Morgunblaðið - 07.06.1985, Side 47

Morgunblaðið - 07.06.1985, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1985 47 Réttur ttoúsins Margrét Þorvaldsdóttir Dæmið ekki aðra menn og gefíð ykkur ekki forsendur fyrirfram því það er enginn sem ekki á sér framtíð. Allt á sér stund og stað. — segir í Talmud. Látum þessa fornu speki verða orð til umhugsunar á þessum logru vordögum þegar allt líf er endurvak- ið og menn strengja heit sín. Góðir málsverðir örva ætíð já- kvæðar hugsanir eins og t.d. þessi austur-asíski pönnuréttur sem er Fiskur með tómata- karrý 700 gr fiskflök 3 msk. hveiti 1 tsk. salt 3 msk. matarolía 1 stór laukur (saxaður) 1 hvítlauksrif (pressað) 3 meðalstórir tómatar (skornir í litla teninga) % tsk. karrý 1 bolli mjólk 1. Fiskflökin eru roðflett og bein öll fjarlægð. Flökin eru síðan skorin í fremur stór stykki og þerruð vel með bréfaþurrku. Hveiti og salti er blandað saman í lítinn plastpoka og eru fiskstykk- in, eitt og eitt í einu, hrist með hveitinu þannig að þau fái léttan hveitihjúp. Þau eru látin standa smástund og þorna. 2. Á pönnu eru hitaðar 2 msk. af matarolíu og eru fiskstykkin steikt á báðum hliðum. Þau eru síðan tekin af pönnunni áður en þau eru soðin í gegn. 3. Því næst er 1 msk. af matar- olíu bætt á pönnuna. Saxaður laukur og pressað hvítlauksrif eru steikt í feitinni við meðalhita eða þar til laukurinn er orðinn Ijós- brúnn en ekki brasaður. Karrýið er sett út í og steikt með í mínútu eða svo. Því næst er mjólkinni bætt út í ásamt niðurskornum tómötunum og er suðan látin koma upp. 4. Að síðustu eru fiskstykkin sett á pönnuna og soðin i sósunni í u.þ.b. 2 mín. Pannan er hrist var- lega af og til, hveitið af fiskinum jafnar sósuna. Bætið við salti eftir smekk. Pönnuréttur sem þessi þykir bæði bragðmildur og góður og er einnig kaloríusnauður. Hann er borinn fram heitur með soðnum grjónum. Það tekur ekki lengri tíma að útbúa þennan fiskrétt en það tek- ur að sjóða grjónin. Til að spara tíma er hagkvæmast að byrja á því að setja þau í pott og sjóða á meðan fiskurinn er matreiddur. Sem ábæti á sumardegi er alltaf vinsælt að bera fram niðurskorna ávexti ferska og niðursoðna eins 2 epli 2 appelsínur 1—2 banana 1 lítil dós ferskjur Ávextirnir eru skornir niður fremur smátt. Hluti af ferskjusaf- anum er settur með ávöxtunum og blandað vel. Þeir eru bornir fram vel kældir. Verð á hráefni 700 gr ýsuflök kr. 84.00 3 tómatar kr. 23.00 1 laukur kr. 7.00 pk. grjón kr. 14.00 kr. 128.00 OMAR fer á kostum í |\ ^ WAT Omar rifjar upp og flytur léttmeti frá liðnum arum ásamt frábærum nýjum þáttum eins og honum einum er lagið. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. STÓRHLJÓMSVEIT GUNNARSÞÓRÐARSONAR ásamt Björgvin, Þuríði og -***'x' O IaÍI/O AIIA Bítlainnrásin í Broadway Muniö Tremelos 14. júnínk. Hljómsveitin Fásinna frá Egilstöðum sem kosin var hljómsveit ársins á hljómsveitakeppni sem haldin var í Atlavík sumarið '84 og varð í 3. sæti á músíktilraunum Tónabæjar skemmtir hjá okkur í kvöld, hljómsveitin er nú í upptöku og er plata frá þeim væntanleg á markaðinn í lok mánaðarins. Hittumst í kvöld með Fásinnu. Meiriháttar dans-tískuþáttur frá dansnýjung Kollu og tískuversluninni Sonju. Nú fer hver að verða síðastur til að sjá þetta feykivinsœla atriði, en það verður aðeins í kvöld. Að sjálfsögðu mœta Módelsport á svœðið og sýna okkur nýjustu sumarlínuna Sýtún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.