Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 58
Hótel Nes-rallið:
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ1985
Á tímabili höfðu Þórhallur og Sigurður forystu i 200 hestafla Talbot
Lotus, en réðu ekki við aksturshraða Ásgeirs á lokasprettinum.
og draumar um verðlaunasæti
voru á enda.
Það var því ekki litríkur hópur
sem lagði upp á laugardags-
morgni til að slást um efstu sæt-
in, en þær þrjár áhafnir sem það
gerðu skiptust oft á að halda for-
ystu. Ásgeir og Pétur lögðu af
stað með 38 sekúndna forskot, en
eftir 100 metra á fyrstu sérleið
drap vélin skyndilega á sér og
fór ekki í gang fyrr en að tveim
mínútum liðnum. Við þetta náðu
feðgarnir Jón og Rúnar forystu á
Toyota-bílnum, sem Ómar hafði
ekið með glans í fyrri röllum.
Héldu þeir nú uppi heiðri fjöl-
skyldunnar í fjarveru ómars. En
þeir voru ekki lengi í sæluvimu.
„Við komum á talsverðri ferð að
beygjukafla á sérleið við Mikl-
holt, náði ég þeirri fyrstu en
fraus á bremsunum í þeirri
næstu og bíllinn sveif útaf. Við
vorum fastir uppi á bjargi og
þurftum að tjakka bílinn upp og
draga bjargið undan hásingunni.
Héldum síðan áfram en duttum
niður í þriðja sætið,“ sagði Jón
við blaðamann í viðgerðarhléi í
Borgarnesi. Þá var staðan orðin
þannig að Þórhallur og Sigurður
voru orðnir fyrstir með 64,37
mín. í refsingu, Ásgeir og Pétur
höfðu 66,44 mínútur og Jón og
Rúnar 69,13.
„Við erum fyrstir vegna klúð-
urs hjá hinum, ég hef aldrei
keyrt svona hægt, þetta er núll-
keyrsla,“ sagði Þórhallur, en
Sigurður aðstoðarökumaður
hans sagði: „Ásgeir keyrir eins
og vitlaus maður, það skiptir
engu hvort það er vegur eða ekki,
hann bara flýgur áfram, hann
fór framúr okkur á einni leið-
inni.“ Samt sem áður voru Ás-
geir og Pétur tveim mínútum frá
fyrsta sætinu því auk stoppsins í
byrjun höfðu þeir fengið tvær
mínútur i refsingu fyrir að koma
á vitlausum tíma inn á tíma-
varðstöð. En þeir létu það ekki
aftra sér, óku eins og griðungar
eftir hléið og eftir rúma tuttugu
kílómetra voru þeir búnir að
vinna upp mest af forskoti Þór-
halls og Sigurðar, sem þó voru
staðráðnir í að halda fengnum
hlut. „Ég keyrði lokaleiðirnar
eins og ég gat, sérstaklega í Ber-
serkjahrauni. Á síðustu leiðinni
ók ég með sprungið síðustu sex
kílómetrana en við náðum að
knýja fram sigur og urðum þrjá-
tíu sekúndum á undan Þórhalli,"
sagði Ásgeir, sem ásamt Pétri
kom sem sigurvegari í mark í
Ólafsvík siðla á laugardag. Loka-
staðan: Ásgeir/Pétur, Escort,
1.14.09 klst., Þórhallur/Sigurður,
Talbot Lotus, 1.14.39, Jón/Rún-
ar, Toyota, 1.15.29, Guttorm-
ur/Sigmar, Lancer 1.21.07, Hall-
dór/Þröstur, Escort 1.21.24,
Auðunn/Haukur, Opel 1.25.59,
Hörður/Ólafur, Datsun, 1.27.20,
Jón/Gunnar, Lancer 1.29.50.
Staðan í íslandsmeistara-
keppninni í rallakstri: Ásgeir
Sigurðsson og Pétur Júlíusson 44
stig, ómar og Jón Ragnarssynir
35 stig, Þórhallur Kristjánsson
og Sigurður Jensson 25, Bjarmi
Sigurgarðarsson og Birgir Viðar
Halldórsson 20, Eiríkur Frið-
riksson og Þráinn Sverrisson 18.
GR
„ftg fraus í bremsunum og bfllinn sveif útaf .8.Jón Ragnarsson útskýrir fyrir Ómari útafakstur, sem kostaði hann forystuna í rallinu. Jón tók sæti
Ómars sem átti við meiðsli að stríða, cins og sjá má á hálskraganura.
„Hann keyrir eins og vitlaus
maður — flýgur bara áfram
Asgeir og Pétur sigruðu eftir ævintýralegan akstur
„Við þurftum að hafa virkilega
mikið fyrir sigrinum, eftir að hvert
óhappið rak annað í byrjun laug-
ardags. Við keyrðum eins og við
gátum og náðum að sigra á loka-
leiðunum, en ég átti ekki von á því
eftir slæma byrjun um morgun-
inn,“ sagði Ásgeir Sigurðsson í
samtali við Morgunblaðið, en hann
ásamt Pétri Júlíussyni sigraði Hót-
el Nes-rallið, sem fram fór á Snæ-
fellsnesi og í Borgarfirði um helg-
ina. Óku þeir Ford Escort 2000 og
náðu með sigrinum forystu í fs-
landsmeistarakeppninni í rall-
akstri. Þórhallur Kristjánsson og
Sigurður Jensson náðu öðru sæti á
Talbot Sunbeam Lotus, en feðg-
arnir Jón Ragnarsson og Rúnar
Jónsson urðu þriðju á Toyota Cor-
olla. Tók Jón sæti Ómars bróður
síns, sem ekki gat keppt vegna
meiðsla, og skilaði því vel.
Hótel Nes-rallið hófst síðdegis
á föstudag og þó aðeins þrjár
leiðir væru eknar þann daginn
nægði það til að koma nokkrum
toppbilum af keppnislistanum
fyrir laugardaginn. Strax á ann-
arri leið voru Bjarmi Sigurgarð-
arsson og Birgir Viðar Hall-
dórsson úr leik á Talbot Sun-
beam Lotus með brotinn öxul,
önnur keppnin af þremur sem
Asgeir Sigurðsson og Pétur Júlíusson áttu sannarlega sigurinn inni eftir góða frammistöðu í rölhim ársins. Þeir
unnu Hótel Nes-rallið þrátt fyrir ýmis skakkaföll á sérieiðunum og slóu yfirleitt lítið af...
Kapparnir sem skiptust á að hafa forystu, frá vinstri: sigurvegararnir Ásgeir og Pétur, Þórhallur og Sigurður,
sem urðu f öðru sæti, og feðgarnir Jón og Rúnar í því þriðja. Morgunbiaftið/Gunniaugur Rftgnvaidsson
enski billinn bilar eftir stutt
gaman. Sömuleiðis fóru i háttinn
þeir Eiríkur Friðriksson og Þrá-
inn Sverrisson á Escort, eftir að
vélin gaf upp öndina. Þorsteinn
Ingason og Sighvatur Sigurðsson
á Toyota óku lokaleið föstudags
nánast á þremur hjólum með
ónýta framhjólalegu. Er í mark
sérleiðarinnar kom hrundi fram-
hjólastellið undan öðrum megin