Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNl 1985 Jónas Guðmundsson rithöfundur - Minning Faeddur 15. október 1930 Dáinn 9. júní 1985 í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Jónasar Guðmundsson- ar rithöfundar, sem lést í Borg- arspítalanum 9. þessa mánaðar. Jónas var fæddur 15. október 1930 í Reykjavík, sonur hjónanna Guðmundar Péturssonar loft- skeytamanns og Ingibjargar Jóns- dóttur. Hann var því aðeins 54 ára er hann lést. Fyrir stuttu hringdi ég heim til Jónasar og ræddum við saman um stund. Hann var hress í tali eins og hans var vandi, og grunaði mig þá síst að þetta yrði í síðasta sinn sem við töluðum saman. Þetta minnir á hve oft er skammt milli lifs og dauða og enginn veit dag- inn né stundina. Að skyldunámi loknu fer Jónas í Stýrimannaskólann i Reykjavík og lýkur þaðan farmannaprófi. Tveim árum síðar hlaut hann skipstjórnarréttindi á varðskipum ríkisins. Þá lauk Jónas árið 1961 sjóliðsforingjaprófi frá MS Coast Guard Training Center í Yorks- town í Virginíuríki. Á yngri árum vann Jónas al- menna verkamannavinnu og við sjómennsku, aðallega á togurum. Hann hóf störf hjá Landhelgis- gæslunni 1952, og kennari var hann við Vélskóla Islands 1961 til 1962. Síðar var Jónas í siglingum, að- allega hjá Konunglegu dönsku Grænlandsversluninni. Hann hlaut styrk frá Menntamálaráði 1979 til rannsókna á minjum frá Grænlandi við þjóðminjasafnið i Kaupmannahöfn. f byrjun sjöunda áratugarins fer Jónas fyrir alvöru að starfa að listum og menningarmálum, en hann var þjóðkunnur rithöfundur og listmálari. Einnig var hann af- kastamikill greinahöfundur og blaðamaður og flutti fjölda erinda í útvarp. Þá var hann ritstjóri Sjó- mannablaðsins Vikings og Sjó- mannadagsblaðsins um langt ára- bil. Jónas lét mikið að sér kveða í félagsmálum. Hann var í stjórn FArmanna- og fiskimannasam- bands fslands. Átti sæti í Sjó- og verslunardómi Reykjavíkur og í stjórn Reykjavíkurhafnar. Hann var í stjórn Rithöfundasambands fslands 1972—74. Þá var hann formaður Félags íslenskra rithöf- unda, fyrst 1975—77, og síðar 1984 til dánardægurs. Leiðir okkar Jónasar lágu fyrst saman í störfum að félagsmálum rithöfunda. Maðurinn vakti strax athygli mína. Hann var vörpu- legur á velli og hinn karlmannleg- asti, minnti að sumu leyti á hina fornu víkinga eins og ég gerði mér þá í hugarlund. Það var gott að vinna með Jón- asi. Hann var ljúfur í viðmóti og samvinnuþýður en ósérhlífinn og hamhleypa að hverju sem hann gekk, enda með ólíkindum hverju hann kom í verk um ævina. í ræðustól var Jónas djarfmæltur, sagði meiningu sína umbúðalaust og var ekkert að skafa utan af hlutunum. En hann var ætíð mál- efnalegur og háttvís. Þótt hann væri skapmikill kunni hann að stilla geð sitt. Jónas var sjaldan langorður er hann tók til máls en það sem meira er um vert, það var á hann hlustað. Hvers konar kreddur voru Jón- asi mikill þyrnir í augum. Frelsi og fegurð unni hann eins og lífinu í brjóstinu, og hann var málsvari lítilmagnans og þeirra sem ein- hverra hluta vegna höfðu orðið undir í lífsbaráttunni. Jónas var mjög fjölhæfur lista- maður, bæði á sviði ritlistar og myndlistar. Eftir hann liggja fjöl- margar bækur um hin aðskiljan- legustu efni, skáldsögur, smásög- . ur, ljóð, ævisögur, ferðasögur og rit um menningarmál. Einnig skrifaði hann leikrit fyrir svið og sjónvarp. Um árabil hefur hann hlotið listamannalaun og einnig starfs- laun rithöfunda. Eins og fyrr getur vann Jónas mikið fyrir ríkisútvarpið. Ég setti mig aldrei úr færi að hlusta á hann. Hann var ágætur útvarps- maður, bæði hvað varðaði efni og framsögn. Jónas sameinaði merki- lega reynslu fullþroska manns og ferskt næmi barnsins, sem er að uppgötva veröldina í fyrsta sinn frá sínum sjónarhóli. Hann hafði lag á að bregða hversdagslega hluti töfrasprota. Blóm í haga, spor í sandi, brim við strönd, búsmala á beit, já og ýmis smá- atvik á ferðalögum fjölskyldunnar innanlands og utan og ótal margt fleira urðu að undrum og ævintýr- um. Slíkir hlutir eru aðeins á færi snjallra listamanna. Ég þekkti minna til myndlistar Jónasar. Þó fylgdist ég með að hann hélt fjölda málverkasýninga, bæði hér heima og erlendis, ýmist einn eða með öðrum. Alla ævina var Jónas að læra, beint og óbeint, eins og góðum listamanni sómdi. Árið 1974 hlaut hann styrk frá Menntamálaráðuneytinu til að stunda nám í grafík og vatnslitun hjá prófessor Rudolf Weissauer í Múnchen. Á afmælidsegi mínum fyrir tíu árum færði hann mér að gjöf mynd eftir þennan lærimeistara sinn. Jónas var þá formaður Fé- lags íslenskra rithöfunda. Þessi sérstæða og fallega mynd hangir uppi í skrifstofu minni og minnir mig á listamennina báða, sem frá fyrstu kynnum voru mjög góðir vinir. Jónas var hamingjusamur mað- ur, átti ástríka eiginkonu og elsku- leg börn. Hann hlaut miklar gjafir í vöggugjöf og ávaxtaði vel sitt pund. Ekki er mér kunnugt um efnahagslegar ástæður hans, en hann átti i ríkum mæli hinn innri auð, sem hann var óspart að miðla þeim sem næstir honum stóðu, og þjóð sinni allri. Nú hefur Jónas lagt upp í ferð- ina miklu, sem enginn fær um- flúið. Fyrir hugarsjónum sé ég hvar hann stendur við stjórnvöl- inn á fleyi sínu og siglir mikinn hinn stjörnumerlaða eilífðar útsæ austur af sól og suður af mána. Mér kemur í hug erindi úr þekku ljóði eftir Örn Arnarson: Drottinn sjálfur stóð á ströndu? „Stillist vindur! Lækki sær! Hátt er siglt og stöðugt stjórnað. Stýra kannt þú, sonur kær. Hörð er lundin, hraust er mundin, hjartað gott, sem undir slær. Við hjónin sendum eiginkonu, börnum, ættingjum, öðru vensla- fólki og vinum hins látna okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jónasar Guðmundssonar. Ármann Kr. Einarsson Stýrimaður og listamaður kvaddur Hann hefir lagt upp f sína hinztu siglingu undir þeim „svörtu loftum“, þaðan sem enginn á aft- urkvæmt. Ekki einu sinni hann, sem var svo kröftugur og ólgandi af lífi eins og stormurinn og sjálft hafið. Þessi fjölhæfi farmaður og listamaður hefir séð öldur lífsins brotna í öðru litrófi en títt er um hefðbundna sæfara. Þegar stefna var dregin á sjókort voru léreft og litir jafnan með í förum. Sjóferða- sagan og lífssiglingin voru færðar í letur á loggbók lífsins, bæði í bundnu og óbundnu máli, hvort sem var með penna eða pensli, blýi eða bleki. Sjórinn og skipin voru honum hugleikin og hjartfólgin yrkisefni. Hann skrifaði, málaði og orti um hafið bláa og djúpa, þetta ógnþrungna en töfrandi, dulúðuga og endalausa haf, sem umlykur okkur og er okkur sjálfur lífgjafinn. Hann var með ólgandi Bergs- Jónas stýrimaður ættarblóð í æðum og sjávarselt- una ofan af Skaga og austan af Eyrarbakka, þessi fjörmikli og málglaði Vesturbæingur, litríkur, litaglaður og tónelskur eins og svo margir ættmenn hans af Bakkan- um. Það er engu líkara en sjálf Bergsættin hafi verið hárrétt stillt bæði um gáfur og galskap þegar hún gat af sér alla ástsælu listamennina. Nægir að nefna hér nokkra, eins og Pál ísólfsson, Friðrik Bjarnason, Sigfús Ein- arsson og ísólf Pálsson að ógleymdum sjálfum listorkugjaf- anum, Ragnari i Smára. Þá er sjálfur Sigurjón ólafsson, Jón Engilberts, Sveinn Þórarinsson og Atlantshafsmálarinn mikli, Gunnlaugur Scheving. Hvílíkt lið! Hvílík akademía! í dag kveðjum við einn afspring ættarinnar þar sem er Jónas Guð- mundsson, rithöfundur, listmálari og skáld með meiru. Margir munu kveðja þann vinsæla og fjölhæfa dreng með söknuði. Það er þjóðar- skaði þegar jafn skemmtilegur, fyndinn, frumlegur og gosvirkur samlandi eins og Jónas stýrimað- ur siglir út úr þessari oft á tiðum drungalegu tilvist okkar í hinzta sinn og þaö langt, langt á undan allri sanngjarnri áætlun. Því er söknuðurinn og eftirsjáin þeim mun meiri þar sem jafn fágætir og hugmyndaríkir húmoristar eins og Jónas hafa ekki hingað til sprottið á trjánum hér norður á hjara veraldar. Jónas var einn ör- fárra samlanda, sem kunni að breyta stemmningu og andrúms- lofti á einu andartaki með eld- snöggri og óvæntri athugasemd. Það er huggun harmi gegn að Bergsættin mun áreiðanlega halda áfram að geta af sér snjalla og stórskemmtilega listamenn, þessa ómissandi kryddbauka til- verunnar svo ekki sé nú talað um allar þokkafullu og sjarmerandi konurnar af kyninu. Örlygur Sigurðsson Kveðja frá Framsóknarfélagi Reykjavíkur. I síðasta mánuði kom ég að máli við Jónas Guðmundsson og bað hann að flytja erindi á skemmtun, sem haldin var á vegum Fram- sóknarfélags Reykjavíkur. Var það auðsótt, enda málið honum skylt, þar sem hann átti sjálfur sæti í stjórn félagsins. Erindi hans fjallaði um sólarlag lifsins, snilldarlega flutt, eins og hans var von og vísa. Engan, sem á hlýddi, renndi þá í grun að svo skammt yrði í sólsetur fyrirlesarans, enda kom ótímabært og skyndilegt fráfall Jónasar Guðmundssonar vinum hans og samherjum í opna skjöldu. Á lífsferli sínum kom Jónas Guðmundsson víða við, og þótt hann hafi verið þekktari fyrir rit- höfundarstörf og listmálun en stjórnmálavafstur, þá tók hann engu að síður virkan þátt í borg- armálastörfum fyrir Framsóknar- flokkinn í Reykjavík. Sem síkur átti hann sæti í hafnarstjórn Reykjavíkur og er óhætt að full- yrða, að þekking hans á sjávarút- vegi og reynsla hans sem skip- stjórnarmanns hafi komið að góð- um notum í því starfi. Um langt árabil var Jónas Guðmundsson blaðamaður á Tímanum og annað- ist þar bókmennta- og listgagn- rýni. Naut hann virðingar sem slíkur og var það tjón fyrif blaðið, þegar hann hvarf af þeim vett- vangi. Það er skarð fyrir skildi í stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur þegar Jónas er horfinn af braut. Honum fylgdi kraftur og elja. Og ávallt sá hann nýjar hliðar á mál- um, því að hann var hugmynda- ríkur með afbrigðum. En fyrst og síöast hugsaði og starfaði Jónas sem Reykvíkingur. Honum var annt um borgina sína og hags- muni íbúa hennar. Um það bera ótal blaðagreinar hans glöggt vitni. Fyrir hönd stjórnar Framsókn- arfélags Reykjavíkur þakka ég Jónasi samfylgdina og votta eig- inkonu hans og fjölskyldu samúð. Alfreð Þorsteinsson form. FR Fallinn er frá fyrir aldur fram góður drengur, æskuvinur og leikbróðir, Jónas Guðmundsson. Leiðir okkar lágu saman fyrir fermingaraldur í Vesturbænum. Þaö er margs að minnast frá þess- um árum í samfylgd Jónasar, i leik, skíðaferðum og fleiru. Jónas var á þessum árum tíður gestur á heimili foreldra okkar á Sólvalla- götunni. Þá var oft glatt á hjalla, Jónas hrókur alls fagnaöar með sín hnittnu tilsvör og skemmtilegu frásagnir, enda var hann í miklu uppáhaldi æ síðan hjá foreldrum okkar. Árin liðu og leiðir skildu. Jónas haslaði sér völl á sviðum lista eins og alþjóð veit. Það kom okkur ekki á óvart sem þekktum hann frá unglingsárunum, því Jónas átti létt með að kasta fram stökum og las fagurbókmenntir, sem var frekar óvanalegt meðal unglinga. Nú er komið að leiðarlokum, en það er huggun eiginkonu, börnum og öðrum skyldmennum, að eftir lifir minningin um góðan dreng. Sendum við þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Stjáni og Ingi Hann hélt sína árlegu mál- verkasýningu í Eden um páskana síðustu eins og ekkert hefði í skor- izt. Þangað var hann sóttur heim og tekinn tali á djarflega vísu að venju innan um myndirnar sínar, en þær voru á vissan hátt fastmót- aðri en nokkru sinni fyrr — þessar sjávarstemmningar og sjávar- plássmyndir, persónulega stíl- færðar og í sumum tilvikum hátt stilltar í litaskala eins og geð- brigði artistans buðu við að horfa í það og það sinnið. Hann var af Bergsætt — og að öllum líkindum með eitthvert útlenzkt ívaf eins og sumir af þeirri ætt. Nú er hann allur og að honum eftirsjá. „Jónas Guðmundsson var á margan hátt merkilegur maður,“ sagði mikilhæfur frændi hans, sem mark er á takandi. Það var stundum erfitt að átta sig á tæplega mennskum vinnu- brögðum hans og ritmennsku — blaðamennsku — málaralist — og í ýmsum veraldlegum athafna- sveiflum. Það má segja, að ferill hans í lífi og list undanfarin 12—13 ár hafi verið í líkingu við eins konar Miklagarð í tíðni sam- skipta við listagyðjurnar og í ofanálag við Mammon og við Neptúnus, og svo að ekkert sé mis- skilið, var ekki um neinn kjör- markað eða stórmarkað að ræða í bókstaflegum skilningi heldur dugnaðarsveiflu, sem var í sér um- slagi. Hann byggði upp „Mikla- garð“ í lífshlaupi sínu á skömmum tíma með ósérhlífni — með and- legu hugrekki og með stórlund. Jónas stýrimaður, eins og hann var oftast kallaður, var ekkert venjulegur maður. „Hann hlaut að vera hamingjusamur," sagði vest- firzk kona með meira brjóstvit og meiri mannmennsku en gengur og gerist. „Það leyndi sér ekki í því, sem hann skrifaði," bætti hún við. Það er laukrétt lífsályktun að vera hamingjusamur, og skiptir ekki alltaf máli, hversu and- streymt er. Allir, sem hafa döngun og vilja til þess að virkja kraftinn í sjálfum sér og láta ganga undan sér, finna hamingju í starfinu — lífshlaupinu — og þegar við bætist lán í einkalífi, þá nær lífshamingj- an hámarki — eða svo hlýtur að leiða af sjálfu sér. Jónas var vel kvæntur. Jónína leikkona, bróðurdóttir Guðmund- ar heitins, Jónatans bílasala, fæddi honum fjögur falieg efnileg börn, og það var gaman að koma til þeirra hér á árunum og nú sið- ast á Sólvallagötuna og ennfremur að Bergi á Eyrarbakka, þar sem hjónin höfðu tekið sér bólfestu fyrir nokkrum árum. Þar var þeirra Camp David — þeirra at- hvarf um langar helgar og oftar. Einu sinni eða tvisvar var geng- ið fram á þau hjónin við sjógarðs- hliðið niður af Kumbaravegi á Stokkseyri — og það var svo skrýtið, að þegar Jónas var fund- inn að máli „á Ströndinni" — þar sem uppruni hans er — var allt svo afslappað eins og eftir vont sjóveður, sem er liðið hjá. Það þurfti ekki að tala svo mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.