Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1985 39 þar sem orðið er of þröngt um vaxtarrými hans. B. Hugsanleg þörf á meiri áburði. C. Vöntun á meiri raka. Síberíulerki og sveppir Guðjón Guðmundsson, Akurgerði 5, Akranesi, spyr: 1. Ég sáði fyrir síberíulerki og ræktaði upp fallegar plöntur und- ir plasti. Núna ætla ég að setja þær út í land, á ég að setja hús- dýraáburð með þeim eða tilbúinn áburð. 2. Mér er sagt að síberíulerki fylgi sveppur þar sem það vex í eðlilegu umhverfi. Fylgir þessi sveppur fræunum eða þarf að sækja hann að? Svar 1. Ef gróðursett er í sæmilega góðan lyngmóa og á skjólsælu landi á plöntunum að vera borgið og þurfa lítinn eða engan áburð. Svar 2. Mér er kunnugt um, að ákveðinn sveppur þrífst í nábýli við lerki og eftir því, sem ég veit best, leitar hann lerkið uppi, þannig að ekki þarf að spá frekar í tilvist hans við gróðursetningu. Börn og garðrækt Fæst af þeim börnum, sem nú eru að alast upp á íslandi, njóta þeirrar mikilvægu kynningar af gróðri, sem fyrritíðar börn höfðu, meðan stór hluti þjóðarinnar ólst upp til sveita og börnin léku sér innan um blóm í haga og hjá túngarði við legg og skel. Mikils fara borgarbörnin á mis. Þau sjá aðeins fífla og sóleyjar í rykugum götukanti og geta ekki einu sinni sótt kuðung né skel í fjör- ur vegna mengunar. Öll hin stærri bæjarfélög reyna að bæta börnunum skaðann, með starfsemi skólagarða og ungling- unum snertingu við atvinnulífið með oft óraunhæfri hópvinnu und- ir vel meintri en oftast lífvana stjórn leiðbeinenda, sem taka að sér leiðsögnina, án þess eldmóðs, sem fyrrum einkenndi öll vinnu- brögð, er höfðu það að markmiði, að bjargast af á komandi vetri. Og öll blessuð börnin, sem fá litlu öðru að kynnast en lokuðum leik- völlum með möl undir iljum og leiktækjum, sem í engu líkjast þeim tólum og tækjum, sem mamma eða pabbi eru í snertingu við í sínum daglegu önnum. Og þegar ég rekst inn á dagheimilin, sem geyma Reykjavíkurbörnin á póleruðum parket-gólfum, finn ég til með þeim og hef ósjálfráða löngun til að segja þeim frá bar- naheimilum, sem ég dvaldi á, þeg- ar ég var á þeirra aldri, sem voru með sjávarmöl og skeljamulning í stað gólffjala og daglegir leikir við að umstafla eða spyrða fisk eða henda slori til ritu og kríu, sem flugu yfir flæðarmálinu í leit að einhverju í gogginn. Á sunnudögum var gengið um grundir og fjallshlíðar með gömlu frænku eða ömmu, sem sögðu huldufólkssögur og allt, sem hægt var að vita um lækningamátt blóma, sem uxu í móanum. Nú eru bara fóstrur með sér- þjálfun að störfum með börnin og alls staðar er þörf fyrir að bera meira úr býtum og enginn hefur áhuga á furðusögum úr hömrum og töframætti grasa. Gamlar ömmur, afar og frænkur eða frændur eru falin inni á gamal- mennahælum, því þau eru orðin of gömul til að passa börn og segja sögur, sem heyra forneskjunni til og eiga ekki að segjast börnum. Það væri gaman ef öllum börn- um væri það ánægjulegur leikur að rækta og gæta blóma á leik- svæði sinu, i stað þess að ausa sandi hvort framan í annað. Er ekki orðið tímabært að huga að nýjum uppeldisaðferðum, sem tækju mið af uppeldisforskriftinni þeirra afa og ömmu? W. mf w MorgunblaÖid/Helgi Bj. 17. júní í Borgarnesi Krakkarnir brugðu á leik í Skallagrímsgarði þar sem útihátíðarhöldin í Borgarnesi fóru fram á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. V estmannaeyjar: Minnisvarði um Tyrkja- Guddu afhjúpaður 17. júnf Vestmannaeyjum, 18. júní. HÖGGMYND til minningar um Guðríði Simonardóttir (Tyrkja- Guddu) og Tyrkjaránið árið 1627 var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í gær, 17. júní. Myndina gerði Ragnhildur Stefánsdóttir myndlistarmaður og var verkinu valinn staður austast á Stakkagerðistúninu, á mótum Hilm- isgötu og Kirkjuvegar, skammt þar frá sem forðum stóð bærinn Eystra- Stakkagerði hvar Guðríður Símon- ardóttir bjó þá er Tyrkjaránið með sínum hörmungum öllum skall yfir Eyjabyggð. Þá var Guðríður Símon- ardóttir brottnumin frá fjölskyldu sinni og hneppt í þrældóm hjá Hundtyrkjum í Algeirsborg. Guðríð- ur komst síðar eftir ýmsar þrenging- ar aftur heim til íslands og giftist sálmaskáldinu Hallgrími Péturs- syni. Forvígismaður þess að ráðist var í gerð þessa minnismerkis um merkiskonuna Guðríði og hið sögufræga Tyrkjarán var Árni Johnsen alþingismaður. Fékk Árni til liðs við sig konur úr hin- um ýmsu kvenfélögum í Eyjum sem gengust fyrir almennri fjár- söfnun til að standa straum af gerð og uppsetningu listaverksins. Var fé safnað meðal fyrirtækja og einstaklinga, aðallega í Eyjum en einnig í Reykjavík svo og í Grindavík og á Austfjörðum, þar sem einnig sveið undan innrás Hundtyrkjans á sinni tíð. Þrátt fyrir slæmt veður í gær, hvassviðri og rigningu, var margt manna viðstatt athöfnina. Lúðra- sveit Vestmannaeyja og skóla- lúðrasveit frá Larvik, vinabæ Vestmannaeyja í Noregi, léku og Kirkjukór Landakirkju söng nokk- Morgunblaftið/Sigurgeir Árni Johnsen alþingismaður og Anna Þorsteinsdóttir við minnismerkið um Guðríði Símonardóttur í Vestmannaeyjum á þjóðhátíðardaginn. ur lög. Sigurbjörn Einarsson bisk- up hélt ræðu og minntist lífsferils Guðríðar Símonardóttur. Það var Anna Þorsteinsdóttir, formaður Kvenfélagsins Líknar, sem af- hjúpaði listaverkið. Jóhanna Frið- riksdóttir flutti ávarp fyrir hönd söfnunarnefndarinnar og Sigurð- ur Jónsson forseti bæjarstjórnar þakkaði þeim er fyrir þessu fram- taki stóðu fyrir bæjarins hönd. Höggmyndinni hefur verið valinn skemmtilegur staður í miðbænum á fjölförnum stað og er að henni hin mesta bæjarprýði. - hkj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.