Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 í kjölfar samninga ASÍ og VSÍ: BSRB og ríkið ræða áfram sér- kjarasamninga „ÉG TEL að þessir samningar Al- þýöusambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins muni greiða fyrir samn- ingum okkar við ríkisvaldið, þeir vísa að vissu leyti veginn," sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í gær um viöborf í kjaramálum bandalagsins eftir óvsnta samninga VSÍ og ASÍ um helgina. Kristján sagði að vegna hve launakerfi opinberra Bjórfrumvarpinu þvælt milli deilda: Endar lík- lega í Sam- einuðu þingi AFGREIÐSLA bjórfrumvarpsins er nú enn meiri óvissu undirorpin en endranær, eftir að allsherjarnefnd neðri deildar Alþingis afgreiddi það frá sér á þann hátt í gsr, að meiri- hluti ncfndarmanna, sex, mslir með því að frumvarpið eins og það kom frá efri deild, verði fellt, en einn nefndarmanna, Guðmundur Einarss- on (BJ), mslti með því að það yrði samþykkL Meirihlutinn mslti jafn- framt með þvf að gengið yrði til at- kvsða um breytingartillögu þeirra Halldórs Blöndal og Ellerts B. Schram, sem var á þá vegu að frum- varpið yrði samþykkt í þeirri mynd sem það upprunalega var í, þegar það var afgreitt frá neðri deild til efri deildar. Fari leikar svo að breytingartil- laga þeirra Halldórs og Ellerts verði samþykkt í neðri deild, þá fer málið á nýjan leik til efri deildar, þar sem allt eins má vænta þess að Ragnar Arnalds (Abl.) beri fram breytingartillögu um þjóðarat- kvæðagreiðslu á ný. „Ég get ekkert um það sagt, hvað ég geri ef frum- varpið kemur til okkar í efri deild í sinni upprunalegu mynd á nýjan leik,“ sagði Ragnar I samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, en hann sagðist ekki hafa nokkra trú á að svo yrði. Eiður Guðnason (A) tók í sama streng og sagði að allt væri til í því hvort hann stæði að slíkri breytingartillögu eða ekki. Verði slík tillaga samþykkt, þá fer frumvarpið fyrir Sameinað þing og til þess að það verði samþykkt þar, þarf % hluta atkvæða. Það bendir því allt til þess, eins og málin standa nú, að Alþingi svæfi þetta mál enn einu sinni. starfsmanna vsru frábrugðin öðrum launakcrfum vsri hspið að hsgt yrði að vfirfsra hskkanir skv. nýgerðum ASI-VSÍ-samningi sjálfkrafa yfir á opinbera starfsmenn. Kristján, Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri BSRB og Einar ólafsson formaður Starfsmanna- félags ríkisstofnana áttu í gær fund með Albert Guömundssyni fjármálaráðherra og samninga- mönnum hans um framhald samn- ingaviðræðna BSRB og ríkisins. „Þar var eingöngu rætt um vinnu- brögð og ákveðið að halda áfram viðræðum um sérkjarasamninga einstakra aðildarfélaga, sem hófust í síðustu viku,“ sagði Kristján Thorlacius. „Á meðan verður beðið með viðræður um endurskoðun á launastiga BSRB til samræmis við laun opinberra starfsmanna I BHM, sem fengu kjarabætur með úrskurði Kjaradóms fyrr í vor.“ Birgir Björn Sigurjónsson, hag- fræðingur launamálaráðs Banda- lags háskólamanna, sagði í gær að af hálfu bandalagins hefði ekki verið tekin formleg afstaða til nýgerðra samninga ASl og VSÍ. „Þessir samningar komu okkur í opna skjöldu eins og fleirum en stjórn launamálaráðs mun koma saman til fundar á föstudaginn og ræða þetta mál og fleiri, sem manni sýnist að gætu haft áhrif á kjaramál okkar,“ sagði hann. „Samkvæmt okkar samningum og ákvæðum í lögum getum við farið fram á endurskoðun samninga verði miklar breytingar á töxtum á almennum vinnumarkaði en hjá okkur skýrast þessi mál væntan- lega undir næstu helgi.“ Forseti fslands, Vigdís Finnbogadóttir, Kristján Albertsson rithöfundur og Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri við afhendingu hinnar Islensku fálkaorðu. Þrettán sæmdir fálkaorðunni FORSETI Islands sæmdi hinn 17. júní að tillögu oröunefndar eftir- talda íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu: Einar Svein Jóhannesson, skipstjóra, Vestmannaeyjum, riddarakrossi fyrir störf að sjómennsku og björg- unarmálum. Guðmund Vigni Jós- efsson, gjaldheimtustjóra, Reykja- vík, riddarakrossi fyrir embætt- isstörf. Harald Ásgeirsson, fv. for- stjóra Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins, riddarakrossi fyrir störf í þágu byggingariðnað- arins. Heiðrúnu Soffíu Steingríms- dóttur, fv. formann Sjálfsbjargar á Akureyri, riddarakrossi fyrir störf að málefnum fatlaðra. Jóhann Þor- valdsson, fv. skólastjóra, Siglu- firði, riddarakrossi fyrir störf að félagsmálum og skógrækt. Jón Emil Guðjónsson, fv. fram- kvæmdastjóra, Reykjavík, riddara- krossi fyrir störf að fræðslu- málum. Jónas Pétursson, fv. al- þingismann, Fellabæ, N-Múla- sýslu, riddarakrossi fyrir félags- málastörf. Kristján Albertsson, rithöfund, Reykjavík, stjörnu stór- riddara. Ólaf Steinar Valdimars- son, ráðuneytisstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir embættisstörf. Svein Björnsson, forseta Iþrótta- sambands Islands, riddarakrossi fyrir störf að íþróttamálum. Valtý Guðjónsson, fv. bæjarstjóra, Keflavík, riddarakrossi fyrir fé- lagsmálastörf. Þorgerði Ingólfs- dóttur, kórstjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyrir tónlistarstörf. Þá hefur forseti íslands í dag sæmt Lenu Verbeek, príorinnu St. Fransiskusreglunnar í Stykkis- hólmi, riddarakrossi fyrir störf að líknarmálum. Samningar VSÍ og ASÍ: Verðbólgan vegna samn- inganna 15—20 % í árslok — vísitöluviðmiðanir ættu að standast, segir efnahagsmálaráðgjafi ríkisstjórnarinnar GISKAÐ er á, að verðbólga I árslok verði 15—20%. Fyrir nýgerða samn- inga ASÍ og VSl var gert ráð fyrir að verðbólgan yrði 10—15%f árslok, að því er Þórður Friðjónsson, efna- ríkisstjórnarinnar, við blm. Morgun- hagsráðgjafi sagði í samtali blaðsins í gær. Þórður kvaðst telja, að þær framfærsluvísitöluviðmiðanir, sem fylgja ASÍ-VSl-samningnum, myndu standast. „Gildandi spár um hækkun framfærsluvísitölu fram til 1. desember eru talsvert lægri en samningurinn gerir ráð Fálkaþjófnaðurinn í Þistilfirði: Dómur í málinu í dag — verjandi krefst sýknu RÉTTARHÖLI) í máli Martins Horst Kilian, 36 ára þjóðverja sem setið befur í gæsluvarðhaldi frá 3. þ.m., fóru fram í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Kilian hefur viðurkennt að hafa stolið þremur fálkaungum úr hreiðri í ÞLstilfirði skammt frá Raufarhöfn og reynt að smygla þeim úr landi. Fulltrúi ákæruvaldsins krafðist þess að Kilian yrði dæmdur til þyngstu refsingar samkvæmt lögum en verjandi hans krafðist sýknu. Dómur í máli Kilians verður líklega kveðinn upp í dag. Martin Horst Kilian var ekki viðstaddur réttarhöldin. Verjandi hans, Guðmundur Jónsson hér- aðsdómslögmaður, krafðist þess að hann yrði sýknaður af ákæru- atriðum á þeim forsendum að Kilian hefði ekki vitað um að verknaðurinn væri saknæmur. Héraðsdómslögmaðurinn taldi að Kilian hefði ekki getað haft vissu um að hann gæti komið ungunum í verð, og því hefði ekki verið um auðgunarbrot að ræða. Jafnframt hefði Kilian sýnt mikinn sam- starfsvilja við rannsókn málsins, og ekkert nýtt komið fram í mál- inu frá því að hann var yfirheyrð- ur við handtökuna. „Þar sem Kili- an hefur borið að hafa verið kunnugt um dóm þann sem kveð- inn var upp yfir þýsku fálkaþjóf- unum Miroslav Peter Baly og Gabriele Uth-Baly í hæstarétti, verður ekki séð að þung refsing hafi tilætluð áhrif í þessum mál- um,“ sagði Guðmundur Jónsson. „Ásókn útlendinga í sjaldgæfar fuglategundir á Islandi er orðin óþolandi," sagði fulltrúi ákæru- valdsins, Pétur Guðgeirsson, f málflutningi sínum. Hann krafð- ist þyngstu refsingar yfir ákærða skv. íslenskum lögum, allt að 6 mánaða óskilorðsbundnu fangelsi og 300.000 kr. sekt. Sækjandi taldi verjanda fara með fleipur í málflutningi sínum, hefði Kilian haft fulla vitneskju um afleið- ingar gerða sinna. „Ákærði er fullþroska maður sem hefur um árabil stundað fuglarækt og tamningar. Sönnunargögn sýna það að verknaðurinn var undir- búinn, Kilian tókst á hendur ferðalag milli landa til að nálgast fuglana, og allt bendir til þess að hann hafi ætlað að hagnast á stuldinum. Fordæmi í réttarsögu gefa tilefni til þess að þessi máls- atvik verki til þyngingar refs- ingu.“ Eins og áður sagði er talið lík- legt að dómur I málinu verði kveðinn upp í dag. Dómari er Jón Erlendsson. fyrir enda er I þeim spám ekki gert ráð fyrir launahækkunum á árinu umfram þær, sem samið var um síðastliðið haust,“ sagði hann. „Það liggur að vísu ekki fyrir nákvæmt mat á þessum samningi og hugsanlegum áhrifum hans en viðmiðanirnar gætu vel staðist ef ekkert óvænt kemur uppá, eins og til dæmis veruleg lækkun dollar- ans eða eitthvað svipað.“ Þórður Friðjónsson sagði að vissulega gæfu mörk samnings ASÍ og VSÍ um hækkun fram- færsluvísitölu lítið svigrúm en hann sagði það ljóst, að meiri kauphækkanir myndu hafa valdið öðru tveggja: auknum viðskipta- halla og erfiðleikum í sjávarútvegi eða meiri verðbólgu. Samkvæmt því sem segir I bók- un með samningnum er hann gerður „í trausti þess“ að verð- lagsþróun haldist innan þeirra marka, að visitala framfærsluk- ostnaðar verði ekki hærri en 144 stig 1. ágúst næstkomandi, ekki hærri en 149 stig 1. október og ekki hærri en 154 stig 1. desember. Framfærsluvísitala 1. júní sl. var 137,4 stig. Þórður Friðjónsson sagði að fyrir samningana hefði verið reiknað með að vísitalan yrði um 140 stig í ágúst og 145 stig I október. — Samkvæmt því hefði vísitala desember átt að verða um 150 stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.