Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR19. JUNÍ 1985 3-30 © 1985 Umversal Press Syndicate n ég hcld o2> þú dragir pá. of hatgt c& londi " TM Reg U.S. Pat. Off —all rights reserved «1985 Los Angeles Times Syndicate Er nokkur hér f vagninum með snærisspotta? os* , længi lifi garðyrkjumaðurinn! HÖGNI HREKKVÍSI „ OÓ/WARAHÚM EKKI 5KEMAtT" " Sýnið aðra þætti en Dallas Ein hafnfirsk skrifar: Nú í júlí eiga að byrja Dallas- þættir að nýju í sjónvarpinú. En hvað um okkur sem höfum tekið alla þessa þætti á bensínstöðum á leigu og borgum offjár fyrir? Er ekki hægt að sýna einhverja aðra þætti i staðinn, t.d. enska þætti, en ekki Dynasty, Falcon Crest eða Dallas? Þessa þætti er hálf þjóðin búin að sjá. Eiga hinir þá að fá Dallas að kostnaðarlausu á meðan við hin þurftum að greiða leigu- gjaldið? Þetta er misrétti. Að sjálfsögðu borga hinir afnotagjöld fyrir sjónvarpið en það gerum við hin, sem horfum á þessa þætti á myndbandi, líka. Ég er viss um að margir eru mér sammála og margir ósammála, en þetta gengur ekki upp svona. Úr því að við erum að tala um myndbönd og sjónvarp verð ég að minnast á börnin. Auðvitað fá þau sinn skerf af barnaefni í sjónvarp- inu hvern dag en þessi skammtur er aðeins 15 mínútna langur dag hvern á meðan fullorðna fólkið fær efni fyrir sig frá klukan 20.00 til til 24.00 og stundum lengur. Ætli íslenska þjóðin hafi ekki ráð á að kaupa meira barnaefni fyrst að hún keypti alla þessa rándýru Dallas-þætti? Nú er ér búin að nefna mynd- bandið, fullorðna fólkið og börnin, en eitt á ég eftir unglingana. Hvað hafa unglingarnir sér til dundurs? Hvað er í sjónvarpinu fyrir okkur unglingana? Ekkert, nema Skon- rokk einstaka sinnum. í Danmörku og öðrum Norður- löndum, Englandi og Bandaríkj- unum eru margir þættir fyrir unglinga. En hér er ekkert. Getur sjónvarpið ekki keypt unglinga- þætti? Peningarnir fara allir í þessa dýru Dallas-þætti. Mörgu þarf að breyta í þessu landi og batnandi getur það farið ef betur væri farið með peningana og þeim verið í annað en Dallas. Bíð eftir þungarokki „Cronos" skrifar: Kæri Velvakandi. Ég skrifa þér vegna alveg öm- urlegs Skonrokks. Það hefur ekki sést þar þungarokk síðan þessi tvö „súkkulaðigæjafyrirbæri" tóku völdin þar. Það hefur verið efn- isskortur hjá þessum vesalingum í allan vetur. Svo eru þessir Duran Duran- og Wham-aðdáendur að skrifa í Velvakanda og segja að „þátturinn „Skonrokk" sýni alltof mikið af þungarokki og þannig rusli“, en svona orðaði „ein úr Kefló" það á síðunni 23. maí. Svo er það rás 2, sem er nú lítið betri en sjónvarpið. Hvenær ætlar Þorgeir Ástvaldsson að koma með þungarokksþáttinn sem hann var búinn að lofa? Dag eftir dag er manni boðið upp á tyggjó-popp með sætum gæjum sem skola á sér þverrifuna upp úr smjörlíki á morgnana. Það eru fjölmargir þungarokks- aðdáendur á íslandi, þó að þeir hafi ekki gaman af að hringja í þennan svokallaða vinsældalista rásar 2. í lokin legg ég til að á þeim föstudögum sem Skonrokk er ekki, komi þungarokksþáttur, fyrst að þeir í Skonrokkinu geta ekki spil- að annað en Wham og svoleiðis sorp. Þessir hringdu . . Fyrirspurn til Flugleiða Ólafur Guðmundsson hringdi: Ég vil koma á framfæri fyrir- spurn til Flugleiða, sem ég vænti svars við. Það kostar 10.000 krónum meira að fljúga frá Chicago til íslands á Apex-miða heldur en frá íslandi til Chicago, sömu leið. Ég vil gjarnan vita hvernig á þessu stendur. Það er sama hvar miðinn er keyptur, en miðinn héðan kostar 490 dollara en 720 dollara ef farið er frá Chicago. Friður á Tjörninni Gestur hringdi: Ég heyrði talað um að leyfa eigi báta á Tjörninni á 17. júní. Mér finnst það af og frá. Varpið er i fullum gangi í hólmanum og yrði það einungis til ills. Ég er hissa á þessu, því ég hélt að ráð- andi menn í borginni vildu ein- mitt hafa frið og ró á Tjörninni vegma lífsins þar. Týndi happ- drættismiðum Sigrún hringdi. Sonur minn varð fyrir því óláni sl. miðvikudagskvöld á landsleik íslands og Spánar aö týna 25 happdrættismiðum, sem hann ætlaði að selja. Þetta var Happdrætti íþróttafélags þroskaheftra, en það félag er að- ili að íþróttasambandi fatlaðra. Miðarnir, sem sonur minn týndi, voru allir i glærum plastpoka. Finnandi er vinsamlega beðinn að láta vita af sér í síma 75558. Ljótar fréttir Sigurður hringdi: Ég vil kvarta undan fréttum sjónvarpsins. Aldrei er sagt að fréttirnar séu bannaðar börnum, þó svo að ý.mislegt ljótt sjáist i þeim. En ýmislegt annað efni er bannað börnum. Leid á Duran Gauja hringdi: Ég er alveg sammála þeim, sem skrifaði greinina „Nóg kom- ið af því góða“ í Velvakanda fyrir stuttu. Ég er ein af mörg- um, sem finnst Duran Duran lé- leg hljómsveit og skil ekki þetta væl í sumum er Duran Duran hefur ekki topplag á vinsælda- lista rásar 2. Megum við hin ekki hafa okkar tónlistarsmekk í friði? Nú er búið að sýna tvo tónleika með Duran Duran í sjónvarpinu og nú er sá þriðji á dagskrá. Já, manni er sko nóg boðið. Til forráðamanna Listahátíð- ar: ég vil biðja um Prince á lista- hátíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.