Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1985 eftir Helgu Bachmann í tilefni stofnunar hlutafélags- ins Vesturgata 3 kom ósjálfrátt upp í huga mér ævintýri Jónasar Hallgrímssonar um Drottninguna á Englandi sem fór í orlof sitt. Af hverju — hvernig tengist það hugmyndinni um húsakaupin? Þetta ævintýri hefur lengi heillað mig af því að það er samið af svo mikilli gleði. En upphaf sögunnar '■* er á þessa leið: „Einu sinni á dög- unum þegar drottningin á Eng- landi var að borða litla skattinn, því hún borðar ævinlega litla skatt, þá kom maðurinn hennar út í skemmu að bjóða góðan dag. „Guð gefi þér géiðan dag heillin," sagði drottningin, „hvernig er veðrið." Maðurinn drottningarinn- ar hneigði sig og sagði: „Hann var regnlegur í morgun en nú birtir upp, ég lét taka saman og svo má binda bó þú farir, ætlarðu yfrum í dag gæska.“ „Já,“ sagði drottning- in. Hann hneigði sig þá aftur og sagði: „Ég verð þá að flýta mér og láta fara að sækja hestana." „Gerðu það,“ sagði hún.“ Þar með eru komin tilfinninga- tengslin við húsakaupin sem fela einnig í sér þessa ævintýralegu gleði. Þegar maður lætur hugann reika og ímyndar sér allt það stórkostlega og litríka líf sem get- ur farið fram innan veggja þess og aðalpersóna sögunnar er auðvitað drottningin, konan sem hefur fulla reisn höfðingjans um leið og hún er þessi eilífa íslenska sveita- kona sem heitir á nútímamáli Hin hagsýna húsmóðir. En í sögunni segir: „Þegar komið var út fyrir landssteinana og búið að snúa við, kallaði drottningin þrisvar á land og bað að gá vel að heyjunum og öllu meðan hún væri fyrir handan. Svo settist hún undir stýri að gamni sínu, en það er silfurstýri og leikur í hendi manns.“ Þessi saga ber þá veislu í far- angrinum sem hugmyndin um Kvennahúsið er, en það skal verða vettvangur kvenna til að vinna að hugðarefnum sínum, láta draum- ana rætast, breyta ævintýrinu í veruleika. í húsi móður minnar eru margar vistarverur, við sjáum það í anda hýsa tónlist, myndlist, leiklist, bókmenntir, mannvit og gleði. Ég hvet ykkur sem hér eruð staddar til að láta hugann reika og íhuga hvaðeina sem þið helst vild- uð sjá og heyra. Við kusum að miða verð hlutabréfa við efnahag kvenna sem bera minnst úr být- um, m.ö.o. við viljum höfða til allra kvenna þjóðarinnar hvar sem þær í stétt standa, við viljum að sem flestar konur fái að fylgj- ast með ævintýrinu og verða jafn- ingi drottningarinnar i sögunni. Það er gaman að ímynda sér dag konunnar utan af landi sem hefur verið úthlutað um tíma fræði- Um leið og filman fer í H-Lúx framköllun biður þú um Sumaraukann og þú færð aukaeintök af myndunum þínum á hálfvirði! Gildir frá 17. júní til 17. ágúst Gefðu ljósmynd. KODAK UMBOÐIÐ Helga Bachmann konuíbúðinni í húsunum, þ.e. hús- næði sem ætlað er konu sem þarf að vinna að hugðarefnum sínum um afmarkaðan tima en hefur ekki möguleika eða næði til þess heima hjá sér. Þarna fær hún aðstöðu til að einbeita sér, hvílast, hvíla í sjálfri sér, leita fanga á söfnum bæjar- ins, sækja sýningar og gleðjast með öðrum konum, við sjáum fyrir okkur fallegan veitingastað í alda- gömlum kjallara hússins. í einu horninu rís fósturjörðin upp i líki klappar sem ekki hefur þótt ástæða til að sprengja. Það hefur fallið ferð i bæinn. Jón bóndi er mættur til að gá hvort ekki sé allt í lagi með konuna og kaupa eitt hlutabréf eða svo, eða eins og stendur svo fallega í lögunum: „Heimilt er að selja körlum hlut til að gefa konum, skal þá hlutur skráður á nafn gjafþega en nafn gefanda skal getið á hlutabréf- inu.“ Nú, konan bíður honum til kvöldverðar í fallega kjallaranum og segir við veitingastjórann eins og drottningin í ævintýrinu: „Ég tók manninn minn með mér séra Filippus, það er skemmtilegra að hafa hann með.“ Höfundur er formaður stjórnar Vesturgötu 3 hf. Leiðrétting vegna kostnaðar við álmálið MORGUNBLAÐINU barst eftirfar- andi leiðrétting 15. júní sl.: „í tilefni af fréttatilkynningu forsætisráðherra til fjölmiðla í gær varðandi kostnað við álmálið svokallaða og mín laun í því sam- bandi, leyfi ég mér að biðja um eftirfarandi leiðréttingu: Vinna mín á vegum iðnaðarráðuneytisins árið 1981 var með þessum hætti: A. Lögfræðistörf og ráðgjöf: á kr. 1.500.00 eða um 8 stunda vinnu. Mér finnst það gert til að villa um fyrir fólki með opinberum hætti í fjölmiðlum að bæta ofan á vinnu mína árið 1981 nær helm- ingnum af vinnu minni árið 1980 fyrir iðnaðarráðuneytið kr. 42.500, Astralíuferð í nóvember o.fl. og margfalda svo allt saman með 1. Vegna súrálsmálsins eingöngu kr. 73.877 2. Vegna súrálsmáls og annarra verkefna kr. 41.425 Samtals 115.302 B. Nefndarstörf: 1. Jarðhitanefnd 4.362 2. Framleiðslugjaldsnefnd á vegum fj ármálaráðuneytisins 5.400 9.762 C. Heildarlaun vegna vinnu 1981 Kr. 125.064 Þóknun fyrir nefndarstörfin var ákveðin af þóknananefnd fjár- málaráðuneytisins. Á reikningum mínum fyrir lögfræðistörf var ætíð getið um vinnustundafjöldann og hver stund verðlögð á kr. 175.00, en til samanburðar má geta þess að meðaltaxti verkfræðinga var þá kr. 250.00. Á reikningum mínum vegna ferðalaga var ætið getið um daga- fjöldann og hver dagur verðlagður lánskjaravísitölu og segja síðan að ég hafi fengið fyrir vinnu mína árið 1981 kr. 718.432 á núverandi verðlagi. Ég vil að fjölmiðlar hafi það á hreinu, að vegna vinnu minnar við súrálsmálið á árinu 1981 fékk ég kr. 115.302,- og ef menn vilja margfalda það með vísitölu kaup- breytinga á tímabilinu, eru það kr. 380.4%.- en ekki kr. 718.432. Ingi R. Helgason" Brynhildur ásamt Ingva Ingvasyni, ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og Pétri Thorsteinsson, sendiherra, i kveðjuhófi sem haldið var þegar Bryn- hildur hætti störfum 12. júní sl. Brynhildur Sörensen hætt hjá utanríkisráðuneytinu Brynhildur Sörensen, fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, hstti nýlega störfum eftir 45 ár í utanríkisþjónustunni. Brynhildur vann sem bókari í sendiráði íslands í Lundúnum í 40 ár, en síðustu fimm árin var Brynhildur við utanríkisráðuneytið hér heima. Brynhildur verður sjötug í lok hverjir við Brynhildi frá námsár- mánaðarins og fer þá á eftirlaun. um sínum, þar sem hún var lengi íslendingar sem stundað hafa fjárhaldsmaður margra þeirra. nám í Bretlandi kannast margir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.