Morgunblaðið - 19.06.1985, Page 39

Morgunblaðið - 19.06.1985, Page 39
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1985 39 þar sem orðið er of þröngt um vaxtarrými hans. B. Hugsanleg þörf á meiri áburði. C. Vöntun á meiri raka. Síberíulerki og sveppir Guðjón Guðmundsson, Akurgerði 5, Akranesi, spyr: 1. Ég sáði fyrir síberíulerki og ræktaði upp fallegar plöntur und- ir plasti. Núna ætla ég að setja þær út í land, á ég að setja hús- dýraáburð með þeim eða tilbúinn áburð. 2. Mér er sagt að síberíulerki fylgi sveppur þar sem það vex í eðlilegu umhverfi. Fylgir þessi sveppur fræunum eða þarf að sækja hann að? Svar 1. Ef gróðursett er í sæmilega góðan lyngmóa og á skjólsælu landi á plöntunum að vera borgið og þurfa lítinn eða engan áburð. Svar 2. Mér er kunnugt um, að ákveðinn sveppur þrífst í nábýli við lerki og eftir því, sem ég veit best, leitar hann lerkið uppi, þannig að ekki þarf að spá frekar í tilvist hans við gróðursetningu. Börn og garðrækt Fæst af þeim börnum, sem nú eru að alast upp á íslandi, njóta þeirrar mikilvægu kynningar af gróðri, sem fyrritíðar börn höfðu, meðan stór hluti þjóðarinnar ólst upp til sveita og börnin léku sér innan um blóm í haga og hjá túngarði við legg og skel. Mikils fara borgarbörnin á mis. Þau sjá aðeins fífla og sóleyjar í rykugum götukanti og geta ekki einu sinni sótt kuðung né skel í fjör- ur vegna mengunar. Öll hin stærri bæjarfélög reyna að bæta börnunum skaðann, með starfsemi skólagarða og ungling- unum snertingu við atvinnulífið með oft óraunhæfri hópvinnu und- ir vel meintri en oftast lífvana stjórn leiðbeinenda, sem taka að sér leiðsögnina, án þess eldmóðs, sem fyrrum einkenndi öll vinnu- brögð, er höfðu það að markmiði, að bjargast af á komandi vetri. Og öll blessuð börnin, sem fá litlu öðru að kynnast en lokuðum leik- völlum með möl undir iljum og leiktækjum, sem í engu líkjast þeim tólum og tækjum, sem mamma eða pabbi eru í snertingu við í sínum daglegu önnum. Og þegar ég rekst inn á dagheimilin, sem geyma Reykjavíkurbörnin á póleruðum parket-gólfum, finn ég til með þeim og hef ósjálfráða löngun til að segja þeim frá bar- naheimilum, sem ég dvaldi á, þeg- ar ég var á þeirra aldri, sem voru með sjávarmöl og skeljamulning í stað gólffjala og daglegir leikir við að umstafla eða spyrða fisk eða henda slori til ritu og kríu, sem flugu yfir flæðarmálinu í leit að einhverju í gogginn. Á sunnudögum var gengið um grundir og fjallshlíðar með gömlu frænku eða ömmu, sem sögðu huldufólkssögur og allt, sem hægt var að vita um lækningamátt blóma, sem uxu í móanum. Nú eru bara fóstrur með sér- þjálfun að störfum með börnin og alls staðar er þörf fyrir að bera meira úr býtum og enginn hefur áhuga á furðusögum úr hömrum og töframætti grasa. Gamlar ömmur, afar og frænkur eða frændur eru falin inni á gamal- mennahælum, því þau eru orðin of gömul til að passa börn og segja sögur, sem heyra forneskjunni til og eiga ekki að segjast börnum. Það væri gaman ef öllum börn- um væri það ánægjulegur leikur að rækta og gæta blóma á leik- svæði sinu, i stað þess að ausa sandi hvort framan í annað. Er ekki orðið tímabært að huga að nýjum uppeldisaðferðum, sem tækju mið af uppeldisforskriftinni þeirra afa og ömmu? W. mf w MorgunblaÖid/Helgi Bj. 17. júní í Borgarnesi Krakkarnir brugðu á leik í Skallagrímsgarði þar sem útihátíðarhöldin í Borgarnesi fóru fram á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. V estmannaeyjar: Minnisvarði um Tyrkja- Guddu afhjúpaður 17. júnf Vestmannaeyjum, 18. júní. HÖGGMYND til minningar um Guðríði Simonardóttir (Tyrkja- Guddu) og Tyrkjaránið árið 1627 var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í gær, 17. júní. Myndina gerði Ragnhildur Stefánsdóttir myndlistarmaður og var verkinu valinn staður austast á Stakkagerðistúninu, á mótum Hilm- isgötu og Kirkjuvegar, skammt þar frá sem forðum stóð bærinn Eystra- Stakkagerði hvar Guðríður Símon- ardóttir bjó þá er Tyrkjaránið með sínum hörmungum öllum skall yfir Eyjabyggð. Þá var Guðríður Símon- ardóttir brottnumin frá fjölskyldu sinni og hneppt í þrældóm hjá Hundtyrkjum í Algeirsborg. Guðríð- ur komst síðar eftir ýmsar þrenging- ar aftur heim til íslands og giftist sálmaskáldinu Hallgrími Péturs- syni. Forvígismaður þess að ráðist var í gerð þessa minnismerkis um merkiskonuna Guðríði og hið sögufræga Tyrkjarán var Árni Johnsen alþingismaður. Fékk Árni til liðs við sig konur úr hin- um ýmsu kvenfélögum í Eyjum sem gengust fyrir almennri fjár- söfnun til að standa straum af gerð og uppsetningu listaverksins. Var fé safnað meðal fyrirtækja og einstaklinga, aðallega í Eyjum en einnig í Reykjavík svo og í Grindavík og á Austfjörðum, þar sem einnig sveið undan innrás Hundtyrkjans á sinni tíð. Þrátt fyrir slæmt veður í gær, hvassviðri og rigningu, var margt manna viðstatt athöfnina. Lúðra- sveit Vestmannaeyja og skóla- lúðrasveit frá Larvik, vinabæ Vestmannaeyja í Noregi, léku og Kirkjukór Landakirkju söng nokk- Morgunblaftið/Sigurgeir Árni Johnsen alþingismaður og Anna Þorsteinsdóttir við minnismerkið um Guðríði Símonardóttur í Vestmannaeyjum á þjóðhátíðardaginn. ur lög. Sigurbjörn Einarsson bisk- up hélt ræðu og minntist lífsferils Guðríðar Símonardóttur. Það var Anna Þorsteinsdóttir, formaður Kvenfélagsins Líknar, sem af- hjúpaði listaverkið. Jóhanna Frið- riksdóttir flutti ávarp fyrir hönd söfnunarnefndarinnar og Sigurð- ur Jónsson forseti bæjarstjórnar þakkaði þeim er fyrir þessu fram- taki stóðu fyrir bæjarins hönd. Höggmyndinni hefur verið valinn skemmtilegur staður í miðbænum á fjölförnum stað og er að henni hin mesta bæjarprýði. - hkj

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.