Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 25 langvarandi þurrkum víða um heim, sem verða þúsundum manna að fjörtjóni. Vissulega er ánægjan meiri í fögru veðri. Aðalatriðið er þó aö vera vel og rétt búinn. Þá er glíma við risjótt veður heilbrigðum manni holl. Og landið á þá einnig sína fegurð. Ég gleymi aldrei þeirri stund, er ég sat í dásamlegu veðri með félög- um mínum á barmi Öskju. Hvergi hef ég séð slíka auðn, og þó var fegurðin svo mikil, ef til vill mest í kyrrðinni. Aldrei gleymum við ferðafélagarnir heldur stórkost- legri óveðursferð á Arnarvatns- heiði forðum. Og hver gleymir því er hann stóð á tindi hám og horfði yfir landið fríða. En það er engin þörf á því að leita svo langt eða klífa svo hátt. Hvar sem er, jafnvel í næsta nágrenni byggðar, er unnt að finna gönguslóðir, fegurð og kyrrð. Sem betur fer eru þær kunn- ar og vaxandi fjöldi íslendinga leit- ar lífsgæða á slíkum slóðum. Það þurfa enn fleiri að gera. Við getum, eins og fyrr, sótt okkur ómældan styrk til okkar dá- samlega lands. Trúin á þjóðina og landið skilar okkur þegar hálfa leið í baráttunni fyrir bættum lífskjör- í arfleifð okkar og trú og verið hef- ir haldreipið í lífi og tilveru hinnar íslenzku þjóðar. Þess vegna þarf hér aðgát engu síður en í efna- hagsmálunum. Hér á þessum degi ævintýrisins hefi ég vikið að nokkrum þáttum þeirrar raunhyggju sem við ávallt verðum að beita til þess að ósk- hyggja okkar um frjálst og full- valda fsland verði í lengd og bráð um. Minnumst þess jafnframt, að við eigum landið að verja, okkar mesta auð. Höldum því hreinu og fögru. Það eigum við einir, og þannig skað það ætíð vera. Góðir íslendingar. Eftir verðbólgueldinn og minnk- andi þjóðartekjur, er víða spenna í þjóðfélaginu. Það er ekki óeðlilegt. Menn vilja endurheimta þau lífs- kjör, sem þeir hafa haft. Og vafa- laust er þörfin hjá mörgum, eink- um þeim sem lægst hafa launin, mikil. Þjóðarbúið er hins vegar orðið svo hlaöið erlendum skuldum, að stakkurinn er mjög þröngt skorinn. Lífskjörin verða alls ekki lengur styrkt með erlendri lántöku. Verk- föll og vinnudeilur eru heldur ekki lausnin. Það væri öruggasta leiðin til glötunar. Því er sérstök ástæða til að fagna þeim samningum, sem nú hafa náðst. Við gerð þeirra réði skynsemin. Nú hvílir sú ábyrgð á stjórnvöld- um, að verðlagsforsendur haldist og raunveruleg kjarabót verði. Það mun takast. Ég óska íslendingum öllum til hamingju á þessum þjóðhátíðar- degi. veruleiki. Enginn kunni betur að sameina í veruleikanum óskhyggju og raunhyggju en Jón Sigurðsson forseti. Sá boðskapur á enn erindi til fólks í kjördæmi hans. Sá boð- skapur á raunar erindi til allra landsmanna nú sem jafnan. Á þessum 17. júní skulum við strengja þess heit að missa aldrei af ævintýrinu um frjálst og full- valda fsland. ÞOL er framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. Handhægt litakort auðveldar valið á réttum lit. ÞOL tryggir þér fallegt útlit og góða endingu. málning't Margra ára reynsla sannar gæði þakmálningunar frá Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar og nýtni. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.