Morgunblaðið - 07.06.1985, Page 51

Morgunblaðið - 07.06.1985, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 7. JUNl 1985 VELVAKANDi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ;o/ UJh.. °JJ ff Víkingar án laga Z skrifar: Hvers vegna ailan }>ennan gauragang um bjór? Er ekki nægj- anlegur bjór í landinu? Flugliðar og farmenn, sem títt fara á milli landa, fljóta í bjór, að sögn. Landsmenn eru á sífelldu flandri utan og út aftur, enda verður að eyða öllu þe: su erlenda sláttufé, sem streymir inn í iand- ið. Ferðamenn koma hiaðnir bjór út úr flughöfninni. Hvað varðar þá um heimasitjandi? Það fæst líka nægur bjór á svörtum markaði. Það þarf enginn að vera bjórlaus sem eftir leitar. Svarti bjórinn er að vísu dýr. Enn dýrari yrði hann þó ef seldur yrði í ríkisverzlunum (ÁTVR). Efni til ölgerðar fæst í annarri hverri matvöruverzlun og „hollt er heima hvat“. Ölkær maður lætur sig ekki muna um svolitla fram- takssemi. „Bjórlíkhús" eru eino og mý á mykjuskán. Bjórlíkið er aö vísu ekki kóngafæða en svo illa byrstir geta menn orðið að elíkt megi hesthúsa. Hvað höfum við líka að gera með „löglegan" bjór? Ekki vilja góðtemplarar slíkan drukk. Ekki eigendur „bjórlíkhúsa" cem selja þurfa þann görótta. Ekki niðjar víkinganna. Þeir fara okki að lög- um. Hver vill láta neyða sig til að drekka „löglegan" bjór meðan nóg er til af svörtum? Verður það ekki hrútleiðinlegt að neyðast til að drekka löglegan bjór, rétt eins og einhver nöturlegur smáborgari?! Sem betur fer ríður hræsnin og hræðslan ekki við einteyming á Alþingi. Þar fjalla svefngenglar um bjórinn, eina ferðina enn, og vakna ekki til veruleikans frekar en fyrri daginn. Sá óli lokbrá, sem hæst hrýtur í viðkomandi þing- nefnd, má blunda fram á Jóns- messu. „Víkingar fara ekki að lög- um“. Þeir bjarga sér áfram án for- sjá hinna verksmáu. Niðjar víkinganna virðast sætta sig við bjórlfkið. Stelpufótbolti Ail. og H.H. skrifa: Kæri Velvakandi. Við erum hér tvær úr Árbænum og okkur finnst mjög óréttlátt að strákaf en ekki stelpur fái fót- bolta, handbolta og allt það í Fylki. Af hverju ekki? Það er ekki einu sinni auglýst um fótboltann þannig að ef hann ætti að byrja þá veit enginn neitt og ef enginn kemur, þá byrjar hvort eð er eng- inn fótbolti fyrir stelpur. Er þetta ekki ruglað? Um sjoppur 007 skrifar: Mig langar að biðja fólk um aö hugsa um cftirfarandi begar það fer að versla í söluturnum: Ef á að versla fyrir gler og kom- ið er með mikið af gierjum í poka, þá vinsamlegast Iátið glerið standa í pokanum og hafið ekkert suil í flöskunum. Munið aö einnota flöskur og brotnar eru einskis virði. Vinsamlegast komið ekki með háar ávísanir í söluturna. T.d. ef keypt er fyrir 200 krónur, >á á ekki að skrifa 1000 króna ávísun. Söluturnar eru ckki bankar. En munið að sýna skilríki þegar borg- aö er með ávísunum og muniö ííka aö ávísun er ekki jafngildur gjald- miðiil og peningar þannig að af- greiðslufólk þarf ekki að taka við ávísunum ef því list ekki á þær. Vcriö ekki hissa á að þessi og [jessi vara aé ekki til því að ef vara er ckki til í versíun eða söluturni er hún yfirleitt ekki til hjá heild- verslurúnni eða fyrirtækinu sem selur vöruna. Verið í'.urteis þegar þið verslið í söíuturnum og farið eftir röð. Þeg- ar kemur aö ykkur : röðinni stand- ið þá ekki aiveg á gati og vitið ekki hvaö þið ætíiö aö íá. Verið svona nokkurn veginn búin að ákveðna hvað þið ætlið að fá því að þá gengur allt betur fyrir sig. Af- greiðslufólk á líka að vera kurteist og liðlegt því að þá gengur allt betur. Hinn trfði flokkur aem skípar nveitina Dire Strmits. Dire Straits á Lístahátíð Itólóttur Oire Straits-aðdáaudi í Garðabæ, akrifar: Kæri Ýelvakandi. Eg cr vesæll, bólóttur táningur og skrifa uér til Listahátfðar- nefndar eins og allir hinír tán- ingarnir. Ég ætla ekki aö biðja um súkkulaðisæta dægurlagasöng- vara eða þungarokkshljómsveit þó hvort fyrir sig sé ágætt út af fyrir sig. Þaö sem ég vil biðja um er sígild hljómsveit — Dire Straits, sem á traust en hljóðlátt fylgi fólks á öllum aldri hér á landi. Lýsir það best hljómlistinni sjálfri. Þar skipar einn af bestu lagasmiðum heims, Mark Knopfl- er, stærstan sess. Ég vona að Listahátíðarnefnd taki þessa ósk mfna til greina og fái þessa hljómsveit til landsins til aö gieðja íslendinga. Einstaklingar —fyrirtæki á sviði heilsuræktar Rafsegulsviösnuddtæki — Biotherapy til sölu — góðir tekjumöguleikar Kjöriö tækifæri fyrir þann sem vill skapa sér sjálf- stæöa létta atvinnu eöa sem viöbót viö rekstur Ijósa- stofu eöa heilsuræktarstöövar. Tækiö gefur einstaklega góöa tekjumöguleika, því fjölmargir hafa þegar reynt þaö meö mjög góöum árangri. Þessi góöa reynsla sem komin er á tækiö hér á íslandi er í samræmi viö þær niðurstööur sem fengist hafa erlendis. Mælt er meö tækinu viö meöferð á margs konar sjúkdómum ss. liöþófasliti, slitgigt, liöagigt, vööva- bólgu, astma, beinkölkun, taugabólgu o.fl. Tækiö hefur m.a. þau áhrif aö flýta fyrir gróanda í sárum, beinbrotum o.fl. Fasteignasalan Bústaðir, s. 28911 ALLTAF Á LAUGARDÖGUM LESB0K Sigurjónshús á Laugarnestanga Stofnað hefur veriö Listasafn Sigurjóns Ólafssonar með 160 verkum hans, en opinberan stuðning vant- ar. Rætt við ekkju Sigurjóns, Birgittu Spur. Um dagbækur Þórbergs Þðrbergur skildi eftir sig metrabreiöa stæöu af dag- bókum, sem bregöa Ijósi á marga sérvizku hans. Örn Ólafsson skrifar um dagbækurnar. Allt orkar fvímælis þá gjört er Birgir ísleifur Gunnarsson ræðir um þá áráttu Reyk- víkinga aö þrátta og n'fast um allar stórbyggingar í borginni fyrr og síöar. Gottfried Böhm Gein um einn af stórmeisturum í nútíma i)yggingar- llst. Vönduð og menningarleg helgarlesning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.