Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 29
MORGITNBLADID, MIDVIKUDAGUR 19. JÚNl 1985 29 Ólæsar, en þær hafa augu Viötal við Elínu Bruusgaard um nýja aðferð til að koma fræðslu til kvenna í þriðja heiminum. NORSK kona, Elín Bruusgaard, sem lengi hefur unnið að mál- efnum kvenna og vanda þróunarlandanna og er alþjóðlegur ráðgjafi í þeim efnum, er stödd á íslandi til að kynna söfnun til aðstoðar konum í þróunarlöndunum, sem íslenskar konur taka þátt í af tilefni kvennaáratugs Sameinuðu þjóðanna. Mun Elin m.a. ávarpa konur á hátíðafundinum í Bolabási á Þingvöllum 19. juni. í þessari söfnun taka þátt margar þjóðir undir forustu al- þjóðasamtakanna WIF og mun söfnunarfé frá íslandi verða afhent í starfshópi sem sér- staklega fjallar um þetta við- fangsefni á ráðstefnunni vegna kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna í Nairobi í júlímán- uði. Og því mikilvægt að nafn Islands sé þar með. Þegar hafa safnast 90 þúsund krónur inn á gíróreikning númer 6-21730 í útibúi Samvinnubankans við Suðurlandsbraut. Enn er þó nokkuð i land að markmiðið náist, minnst 250 þúsund krón- ur, og því heitið á konur og kvenfélög að leggja lið með því að leggja inn á þann reikning. Verkefnið felst í því að koma í gang nýrri samskiptaleið við konur í þróunarlöndunum og koma til þeirra fræðslu um heilbrigðismál, vatnsöflun, ungbarnavernd o.fl. með myndmáli þar eð þær eru flest- ar ólæsar. Elín Bruusgaard, sem manna best þekkir aðstöðu kvenna í þriðja heiminum, sagði að góð reynsla hefði fengist á þá að- ferð í nokkrum þróunarlanda, þar sem þetta hefði verið gert til reynslu, að koma fræðslu út í þorpin á myndböndum. Út- búin hafa verið einföld tæki, sem hægt er að hlaða með sól- skífum, þannig að meðan eitt myndbandið rennur í gegn er sólin að hlaða annan geimi. Þetta hefur verið reynt á veg- um fyrrnefndra samtaka í Bangladesh, Maldiveeyjum, Nepal og fleiri stöðum með frábærum árangri. Og kannað hefur verið hvernig þessi að- ferð kemur til skila í Nepal með þeim árangri að efnið náði 100 % til áheyrenda. Kanada- menn hafa komið þessu í gang í Nepal og alþjóðasamtök kvenna í útvarpi og sjónvarpi hafa lagt fram fé til að koma því í gang í Sri Lanka og víðar með aðstoð frá Kanada og Finnlandi. Sá þátturinn sem ís- lenskar konur eru nú aðilar að fyrir framtak alþjóðahóps inn- an 85-nefndarinnar snýr að Austur-Afríkulöndunum og byrjað á Kenýa. Þar hafa þegar verið þjálfaðar 6 Kenyakonur sem hafa unnið fyrsta mynd- bandið sem fjallar um hreint vatn og brunna og annað um eldstæði, en mikil áhersla er lögð á að öll fræðslan miði við Morgunblaðið/RAX. Elín Bruusgaard aðstæður á hverjum stað og sé unnin af konum á staðnum, sem einar þekkja hvernig best er að standa að hlutunum. „Kveikjan að myndbandinu um eldstæðið varð sú að kona ein fann upp hvernig hún gæti búið til leirofn til að spara eldi- við. Yfir opnum eldi eyðist mjög hratt dýrmætur viður, sem konurnar þurfa stundum að sækja margra tíma leið, en í svona leiríláti yfir eldi þarf að- eins þriðjung af viði. Þessi mynd um hvernig konurnar geti gert þetta flýgur svo út um þorpin með sýningum í mynd- bandatækjunum. Það er hjálp til sjálfshjálpar. Eina sem þær þurfa utan að er ein járnplata sem kostar innan við dollar. Og jafnvel eru til konur sem eru þegar farnar að framleiða svona ofna, fara á markað og selja fyrir 3 dollara til að afla fjár fyrir mat. Þessar konur verða kannski að eyða mörgum klukkustund- um í að sækja vatn og svo álíka löngum tíma til að sækja við, sem verður sjaldgæfari með hverju árinu sem líður. Þegar þær eru svo að auki búnar að ljúka heimilisverkunum, þá getið þið ímyndað ykkur að þær eru ekki í stakk búnar til að fara að læra að lesa eða fræðast af aðkomnum fyrirles- ara,“ segir Elín Bruusgaard. „En þær hafa augu og þegar myndbandasýning hefst úti á þorpstorginu, þá er það gaman. Þær geta sest í hring, kannski með barn á brjósti og horft. Þær sjá hvernig hlutirnir eru gerðir og fara að tala saman um það. Við höfum haft segul- band í gangi og hlustað á þær og spurningar þeirra og það er mjög fróðlegt. Þannig hefur komist mjög vel til skila fræðsla um hreinlæti með vatn, um heilsusamlegar og varasamar jurtir til matar, um meðferð niðurgangssýki í ungbömum (diarrhea), sem mörg börnin þjást af o.s.frv. Og því eru þjálfaðar konur sem sjúkraliðar, sem líka sýna og fræða með myndbandatæki. Þær bólusetja þá á daginn meðan konurnar eru hvort sem er önnum kafnar og hafa svo fræðslusýningu á kvöldin. Þessvegna munu Barnahjálp- arsjóðurinn, Care, Alþjóða- heiðbrigðisstofnunin, mann- fjölgunarstofnunin o.fl. stofn- anir koma inn í þetta með myndbönd á síðari stigum. Þarna er beitt þeirri aðferð sem alltaf hefur verið til meðal kvenna, að tala saman og spyrja. Það gera þær við þessar aðstæður. Og við eigum von á því að eftir umræður í Nairobi í sumar, muni allar þær konur sem þar koma flytja þessa tækni heim til sín með okkar hjálp. Frá Kenyu mun átakið beinast að Zambíu, Tansaníu, Zimbabve og ef unnt er að Ug- anda, þar sem mikil þörf er fyrir það. Við erum ákaflega ánægðar með að íslenskar konur skuli vilja leggja lið,“ sagði Elín Bruusgaard. „Nafn íslands verður þá með í kynningunni í Nairobi. Það er ákaflega mik- ilvægt að geta þjáifað fólk og komið þessu af stað. Við erum líka með á prjónunum mynd- band um trjárækt og plöntun þar sem þurrkar herja þessi lónd, eyðimörkin sækir stöðugt sunnar og trjám er eytt í eldi- við og ég ætla að fá innskot frá trjáplöntun kvenna á Akureyri til að setja þar inn í. Sýna hvernig íslenskar konur vilja klæða sitt bera land trjám. Það átak sem íslensku kon- urna vinna að i Kenýa er gert í samvinnu við Kvenfélagasam- bandið þar í landi. En öll áhersla er lögð á að konurnar á hverjum stað ráði ferðinni, enda hafa þær mesta staðar- þekkingu hver á sínum stað. — E.Pá. / um .Innanlandsdeild S-L sér um að panta bilaleigubílinn - og einnig að sjálfsögðu flugmiða' HÓTEL .Við leyfum okkur svolítinn lúxus og gistum á hóteli a.m.k. eina nótt. Innanlandsdeild S-L pantar' GOLF .Kannski skellum við okkur i golf einhvers staðar á leiðinni. Innanlandsdeild S-L pantar." BIIALEIGUBILL HESTBAK .Við ætlum að gista á sveitabæ eina nótt og bregða okkur á hestbak daginn eftir. Innan- landsdeild S-L sér um málið." FALLEGIR STAÐIR .Innanlandsdeild S-L bendir okkur t.d. á góðar gönguleiðir, sögufræga staði og hentug svæði til fuglaskoðunar." VEIÐI „Við viljum komast í veiði nokkrum sinnum i fríinu. Innan- landsdeild S-L sér um að panta veiðileyfin og tjaldleyfi ef þess þarf." landið! leið í Pessi fjölskylda er á leiö í ferö um landið Hún leggur af staö áhyggjulaus og ánægö, nýtur þess sem ísland hefur uppá að bjóða og kemur ekki heim úrvinda af þreytu! Innanlandsdeild Samvinnuferða-Landsýnar skipuleggur flesta þætti ferðalaga um ísland -fyrir íslendinga, og þeim algjörlega aö kostnaöarlausu. Viö pontum gistingu (á hótelum, sveitabæjum og víðar). bílaleigubíla, flug, veiði- leyfi og fleira og fleira. Látiö okkur um áhyggjurnar og amstrið, hvort sem þið eruð að fara langt eða skammt, í samfloti með vinum og kunningjum, eða ein sér! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SIMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.