Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 58
Hótel Nes-rallið: 58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1985 Á tímabili höfðu Þórhallur og Sigurður forystu i 200 hestafla Talbot Lotus, en réðu ekki við aksturshraða Ásgeirs á lokasprettinum. og draumar um verðlaunasæti voru á enda. Það var því ekki litríkur hópur sem lagði upp á laugardags- morgni til að slást um efstu sæt- in, en þær þrjár áhafnir sem það gerðu skiptust oft á að halda for- ystu. Ásgeir og Pétur lögðu af stað með 38 sekúndna forskot, en eftir 100 metra á fyrstu sérleið drap vélin skyndilega á sér og fór ekki í gang fyrr en að tveim mínútum liðnum. Við þetta náðu feðgarnir Jón og Rúnar forystu á Toyota-bílnum, sem Ómar hafði ekið með glans í fyrri röllum. Héldu þeir nú uppi heiðri fjöl- skyldunnar í fjarveru ómars. En þeir voru ekki lengi í sæluvimu. „Við komum á talsverðri ferð að beygjukafla á sérleið við Mikl- holt, náði ég þeirri fyrstu en fraus á bremsunum í þeirri næstu og bíllinn sveif útaf. Við vorum fastir uppi á bjargi og þurftum að tjakka bílinn upp og draga bjargið undan hásingunni. Héldum síðan áfram en duttum niður í þriðja sætið,“ sagði Jón við blaðamann í viðgerðarhléi í Borgarnesi. Þá var staðan orðin þannig að Þórhallur og Sigurður voru orðnir fyrstir með 64,37 mín. í refsingu, Ásgeir og Pétur höfðu 66,44 mínútur og Jón og Rúnar 69,13. „Við erum fyrstir vegna klúð- urs hjá hinum, ég hef aldrei keyrt svona hægt, þetta er núll- keyrsla,“ sagði Þórhallur, en Sigurður aðstoðarökumaður hans sagði: „Ásgeir keyrir eins og vitlaus maður, það skiptir engu hvort það er vegur eða ekki, hann bara flýgur áfram, hann fór framúr okkur á einni leið- inni.“ Samt sem áður voru Ás- geir og Pétur tveim mínútum frá fyrsta sætinu því auk stoppsins í byrjun höfðu þeir fengið tvær mínútur i refsingu fyrir að koma á vitlausum tíma inn á tíma- varðstöð. En þeir létu það ekki aftra sér, óku eins og griðungar eftir hléið og eftir rúma tuttugu kílómetra voru þeir búnir að vinna upp mest af forskoti Þór- halls og Sigurðar, sem þó voru staðráðnir í að halda fengnum hlut. „Ég keyrði lokaleiðirnar eins og ég gat, sérstaklega í Ber- serkjahrauni. Á síðustu leiðinni ók ég með sprungið síðustu sex kílómetrana en við náðum að knýja fram sigur og urðum þrjá- tíu sekúndum á undan Þórhalli," sagði Ásgeir, sem ásamt Pétri kom sem sigurvegari í mark í Ólafsvík siðla á laugardag. Loka- staðan: Ásgeir/Pétur, Escort, 1.14.09 klst., Þórhallur/Sigurður, Talbot Lotus, 1.14.39, Jón/Rún- ar, Toyota, 1.15.29, Guttorm- ur/Sigmar, Lancer 1.21.07, Hall- dór/Þröstur, Escort 1.21.24, Auðunn/Haukur, Opel 1.25.59, Hörður/Ólafur, Datsun, 1.27.20, Jón/Gunnar, Lancer 1.29.50. Staðan í íslandsmeistara- keppninni í rallakstri: Ásgeir Sigurðsson og Pétur Júlíusson 44 stig, ómar og Jón Ragnarssynir 35 stig, Þórhallur Kristjánsson og Sigurður Jensson 25, Bjarmi Sigurgarðarsson og Birgir Viðar Halldórsson 20, Eiríkur Frið- riksson og Þráinn Sverrisson 18. GR „ftg fraus í bremsunum og bfllinn sveif útaf .8.Jón Ragnarsson útskýrir fyrir Ómari útafakstur, sem kostaði hann forystuna í rallinu. Jón tók sæti Ómars sem átti við meiðsli að stríða, cins og sjá má á hálskraganura. „Hann keyrir eins og vitlaus maður — flýgur bara áfram Asgeir og Pétur sigruðu eftir ævintýralegan akstur „Við þurftum að hafa virkilega mikið fyrir sigrinum, eftir að hvert óhappið rak annað í byrjun laug- ardags. Við keyrðum eins og við gátum og náðum að sigra á loka- leiðunum, en ég átti ekki von á því eftir slæma byrjun um morgun- inn,“ sagði Ásgeir Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið, en hann ásamt Pétri Júlíussyni sigraði Hót- el Nes-rallið, sem fram fór á Snæ- fellsnesi og í Borgarfirði um helg- ina. Óku þeir Ford Escort 2000 og náðu með sigrinum forystu í fs- landsmeistarakeppninni í rall- akstri. Þórhallur Kristjánsson og Sigurður Jensson náðu öðru sæti á Talbot Sunbeam Lotus, en feðg- arnir Jón Ragnarsson og Rúnar Jónsson urðu þriðju á Toyota Cor- olla. Tók Jón sæti Ómars bróður síns, sem ekki gat keppt vegna meiðsla, og skilaði því vel. Hótel Nes-rallið hófst síðdegis á föstudag og þó aðeins þrjár leiðir væru eknar þann daginn nægði það til að koma nokkrum toppbilum af keppnislistanum fyrir laugardaginn. Strax á ann- arri leið voru Bjarmi Sigurgarð- arsson og Birgir Viðar Hall- dórsson úr leik á Talbot Sun- beam Lotus með brotinn öxul, önnur keppnin af þremur sem Asgeir Sigurðsson og Pétur Júlíusson áttu sannarlega sigurinn inni eftir góða frammistöðu í rölhim ársins. Þeir unnu Hótel Nes-rallið þrátt fyrir ýmis skakkaföll á sérieiðunum og slóu yfirleitt lítið af... Kapparnir sem skiptust á að hafa forystu, frá vinstri: sigurvegararnir Ásgeir og Pétur, Þórhallur og Sigurður, sem urðu f öðru sæti, og feðgarnir Jón og Rúnar í því þriðja. Morgunbiaftið/Gunniaugur Rftgnvaidsson enski billinn bilar eftir stutt gaman. Sömuleiðis fóru i háttinn þeir Eiríkur Friðriksson og Þrá- inn Sverrisson á Escort, eftir að vélin gaf upp öndina. Þorsteinn Ingason og Sighvatur Sigurðsson á Toyota óku lokaleið föstudags nánast á þremur hjólum með ónýta framhjólalegu. Er í mark sérleiðarinnar kom hrundi fram- hjólastellið undan öðrum megin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.