Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 69 Evrópumótið í Svíþjóð: Nýr staður valinn fyrir mótshaldið ÁKVEÐIÐ hcfur verið að Evrópumót í hestaíþróttum sem halda átti í Alingsas í Svíþjóð verði ekki haldið á þeim stað sem fyrirhugaður var sem mótssvæði. Hefur verið valinn staður um 20 km frá Alingsás í Ba num Várgárda. í bréfi frá forseta FEIF Volker Ledermann segir að þessi breyting hafi engin áhrif á skipulagningu fyrir mótið og þar með talið hótelbókanir en tvær ferðaskrifstofur verða með ferðir héðan á mótið og er búist við að fjöldi þeirra sem fara héðan skipti hundruð- um. Ástæðan fyrir þessum breyting- um mun vera sú að í ljós kom þeg- ar til átti að taka að skipulagning á ýmsum framkvæmdum sem leysa þurfti af hendi á svæðinu í Alingsás hafi ekki verið nógu langt á veg komnar og ekki náðust samningar við bæjaryfirvöld í Al- ingsás um að halda mótið á þess- um stað úr því sem komið var. Nýja svæðið sem valið hefur verið heitir Tanga-Hed og er eins og áður segir vð bæinn Várgárda og eftir upplýsingum ( bréfi frá Marcel Schabos íþróttafulltrúa Leiðrétting í grein um Hafnarbúðir í blað- inu sl. sunnudag misritaðist ein málsgrein og hefur Ólafur Jóns- son læknir beðið um leiðréttingu. Rétt er málsgreinin þannig: „Að- eins hafa verið teknar í notkun 2 af 6 sjúkradeildum sem fyrirhug- að er að verði þar en ekki hefur verið hægt að nýta þær að fullu vegna skorts á starfsfólki, eink- um hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, og verður erfitt að halda starfseminni gangandi meðan á sumarleyfum stendur." Þá voru nefndar tölur um sjúklinga sem lagðir hafa verið inn bráðainnlögn. Má skilja á greininni að einungis fari á Landakotsspítala sjúklingar sem fara í gegnum slysadeild Borg- arspftalans, en rétt er að fram komi, að einnig eru lagðir þar inn sjúklingar beint, þegar um bráðavaktir er að ræða. FEIF býður þessi nýi staður upp á mikla möguleika. Má þar nefna að svæðið sem notað hefur verið af sænska hernum til æfinga er um 50 ha og góður húsakostur er til staðar, mötuneyti sem tekur um 100 manns og skemma þar sem hægt er að hafa 250 manns í mat. Sjö skálar eru á staðnum með 250 rúmum. Hreinlætisaðstaða er góð; um 100 vatnssalerni, sturtur og vatnslagnir fyrir tjaldbúðir og hjólhýsi. I bréfinu segir síðan að mótsstjórnin muni njóta aðstoðar sænska hersins, bæjaryfirvalda í Alingsás og Várgárda við undir- búning fyrir mótið. Dagskrá mótsins hefur verið birt með fyrirvara og er hún á þessa leið: Fimmtudagur: kl. 9.00 Kynbótahross dæmd kl. 14.00 B-hlýðniæfingar Föstudagur: kl. 8.00 Fimmgangur kl. H OO Fjórgangur kl. 14.30 250 m skeið kl. 16.30 Víðavangshlaup Laugardagur: kl. 9.00 Frjálsar hlýðniæfingar kl. 10.30 Ræktunarsýning kl. 12.00 Setningarathöfn kl. 14.00 Tölt kl. 17.00 Gæðingaskeið kl. 20.00 Dansleikur Sunnudagur: kl. 9.30 Fimmgangur — úrslit kl. 10.30 Ræktunarsýning kl. 11.30 Fjórgangur — úrslit kl. 13.30 250 m skeið (3. og 4. um- ferð) kl. 15.00 Tölt — úrslit kl. 16.30 Mótsslit Selfoss: Hefðbundin og vel sótt hátíðardagskrá á 17. júní Selfossi, 18. júni. 17. JÚNÍ-hátíðahöldin á Selfossi fóru vel fram og voru vel sótt af bæjarbúum. Veðrið hélst þurrt fram- an af degi en síðdegis tók að rigna, þó ekki til vandræða. Dagskrá dagsins hófst kl. 10.00 með kynningu á tækjabúnaði lög- reglu, slysavarnadeildarinnar Tryggva og slökkviliðs. Þá bauð MBF bæjarbúum upp á kynningu. Voru gestir leiddir um fram- leiðslusali búsins og meðal þess sem fyrir augu bar var fullkomin mjölvinnsla og ketilhús með raf- magnskatli sem leysir oliukatlana af hólmi. Við lok kynningarinnar var gestum boðið að smakka fram- leiðsluna og helstu nýjungarnar, helgarjógúrt og veltijógúrt, ljúf- fengar vörur. Reynir Pétur við þjóðhátíð á Blönduósi REYNIR Pétur Ingvarsson, göngugarpurinn frá Sólheim- um í Grímsnesi, var staddur á Blönduósi á þjóðhátíðardag- inn og tók þar þátt í skemmtiatriðum dagsins, sem skátar stóðu fyrir. Reyn- ir Pétur var þá m.a. gerður að heiðursfélaga Skátafélagsins á staðnum. Á meðfylgjandi myndum, sem Jón Sigurðsson fréttaritari Morgunblaðsins á Blönduósi tók, má sjá fjöl- mennið við hátíðarhöldin og Reyni Pétur, sem virðist skemmta sér hið bezta í góð- um hópi skáta. Barnamessa var í Selfosskirkju og skrúðganga fór þaðan eftir krókaleiðum til íþróttahússins þar sem hátíðadagskrá fór fram. Dagskráin hófst með hátíðaguðs- þjónustu þar sem sr. Gylfi Jóns- son prédikaði og Glúmur Gylfason stjórnaði kórsöng. Hátiðaræðuna fluttu tvö ung- menni, Þórir Hergeirsson og Hall- dóra Káradóttir. Þau fjölluðu um málefni ungs fólks á breiðum grundvelli, drógu fram kjör barna og unglinga í þriðja heiminum og neyð þeirra sem flýja stríðshörm- ungar i Afganistan. Þau lögðu áherslu á að friður væri það sem unga fólkið vildi fá í arf og til varðveislu fyrir framtíðina. Þórir varaði við hættum samfara síauk- inni neyslu vímu- og fíkniefna og benti á öfluga íþróttastarfsemi með þátttöku foreldra sem gott mótvægi. Halldóra minnti á að góð menntun fólks væri mikils virði og því nauðsyn á hraðri upp- byggingu framhaldsskóla á Sel- fossi. Einnig brýndi hún ráða- menn til sóknar í atvinnumálum á Suðurlandi öllu, svo sporna mætti við brottflutningi hæfileikafólks úr landshlutanum. Fjallkonan flutti ávarp og íþróttafólk annaðist fánahyllingu. Það var Kristín Stefánsdóttir kennari sem fór með hlutverk fjallkonunnar. Að lokinni dagskrá í íþróttahús- inu fór fram grín og gaman á úti- svæði sundhallarinnar, kodda- slagur og boltakeppni. Þar köfuðu og bankastarfsmenn eftir pening- um og áttu 200 krónur að skila sér upp á bakkann að lokinni keppni en krónurnar urðu alls 386 sem upp úr komu og þótti það sýna grósku bankanna sem hér eru 4 starfandi. Á skemmtidagskrá í íþróttahús- inu um kvöldið flutti óli Þ. Guð- bjartsson forseti bæjarstjórnar ávarp bæjarfulltrúa, síðan var kórsöngur, hljóðfæraleikur, ein- söngur, leikþættir, grin og gaman. Nokkrir 6 ára krakkar kepptu í þrihjólaralli við mikinn fögnuð og gekk á ýmsu í þejrri keppni eins og vanalega í rallkeppnum. { lokin var svo 17. júní-nefndin látin spreyta sig ásamt mökum sínum og börnum og voru lagðar fyrir erfiðar þrautir sem vöktu kátínu. Skemmtidagskránni lauk síðan með því að nefndarmenn blésu hver í sína blöðru og sprengdu Við síðasta hvellinn stóðu gestir upp og hrópuðu ferfalt húrra fyrir fósturjörðinni áður en þeir gengu út og stigu dans i okkar aldna Selfossbíói sem nú hjúfrar sig upp að nýrri stórbyggingu félagsheim- ilisins en við eitt horn þess var stórt tjald þar sem einnig var dansað. Fjöldi manns sótti dansstaðina og allir skemmtu sér konunglega að því er best varð séð. Ekki má láta ótalið að Sérleyfisbílar Sel- foss héldu uppi strætisvagnaþjón-*® ustu eftir ákveðnum leiðum og kom það sér vel einkum eftir að fór að rigna. Kvenfélagskonur seldu hátt í 600 bæjarbúum þjóð- hátíðarkaffi og meðlæti en það er fastur liður margra bæjarbúa að fá sér kaffi hjá konunum á 17. júní. Ágóðanum verja konurnar til liknarmála og hafa gefið stórgjaf- ir til Sjúkrahúss Suðurlands gegn- um árin. Nokkrir brugðu sér í útsýnisflug þrátt fyrir að frekar væri veður þungbúið. Selfossbúar áttu sem sagt hefðbundinn og skemmtilegan þjóðhátíðardag þar sem flestir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi < til að gera sér dagamun. Sig. Jóns. Mývatnssveit: Hátíðahöld þjóðhátíðar- dagsins í besta veðri MýrttuBTeit. 18. júní. 17. JÚNÍ-hátíðarhöld fóru fram hér i Mývatnssveit með hefðbundnum hætti í besta veðri, sólskyni og 16—18 stiga hita. Klukkan 9.30 hóf- ust hátíðarhöldin með göngu frá Hótel Reynihlíð að sundlauginni. Þar fór fram reiptog og kappsund. í Höfða var safnast saman við hliðið klukkan 15 og gengið á há- tíðarsvæðið. Arnaldur Bjarna- son sveitarstjóri setti samkom- una, séra Örn Friðriksson ann- aðist helgistund, ávarp fjallkon- unnar flutti Unnur Sigurðar-' dóttir og aðalræðu dagsins flutti Anna Vilfríður Skarphéðins- dóttir. Þá var gróðursetning trjáplantna á ári æskunnar. Síð- an var farið í leiki og að lokum var kappróður. Um kvöldið var diskótek í Skjólbrekku fyrir börn. — Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.