Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.06.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1985 Trúin á þjóðina og landið skil- ar okkur þegar hálfa leið Ávarp Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra 17. júní íslendingar „Hver á sér fegra fððurland?“, spyr skáldið. Og þannig hafa ís- lensk skáld um aldir sótt sér yrkis- efni til landsins, ekki síst í sjálf- stæðisbaráttunni. Þá hvöttu skáld- in þjóðina til dáða með þvi að minna hana á landið, tign þess og fegurð, landið sem íslendingar eiga einir. Svo rík er ástin til landsins hjá sumum skáldum, eins og t.d. Jónasi Hallgrímssyni, að landið er oftast það svið, sem hann velur sínum ljóðum. .Greiddi ég þér lokka við Galt- ará“, segir Jónas í einu fegursta ástarljóði, sem ort hefur verið á isienska tungu. Flestum mundi þó þykja Galtará heldur lítill og fá- tæklegur lækur á Eyvindarstaða- heiði. Nú sækja skáldin síður yrkisefni til landsins en fremur í mannlífið sjálft. Ekki lasta ég það, það er einnig ágætt. En þjóðin þarf, nú sem fyrr, að þekkja landið sitt og elska það. Enda er það ekki gleymt. íslenska sjónvarpið hefur undan- farið sýnt þætti um landið okkar. Þeir eru gerðir af mikilli list. Þeir minna um margt á framúrskarandi þætti, sem fróðustu menn fluttu i Rikisútvarpið fyrir mörgum árum, og nefndust „Landið þitt“. Einnig þeir, sem „yrkja“ þannig um landið og kynna það almenningi, eiga þakkir skilið. En hlustandi góður, hvers vegna ræði ég um landið á þessum hátíð- ardegi? Eru ekki tekjur og lífskjör umræðuefnið þessa stundina? Sjálfur hef ég dag eftir dag þulið tölur um þjóðartekjur okkar ís- lendinga, vöxt þeirra og hrun, og gert samanburð við aðrar þjóðir. Mér verður hins vegar oft hugsað til þess, hvað allar þessar tölur eru í raun fánýtar. Því fer fjarri, að þær mæli allan auð einnar þjóðar. Ég ferðaðist nýlega um einn hrikalegasta hluta Alpafjalla. Þar eru klettaborgir miklar og hliðar þaktar skógi. En skógurinn var að stærstum hluta dauður. Hið súra regn frá iðnaðinum í kring, lífs- kjarakapphlaupinu, hafði séð fyrir því. Það hvíldi einhver sorg yfir þessu fyrrum fagra landi. Sömu sögu er að segja af öðrum skógum um alla Evrópu og jafnvel vötnin í Noregi og Svíþjóð eru mörg rúin lífi. Ekki verður sú lífskjaraskerðing, sem slíkri eyð- ingu fylgir, mæld í hundraðshlut- um; hún verður aldrei mæld. Mörgum þykir landið okkar autt og bert. Rétt er það, að skógar þekja það ekki nema að litlu leyti, en sá skógur sem við höfum, er grænn og fagur. Hraunið á einnig sína stórkostlegu fegurð og mel- skúfurinn — og jafnvel auðnin. Víðar er fagurt land, en óvíða er loft svo hreint og sjóndeildarhring- urinn svo stór, óvíða speglast fjöl- lin svo vel í tærum vötnum; hvergi sýnist mér land, lögur og loft falla svo vel saman í eina fagra mynd. Meginstyrkur okkar er það af 1 sem býr í þjóðinni sjálfri Ræða Þorvalds Garðars Kristjánssonar, forseta Sameinaðs alþingis, á ísafirði 17. júní Dagurinn i dag er dagur ævin- týrisins. Það er ævintýri þegar óskhyggjan og raunhyggjan fá að ná saman í veruleikanum. Þjóðar- saga okkar íslendinga er ævintýri. Það hófst með landnáminu. Hvað var það annað en ævintýri að sæ- farar héldu fyrir 1100 árum yfir sollinn sæ til einbúans í Atlants- hafinu? Hvaða skapanornir réðu þvi, að landnámið bar upp á eitt hið mesta góðæristímabil i sögu Iands- ins? Hefði ævintýrið ekki verið úti ef landnámið hefði átt til að bera upp á tíð svo sem á Skaptáreldatímabil- inu? Hvað var þá líklegra en að- komnir sæfarar hefðu snúið frá og dæmt hið ókunna land óbyggilegt? En ævintýrið varð. Það hélt áfram. Árið 930 er þjóðveldið sett á fót með stofnun Alþingis. Og þjóð- veldistímabilið var ævintýri líkast, þótt margt færi úrskeiðis, sem varð því raunar að falli. Þó var ævintýr- inu samt ekki lokið. Eftir alda- langa erlenda yfirdrottnun og áþján er náð ævintýralegu tak- marki með stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Dagurinn I dag er svo sannarlega dagur ævintýrisins. En óskhyggjan ein gerir ekki ævintýri að veruleika. Til þarf að koma raunhyggjan. Við Islend- ingar teljum raunhæfan þann vilja okkar að búa okkur eigið samfélag í sjálfstæðu þjóðríki. í raun og veru erum við ekki til viðtals um annað. Hins vegar láta erlendir menn stundum í ljós efa um að þetta sé möguleiki eða telja jafnvel fjar- stæðu. Þetta þarf ekki að vera sagt af slæmum hug. Þetta er álitin skynsamleg ályktun. Þá fá menn ekki skilið hvernig svo fámenn þjóð, sem við íslendingar erum, fær megnað að halda uppi velferðar- samfélagi nútímans I sjálfstæðu þjóðríki. En þessir menn þekkja ekki íslendinga, þekkja ekki ís- lenzka þjóðarsál. Aldrei megum við íslendingar samt halda að þaö sé sjálfgefið að okkur auðnist að halda landi okkar, tungu og þjóðerni. Við skulum hafa hugfast, að kraftaverkið gerist þvert ofan í lögmálið. Þess vegna þurfum við að vera á verði alla tíð og gæta fjöreggs okkar, sjálfstæðis landsins. Þetta á ekkert síður við þó nú séu aðeins rúm 40 ár síðan við endurheimtum það með stofnun lýðveldisins 17. júni 1944. Þeir tímar sem við lifum nú á eru viðsjárverðir. Kannski verður þeim helzt líkt við landnámsöldina sjálfa þó langsótt sé. Víkingaöldin var tímabil andstæðnanna. Annars vegar var hún tími byltinga og um- róts, ofbeldis og upplausnar. Hins vegar var hún tími tækifæra og uppbyggingar. Gamlir siðir urðu að víkja fyrir nýjum. Ný skipan og heimsmynd tók við. Það var á þessum tíma, sem þjóðarævintýrið íslenzka hófst. Það eru á sinn hátt álíka tímar sem við upplifum í dag. Það eru tímar mikilla tækifæra og mikilla mis- taka. Aðgát skal því viðhöfð. Það hefir löngum verið talið að lega landsins hafi verið skjól okkar og vörn í umróti tímanna á liðnum öldum. Staða landsins i miðjum út- sæ fjarri öðrum löndum hefir getað haft jafnvel úrslitaáhrif til varð- veizlu sjálfstæðrar tilveru þjóðar- innar, tungu og menningar. En valt er völubeinið. Allt getur brugðizt. Jafnvel hagræðið af legu landsins getur snúizt i andhverfu sína. Af þvi höfum við íslendingar bitra reynslu. Lega landsins hefir útheimt skipakost til að halda uppi sam- göngum við landið. Þegar svo var komið, að þjóðin átti ekki lengur skipakost til þessara þarfa missti hún fjárhagslegt sjálfstæði sitt sem leiddi til þess að stjórnarfars- lega sjálfstæðinu var glatað. Þann- ig var lega landsins örlagavaldur þjóðarinnar í þá tíð. ... Nú til dags er það aftur lega landsins, sem vandanum veldur, þó að með öðrum hætti sé. Áður gaf einangrunin fangstað á þjóðinni, en nú er staða landsins um þjóð- braut þvera. Staða landsins i miðju eins þýðingarmesta svæðis verald- ar frá hernaðarlegu sjónarmiði hefur gjörbreytt því sem varðar mestu um öryggi, frelsi og tilveru þjóðarinnar. Við höfum mætt þessu með aðild að hernaðarbanda- lagi og falið öðru riki varnir lands- ins. Þessi skipan er í okkar valdi og okkar þágu. Með þessu gegnum við frumskyldu hvers sjálfstæðs ríkis að treysta öryggi sitt svo sem verða má í heimi sem er grár fyrir járn- um. En þessi skipan varnarmálanna, svo lengi sem hún varir, felur einn- ig í sér veikleika sem gjalda verður varhug við. Annars vegar er sú til- hneiging að lita svo á að sjálfir sé- um við óhlutgengur aðili og ábyrgðarlausir og allt sé i hendi annarra sem varðar varnir og ör- yggi landsins. Hins vegar eru radd- irnar um að selja beri hernum í einhverju formi aðstöðu f landinu til að afla tekna í þjóðarbúið og Þorvaldur Garðar Kristjánsson standa undir velferðarríki okkar. I hvoru tveggja felast hættur sem við verðum að vera á verði gegn. Auka verður aðild okkar sjálfra að vörnum landsins svo sem verða má og samrýmist því að við höfum ekki eigin her i hefðbundnum skilningi á að skipa. Við megum aldrei skipa svo málum að við eigum efnahags- líf okkar og fjárhagsstöðu undir er- lendum her i landi okkar. Það eru varða svo mjög það sjálfstæði þjóð- arinnar sem við minnumst i dag. Samskipti rikja eru alltaf vand- meðfarin. Ekki á þetta sízt við um smáþjóðir sem okkur íslendinga. Sérstakur vandi er okkur á hönd- um i öllum alþjóðasamskiptum og við aðild að fjölþjóða samtökum sem svo mjög einkenna þá tima sem við nú lifum á. Það hefir verið sagt að fjölþjóðasamtök séu stofn- uð til þess að framkvæma það sam- eiginlega sem þjóðirnar geta ekki gert hver fyrir sig og einkum á þetta við smáþjóðirnar eins og okkur íslendinga. Á hinn bóginn geta fylgt þátttöku i fjölþjóðasam- tökum skuldbindingar og varasamt réttindaafsal. Þess vegna má orða það svo að engin þjóð hafi vegna smæðar sinnar meira að vinna og jafnframt meira að varast i al- þjóðasamvinnu en íslendingar. Þannig eru þversagnirnar í þeirri stöðu sem varða svo mjög sjálf- stæði okkar. Þess vegna þurfum við að gæta hvers fótmáls sem við stíg- um á vettvangi hinnar alþjóðlegu samvinnu. Það má lengi telja til það sem getur orðið stjórnarfarslegu sjálfstæði þjóðarinnar að fjörtjóni. Það sem nú stingur svo mjög í augu er hin mikla erlenda skuldasöfnun. Það er eins með þessa skuldasöfn- un eins og vitur maður sagði um veðrið: Það eru allir sem tala um veðrið en enginn gerir neitt í því. Allir eru sammála um að hin er- lenda skuldasöfnun sé orðin hættu- lega mikil og létta verði skulda- byrðina. En ekkert er gert. Þó er það í mannlegu valdi að bæta hér úr en ekki háð náttúrulögmálum svo sem með veðrið. Þannig stefnir nú þráðbeint til þess að við missum okkar fjárhagslega sjálfstæði, ef ekki er að gert. Þá fylgir á eftir sem nótt af degi skerðing í ein- hverju formi á stjórnarfarslegu sjálfstæði. Þessa er vert að minn- ast til varnaðar á þessum degi, sem helgaður er sjálfstæði þjóðarinnar. Við Islendingar eigum ekki að þurfa að lifa af erlendum lánum og bónbjörgum. Island á ærinn auð. Viðfangsefnið er að nota auðlindir landsins á sem hagkvæmastan hátt. I því efni höfum við íslend- ingar unnið stórvirki. Það er undir- staða þess að við getum haldið uppi sjálfstæðu velferðarríki í dag. En alvarlegar brotalamir hafa verið í fari okkar og keyrir nú um þver- bak. Auðlindir íslands er að finna vítt og breitt um landið og umhverfis það allt. Það er undirstaða eða skil- yrði þess að auður landsins nýtist sem skyldi að landið verði byggt vltt og breitt og byggðin haldist og eflist þar sem hagkvæmast er að nýta auðlindir landsins. Þetta er hagur allra landsins barna, jafnt þeirra sem búa í þéttbýli og strjálbýli. Þetta er undirstaða efnahagslegrar velmegunar þjóðar- innar. Heil hjörð spekinga situr við að mæla á millimetramál minnstu hreyfingu á þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum svo að þjóðin megi vita hvern dag hvort upp gengur eða niður. Á sama tíma er vegið kerfisbundið að rótum undirstöðu- atvinnuvegar þjóðarinnar, sem varðar hana mestu um efnahags- lega velferð og fjárhagslegt sjálf- stæði. Gengisstefnan, sem fylgt er nú, tryggir ekki sjávarútveginum nauðsynlegan rekstrargrundvöll og stefnir arðsemi og eiginfjárstöðu þessa höfuðatvinnurekstrar í full- komið óefni. Jafnframt hafa verið opnaðar flóðgáttir fyrir erlendu fjármagni sem ráðstafað hefur ver- ið fyrst og fremst til neyzlu og hinna ýmsu þjónustugreina. I kjölfarið hefur mannaflinn fylgt í stöðugt ríkara mæli frá undir- stöðuatvinnuveginum. Svo er nú komið, að sjávarútveginn skortir fólk til að geta hagnýtt sem bezt fiskmarkaði okkar erlendis, þar sem atvinnugreinin er ekki sam- keppnisfær um vinnuaflið. Þannig mergsýgur erlenda skuldasöfnunin sjávarútveginn, þann atvinnuveg- inn sem við eigum mest undir til þess að geta greitt okkar erlendu Steingrímur Hermannsson flytur ræðu sína Veður eru oft vond og válynd, segja menn. Rétt er það. Þó eru þau hér smámunir hjá fellibyljum og skuldir og haldið okkar fjárhags- lega sjálfstæði. Hér erum við Is- lendingar komnir í hinn viðsjár- verðasta vítahring. Afleiðingarnar blasa við hvers manns augum. Þrengingarnar í sjávarplássunum úti á landsbyggð- inni og þensla þjónustugreinanna á höfuðborgarsvæðinu tala sínu máli. Fólksflótti frá strjálbýli til þéttbýlis er staðreynd í dag. Byggðaröskun blasir við alvarlegri en áður, ef ekki er að gert. Kostn- aður þjóðarbúsins vegna svo um- fangsmikillar búseturöskunar er ómælanlegur. Það er ekki einungis sá kostnaður sem fylgir að afleggja nothæf mannvirki og koma óðrum upp, heldur er hitt ennþá alvar- legra, að búseturöskun getur orðið svo mikil að eftir verði landið ekki svo byggt að tryggð séu hagkvæm- ust not af auðlindum þess. Það er tjón þjóðarheildarinnar, allra landsins þegna hvar sem þeir eru búsettir í landinu, í strjálbýli eða í þéttbýli. Það gerir ekki einungis lífskjörin lakari. Það ógnar fjár- hagslegu sjálfstæði okkar. Svo ein- falt er það. Þetta geta engir viljað. En hér á við það sem skrifað stendur: Hið góða sem ég vil gjöri ég ekki, en hið vonda sem ég ekki vil, það gjöri ég. Er hér of djúpt tekið í árinni? Við skulum vona að stjórnvöld taki við sér i slíkum þjóðarháska sem við stöndum I. En hægt gengur það. Það er „löturhægur lestargangur" á öllum tilburðum til umbóta, eins og alþingismaður ísfirðinga, Jón Sigurðsson forseti, orðaði það forð- um, þegar honum þótti seinlætið í framfaramálum þjóðarinnar keyra úr hófi fram. Við íslendingar búum i gjöfulu landi. ísland á ærinn auð. En meg- instyrkur okkar er það afl sem býr í þjóðinni sjálfri. Þegar öll kurl koma til grafar er það gildismat eða lifsviðhorf og siðferðisþrek þjóðarinnar sem úrslitum ræður. Þar er að leita þess sem hæst ber i lífi og tilveru þjóðarinnar, hvort sem það var að gera drauminn að veruleik eða þrauka hörmungarn- ar. Þar er að leita þess sem gerir Island að stórveldi i heimi andans, bókmennta okkar og menningar. Það er framlag okkar íslendinga til heimsmenningarinnar, sem gerir okkur hlutgenga i samfélagi þjóð- anna. Það er grundvöllur sjálf- stæðrar tilveru okkar sem þjóðar. Hvað sem líður efnahagslífinu verður undirstaðan að vera rétt til fundin. En er allt sem skyldi um siðferð- isþrek okkar íslendinga og gildis- mat á tímum sem nú, þegar fórnað er á einu ári hálfu áttunda hund- raði mannslífa i móðurkviði án þess að æmta eða skræmta en á sama tima bjórneyzla leidd til önd- vegis í þjóðmálaumræðunni. Hér á við aðvörun rétt eins og þegar Jón Sigurðsson forseti var að blása anda i siðferðisþrek manna sem hann kvað „liggja andfæting i drabbi og sukki“. Við verðum jafn- an að hafa það siðferðisþrek og gildismat sem varðveitt hefir verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.