Morgunblaðið - 22.05.1985, Page 43

Morgunblaðið - 22.05.1985, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 43 LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AD VANDADRI LITPRENTUN AF STAÐ! . . . í hverju? Nýjum bíl frá Bílatorgi Mikið úrvai góðra og notaðra bfla „Neðst i Nóatúni OMM eru viöskiptavinir okkar m M%Jm efstir á blaði NÓATÚNI 2 • SlMI: 621033 Stjóm BSRB ræðir úrsögn KÍ á fimmtudag: STJÓRN Bandalags starfsmanna ríkis og bsja (BSRB) mun á fundi sínum á fimmtudaginn rsða fyrirsjáanlega úrsögn Kennarasambands íslands (KÍ) úr bandalaginu frá og með 1. janúar á nssta ári. Fram hefur komið, að forysta BSRB er ósátt við þá niðurstöðu fulltrúaráðs KÍ að taka ekki tillit til auðra seðla úr allsherjaratkvsðagreiðslu sambandsins um úrsögn úr bandalaginu. Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagðist í samtali við blaða- mann Mbl. vera ósáttur við máls- meðferð fulltrúaráðsins. „Ég setti fram þá hugmynd fyrir fulltrúa- ráðsfundinn á laugardaginn að gerðardómur lögfræðinga skæri úr um það hvort telja ætti auðu seðl- ana með en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn," sagði Kristján. „Skoðun mín er sú, og hana byggi ég á áliti lögfræðinga okkar, að auðu seðlana hefði átt að telja með og að Kennarasambandið eigi að vera áfram í okkar röðum." Valgeir Gestsson, formaður Kl, sagði að fulltrúaráðsfundurinn hefði falið stjórn sambandsins að hefja undirbúning að þvi að KÍ starfaði utan BSRB og að eftir því væri nú unnið. „Það er vitaskuld ljóst að við verðum í BSRB til ára- móta,“ sagði hann, „en þá munum við væntanlega fara úr banda- laginu." Valgeir sagði að á fulltrúaráðsf- undinum hefði komið fram tillaga um að láta endurtaka allsherjar- atkvæðagreiðsluna um úrsögn úr BSRB en hún hefði verið felld með 17 atkvæðum gegn 8. Einnig hafi komið fram tillaga um að láta gerðardóm skera úr um hvort telja bæri með auðu seðlana en sú til- laga hefði ekki komið til atkvæða, þar sem áður hefði verið búið að samþykkja tillögu um að telja auðu seðlana 151 ekki með. Samþykkt fulltrúaráðsins á laugardag, sem greint var frá í sunnudagsblaði Mbl., var svohljóð- andi: „I allsherjaratkvæðagreiðslu 2. og 3. maí sl. um aðild KI að BSRB greiddu 68,6% þeirra, sem afstöðu tóku, atkvæði með því að KÍ gengi úr BSRB. Fulltrúaráð KÍ telur að auðir seðlar og ógildir geti ekki ráðið úr- slitum um áframhaldandi aðild Kí að BSRB og að úrslit allsherjar- atkvæðagreiðslunnar feli í sér úr- sögn, sbr. 7. gr. laga BSRB og því verði Kennarasamband íslands utan BSRB frá og með 1. janúar 1986.“ í fréttatilkynningu frá KÍ segir meðal annars, að samkvæmt lög- um BSRB megi taka ákvörðun um úrsögn félags úr samtökunum ann- að hvort á aðalfundi (fulltrúaþingi landssambands) eða með allsherj- aratkvæðagreiðslu meðal félags- manna. KÍ hafi kosið þá lýðræðis- legu leið að hafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um málið. Á kjörskrá voru 3.244. Niður- stöður talningar urðu þær, að af 2.291 gildu atkvæði sögðust 1.572 vilja ganga úr BSRB eða 68,62% en 719 eða 31,38% vildu vera áfram í BSRB. Af þeim 3.244 sem voru á kjörskrá vildu 48,46% ganga úr BSRB, 22,16% vildu vera áfram, auðir seðlar voru 4,65% og einn seðill var ógildur, eða 0,03%. Alls hafi 75,3% félaga tekið þátt í alls- herjaratkvæðagreiðslunni og 70,62% tekið afstöðu. Síðan segir: „Fulltrúaráð bendir á, að í lögum BSRB er hvergi talað um meðferð auðra seðla nema í þingsköpum samtakanna en þar segir í 19. grein, að auðir seðlar skuli ekki teljast með þegar at- kvæði eru talin og það reiknað út hvort tilskilinn meirihluti sé fyrir hendi. Fulltrúaráð lítur svo á, að sá sem skilar auðum seðli, taki ekki afstöðu og sé því samþykkur ákvörðun meirihlutans eins og menn eigi að venjast í kosningum til Alþingis." Askriftarsímmn er 83033 Tillaga um nýja atkvæða- greiðslu felld hjá KÍ MYNDAMOT HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.