Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 Magnús L Sveinsson, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðsson- ar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Forseti tslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Hátíðahöld í Reykjavík 17. júní: Milli 10 og 15 þúsund manns söfnuðust saman í miðbænum HÁTÍÐAHÖLD í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn tókust mjög vel samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík og söfnuðust milli 10 og 15 þúsund manns saman í miðbænum á meðan flutt voru þar skemmtiatriði. Hátíðin sett á Austurvelli Dagskráin hófst kl. 10 með því að Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, lagði blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sig- urðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Því næst var hátíðin sett á Austurvelli af Kolbeini H. Pálssyni, formanni Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, lagði síðan blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, ávarpaði við- stadda. Guðsþjónusta hófst i Dómkirkjunni kl. 11.15 og þjónaði séra Agnes M. Sigurðardóttir fyrir altari. Frá kl. 13 til 17 var ýmislegt til skemmtunar í borginni. Hægt var að leika mini-golf í Hallargarðin- um eða bregða sér í skemmtisigl- ingu á Tjörninni. I hljómskála- garðinum höfðu skátafélagar reist tjaldbúðir og gengust þeir fyrir alls kyns útileikjum. Þá voru íþróttamenn með golf- og glímu- sýningu. Klukkan 14.20 var gengið í skrúðgöngu frá Hlemmtorgi, niður Laugaveg og Bankastræti. Á Lækjartorgi, í Lækjargötu og í Bankastræti voru flutt fjölbreytt skemmtiatriði til kl. 17. Randver Þorláksson, Örn Árna- son og Sigurður Sigurjónsson fluttu leikþátt fyrir börn og þeir félagar Jón Páll og Bjössi bolla létu gamminn geisa, svo dæmi séu tekin. Þá sýndi Sultuleikhúsið leikþátt og í aðalhlutverki var stór og stæðilegur dreki sem öllum að óvörum birtist í Bankastræti. Um 5 þús. ungmenni á hljóm- ieikum í Laugardalshöll Um fimm þúsund ungmenni sóttu hljómleikana sem haldnir voru í Laugardalshöll um kvöldið, en þar komu fram hljómsveitirnar Mezzoforte, Grafík og Gipsy, og tónlistarmennirnir Megas og Bubbi Morthens. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík fóru hljómleik- arnir vel fram og engin óhöpp urðu. Þá var einnig kvöldskemmt- un í miðbænum þar sem Hljóm- sveit Magnúsar Kjartanssonar, Rikshaw og Léttsveit Ríkisút- varpsins léku fyrir dansi til kl. 23.30. Þessi hnáta lét það ekkert á sig fá þó að hún yrði stundarkorn viðskila við pabba og mömmu, enda í önigg- um höndura lögregluþjónsins. Fjöldi fólks safnaðist saman við Tjörnina þar sem hægt var að fara í skemmtisiglingu á róðrarbátum sem siglingaklúbbur Æskulýðsráðs Reykjavíkur lét f té. Skemmtiatriðin féllu greinilega í góðan jarðveg. Leiktækin sem skátsfélagar reistu í Hljómskálagarðinum vöktu mikia hrifningu meðal yngstu kynslóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.