Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. iÚNl 1985 Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: 19 nýstúdentar frá kvöldskóla Kvöldskóla Kjólbrautaskólans í Breiðholti var slitið þann 31. maí sl. og luku 19 nemendur stúdentsprófi frá skólanum. Nemendur við kvöldskólann síð- ustu önn voru 830 og voru konur í meirihluta eða 490 á móti 340 körlum. Kennarar voru 77 og var kennt á fjórum námssviðum, al- mennu bóknámssviði, listasviði, tæknisviði og viðskiptasviði. Af hinum 830 nemendum geng- ust 567 nemendur undir annarpróf í einum eða fleiri áföngum og skiptust 2.071 próflausn þeirra þannig: 800 með A eða 38,63% 780 með B eða 37,66% 326 með C eða 15,74% 4 með D eða 0,19% 161 með E eða 7,77% í tilefni 10 ára afmælis Fjöl- brautaskólans í Breiðholti næsta haust hefur borgarstjórn sam- þykkt að hafist skuli handa við að teikna íþróttahús fyrir skólann. Á næstu önn eykst einnig náms- framboð við skólann og verður boðið upp á nám á fjölmiðlabraut á uppeldissviði og matvælafræði- braut á matvælasviði. Samkvæmt nýrri reglugerð á að bjóða sama nám í öldungadeild og í dagskóla og að sögn Kristínar Arnalds, að- stoðarskólameistara, verður stefnt að matartæknanámi í öld- ungadeild nú í haust. Nýstúdentar kvöldskólans luku námi af almennu bóknámssviði, viðskiptasviði og tæknisviði. Tíu nemendur luku sveinsprófi á Utimarkaður — hestaferð á Laka KirkjvbejirkUiutri, 13. júnf. EINS OG undanfarin sumur er starfrækt á Kirkjubæjar- klaustri upplýsingaþjónusta fyrir ferðafólk. Að sögn Soffíu Kristinsdóttur, um- sjónarmanns ferðaþjónust- unnar, verður sú nýbreytni í sumar að alla laugardaga og sunnudaga frá 10. júlí til 15. ágúst verður útimarkaður á vegum ferðamannaþjónust- unnar. Þar verða á boðstól- um nýir ávextir og grænmeti auk minjagripa ofl. Þá verður einnig i sambandi við hestaleiguna boðið upp á 3ja daga ferð á Laka í sumar auk dagsferða um nágrennið. Kvaðst Soffía bjartsýn á að mikið yrði um að vera í ferða- þjónustunni í sumar þar sem ferðamannastraumurinn hefði byrjað fyrr en venjulega, þjónustan ykist ár frá ári og veðurfarið undanfarin ár hefði sannfært marga um ágæti þess að eyða sumarleyf- inu á eða í nágrenni Kirkju- bæjarklausturs. — HHS V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! tæknisviði og hafa því öðlast rétt til að gangast undir sveinspróf á vegum iðnfræðsluráðs að lokinni starfsþjálfun úti í atvinnulífinu. Sérhæfðu verslunarprófi luku 11 manns og 16 almennu verslun- arprófi. Einn nemandi kvöldskól- ans lauk grunnnámi á myndlistar- og handíðabraut. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Gústaf Guðmundsson af við- skiptasviði. Hann lauk 160 eining- um, samtals 372 stig. Bestum árangri á sérhæfðu verslunar- braut náði Brynja Sigurjónsdóttir, en hún hlaut 293 stig. Bestum árangri á almennri verslunar- braut náði Ragnheiður Guðna- dóttir sem hlaut 203 stig. NýúLskrifaðir stúdentar fri kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Dýr eða ódýr? Við vitum fullvel að Opel er ekki ódýrasti bíllinn á markaðinum. Eða hvað? Hvað er dýrt og hvað er ódýrt þegar um fasteign er að ræða? Hvor fasteignin er til dæmis ódýrari - vel með farin sérhæð á góðum stað í vesturbænum á fjórar milljónir eða þriggja herbergja íbúð ( úthverfi á þrjár milljónir? Svarið liggur ekki I augum uppi. (búðan/erðið er nefnilega ekki óskeikull mælikvarði. Það segir þér ekki hver viðhaldskostnaður verður. Það segir þér Ktið um endursöluverð og nýtingu - um það hvað húseignin kostar þig þegar upp er staðið. Nákvæmlega það sama gildir um bíla. Þegar OPEL var valinn bíll ársins í Evrópu fyrir árið 1985 var niðurstaða dómaranna einmitt sú að hlutfall gæða OPEL bílsins miðað við verð hans væri hagstæðara en hjá öðrum bílum. Með öðrum orðum - þeir komust að þvf að OPEL væri í raun ódýrasti bíTfsem völ er á. Við vissum að OPEL er ekki ódýrasti bíllinn á markaðinum. En nú veist þú jafn vel og við að OPEL er væntanlega sá b(ll sem þú gerir bestu kaupin í. Og svo er líka alveg frábært að keyra hann! BILL ARSINS 1985 BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO aö reynsluaka OPEL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.