Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 Jónas Guðmundsson rithöfundur — Minning Fæddur 15. október 1930 Dáinn 9. júní 1985 Jónas Guðmundsson, rithöfund- ur og listmálari, er látinn eftir harða en stutta sjúkdómsraun. Hann andaðist á Borgarspítalan- um um hádegi fyrra sunnudag, og var þá séð fyrir nokkru að hverju dró, þótt læknar berðust af miklu hugrekki við að bægja frá honum banameini hans. Fer þó jafnan svo, að maður trúir illa og seint að góður félagi sé genginn. Sú varð raunin í þetta sinn, þótt Jónas væri ekki nema fimmtíu og fjög- urra ára að aldri, þegar þroski með vitsmunum gerir einstakl- ingnum fært, einkum þeim sem við iistir fást, að miðla af auði reynslu sinnar í meira mæli en tími var til á tíð bústangs og ver- aldlegra umsvifa. Jónas lifði merkilegu lífi og sviptivindasömu og minnti stund- um á þá örfáu ísiendinga, ailt frá Halldóri Snorrasyni til vorra tíma, sem lögðust í víking eða settu sig í stríð í öðrum löndum, að mestu til að efla skilningarvitin og eiga nokkra sögu að leiðarlok- um. Jónas átti nóga sögu og kom það meðal annars fram í því hve honum var létt um að segja frá eða skrifa. En heimaslóðir voru honum þó kærastar, eins og mál- verk hans benda til, þar sem hann undi sér við að færa í liti og sól- skin gömul sorgbitin hús, höll undir skjóli bárujarns eða niður- iúta báta á fjörukambi eftir að skipshafnir höfðu yfirgefið þá í leit að iífshamingjunni. Allt þetta spratt fram úr höndum hans með yfirsvip áreynsluleysis kunnáttu- mannsins, sem hafði næga reynslu til að skilja hvar sorgin átti heima, og hvar gleðidagur reis yfir austurfjöllum. Vinir Jónasar frá unglingsárum hér í Reykjavík minnast enn þeirrar veislu skemmtilegheita, sem alltaf stóð í kringum hann á þeim tíma. Hnyttinyðri fuku af vörum hans alveg ósjálfrátt og án nokkurrar áreynslu, og enn löngu síðar þótti mönnum hann bæði gamansamur og snjallyrtur á góð- um stundum. Voru þó löng ár og mikil höf sigld í millitíð. Eins og oft er venja um slíka menn hlaut hann nafn að auðkenni eftir að hafa setið í Stýrimannaskólanum hjá Friðrik Ólafssyni 1954—56. Var hann þá nefndur Jónas stýri- maður og jafnan síðan, þótt marg- ar bækur lægju að baki og margt málverkið hefði séð dagsins ljós, og jafnvei þótt hann fengi skip- stjórnarréttindi á varðskipum 1958. Þessari stýrimannsnafnbót undi hann vel, enda löngum með hugann við sjó og sjómenn, og var nú á vordögum orðinn skipherra á Árvakri, einu skipa Landhelgis- gæslunnar. Eftir Jónas hafa komið út einar tólf bækur, frásagnir af sjómönn- um, smásögur, leikrit og skáldsög- ur, þar sem byggt er m.a. á lífi hans sjálfs, eins og í bókunum Grænlandsfarið og Kuldamper Absalon, sem urðu til eftir sigiing- ar hjá Konunglegu dönsku Græn- landsversluninni. Sem rithöfund- ur var Jónas skemmtinn og alþýð- legur í skrifum og brá fyrir sig stílbrögðum, sem voru mjög ein- kennandi fyrir persónu hans og því lítt tillærð. Hann sigldi einnig til Suður-Ameríku, en þaðan fékk ég bréf frá honum eitt sinn með lýsingum á hafnarborgum í ríkj- um konkvistadoranna. Auga hans var næmt, eins og málverkin bera vitni um, og héf ég lengi saknað sagna úr suðrinu. Þær koma ekki héðan af. Maður sem situr um að komast í siglingar í útlöndum þarf stundum lengi að bíða á sjó- mannaheimilum í erlendum borg- um, og þann tíma notaði Jónas til að skrifa „heim“. En hann var líka fundvís á ísiendinga og eitt sinn minntist hann á fyrrverandi bæj- arstjóra utan af íslandi, sem vann fyrir sér með því að raka lauf í görðum Kaupmannahafnar. Og þar sem þeir voru báðir ljúfmenni í sjálfskipaðri útlegð varð þessi lýsing mannsins sem beið eftir skipi á manninum sem beið ekki neins í senn átakanleg og grát- brosleg. Þannig nýtti Jónas sér reynslu- heim sinn til hins ýtrasta og var stundum eins og hann yrði áhorf- andi að sjálfum sér í margvísiegu veraldarvafstri. En það var grunnt á glaðværðinni og þeim glaða þyt sólvindanna, sem leikur um sæfarann þegar landfestar hafa verið leystar. Mörg áhugamál toguðust á um atgervi Jónasar. Vist hans i Stýrimannaskóianum bendir til þess að hann hafi hyggst leggja sjómennsku fyrir sig, þó fyrst og fremst til að geta orðið nýtur starfsmaður landhelgis- gæslunnar, en hjá henni hóf hann störf árið 1952. Níu árum síðar lauk hann sjóliðsforingjaprófi í skóla amerísku strandgæslunnar i Yorktown í Virginíufylki. En fjöl- þættar gáfur hans leiddu hann á aðrar brautir, og upp úr 1962 fór hann að starfa að listum og menn- ingarmálum. Þar fékk frískleg og uppáfinningarsöm sköpunargáfa hans notið sín. Fyrir utan að vera í stjórnum rithöfundasamtaka, og nú í annað sinn formaður Félags íslenskra rithöfunda, átti hann sæti i stjórn Farmanna- og fiskimannasam- bandsins og var ritstjóri tímarita, sem sjómannasamtök gáfu út. Frá árinu 1974 ritaði hann að staðaldri um menningarmál í Tímann, en upp á síðkastið skrifaði hann viku- legar greinar í DV. Skrif um menningarmál hafa löngum verið þrúguð af pólitík, og tók Jónas þátt í því af meðfæddri kátínu biandaðri háði, hvenær sem tilefn- in bárust honum í hendur. Varð oft af þessu nokkurt fjaðrafok, en þá var honum mest skemmt, þegar andstæðingar hans fundu honum mest til foráttu. Þrátt fyrir það var Jónasi ekki í nöp við nokkurn mann. Þetta var honum glíma, sem hann þreytti af íþvott eins og forn-rómverskur skylmingamað- ur, svo að þeir sem trúðu á mál- staðinn stóðu móðir eftir og vissu ekki alltaf að undan voru fæturn- ir, svona í óeiginlegri merkingu sagt. Jónas var í Framsóknarflokkn- um og lét það ekki liggja i láginni. Talaði hann stundum um „okkur Framsóknarmenn" og mátti þá búast við nýrri hrinu af sam- lagssvæðum stjórnmálanna. Hann sat í fulltrúaráði flokksins i Reykjavík og í stjórn Reykjavík- urhafnar fyrir flokkinn. Og hafi eitthvað skilið á stundum á milli hans og flokksins, þá var það vegna þess að Jónas var gamali Vesturbæingur, sem taldi með réttu að flokkurinn ætti líka að vera til utan samlagssvæðanna. Við síðasta forsetaframboð var Jónas einn af sveinum Alberts Guðmundssonar, fjármálaráð- herra, og hafði það verkefni helst, vegna þekkingar sinnar á lífi sjó- manna, að fyigja Albert á fundum í sjávarplássum. Þar var Jónas í essinu sínu, enda talaði hann tungumál sem hinir sæbörðu skildu. Jónas var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Oddný Grímsdóttir og eignuðust þau einn son, Grím, sem nú er fullorðinn maður. Eftir- lifandi kona Jónasar er Jónína Herborg Jónsdóttir leikkona og eignuðust þau fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Fjölskyldan býr nú við þungan harm, en börn Jónasar og Jónínu eru enn ung að árum. Jónas bjó vel að fjölskyldu sinni. Til sumardvalar fyrir börn- in endurbyggði hann gamalt hús á Eyrarbakka, Berg, og var ekki nema örstutt þaðan út f guðs- græna náttúruna. Jónas sýndi þessari endurbyggingu mikinn áhuga og vann ötullega að því að gera hana þannig úr garði, að vel færi um fjölskylduna. Urðu jafnan nokkrar sögur af ferðum austur, einkum að vetrarlagi í misjöfnum veðrum, þegar flytja þurfti smiði og pipuiagningamenn á staðinn. Berg er fyrir nokkru orðið hið ágætasta hús og hefur fjölskyldan haft af því full not undanfarin ár. Jónas var ættaður frá Eyrar- bakka, en faðir hans var sonur Péturs skóiastjóra þar. Þeir bræð- ur, synir Péturs, urðu þekktir menn og athafnasamir. Það var því engin furða þótt Eyrarbakki yrði fyrir valinu þegar Jónas valdi sér sumarhús handa sér og fjöl- skyldunni, enda lýsir það ræktar- semi siglingamannsins. Við brottför Jónasar Guð- mundssonar er skylt að þakka iöng og góð kynni. Engan var betra að hafa með sér í margvís- legum orrahríðum og skylming- um, og engan var meiri hvíld að taia við þegar alvörumálum hafði verið vikið til hliðar. Hann var hinn káti félagi og úrræðagóði og hafsjór af upplýsingum um ólík- ustu hluti. Yfirleitt hafði hann fyrir vana að hlusta á erlendar út- varpsstöðvar á fréttatímum, og vissi því um stóra atburði áður en þeir voru tíundaðir hér — ef þeir voru þá tíundaðir yfirleitt. Við áttum langt samstarf um málefni rithöfunda og áhugi hans og vel- vilji fleytti okkur yfir margt sker- ið. Nú síðast, þegar hann gegndi formennsku í félagi okkar, tók hann að sér mikið fleiri störf en honum bar. Þannig var hann í einu og öllu, þar sem sterklega þurfti að róa. í rauninni verða öll orð fátæk- leg og einskisnýt gagnvart þeirri óafturkallanlegu staðreynd sem dauðinn er. Og þótt manni finnist að andlát Jónasar sé fánýt sóun, þegar ekki var um eldri mann að ræða, sem að auki var umsvifa- mikiii höfundur ritaðs máls og málverka, verður sú tilfinning að- eins hjómið eitt samanborið við þá miklu sorg, sem fjölskylda hans hefur orðið fyrir. Við sem hittum hann næstum daglega söknum vinar í stað, en fjöiskyldan saknar föður og eiginmanns, þrekmennis- ins góða sem voru allir vegir færir fyrir skammri stundu. Við vottum Jónínu Herborgu og börnunum hennar ungu, samúð okkar þó að við vitum hvað það nær skammt. IndriAi G. Þorsteinsson Kunningsskapur okkar Jónasar Guömundssonar stóð ekki nema um 12 ár og vinátta varð ekki náin milli okkar, fyrr en tæpur helm- ingur þess tíma var liðinn. Manni finnst slíkur tími i vináttu við mann eins og Jónas of naumt skammtaður. Á hann hefur nú verið klippt á einu augabragði. Það skiiur maður ekki í þessari andrá. Ég get ímyndað mér, að margur sá, er hafði lítil kynni af Jónasi, hafi gert sér af honum ranga mynd. Ég hef leyfi til að vera með slíkar getgátur, því slíkt henti mig í fyrstu. Fáir menn hafa vaxið jafnmikiö í mínum augum og hann gerði eftir því sem kynnin efldust, svo ekki sé talað um eftir að einlæg vinátta hafði stofnast. Hryssingsmyndin, sem ég hafði stundum áður dregið upp af hon- um, kvaddi og sást ekki upp frá því. Eftir sem áður gat hann verið æringinn, sem útbelgdur af athafnaþrá réð sér ekki, fyrr en eitthvað hafði orðið undan að láta. En fyrir æringjanum fór mikiu minna en raungóðum manni með ríka réttlætiskennd. Skorinyrta skoðanatröllið gat birst í einni svipan, en það dró sig jafnskjótt í hlé, ef skeytin virtust ætla að skaða einhvern, sem ekki hafði til þess unnið, og jafnvel þótt hann hefði til þess unnið. Bak við yfir- bragð, sem stundum var hrjúft, fór óvenjulega heill maður, vinur vina sinna, traustur og áreiðan- legur. Þegar litið er yfir æviferil Jón- asar Guðmundssonar blasa við margir menn. Þar má meðal ann- ars sjá skipstjórann, myndlistar- manninn, rithöfundinn, blaða- manninn, gagnrýnandann og stjórnmáiamanninn. Sjáifsagt má í þessu fámenna landi benda á all- marga aðra menn, sem við svo margt hafa fengist á langri ævi. En það breytir ekki sérstöðu Jón- asar í þessum efnum. Þar kemur einkum tvennt til. Hann fellur frá á tindi starfsorku sinnar og gat átt eftir að fást við mörg verk og stór. En hitt er þó þýðingarmeira, að framantöldum fjölbreyttum hlutverkum gegndi Jónas nánast ölium í senn. Slíkt er einsdæmi, jafnvel hér á landi. Og það sem mestu skiptir, að ekkert þessara hiutverka fór honum illa úr hendi. Þvert á móti. Af Jónasi Guðmundssyni er mikill missir. Sá missir hvíiir þyngst á konu hans, börnum og öðrum ættingjum. Við Ástríður vottum þeim samúð okkar. DavíA Oddsson Þegar mér barst til eyrna fregn- in um andlát vinar míns, Jónasar stýrimanns, gerði ég mér fyrst grein fyrir, hverja veizlu þessi sér- stæði persónuleiki hafði haft í far- angri sínum í þessu jarðlífi. Hann var þúsund þjala smiður, sem allt lék í höndunum á, jafn vígur á svo margar listir, að mér óar við upp að telja. Jónas Guðmundsson var allra manna skemmtilegastur og svo orðheppinn, að margan sveið undan kímni hans, sem iðulega fólst í ádeila, sem hitti beint í mark og svo var einstæð, að eng- inn annar gat dottið ofan á þær samsetningar og snjöllu líkingar, sem iðulega hrutu úr penna hans eða urðu til í samtölum. Jónas var yfirleitt hrókur alls fagnaðar, þeg- ar svo bar undir, en afar viðkvæm- ur og listrænn í viðbrögðum við lífsins amstri. Hann var róman- tíker, sem sá umhverfið í skærara Ijósi en aðrir menn, en gamansemi hans og gott auga fyrir því bros- lega og fáránlega í veröldinni kom í veg fyrir óhóflega væmni, og Jónas var síungur í hugmynda- flugi sínu. Allt þetta kemur ljóst fram í verkum hans, hvort heldur um er að ræða skáldskap eða mál- verk. Mér er sagt, að hann hafi verið meistari í að töfra fram hljóma eftir eyranu á slaghörpu, er fékk aldrei að heyra neitt slíkt. Hann fór undan í flæmingi, er minnst var á hljóðfæraleik hans, en ég trúi, að hann hafi verið þar sama náttúrubarnið og í öðrum listgreinum. Jónas hafði fengið ríka vöggugjöf og svo margþætta, að stundum réði hann ekki neitt við neitt. Þegar litið er um öxl, kemur í ljós, að það voru forréttindi að hafa notið samfylgdar þessa sér- stæða persónuleika. Jónas var svo einkennilega samsettur og ólíkur öðru fólki. Hann gat bókstaflega allt, og svo litríkur persónuleiki var hann, að engum er fært að koma í hans stað. Bátamyndir hans eru gott dæmi um, um hvað ég er að tala. Blaðagreinar hans voru annaðhvort svo beinskeyttar og hnitmiðaðar, að jörðin skalf undir fótum þeirra, sem urðu fyrir háðslegu tugtinu, eða þá hann var staddur á samlagssvæðinu — á Eyrarbakka — en þar var hann sáttur að mestu við tilveruna og Ijóðrænn rómantíker. Það gat ver- ið gott veður á Bakkanum, og vont veður var þar líka gott; það kom vel fram í útvarpsþáttum Jónasar, sem aldrei var meðalmaður. Við sýndum saman myndir okkar tvisvar á erlendri grund, við Jónas: í Þýskalandi og í París. Endurminningarnar frá þeim tíma eru mér ómetanlegar og væru efni í langa grein. Ótrúlega vel var okkur tekið í bæði skiptin, og átti Jónas ekki hvað minnstan þátt í því. Það var mikil lífs- reynsla að vera í nálægð Jónasar á erlendri grund, engu síðri en að vera í vinskap við hann hér heima. Þessar fáu línur verða að duga sem kveðja frá samtímamanni, sem saknar vinar í stað. Blessuð sé minning Jónasar Guðmundssonar. Valtýr Pétursson Það skiptir ekki öllu máli hvernig menn deyja. En það skipt- ir rniklu máli hvernig þeir lifa. Jónas Guðmundsson hafði látið margt til sín taka, en meira var ógert. Lífsþrótturinn var með ólíkindum, þátttaka í daglegu lifi og hversdagslegum viðburðum. Stundum dró Jónas sjálfur að sér athyglina. Það var þegar hann opnaði sýningu eða skrifaði óframsóknarlega grein um land- búnaðarmál. Hann var með hug- ann við lífið, en ekki dauðann. Undir lokin fékk hann ekki tæki- færi til að þvo hár sitt áður en öxin féll eins og þær ungu hetjur sem sagt er frá í Sturlungu. Arn- þrúðarsynir þógu sér og kembdu sem til fagnaðar væri að fara. Jónas Guðmundsson var alinn upp í Verkamanaabústöðunum í Reykjavík. Við sem áttum Vestur- bæinn að umgjörð æsku okkar á hernámsárunum kynntumst heimsstyrjöldinni of vel til að dýrka sjókalda afstöðu til lífsins. Menn gátu verið hetjur með því að horfast nokkurn veginn æðrulaust í augu við líf sitt án þess að gera til þess meiri kröfur en efni stóðu til. Það sem við landkrabbar telj- um hetjulund er hversdagsleg reynsla á sjó. Með því hugarfari stundaði Jónas Guðmundsson starf sitt og þannig gekk hann til leiks í lífsbaráttunni svokallaðri. Milli okkar var tíðindalaust þótt ólíkir værum og oft andstæðrar skoðunar í þjóðfélagsmálum. Jón- as hafði þrek til að eiga pólitískan andstæðing að vini og viðmæl- anda. Þroski hans vann bug á þeirri einsýni sem er oft allsráð- andi á þeim vígstöðvum. Hann vissi að það var ekki ein hlið á hverju máli, heldur margar. En það vita ekki allir, því miður. Hann hafði líka þrek til að vilja mönnum hvaðvetna gott en á því og mæla til manna hvaðvetna gott er mikill munur eins og greint er frá í gömlu riti. Samstarf okkar Jónasar átti rætur í sama æskuumhverfi en þó einkum átakasamri hreinskiptni þar sem hvor hélt sínu, en hún er öðrum dyggðum æskilegri. Stund- um gagnrýndi hann mig fyrir linku við vinstri menn, einkum í rithöfundasamtökunum og á síð- um Morgunblaðsins, þótt sjálfur hefði hann eðlislæga þörf fyrir að meta kosti þeirra og krefjandi þjóðfélagsvirkni. Slíkur maður er einfaldlega of önnum kafinn við að lifa til að geta sætt sig við ótímabæran dauða. Og þó, hvað vitum við um dauðann, svo ekki sé talað um ótímabæran dauða? Það eitt, að í skugga hans herðist sú hetjulund sem gefur okkur þrek til að lifa andspænis daglegri áhættu. Þessi hetjulund var mikil- vægur þáttur í fari Jónasar Guð- mundssonar sem naut þess í rík- um mæli að vera svo önnum kaf- inn við að lifa að mér er nær að halda það hafi aldrei hvarflað að honum að hann ætti eftir að deyja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.