Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1985 49 Borgarfulltrúar heimsækja Þórshöfn SÚ HEFÐ hefur skapast að á fjög- urra ára fresti bjóði bæjaryfirvöld Þórshafnar í Færeyjum til sín nefnd skipaðri bergarfulltrúum Reykjavík- ur. Þann 31. f.m. héldu þau Páll Gíslason, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Guð- mundur Þ. Jónsson í heimsókn til frænda okkar Færeyinga. Með í för voru einnig tveir embættismenn borgarinúar, þeir Sveinn Ragnars- son, forstöðumaður Félagsmála- stofnunar, og Ólafur Jónsson full- trúi. Markmið ferðarinnar var að kynna sér starfsemi eyjaskeggja. „Þetta var bæði fróðlegt og skemmtilegt," sagði Páll Gíslason, er blm. innti hann eftir því hvern- ig gengið hefði. „Það er margt í Færeyjum afar frábrugðið því sem við eigum að venjast hér heima. Til að mynda er einka- framtakið mjög í hávegum haft — menn eiga sínar eignarlóðir og ekki þekkist að bæjarfélög festi kaup á slíku. Samneyslan er einn- ig minni, skattar lægri og því allt minna í sniðum. Það vakti þó at- hygli mína að þar eru allir vegir ýmist malbikaðir eða olíubornir," sagði Páll. Hann kvað Þórshafn- arbúa afar stolta af því hversu mjög þeim hefur tekist að grynnka á skuldum sínum undan- farin ár. Ekki hafa þó fram- kvæmdir legið niðri — og er hafn- arstjórnin t.d. um þessar mundir að ráðast í það verk að fylla upp tveggja hektara hafnarland. Fiskiðjuver þeirra Færeyinga sagði Páll afar nýtískuleg og í sí- felldri framför. Sem dæmi um nýja framleiðslu þeirra má nefna að þeir reykja nú fisk til útflutn- ings og reiknað er með að fyrir hann fáist hátt verð. Kaupendurn- ir eru m.a. stórfyrirtækið Marks og Spencer. Fiskirækt er mikil í Færeyjum og eru fiskeldistöðvarnar margar en smáar. Hafa þeir farið sér hægt í þessum málum en náð ótrúlegum árangri. Giskaði Páll á að þeir myndu sennilega rækta u.þ.b. 4—5 sinnum meiri fisk en við þetta árið. Fisksölusambandið færeyska var einnig sótt heim. Hrósaði forstjóri þess mjög góðri samvinnu þeirra við íslendinga sem hann taldi báðum aðilum til mikilla hagsbóta. „Ég dáist að dugnaði þeirra Færeyinga," sagði Páll „og tel að Kampakátir aflakóngar. Talió f.v.: eigandi bátsins, Sveinn Ragnarsson, bæjarfulltrúi Þórshafnar, Paul Michelsen, bæjarstjóri Þórshafnar, og Páll Gíslason. við tslendingar gætum margt af þeim lært — sér í lagi hvað snertir vinnslu og nýtingu sjávarafurða." Ýmislegt eiga íslendingar þó sameiginlegt með Færeyingum. Til að mynda ríkir um þessar mundir mikill ágreiningur þar um þá ákvörðun yfirvalda að kaupa 16 ný skip til eyjanna. Skiptast menn í tvo hópa — og lætur hátt í þeim sem telja skipin nú þegar of mörg. Deilur sem þessar ættu að vera íslehdingum vel kunnar. Hvað landbúnaðinn snerti, vakti það athygli komumanna að kýrnar skyldu hafðar inni allan ársins hring. Upplýstu heimamenn að það kæmi til af illri nauðsyn. Landrýmið leyfði ekki að þeim yrði sleppt lausum. Ekki var ferð þessi þó tómur fróðleikur heldur gerðu menn sér ýmislegt til gamans. Þar á meðal var farið á haf út og sá guli dreg- inn úr söltum sjó. Höfðu Færey- ingar á orði að réttast væri að sækja um viðbótarkvóta — svo fisksælir hefðu íslendingar verið. Var borgarfulltrúum okkar boðið inn á mörg heimili eyjaskeggja, sem Páll sagði vera einkar snyrti- leg og falleg. Sagði hann færeysk- ar fjölskyldur afar samheldnar og væru ættartengslin þar, eins og hér, mjög sterk. Ekki hefðu heimamenn litið á gesti sína sem útlendinga — heldur frændur. Vildi Páll koma á framfæn ^ þakklæti Færeyinga til for- svarsmanna SÁA. Hafa þeir að undanförnu fengið nokkra eyja- skeggja hingað I meðferð og hald- ið fyrirlestra og námskeið fyrir þá á dönsku. Hrósuðu heimamenn framtaki þessu í hástert og bentu á að vandinn væri síst minni þar en hér. Að lokum sagði Páll ferðir sem þessar afar fróðlegar. Gest- risni Færeyinga væru engin tak- mörk sett og væri Islendingum sérlega vel tekið. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi, bróöir og mágur, SVEINBJÖRN EGILSSON, Otrateigi 10, veröur jarösunglnn frá Fossvogskirkju í dag, 19. júní, kl. 13.30. Fyrir hönd annarra aöstandenda og vlna, Guöný Sveinbjörnsdóttir, Mekkinó Björnsson, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Þóróur Jónsson, Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, Gretar fvarsson, Björn Mekkinósson, Sveinbjörn Þóróarson, Þorsteinn Egilsson, Alda Jónsdóttir. t Hugheilar þakkir fyrir samúöarkveöjur og auösýnda vinsemd viö andlát og útför ÁRNA ÁSBJARNARSONAR, Bauganesi 38. María Stefánsdóttir, Björn B. Lfndal, Sigrföur Guómundsdóttir, Stefán S. Árnaaon, Ólöf Ágústsdóttir, Hrafnhiidur Garöarsdóttir, Gunnar A. Sverrisson, Ásta Gfsladóttir, Valur Helgason, Kristinn Gfslason, Ágústa Baldursdóttir. t Þökkum innllega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför VALDIMARS JÓNSSONAR, Álfhólum. Hrefna Þorvaldsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, EINARS ÓLAFSSONAR, Suóurgötu 3, Keflavik, Kristfn Guömundsdóttir, Katrfn Einarsdóttir Warren, John Warren, Elfn Einarsdóttir, Siguröur Markússon, Ólafía Einarsdóttir, Aðalbergur Þórarinsson, Guðmundur Einarsson, Sveingeröur Hjartardóttir og barnabörn. Gallerí Borg: Hestar í málverki Sýningin „Hestar í mál- verki" verður opnuð í Gallerí Borg við Austurvöll fimmtu- daginn 20.júní. Sýnd verða 20 verk; blýantsteikningar, past- elmyndir og olíumálverk eftir Baltazar, Einar Hákonarson, Hring Jóhannsson, Jóhannes Geir og Pétur Behrens. Þá er á sýnungunni olíumálverk eftir Kjarval, „Skáldfákar í lands- lagi“ og er hún til sölu eins og aðrar myndir á sýningunni. Sýningin stendur til fyrsta júlí og er opin daglega frá klukkan 12 til 18 og frá klukk- an 14 til 18 laugardaga og sunnudaga. n jjMÉfcw .>** Fer inn á lang flest heimili landsins! 5 Þakkarávarp Hjartanlegar þakkir til allra þeirra, sem minntust mín á áttrœðisafmœli mínu með heimsóknum, gjöfum, skeytum. Sérstaklega þakka ég börnum mínum og tengdadóttur sem gerðu mér kleyft að halda upp á afmælið. Einnig þakka ég kvenfélaginu Bergþóru Vestur-Landeyjum fyrir þá sœmd að gera mig að heiðursfélaga sínum. Með bestu kveðj- um til ykkar allra. Lifið heil. Benedikta E. Haukdal. TOPPBÍLAR Wagooner árg. ’79 Rauöur. Verö 490.000,' BMW 732i árg. ’80 Blágrár. Einstakur bíll í sérstökum gæðaflokki. Verö 790.000,- Mercedes Benz árg. ’80 350 SLC. Dökkgrár. 8 cyl. Toppbíll. Verö 1.250.000,- Allir greiöslumöguleikar til umræöu. Upplýsingar í síma 21612 milli kl. 19.00 og 21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.