitt þeirra óleystu mála sem stjórnmálaflokk- arnir glíma við vegna afgreiðslu frumvarps til lánsfjárlaga. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er líklegt að beiðnum um fjáröflun til annarra þátta en húsnæðislána verði almennt hafnað. Sjá nánar um húsnæðismálin á bls. 2, 39 og 64. samningi við Vinnuveitenda- sambandið til að tryggja þann kaupmátt, sem samið var um síðastliðið haust," sagði hann. „í september næstkomandi verður kaupmáttur orðinn lægri en hann var fyrir samningana í fyrra. Ég tel það fyrir neðan all- ar hellur, að af hálfu stjórnar Verkamannasambandsins lágu engin drög fyrir formannafundi þess á sunnudaginn, þar sem innan við 30 manns af um 70 voru mættir. Þeir sem réðu ferð- inni á þeim fundi töluðu um að fá 30% kauphækkun strax í haust — rétt eins og gert var í fyrrahaust." Karvel sagði að þessi afstaða VMSÍ hefði orðið til þess, að ekki hefði verið mótuð stefna ASÍ í komandi samningum, eins og reiknað hefði verið með. „Þess i stað er óbreytt ástand, kaupmáttur heldur áfram að falla og menn halda að sér höndum," sagði hann. Sjá nánar um formannafund ASÍ á blaðsíðu 36. Keflavík: • • Olvaður ók á þrí- tugan mann Á sunnudagskvöldið var ekið á liðlega þrítugan mann á Hringbraut í Keflavík, fyrir utan hús íþróttavallarins. Mað- urinn var á leið frá íþróttavell- inum og gekk aftur fyrir bifreið sína, þegar japanskri fólksbif- reið var ekið suður Hringbraut. Ökumaður missti stjórn á bif- reið sinni og lenti á manninum og bifreið hans. Maðurinn kastaðist um 12 metra vegalengd og skarst mikið á höfði og andliti auk annarra áverka, sem hann hlaut. Ökumaður fólksbif- reiðarinnar ók af slysstað, en náðist skömmu síðar. Hann var ölvaður og hafði skömmu áður ekið utan í aðra bifreið á Hringbraut. 84 bátar á humarvertíð HUMARVERTÍÐ er hafin og hafa 84 bátar leyfi til veiða í ár, nokkru færri en í fyrra. Aflakvóti á ver- tíðinni er 2.370 tonn, sem er held- ur minna en í fyrra. Þá var kvót- inn 2.600 tonn. Bátar hafa fengið aflakvóta i samræmi við afla und- anfarin ár. Kvótinn á hvern bát er nánast hinn sami og í fyrra, sem helgast af því að færri verða að veiðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.